Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 5 Hefði „lensport“ varnað óhappinu við Hrísey? Ekki leyfilegt að hafa rifur á smábátum til að hleypa sjó af þilfari í SAMTALI við Baldur Hjörleifs- son, sjómann úr Hrísey, og Jóhann Þór Halldórsson, björg- unarsveitarmann, í Morgunblað- inu í gær kom fram að þeir teldu að smábátar þyrftu að vera bún- ir sk. „lensportum". Samkvæmt reglum Siglingamálastofnunar er ekki leyfilegt að hafa rifur á borðstokkum opinna báta til að hleypa sjó frá borði. „Slík lens- port hafa aldrei tíðkast á opnum bátum. Við teljum að þau auki mjög hættuna við að fá sjó inn í bátinn," sagði Magnús Jóhann- esson, siglingamálastjóri, þegar þetta var borið undir hann. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær varð Baldur fyrir óhappi þegar hann var á siglingu á sex tonna plastbáti, Sunnufelli EA 58, skammt norðvestan við Hrísey á laugardagskvöld. Tvo brot gengu yfír bátinn, svo að hann fylltist af sjó og hvolfdi. Báturinh sökk þó ekki, því svo virðist sem loft hafí safnast saman í lúkamum og hald- ið honum á floti. Baldri tókst að komast upp á stefni bátsins og hékk þar í 5 klst., eða þangað til honum var bjargað. Baldur og Jóhann Þór sem stjórn- aði leit björgunarsveitar úr Hrísey, voru sammála um að mátt hefði koma í veg fyrir að bátinn fýllti við það að sjór gengi yfir hann ef „lens- port“ eða annar búnaður til lensing- ar væru á honum. Sjórinn hefði þá væntanlega runnið af þilfarinu. Sögðu þeir að það væri almenn skoðun sjómanna að reglur um þetta efni væru of strangar. Sigl- ingamálastjóri sagði að sér hefðu aldrei borist kvartanir um þetta atriði frá smábátaeigendum. „Ný- lega átti stofnunin viðræður við nefnd sem Landssamtök smábáta- eigenda settu á fót til að setja fram kröfur þeirra um breytingar á regl- um um smábáta, og þar var ekki minnst á reglur varðandi lensibúnað þessara báta,“ sagði Magnús. Grundvallarreglan varðandi „lensport“ á bátum er sú að þau séu aðeins leyfíleg á þilfarskipum. Um smábáta gilda þær reglur að um borð í þeim eigi að vera búnað- ur til lensingar, sem eru niðurföll í botni á brunni bátanna og dælur sem taka við vatni í botni skipsins. Magnús sagði að til þess að þessi búnaður gengdi tilgangi sínum yrðu niðurföllin að vera opin, og ekkert sem hindraði sjóinn að renna út. Ekki væri ljóst hvort svo hefði ver- ið í þessu tilfelli. Hann sagði að stofnunin myndi að sjálfsögðu fýlgj- ast með sjóprófum vegna óhapps- ins. Stofnuninni væri skylt að kynna sér niðurstöður rannsókna á sjóslys- um, og notaði sér þær vísbendingar til endurbóta í öryggismálum. „Sókn á smábátum er sífellt að aukast, og ég hef af því ákveðnar áhyggjur að hún hafí í för með sér meiri hættu fyrir sjómenn," sagði Magnús. VERÐBRÉFAMARKAÐURIÐNAÐARBANKANS HF nytt fyrirtæki að flrmúla7 Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg Undanfarin ár hefur íslenski veröbréfa- markaðurinn vaxið hratt og fjárfesting f verðbréfum notið vaxandi vinsælda. Heildarveltan á íslenska verðbréfamark- aðinum er nú um 1.500 til 2.000 milljónir á ári. Samt sem áður hefur þessi markað- ur verið talinn flókinn og óaðgengilegur, jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Með opnun Verðbréfamarkaðs Iðnaðar- bankans hf. er ætlunin að leggja áherslu á að verðbréfaviðskiptin verði einföld og örugg. Við ætlum að gera verðbréfakaup jafn- auðveld og venjuleg bankaviðskipti. Lykillinn að þessari einföldun er per- sónuleg, fagleg þjónusta. Þegar þú setur traust þitt á Verðbréfamarkað Iðnaðar- bankans eru fjárfestingar þínar í örugg- um höndum. Ákvörðunin er þín, fyrir- höfnin okkar. Jóhanna B. Jónsdóttir Dr. Sigurður B. Steiánsson Vilborg Lofts Heiðdís Jónsdóttir ritari framkværtidastjóri rekstrarhagfræðingur gjaldkeri Gott úrval verðbréfa til lengri og skemmri tíma. I nóvember og desember bjóðum við - verðtryggð skuldabréf veðdeildar Iðnaðarbankans með árlegum af- borgunum - verðtryggð skuldabréf veðdeildar Iðnaðarbankans með einum gjald- daga eftir 1, 2, 3, 4 eða 5 ár -óverðtryggð skammtímabréf, banka- bréf, til 3 til 12 mánaða -verðtryggð skuldabréf Glitnis hf. með árlegum afborgunum - spariskírteini ríkissjóðs og önnur skuldabréf skráð á Verðbréfaþingi Is- lands - hlutabréf Iðnaðarbanka Islands hf. - hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf Við sjáum um hönnun og útgáfu verðbréfa. Við bjóðum alla þjónustu vegna skulda- bréfaskipta og skuldabréfaútboða. Við bjóðum verðbréfavörslu og inn- heimtu vefðbréfa. I verðbréfávörslu felst að við sjáum um kaup á verðbréfum, innheimtu á greiðsl- um og endurfjárfestingu þannig að fé sé jafnan til reiðu á umbeðnum tíma. Veitum einnig móttöku verðbréfum til innheimtu hjá innheimtudeild Iðnaðar- bankans og eru greiðslur þá lagðar inn á umbeðinn bankareikning á gjalddaga. Símanúmerið.er 681040 Ykkur er velkomið að heimsækja okkur eða hringja hvenær sem er! •> Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. ÁRMÚl^A 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI - 681040 ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.