Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ berst um annað sæti listans við Guðrúnu. Hann er talinn öruggur um þriðja sætið, nái hann ekki öðru sæti. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar stefnir einnig á annað sætið, en óliklegt er talið að hann nái ofar á listann en í fjórða sæti. Álfheiður Ingadóttir er kvennakandidat flokkseig- endafélagsins, en hún er ekki talin geta ógnað Guðrúnu Helgadóttur. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins er talinn hafa misst mikinn styrk við það að ætla að fella Guðrúnu Helgadóttur út af þingi. Guðrún Helgadóttir þykir rek- ast illa í flokki, en Æskulýðs- fylkingin kom henni til bjargar og gerði samsærisáform gegn henni að engu. Prófkjörín um helgina: Hvarvetna rnikil barátta og og bullandi ólga undir niðri PRÓFKJÖR Framsóknarflokksins í Reykjavík og Alþýðuflokkksins í Reykjavík og á Vestfjðrðum fara fram nú um helgina og að auki verður forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík þessa sömu daga. Erf- itt er að gera sér glögga grein fyrir þvi hvemig muni raðast á lista, að þvi undanskildu að vitað er hverjir munu skipa þrjú efstu sæti lista Alþýðuflokksins i Reykjavík og Svavar Gestsson er talinn eiga efsta sæti lista Al- þýðubandalagsins í Reykjavík vist. Að öðru leyti er hart barist um svo til hvert sæti og baráttan á stund- um svo hatrömm og illvíg, að ljóst er að ekki mun gróa um heilt í bráð, manna i milli. Þegar heyrast raddir þess efnis, að ef þessi eða hinn fari með sigur af hólmi, þá muni þessi eða hinn neita að vinna með honum, þannig að það verður ekki beinlínis sagt að menn beijist með það fyrir augtun, að una nið- urstöðum prófkjara eða forvala, hveijar svo sem þær verða. Ég ætla hér á eftir að spá í spilin í þeim prófkjörum sem fyrir dyrum standa þessa helgi. Ef við byijum á því að líta á bak við tjöldin hjá Alþýðubandalaginu hér í Reykjavík, þá er það fyrsta sem við blasir, að þar sitja fáir af þeim sem keppa um efstu sæti listans á friðar- stól. Einn viðmælandi minn úr forystusveit Alþýðubandalagsins sagði að það væri bara eitt orð sem næði því að lýsa því hvað væri að gerast á bak við tjöldin hjá Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík, nú fyrir forvalið, en það væri orðið „kaos“. Svavar Gestsson formaður flokks- ins er talinn öruggur um að hreppa efsta sætið á listanum, enda einn um að stefna að því sæti. Ekki nýtur formaðurinn þó óskoraðs trausts eða stuðnings flokksbundinna alþýðu- bandalagsmanna í Reykjavík og kemur þar margt til: Ýmsir telja að hann hafi ekki getað haldið utan um flokkinn í Reylqavík sem skyldi og að hann hafi ekki nýtt sér það lag sem gafst til samningaumleitana og sátta, eftir að Olafur Ragnar Grímsson rýmkaði til í toppbarátt- unni, með því að fara í framboð fyrir flokkinn í Reykjaneskjördæmi. Þá hafi komið skýrt í ljós að Svavar réði ekki við það verkefni að stýra barátt- unni og stjóma flokknum. Segja þeir að beinlínis megi rekja til Svavars þann skrtpaleik sem upp hafi komið í tengslum við kjömefndina og for- mann hennar Hrafn Magnússon, Fyrst hafi lqömefndin leitað að fólki til þess að bæta á framboðslistann og lokað honum síðan. Vegna þrýst- ings og óánægju Guðna Jóhannesson- ar formanns Alþýðubandalagsfélags- ins í Reykjavík hafi listinn sfðan verið opnaður aftur. AUt þetta segja þeir bera keim mikils ruglanda og lítilla sfjómunarhæfíleika. Þá er Svavar talinn ábyrgur, ásamt helsta kjama flokkseigendafélagsins fyrir þeirri aðför sem gera átti að Guðrúnu Helgadóttur, þegar forvals- slagurinn var að hefjast og margir eiga bágt með að fyrirgefa honum þá fyrirætlan. Er því haldið fram að Ásmundur Stefánsson hafi veitt Svavari Iið í þessari aðför. Aðförin fólst í því að menn_ kysu Svavar í fyrsta sæti listans, Ásmund í annað sæti listans, Álfheiði Ingadóttur í þriðja sætið og Þröst Ólafsson í það Qórða, sem hefði haft það í för með sér að Guðrún hefði verið fryst úti. Þetta gekk ekki upp, þar sem Æsku- lýðsfylkingin í Reykjavik komst að fyrirætlaninni, brást hin reiðasta við, lýsti yfir ótvíræðum stuðningi við Guðrúnu og kom þar með í veg fyrir frekari aftökuáætlanir flokkseigend- anna. Þá mun það einnig hafa haft mikil áhrif að þegar það fór að kvis- ast út á meðal almennra félaga í Alþýðubandalaginu að aðför væri fyrirhuguð að Guðrúnu, þá mæltist slíkt afskaplega illa fyrir. Höfðu óbreyttir félagsmenn það á orði, að ef samsærið gegn Guðrúnu yrði að raunveruleika, þá myndu þeir snúa sér annað með atkvæði sitt, þegar að kjördegi kemur. Skylt er þó að geta þess að svokall- aðir flokkseigendur og stuðnings- menn Ásmundar Stefánssonar innnan Alþýðubandalagsins hafa svarið öll aftökuáform af sér, og segj- ast aldrei hafa haft í hyggju að hrófla við Guðrúnu. Aðrir í þeirra hópi taka ekki jafndjúpt í árinni, og segja ein- ungis að þeir viti ekki til þess að um skipulegt samsæri hafi verið að ræða. Guðrún og- Asmundur berjast um annað sætið Þau Guðrún Helgadóttir og Ás- mundur Stefánsson berjast um annað sæti á listanum, en Þröstur Ólafsson stefnir einnig á það sæti. Ásmundi mun það mikið kappsmál að hreppa annað sæti Iistans, og ég hef heimild- ir fyrir þvf að hann muni verða óánægður ef hann hafnar í þriðja sætinu. Þó mun hann taka það sæti, ■ ef það verður niðurstaðan, en hins vegar draga framboð sitt til baka, ef hann hafnar neðar en það. Þröstur er ekki talinn hafa nægilegt fylgi til þess að ná öðru sætinu, og spá menn honum Qórða sætinu. Þó eru menn sammála um að heldur hafí dregið saman með honum og Ásmundi að undanfömu, og svo geti farið að at- kvæðamagnið skiptist það jafnt á milli þeirra, að Guðrún verði í öðru sætinu, en þeir svo í þriðja og fjórða. Það sem gerir það að verkum að Þröstur hefur heldur sótt sig, að því er talið er, er stuðningur lýðræðiskyn- slóðarinnar svonefndu við Þröst. Hún mun einfaldlega hafa tekið þá af- stöðu, að fyrst velja þyrfti á milli tveggja verkalýðsforkólfa, þá væri raunar aðeins einn kostur í mynd- inni, það er að segja sá að styðja Þröst. Vart þarf að tíunda það hér, að köldu hefiir andað á milli forseta ASÍ og lýðræðisafls Alþýðubanda- lagsins um langt skeið. Menn eru sammála um að málið flækist talsvert fyrir þær sakir að tveir verkalýðsforkólfar eru að berj- ast um sama sætið og að verkalýðs- armur flokksins geti klofnað af þeim sökum. Ásmundur mun eiga breiðara fylgi innan Alþýðubandalagsins en Þröstur, enda hefur hann stuðning flokksfoiystunnar, en Þröstur sækir sinn stuðning til róttækari afla verka- lýðsarmsins og harðasta Dagsbrúnar- kjamans. Þá ókyrrðust menn verulega slðdegis í fyrradag, þegar Dagsbrún, með þá Þröst Ólafsson og Guðmund J. Guðmundsson í forsvari, klauf sig út úr kjarasamningaviðræðunum og þeir létu báðir sterklega að því liggja að Dagsbrún yrði ekki með í því heild- arsamfloti sem stefnt hafði verið að. Er af mörgum talið að hér hafi stjóm- málaleg átök átt sinn þátt í þessari ákvörðun og að forysta Dagsbrúnar hafi talið að þessi harðlínuafstaða gæti orðið Þresti til framdráttar í forvali Alþýðubandalagsins. Ekki vilja þeir í forystuliði ASI túlka þessa afstöðu Dagsbrúnar á þennan hátt og Ásmundur sagði að þetta boðaði ekki styijaldarástand á milli Dags- brúnar og ASÍ. Hann sagði að sami tónninn væri í meginatriðum í kröfu- gerð ASÍ og Dagsbrúnar. Ásmundur og Þröstur hafa haft mikinn viðbúnað í undirbúningnum fyrir forvalið, en Guðrún hefur farið sér hægt, haldið að sér höndum og segist treysta á fylgi kjósenda sinna. Segir hún að ef menn viti ekki hvort hún eigi erindi á þing eða ekki, eftir 7 ára veru þar, þá geti hún þar engu um breytt, með því að hringja í flokksmenn og falast eftir stuðningi þeirra. í fyrrakvöld kl. 22 rann út frestur til þess að gerast félagi í Alþýðu- bandalaginu f Reykjavík og öðlast þar með rétt til þátttöku í forvalinu. Búist hafði verið við að mikill fyöldi nýrra félaga myndi bætast í hópinn, en sú varð ekki raunin, því þeir vom ekki nema um 200, eða um helming- ur þess sem bættist við félagatalið fyrir forvalið vegna borgarstjómar- kosninganna á sl. ári. Er þetta túlkað á þann veg, að frambjóðendur hafi ekki hellt sér út í grimma smölun, heldur hafi þeir beitt sér inn á við, og reynt að tiyggja sér atkvæði þeirra sem þegar vom flokksbundnir. Flokkseigendur tefldu Álfheiði fram Álfheiði Ingadóttur er teflt fram af flokkseigendaklíkunni, til höfuðs Gúðrúnu, en hún er ekki talin eiga raunhæfa möguleika á að hrófla við henni. Var fyrirhugað að rejma að tryggja Álfheiði eitt af þremur efstu sætum listans. Álfheiður og hennar stuðningsmenn hafa látið þau orð falla, að hún sé ekki að keppa við Guðrúnu um þingsætið, heldur þurfi að flölga konum í þingflokki Al- þýðubandalagsins. Þessi málflutning- ur Álfheiðar þykir þó ekki sannfærandi, í ljósi þess að hún í skrifum sínum, hefur ekki lýst því yfir að hún sé ekki að beijast gegn Guðrúnu eða að hún styðji hana, enda munu þær ekki eiga ýkja mikið sameiginlegt í stjómmálabaráttunni, þrátt fyrir setu í sama flokki. Guðrún þykir rekast heldur illa í flokki og ofbjóða flokksforystunni með sjálf- stæðisbrölti sínu, en það sama verður ekki sagt um Álfheiði, sem er bæði flokks- og foringjaholl. Aðrir sem beita sér af hörku og með mikilli smölun fyrir forval Al- þýðubandalagsins era formaður Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, Guðni Jóhannesson, Jó- hannes Gunnarsson og Pálmar Halldórsson, framkvæmdastjóri Iðn- nemasambandsins. Þeir stefna allir að því að lenda ofarlega á lista, en líklegast er talið að Álfheiður fái 5. sætið og þeir raði sér síðan í 6. 7. og 8. sætið. Þó gæti svo farið að Olga Guðrún Ámadóttir, þriðja konan sem tekur þátt í forvalinu yrði fyrir ofan eitthvíið af karlpeningnum á list- anum. Hatrömm barátta um efsta sæti framsóknar Slagurinn um efsta sæti framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykjavík er svo hatrammur, að með ólíkindum má teljast. Þeir Haraldur Ólafsson, alþingismaður, Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingis- maður og Finnur Ingólfsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra stefna allir að efsta sætinu, en raunar er talið að baráttan nú standi einungis á milli Guðmundar og Finns. Hafa þeir báðir farið geyst undanfarnar vikur og smalað svo grimmilega að rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa nú um 4.200 manns, en fyrir 19. þessa mánaðar höfðu einungis um 1.900 slíkan rétt. Liðlega 700 nýjir félagar bættust í Framsóknarfélögin í Reykjavík, fyrir 19. þessa mánaðar, og um 1.600 fóra skriflega fram á það að fá að taka þátt í prófkjörinu, samkvæmt þeim reglum sem ákveðn- ar voru fyrir þetta prófkjör. Það bættust þvi við yfir 2.300 ný nöfn á skrána hjá framsóknarmönnum í Reykjavík og telja þeir sem best þeklqa til, að skipta megi þessum nýju stuðningsmönnum nokkum veg- inn jafnt á milli þeirra Guðmundar og Finns, sem sýnir hversu ötulir þeir og þeirra stuðningsmenn hafa verið í smöluninni. Haraldur er aðeins talinn eiga brot af fylgi nýju atkvæð- anna. Viðmælendur mínir era nokkum veginn sammála um það að baráttan standi á milli þeirra Guðmundar og Finns, en Haraldur eigi engan mögu- leika á fyrsta sætinu úr þessu. Ekki dugi til, þótt framsóknarmenn úr gömlu Reykjavíkurklíkunni, með þá Alfreð Þorsteinsson, Kidda Finnboga, og Hannes Pálsson í fararbroddi blási { herlúðra, nú þegar að kjördegi kem- ur - gamla Reykjavíkurklíkan sé einfaldlega svo fámenn að hún hafí lítið að segja í allt nýja atkvæðamag- nið. Einn dyggur framsóknarmaður sagði við mig kampakátur og laun- hæðinn, er hann raeddi nýju atkvæð- in: „Það verður gaman hjá okkur framsóknarmönnum, þegar að kjör- degi kemur, því allt þetta atkvæða- magn á ugglaust eftir að tryggja þeim þremenningum og „fóstbræðr- um“ þingsæti!" Haraldur sjálfur telur sig njóta víðtæks stuðnings framsóknarmanna í Reylq'avík, en þeir Finnur og Guð- mundur munu ekki sömu skoðunar, eftir því sem ég kemst næst. Svara þeir til dæmis rökstuðningi stuðn- ingsmanna Haraldar, um að óeðlilegt sé að reyna að velta sitjandi þing- manni úr sæti á þann veg, að Haraldur hafi nú aldrei unnið það þingsæti, og aldrei leitt kosningabar- áttu Framsóknarflokksins í Reylq'avík. Hann hafí einfaldlega komið inn sem varaþingmaður, eftir að Ólafur heitinn Jóhannesson lést. Hann geti því ekki gert tilkall til þing- sætisins með þeim röksemdum að hann hafi unnið þetta sæti. Stuðningsmenn Finns telja að hann eigi raunhæfa möguleika á að hreppa fyrsta sætið, og segja að baráttan sé ekki úti enn. Þeir segjast munu vinna mjög skipulega nú um helgina, til þess að tryggja að hans stuðnings- menn mæti og taki þátt í prófkjörinu. Reyndar segjast þeir hreint undrandi á því hversu vel þeir hafi staðið sig í smöluninni og skipulögðum vinnu- brögðum, í baráttunni við Guðmund, sem hafi feiknasterkt vinnukerfi að baki sér. Hafi reyndar verið búist við því að kosningamaskína Guðmundar væri það öflug, að við algjört ofur- efli yrði að etja. Guðmundarmenn segjast aftur á móti hvergi bangnir, og segja að það muni koma þeim mjög á óvart, ef Guðmundur verði ekki í efsta sæti. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.