Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 47 Lagnafélag Islands eftir Kristján Pétur Ingiinundarson Lagnafélag íslands verður stofnað 4. október næstkomandi á Hótel Loftleiðum. Stofnfundurinn verður jafiiframt fyrsti fræðslufundur félagsins og ijallar um varmaendurvinnslu í loft- ræstikerfum, sögu þeirra, reynslu af notkun og tæknilegan og §árhags- legan grundvöll. 15. maí sl. var haldinn fundur til undirbúnings stofnunar Lagnafélags Íslands. Þar voru mættir aðilar frá mörgum félögum og stofnunum. Á þessum fundi var rætt um markmið og verksvið félagsins og kosið í átta manna undirbúningsnefnd. Hlutverk félagsins er að vinna að þróun lagnatækni á íslandi með því að: a) Skipuleggja fyrirlestra og nám- skeið ásamt útgáfu fræðslurita. b) Stuðla að rannsóknum og tækni- legum umbótum í lagnatækni. c) Stuðla að og fylgja eftir hæfni og menntunarkröfum þeirra er að lagnaframkvæmdum standa. d) Taka þátt í alþjóðasamstarfi á þessu sviði. Með stoftiun félags sem þessa er kominn vettvangur fyrir þá sem vinna við hönnun og gerð loftræsti- kerfa að sameina starfskrafta sína til þess að bæta orðspor það sem hefur fylgt þessum kerfum um all- langan tíma. Mikil framför hefur verið í þessari atvinnugrein síðustu árin, bæði fag- lega og tæknilega, enda kröfur um loftræstingar aukist mjög í öllum gerðum húsa. Risið hafa öflug fyrir- tæki sem sérhæfa sig á þessu sviði og hafa fjárfest í vélum og tækjum af nýjustu gerð. En í öllu því kappi um vélvæðingu og húsbyggingar fyrirtælqanna ásamt gegndarlausri samkeppni um verkefnin hefur sést yfir eitt mikils- vert atriði, þ.e. endanlegan frágang loftræsa- og hitakerfa og eru möig slik í dag talin gölluð eða ónýt, vegna þess að ekki hefur verið sinnt nógu vel frágangi, þ.e. stillingu og sam- hæfingu stjómtækja ásamt reglu- bundnu eftirliti. Leggja þarf mikið meiri áherslu á að fræða þá sem vinna við frágang kerfanna, fræðsla þessi þarf að fara fram í skólum og með námskeiðum fyrir þá sem lokið hafa námi, einnig Kristján Pétur Ingimundarson Með stofnun félags sem þessa er kominn vett- vangur fyrir þá sem vinna við hönnun og gerð loftræstikerfa að sameina starfskrafta sína til þess að bæta orð- spor það sem hefur fylgt þessum kerfum um all- langantíma. þarf að kynna nýungar jafnóðum og þær koma á markaðinn. I nýrri byggingarreglugerð sem var gefin út árið 1979 er kveðið á um að blikksmiðameistarar skrifi upp á teikningar svo sem aðrir iðnmeist- arar gera sem fást við húsbyggingar og þar með þarf að fá úttekt bygg- ingafulltrúa á loftræstikerfum. Félag sem Lagnafélag íslands er kjörinn vettvangur til að standa fyrir þeirri herferð sem fara þarf til að auka veg og virðingu þessa atvinnu- vegs og þeirra sem að honum starfa. Höfundur er blikksmiðameistari og forstjóri Blikkvers hf. Nýtt fyrirtæki: Aðstoð við útgáfu- og félagastarfsemi Ráðgjafar- og útgáfuþjónustan er heiti nýstofnaðs fyrirtækis í Reykjavík. Það er til húsa á Hverfisgötu 39 og eins og nafnið gefur til kynna hyggst fyrirtækið einbeita sér að hverskyns þjónustu við þá er standa í útgáfu og félagastarfi. Að stofnun fyrirtækisins standa þrír menn, þeir Frosti Jóhannsson, Guðmundur Sæmundsson og Þröst- ur Haraldsson. Allir hafa þeir reynslu á þessu sviði og hafa kom- ið víða við sögu. Fyrirtækið getur tekið að sér vinnslu blaða, bóka og bæklinga allt frá upphafi til enda, samið texta, séð um útlit, prófarka- lestur, fylgst með vinnslu í prent- smiðju, annast samninga við prentsmiðjur og dreifingu. Hvers kyns textagerð og ritvinnsla er einnig á verksviði fyrirtækisins. Auk stofnendanna þriggja starfar við fyrirtækið Guðrún Arný Guð- mundsdóttir, ritari og auglýsinga- stjóri. Fyrirtækið er tölvuvætt og hefur m.a. yfir að ráða tölvum sem geta annast umbrot á heilum síðum. Með því að prenta þær út í leysiprentara fást leturgæði sem gefa setningar- tölvum lítið eftir. Með þessu móti má lækka prentkostnað verulega. Þá tekur fyrirtækið að sér að annast undirbúning og skipulagn- ingu funda og ráðstefna og býður félagasamtökum þjónustu sína, svo sem við tölvuskráningu á spjald- skrám og öðrum gögnum. Loks má nefna að fyrirtækið getur tekið að sér úrvinnslu gagna og upplýsinga og framsetningu þeirra í aðgengi- legu formi — skýrslu, bæklingi eða bók, að ógleymdum tölvudiskling- um. Nú er hollt að muna eftír Skútuvogi 4 Slátur er einstaklega ódýr mat- ur — þú kemst að því ef þú heimsækir slátursölu SS. Eitt slátur með hreinsuðum vömbum kostar þar kr. 200,-. Fimm slátur í pakka kosta þvf aðeins 1.000,-. krón- ur. Það er ekki til önnur leið betri til að lækka útgjaldaliði heimilisbók- haldsins en taka og borða slátur. CV, Slátursala & Skútuvogi 4 Sími 35106 Allt til sláturgerðar á einum stað. Góðan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.