Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 47

Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 47 Lagnafélag Islands eftir Kristján Pétur Ingiinundarson Lagnafélag íslands verður stofnað 4. október næstkomandi á Hótel Loftleiðum. Stofnfundurinn verður jafiiframt fyrsti fræðslufundur félagsins og ijallar um varmaendurvinnslu í loft- ræstikerfum, sögu þeirra, reynslu af notkun og tæknilegan og §árhags- legan grundvöll. 15. maí sl. var haldinn fundur til undirbúnings stofnunar Lagnafélags Íslands. Þar voru mættir aðilar frá mörgum félögum og stofnunum. Á þessum fundi var rætt um markmið og verksvið félagsins og kosið í átta manna undirbúningsnefnd. Hlutverk félagsins er að vinna að þróun lagnatækni á íslandi með því að: a) Skipuleggja fyrirlestra og nám- skeið ásamt útgáfu fræðslurita. b) Stuðla að rannsóknum og tækni- legum umbótum í lagnatækni. c) Stuðla að og fylgja eftir hæfni og menntunarkröfum þeirra er að lagnaframkvæmdum standa. d) Taka þátt í alþjóðasamstarfi á þessu sviði. Með stoftiun félags sem þessa er kominn vettvangur fyrir þá sem vinna við hönnun og gerð loftræsti- kerfa að sameina starfskrafta sína til þess að bæta orðspor það sem hefur fylgt þessum kerfum um all- langan tíma. Mikil framför hefur verið í þessari atvinnugrein síðustu árin, bæði fag- lega og tæknilega, enda kröfur um loftræstingar aukist mjög í öllum gerðum húsa. Risið hafa öflug fyrir- tæki sem sérhæfa sig á þessu sviði og hafa fjárfest í vélum og tækjum af nýjustu gerð. En í öllu því kappi um vélvæðingu og húsbyggingar fyrirtælqanna ásamt gegndarlausri samkeppni um verkefnin hefur sést yfir eitt mikils- vert atriði, þ.e. endanlegan frágang loftræsa- og hitakerfa og eru möig slik í dag talin gölluð eða ónýt, vegna þess að ekki hefur verið sinnt nógu vel frágangi, þ.e. stillingu og sam- hæfingu stjómtækja ásamt reglu- bundnu eftirliti. Leggja þarf mikið meiri áherslu á að fræða þá sem vinna við frágang kerfanna, fræðsla þessi þarf að fara fram í skólum og með námskeiðum fyrir þá sem lokið hafa námi, einnig Kristján Pétur Ingimundarson Með stofnun félags sem þessa er kominn vett- vangur fyrir þá sem vinna við hönnun og gerð loftræstikerfa að sameina starfskrafta sína til þess að bæta orð- spor það sem hefur fylgt þessum kerfum um all- langantíma. þarf að kynna nýungar jafnóðum og þær koma á markaðinn. I nýrri byggingarreglugerð sem var gefin út árið 1979 er kveðið á um að blikksmiðameistarar skrifi upp á teikningar svo sem aðrir iðnmeist- arar gera sem fást við húsbyggingar og þar með þarf að fá úttekt bygg- ingafulltrúa á loftræstikerfum. Félag sem Lagnafélag íslands er kjörinn vettvangur til að standa fyrir þeirri herferð sem fara þarf til að auka veg og virðingu þessa atvinnu- vegs og þeirra sem að honum starfa. Höfundur er blikksmiðameistari og forstjóri Blikkvers hf. Nýtt fyrirtæki: Aðstoð við útgáfu- og félagastarfsemi Ráðgjafar- og útgáfuþjónustan er heiti nýstofnaðs fyrirtækis í Reykjavík. Það er til húsa á Hverfisgötu 39 og eins og nafnið gefur til kynna hyggst fyrirtækið einbeita sér að hverskyns þjónustu við þá er standa í útgáfu og félagastarfi. Að stofnun fyrirtækisins standa þrír menn, þeir Frosti Jóhannsson, Guðmundur Sæmundsson og Þröst- ur Haraldsson. Allir hafa þeir reynslu á þessu sviði og hafa kom- ið víða við sögu. Fyrirtækið getur tekið að sér vinnslu blaða, bóka og bæklinga allt frá upphafi til enda, samið texta, séð um útlit, prófarka- lestur, fylgst með vinnslu í prent- smiðju, annast samninga við prentsmiðjur og dreifingu. Hvers kyns textagerð og ritvinnsla er einnig á verksviði fyrirtækisins. Auk stofnendanna þriggja starfar við fyrirtækið Guðrún Arný Guð- mundsdóttir, ritari og auglýsinga- stjóri. Fyrirtækið er tölvuvætt og hefur m.a. yfir að ráða tölvum sem geta annast umbrot á heilum síðum. Með því að prenta þær út í leysiprentara fást leturgæði sem gefa setningar- tölvum lítið eftir. Með þessu móti má lækka prentkostnað verulega. Þá tekur fyrirtækið að sér að annast undirbúning og skipulagn- ingu funda og ráðstefna og býður félagasamtökum þjónustu sína, svo sem við tölvuskráningu á spjald- skrám og öðrum gögnum. Loks má nefna að fyrirtækið getur tekið að sér úrvinnslu gagna og upplýsinga og framsetningu þeirra í aðgengi- legu formi — skýrslu, bæklingi eða bók, að ógleymdum tölvudiskling- um. Nú er hollt að muna eftír Skútuvogi 4 Slátur er einstaklega ódýr mat- ur — þú kemst að því ef þú heimsækir slátursölu SS. Eitt slátur með hreinsuðum vömbum kostar þar kr. 200,-. Fimm slátur í pakka kosta þvf aðeins 1.000,-. krón- ur. Það er ekki til önnur leið betri til að lækka útgjaldaliði heimilisbók- haldsins en taka og borða slátur. CV, Slátursala & Skútuvogi 4 Sími 35106 Allt til sláturgerðar á einum stað. Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.