Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 27

Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 27 „Hitti ég þig ekki á síðustu sýningu?** Hundasýning í Reykjavík „Við skulum stinga saman nefjum ... Til í slaginn ... HUNDARÆKTARFÉLAG íslands hélt hundasýningii í Reykjavík sl. sunnudag. Um 70 hundar voru skráðir til keppni, 7 hundakyn alls. Að sögn Guðrúnar Guðjohnsen, formanns Hundarsektarfé- lagsins, tókst sýningin mjög vel. Þetta er þriðja sýningin sem haldin er í ár og sagði Guðrún mikinn áhuga vera að vakna fyr- ir hundarækt hérlendis. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hundasýning er höfð í Reykjavík. Á sýningunni var valinn besti hundur sýningarinnar, en áður er keppt í mörgum flokkum innan tegunda. Besti hundur sýningarinnar var írskur Setter, Bruno að nafni. Eigandi hans er Hreiðar Karlsson. í 2. sæti var Kóra — Cocker Spaniel hundur, eigandi Helga Finnsdóttir. í 3. sæti var Vigga — Labrador Retriever hundur í eigu Stefáns Gunn- arssonar. í 4. sæti var Poodle — hundurinn Kolla, eigandi Fanný Erlingsdóttir. Dómari var frá Danmörku, Ebba Aalegaard, en hún hefur dæmt hér á landi nokkrum sinnum áður. „Ég vona að þeir kunni fótum sínum forráð.“ „Ekki tekin ákvörðun um hvort krafist verði af- kynjunar“ -segir Hallvarður Einvarðs son, ríkissaksóknari „ÉG hef fengið erindi lög- mannsins i hendur og það verður afgreitt samhliða annarri afgreiðslu þessa máls. Engin ákvörðun hef- ur verið tekin enn sem komið er,“ sagði Hallvarð- ur Einvarðsson, er hann var inntur eftir því hvort til greina kæmi að hann hefði uppi þá kröfu að kynferðis- afbrotamaður gengist undir afkynjunaraðgerð. Svala Thorlacius ritaði grein í Morgunblaðið á föstudag þar sem hún rakti feril kynferðisafbrota- manns, en Svaia er lögmaður foreldra drengs sem í vor varð fyr- ir árás hans. í niðurlagi greinar sinnar sagðist Svala ætla að mæl- ast til þess við embætti ríkissak- sóknara að ákæruvaldið hafí uppi í ákæru sinni kröfu um það að maðurinn verði dæmdur til að gang- ast undir afkynjunaraðgerð. Heimild til þess að slík aðgerð sé gerð er að fínna í lögum nr. 16 frá 1938, en þar segir m.a.: „Afkynjun skal því aðeins leyfa, að gild rök liggi til þess, að óeðlilegar kyn- hvatir viðkomandi séu líklegar til að leiða til kynferðisglæpa eða ann- arra óbótaverka, enda verði ekki úr bætt á annan hátt.“ MJUKSALA! í ár köllum við Álafossútsöluna Mjúksölu, því þar er mýktin í íyrirrúmi. Mjúkar og hlýlegar ullarvör- ur eru þar í miklu úrvali á góðu verði. Þar færðu m.a. gam í peysu á 280 kr., fallegar peysur lrá 400 kr., vœrðarvoðir í mörgum litum ffá kr 450, trefla, sokka, húfur og ótal margt fleira - og auðvitað allt úr ylvolgum Álafosslopa Þá er bara að drífa sig inn í hlýjuna í H húsinu Auðbrekku 9 Kópavogi. Mjúksalan stendur til 29. október og er opin virka daga frá kl. 10 til 19 og frá 10 til 16 á laugardögum. yilafoss G1 o =1 3 I CD >' GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.