Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
Ferðaskrifstofan Úrval og fleirí aðilar:
Fyrirhugað að reisa sum-
arhúsaþorp í Húsafelli
Ferðaskrífstofan Úrval hefur
í samvinnu við ýmsa aðila á Vest-
urlandi látið hanna sumarhúsa-
þorp, sem mun rísa á Húsafelli
í Borgarfirði.
Fyrst í stað munu verða reistar
tvær einingar og eru í hveiju slíku
húsi 15 íbúðir. Hvert hús er hring-
laga og sameiginlegur upphitaður
og yfírbyggður garður með hvetju
húsi. Hver íbúð er um 38 metrar
að flatarmáli tvö svefnherbergi,
stofa, eldhús, baðherbergi og and-
dyri. Svefnpláss verður fyrir 6
manns.
Á svæðinu er sundlaug, gufubað,
heitir pottar og fleira og er ætlunin
að sögn Matthíasar Kjartanssonar
deildarstjóra innanlandsdeildar
Úrvals að í tengslum við húsin verði
skyndibitastaður, veitingastaður
með þjónustu, bar, verslun o.fl.
Að sögn Matthíasar er hér um
40 milljóna framkvæmd að ræða; í
janúar 1987 er ætlað að fyrra hús-
ið verði komið í gagnið og hið síðara
um vorið sama ár. Stofnað verður
sérstakt hlutafélag um þessa fram-
kvæmd, þar sem m.a. Úrval og
Kristleifur Þorsteinsson landeig-
andi að Húsafelli eru hluthafar.
Bygging þessara sumarhúsa er
þáttur í viðleitni Úrvals að auka
ferðir útlendinga til íslands, einnig
á vetuma, og áhuga íslendinga
Hvert ætlar
þú næsta
sumar?
Alþjóða ferðakaupstefna Færeyinga, Grænlendinga og
íslendinga, sem nú stendur í Laugardalshöll, verður opin
almenningi á morgun, laugardag kl. 14—18 og sunnudag
kl. 13-18.
Þarna getur þú kynnt þér hvað er í boði í ferðamálum
landanna þriggja nk. sumar.
Sýnendur eru 12 frá Grænlandi, 11 frá Færeyjum og 60 frá
íslandi. Þarna sýna t.d. ferðamálasamtök landsfjórðunganna,
flugfélög, skipafélög, gistihús, ferðaskrifstofur, bílaleigur, hóp-
ferðaaðilar, bæjarfélög, bændur og fleiri aðilar.
Á laugardag og sunnudag kemur Ingó töframaður fram og
sýnir listir sínar á klukkutíma fresti. Þá verður einnig sýndur
færeyskur dans báða dagana kl. 15.00.
Er ekki rétt að líta inn með fjölskylduna og kynnast ferða-
möguleikum á Grænlandi, í Færeyjum og þínu eigin landi,
íslandi, árið 1987. Er ekki tími til kominn að þú ferðist um
þinn eigin heimshluta?
FERÐAMÁLANEFND NORÐVESTURSVÆÐISINS
Líkan af einni sumarhúsastæðunni, sem risa munu í Húsafelli. Róbert
Pétursson arkitekt hannaði húsin.
sjálfra á ferðalögum innanlands.
Matthías býst við því að nokkuð
jöfn skipting verði á milli útlendinga
og íslendinga í sumarhúsunum, en
leiga hverrar íbúðar mun verða um
10.-12.000 fyrir eina viku. Matthías
gat þess, að nú þegar væru famar
að berast pantanir um vist í þessum
húsum. „Við erum ekki að flana
að neinu,“ sagði Matthías að lokum.
SHÍ, SÍNE, BÍSN og INSÍ:
Mótmæla harðlega fram-
komnum hugmyndum um
breytingar á lögum Lána-
sjóðs ísl. námsmanna
I TILEFNI af hugmyndum um breytingar á lögum um
Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem fram hafa komið
hjá fulltrúum í nefnd stjórnarflokkanna, sem vinnur að
samkomulagi stjórnarflokkanna um málefni lánasjóðs-
ins, hefur eftirfarandi yfirlýsing verið samþykkt af
námsmannahreyfingunum SHÍ, BISN, SÍNE og INSÍ:
Námsmannahreyfingamar
Bandalag íslenskra _ sérskólanema,
Iðnnemasamband íslands, Sam-
band íslenskra námsmanna erlendis
og Stúdentaráð Háskóla íslands
lýsa fullri andstöðu við þær hug-
myndir fulltrúa stjórnarflokkanna
um breytingar á lögum um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna, sem
fram hafa komið.
Námsmannahreyfingamar telja
að í þeim sé í öllu vikið frá þeim
gmndvallarhugsjónum, sem eiga að
liggia að baki Lánasjóði íslenskra
námsmanna, þ.e. að tryggja öllum
jafnrétti til náms, burtséð frá efna-
hag og búsetu
Ef hugmyndir um þak á hefð-
bundin lán kæmust til fram-
kvæmda, kæmi þakið mjög
misjafnlega niður á námsmönnum
eftir búsetu, námslandi og fjöl-
skyldu- og heimilishögum.
Til dæmis fékk einstaklingur í
foreldrahúsum rúmlega 14.000 kr.
í lán á mánuði á síðasta ári, en ein-
staklingur með bam á framfæri
tæplega 25.000 kr. á mánuði. Hið
fyrirhugaða þak er hins vegar það
sama fyrir báða, svo að þessar til-
lögur fela í sér, að einstaklingur í
foreldrahúsum getur stundað nám
á hefðbundnum lánum tæplega
helmingi lengur en einstaklingur
með bam á framfæri. Þetta er í
algeru ósamræmi við þá áherslu,
sem íslendingar hafa ávallt lagt á
að mönnum sé ekki mismunað eftir
kynferði, búsetu eða öðrum aðstæð-
um. Einnig myndi til dæmis lang-
skólanám í enskumælandi löndum
verða ómögulegt fyrir aðra en há-
tekjumenn.
Námsmannahreyfingamar vekja
athygli á því, að þrátt fyrir yfirlýs-
ingar um nauðsyn náins samstarfs
við námsmenn um þessar breyting-
ar á LÍN, hafa stjórnarflokkamir
kosið að vinna að þessu máli á bak
við tjöldin og fréttist af þessum
áformum fyrir tilviljun. Náms-
mannahreyfingarnar skora á
nefndarmenn að koma nú þegar
fram í dagsljósið með tillögur sínar
og kynna þær án tafar fyrir náms-
mönnum.
Ályktun þessi var samþykkt af
öllum námsmannahreyfingunum
fjórum, en það var samstarfsnefnd
heyfinganna, seni samdi Lillöguna,
en í þessari nefnd sitja tveir fulltrú-
ar frá hverri nefnd.
Aðspurður um þetta samstarf
hreyflnganna fjögurra sagði Eyj-
ólfur Sveinsson formaður SHÍ að
síðastliðið vor hefði tekist mjög
víðtækt samstarf með þessum fjór-
um námsmannahreyfingum.
„Núverandi meirihluti í SHÍ (Vaka,
félag lýðræðissinnaðra stúdenta og
Stúdentafélagið Stígandi; innskot
Morgunblaðsins) lagði á það mikla
áherslu að ná höndum saman við
hinar námsmannahreyfingarnar.
Staðreyndin er sú, að námsmenn
hafa oft spillt málstað sínum með
sundurlyndi, í stað þess að standa
fast saman að mikilvægum hags-
munamálum sínum, en einmitt
þannig munum við standa að mál-
um í þeirri umræðu, sem fyrir
höndum er.
Eyjólfur kvað samstarfið hafa
gengið vel í alla staði og sagðist
hann ekki eiga von á öðru en að
svo yrði áfram, enda væri hér um
að ræða sameiginlega hagsmuni
13.000 námsmanna og íjölskyldna
þeirra.
Félag vinstrimanna í Háskóla
Islands hefur sent frá sér sérstaka
yfirlýsingu í tilefni af þessum um-
ræðum:
Vinstrimenn fordæma harðlega
framkomnar hugmyndir stjómar-
flokkanna í málefnum Lánasjóðs
íslenskra námsmanna. Námsmenn
munu aldrei sætta sig við hugmynd-
ir sem ganga gegn jafnrétti til
náms. Ný framkomnar yflrlýsingar
stjómarliða em enn ein tilraunin til
þess að gera langskólanám að for-
réttindum efnafólks. Vinstrimenn
benda á, að í þeim felst grófleg
mismunun námsmanna eftir efna-
hag, búsetu og fjölskylduaðstæð-
um. Tillögur um vexti og
lántökugjald ganga þvert á hug-
myndina um félagslegan fram-
færslusjóð námsmanna og gerði það
að verkum að margir námsmenn
myndu bera óbrúanlega greiðslu-
byrði að námi loknu. Vinstrimenn
skora á stjómarflokkana að láta af
slíkum hugmyndum þegar. Enn
fremur harma vinstrimenn þau
vinnubrögð að ekkert samráð skuli
vera haft við námsmenn nú þegar
málefni sjóðsins em til umræðu.