Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
fclk í
fréttum
Skyldi kötturínn, Helgi Björnsson, vera að útlista fyrir kúnni, Erlu Skúladóttur og hestinum, Bjarna
Ingvarssyni, hvers vegna þau fara ekki eins vel út úr samskiptum sínum við manninn og konuna og hann?
Kötturinn fer eigin
leiðir á Galdraloftinu
Aefstu hæð hússins í Hafnar-
stræti 9 hefur Bandalag
íslenskra leikfélaga aðsetur og þar
er líka svokallað Galdraloft, nýinn-
réttað æfingahúsnæði sem Alþýðu-
leikhúsið hefur til umráða þessa
dagana.
A Galdraloftinu er verið að æfa
fyrir fyrstu frumsýningu vetrarins,
verkið Köttinn sem fer sínar eigin
leiðir, söngleik eftir Olaf Hauk
Símonarson, byggðan á sögu Kipl-
ings.
Tónlistin í verkinu er einnig eftir
Olaf Hauk, en Gunnar Þórðarson
sér um útsetningar og allan undir-
leik.
Frumsýningin verður í Bæjarbíói
í Hafnarfirði einhvemtíma í byijun
október, en þangað til æfa sjö leik-
arar stíft á Galdraloftinu undir
stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur.
Leikararnir eru María Sigurðar-
dóttir; kona, Barði Guðmundsson;
maður, Margrét Ólafsdóttir; bam,
Gunnar Rafn Guðmundsson; hund-
ur, Erla Skúladóttir; kýr, Bjarni
Ingvarsson; hestur og síðast en
ekki síst, kötturinn sem fer sínar
eigin leiðir; Helgi Bjömsson.
„Það er gaman að vera köttur,“
sagði Helgi í stuttu spjalli við Fólk
í fréttum, „skemmtileg tilbreyting
að komast út fyrir ramma raun-
sæisins endrum og eins.“
Sjálfu verkinu vildi Helgi lýsa
sem „söngleik fyrir yngri deildina“,
með mikilli og skemmtilegri tónlist.
„Þarna er meðal annars flutt hið
landsfræga lag Vögguvísa, sem
hefði örugglega unnið Eurovision-
keppnina hefði því ekki verið ýtt
til hliðar af einhverjum óskiljanleg-
um ástæðum,“ sagði Helgi.
Þar sem leiklistargyðjan er harð-
ur húsbóndi gat Helgi ekki staldrað
nema stutt við, en áður en hann
læddist aftur á æfíngu vikum við
aðeins aftur að kettinum.
„Þetta er lævís köttur, sem
ávinnur sér hylli allra en heldur
sínu frelsi samt sem áður,“ sagði
hann. „Hin dýrin em sett undir ok
manns og konu. Kettinum tekst
hins vegar að njóta allra þæginda
heimilisins, en fara samt sínar eigin
leiðir," bætti Helgi við og brosti til
blaðamanns eins og köttur við
ijómaskál.
Velgengni
hjá
Whitney
Houston
Witney Houston er ein þeirra
sem vekur stöðugt meiri eft-
irtekt og er af mörgum talin ein
skærasta stjaman í poppheiminum
í dag. Hún byijaði snemma að
syngja, fyrst með kirkjukór og síðan
í næturklúbbi móður sinnar. A sama
tíma og sérkennileg rödd hennar
tók að vekja eftirtekt var athygli
heimsins vakin á útliti hennar á
forsíðum blaða eins og Glamour,
Cosmopolitan og Seventeen.
Hún tók sönginn þó langt fram
yfir fyrirsætustarfið og uppskar
eins og hún hafði sáð þegar henni
bauðst samningur hjá plötufyrir-
tækinu Arista. Fyrsta sólóplata
hennar rauk beint í fyrsta sæti og
sömu sögu er að segja um lögin
„Saving all my Love for You“ og
„How wili I know“. Hún hefur einn-
ig unnið til fjölda verðlauna og
viðurkenninga auk þess sem hún
sló í gegn á ferðum sínum um
Bandaríkin og Evrópu.
Þau Barði Guðmundsson og María Sigurðardóttir leika einfaldlega
mann og konu í söngleiknum og ef til vill geta lesendur getið sér til
um hugrenningar persónanna á þessarí mynd.
Nú vilja Norðmenn ólmir trúlofa þau Morten og Mörtu og gildir
þá víst litlu hvað þau sjálf hafa til málanna að leggja, slúðurblöð-
in sjá um allan málflutning.
Prinsessan og
poppstjarnan
r veir hópar fólks mega búa
við þá óáran að alltaf er verið
að trúlofa þá út um allar grundir
og þykjast flestir þess umkomnir
að taka ákvarðanir í ástamálum
þessa fólks, oftast að því sjálfu
forspurðu.
Nýjustu fréttir í þessum mál-