Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 25 Forstjóri Renault myrtur Franska lögreglan leitaði í gær að tveimur konum, sem talið er, að hafi myrt Georges Besse, forstjóra Renault-bflaverksmiðjanna, fyrir utan heimili hans í París á mánudagskvöld. Mynd þessi var tekin á morðstaðnum, en líkkrufning leiddi í ljós, að Besse var skotinn þrem- ur skotum. í gær fannst bréf í neðanjarðarjámbrautarstöð í París með yfirlýsingu frá hryðjuverkasamtökunum Action Direct, þar sem samtökin lýstu yfir ábyrgð sinni á morðinu. Morðið hefur vakið skelf- ingu og ugg á meðal Frakka, sem vöknuðu upp við þessa hrollvekjandi mynd á forsíðum dagblaðanna morguninn eftir morðið. Frankfurt: Stolið frá konu Horowitz Frankfurt, AP. ÞJÓFAR í Frankfurt S Vestur- Þýzkalandi stálu gimsteinum að verðmæti um 50.000 dollarar frá eiginkonu píanósnillingsins Vlad- imirs Horowitz. Brutust þeir inn í herbergi þeirra hjóna á hóteli í borginni, á meðan þau voru fjarverandi og létu greipar sópa. Wanda Horowitz, sem er 78 ára að aldri, er dóttir hins látna hljóm- sveitarstjóra, Arturos Toscanini. Hún og maður hennar komu til Frankfurt á fimmtudaginn var og var þetta önnur tónleikaferð Horowitz til Vestur-Þýzkalands á fímm mánuðum. Þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað á föstudagskvöld eða laug- ardagsmorgun. Píanósnillingurinn lét þó ekki þjófnaðinn á sig fá, heldur lék fyrir fullu húsi í Gömlu óperunni í Frankfurt á sunnudag. GENGI GJALDMIÐLA London, AP. GENGI Bandaríkjadollars ýmist hækkaði eða lækkaði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum heims. Verð á gulli komst í jafnvægi en í fyrradag féll verð á gullúnsu um heila 18 dollara. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið í London 1,4245 dollara (1,4270). Gengi Bandaríkjadollars var annars þannig að fyrir hann fengust: 2,0160 (2,0130). vestur-þýsk mörk 1,6760 (1,6750). svissneskir frankar 6,5975 (6,5955). franskir-frankar 2,2760 hollensk gyllini (2,2765). 1.395,75 ítalskar lírur (1.396,12). 1,3830 kanadískir dollarar (1,3853) og 162,80 japönsk jen (162,50). Dvergnum snarað I Ástralíu er stunduð sú íþrótt, sem dvergasnörun kallast og felst í því að kasta frá sér smávöxnu fólki. Hefur ýmsum þótt þessi iðja heldur óvirðuleg en það er ekki að sjá á honum „Lenny risa“, að honum líki lífið illa þar sem hann flýgur í gegnum loftið. Kastarinn heitir David Barry og fer engum sög- um af þvi hvort hann sigraði í keppninni. Sverrir H. Gunnlaug’sson, skrif stof ustjóri varnarmálaskrifstofu, í ræðu í Ósló: Aukin þekking og meira sam- starf við nágrannaþjóðimar Óslð, frá Jan Erík Laure, fréttarítara Horgunblaðsina. „UNDANFARIÐ hálft annað ár hafa íslensk stjórnvöld unnið að þvi, að landsmenn sjálfir afli sér þeirrar þekkingar, sem þarf til að geta metið stöðu þjóðarinnar í öryggis- og varnarmálum. Þeg- ar frá líður munu þvi íslendingar smám saman taka að sér ýmis þau störf, sem starfsmenn Bandaríkjahers hafa gegnt hing- að til. í öryggismálunum hefur einnig verið tekið upp náið sam- band við nágrannalöndin og einkum Norðmenn.*' Sverrir H. Gunnlaugsson, skrif- stofustjóri vamarmálaskrifstofu íslenska utanríkisráðuneytisins, greindi frá þessu sérstaka sam- bandi Norðmanna og íslendinga í ræðu, sem hann flutti í Ósló á mánudagskvöld á fundi hjá félaginu Militær Samfund. Sagði hann, að á bak við þessa samvinnu væru hem- aðarlegar staðreyndir, sem ekki yrði fram hjá horft. „íslendingar reiða sig á viðvaran- ir frá Noregi við hugsanlegum loftárásum og Norðmenn eiga mik- ið undir því komið, að Natostöðin á íslandi geti varið birgða- og liðs- flutninga austur um haf,“ sagði Sverrir og lagði áherslu á þýðingu bandarísku herstöðvarinnar fyrir öryggi íslands. Sagði hann, að ekki væri líklegt, að annað ríki en Bandaríkin gæti tekið af sér þessa öryggisgæslu í náinni framtíð. Sverrir sagði, að íslendingar vildu skjóta fleiri stoðum undir stefnu sína í öryggis- og vamarmál- um og hafa auk samstarfsins við Bandaríkjamenn nána samvinnu við Norðurlönd og Vestur-Evrópuríkin. Auk þess léki þeim hugur á að taka meiri þátt í samstarfi Atlantshafs- bandalagsríkjanna til að geta lagt sitt eigið mat á hemaðarleg álita- mál en þurfa ekki ávallt að leita til Bandaríkjamanna. „Til að auka þekkingu okkar á öryggis- og vamarmálum," sagði Sverrir, „hafa menn verið sendir til náms í öðmm löndum, þar sem þeir hafa kynnt sér þessi mál, vam- arviðbúnað og vamaráætlanir. Vegna þess höfum við nú á að skipa hópi sérfræðinga, sem em stjóm- völdum til aðstoðar og leggja á ráðin í varnarmálunum." Sverrir sagði að lokum, að komið hefði verið á formlegri öryggismála- samvinnu við nágrannalöndin, aðallega Norðmenn, og að stjóm- málamenn og embættismenn beggja þjóðanna hefðu átt með sér marga fiindi síðasta hálfa annað árið. Um þessi mál hefði einnig verið efnt til tvíhliða viðræðna við Hollendinga og Breta og stefnt væri að því að ræða við Dani. Við bjóðum ykkur að koma og sjá Sýningin er opin frá kl. 9 til 18. bestu og fallegustu hljómtækin, hátalarana og sjónvörpin sem fást á íslandi. Tækin frá Bang & Olufsen. Tímaritið “HiFi & elektronik” prófaði nýja LX 2800 sjónvarpið og niðurstaðan var “Besta sjónvarp í heimi” Bang&Olufeen VIÐ TOKUM VEL A MOTIÞER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.