Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 3 Olympíuskákmótið: Islendingar í sjötta sæti eftir stórsig- ur gegn Indónesíu _ _ Handoko — Margeir, svartur lék ___ Skak biðleik. Bragi Kristjánsson íslendingar voru í miklum bar- áttuham í 11. umferð Ólympíu- skákmótsins í Dubai í gær. Indónesíumenn höfðu staðið sig vel á mótinu til þessa, m.a. unnið V-Þjóðverja og náð ÍV2 vinningi af Júgóslövum. íslendingar tefla gegn Bandaríkjamönnum í 12. og 3. síðustu umferð mótsins í dag. Staða efstu þjóða eftir 11 um- ferðir (af 14): 1. Bandaríkin 31 v., 2. England 29V2 v. og 1 bið, 3. Sovétríkin 29V2 v., 4. Ungveija- land 28V2 v., 5. Spánn 28 v., 6. ísland 27 v. og 1 bið, 7.-8. Búlg- aría og Pólland 27 v., 9,—13. Júgóslavía, Tékkóslóvakía, Chile, Kína og Brasilía 26V2 v. ísland — Indónesía 3—0 Jóhann — Ardiansjah 1—0 Jón L. — Adianto 1—0 Margeir — Handoko biðskák Karl — Sitanggang 1—0 Helgi fékk frí vegna biðskákar- innar við Nogueiras, svo að Jóhann hafði svart á 1. borði. Andstæðingurinn var Ardiansjah, er fyrr á mótinu hafði sigrað Ljubojevic á mjög sannfærandi hátt. Jóhann tefldi vel að vanda og náði fljótt betri stöðu. Hann vann peð og þegar Indónesíumað- urinn fór að sprikla til að reyna að rugla hann, herti Jóhann tökin. Þegar Indónesíumaðurinn gafst upp eftir 28 leiki átti hann aðeins drottninguna eftir gegn tveim hrókum, riddara og biskupi Jó- hanns. Jón tefldi við góðkunningja okkar frá Reykjavíkurskákmótinu í vetur, Utut Adianto. Jón lagði strax til atlögu og fómaði tveim peðum og síðan hrók. Utut mátti ekki taka hrókinn en kóngurinn var fastur á miðborðinu og varð Adianto að gefast upp í 22. leik. Margeiri gekk erfiðlega að ná betra tafli, en með sterkum leikj- um eftir fyrstu tímamörkin náði hann vinningsstöðu. Góðu leikim- ir kostuðu mikinn tíma og Margeir tefldi ekki nógu nákvæmt í tíma- hrakinu. Líklega verður erfitt fyrir Margeiráð vinna biðstöðuna, sem er þannig: Andstæðingur Karls var eini Indónesíumaðurinn sem fékk ein- hver færi á spríkli í þessari umferð. Hann greip tækifærið fegins hendi, enda em Indónesíu- menn frægir fyrir djarfa sóknar- taflmennsku. Karl lét mannsfóm andstæðingsins ekki setja sig úr jafnvægi og varðist af öryggi. Sitanggang gafst upp eftir tæpa 40 leiki, þegar ljóst var að fómin stóðst ekki. í gærmorgun tefldu Helgi og Jóhann áfram biðskákir sínar við Kúbu og Pólland. Helgi vann og Jóhann gerði jafntefli. Islenska sveitin fékk þvf U/2 vinn- ing í gær og hefur skotist upp í 6. sæti. Úrslit í 9. umferð: ísland — Pólland 2—2; 10. umferð: ísland - Kúba 2V2-IV2. Af öðmm bið- skákum er það helst að segja að Seirawan vann Portisch, Banda- ríkin — Ungveijaland 3—1; Sovétríkin — Rúmenía 2V2— IV* (Kasparov — Suba V2). Hvítt: Jón L. Ámason Svart: Utut Adianto, Caro- Kann: 1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - dxe4, 4. Rxe4 - Bf5, 5. Rg3 - Bg6, 6. h4 - h6, 7. f4 - e6, 8. Rf3 - Bd6, 9. Re5 - Bxe5, 10. fxe5 - Re7, 11. h5 - Bh7, 12. c3 - c5, 13. Dg4 - Hg8, 14. Bc4 — cxd4, 15. 0-0 — Dc7, 16. b3 — dxc3, 17. Ba3 — Rbc6, 18. Hxf7! - Dxe5, 19. Bxe6 - c2, 20. Hafl - Bd3, 21. Bd7 - Kd8, 22. Bxc6 og svartur gaf. Önnur úrslit: Bandaríkin — Spánn 3—1; Sovétríkin — Búlg- aría 2V2— IV2; England — Rúmenía 2V2—V2 og 1 bið. Vatnsvemdimarfélag skiptir mestu máli - segir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum „FLESTUM áhyggjum okkar yrði aflétt ef stofnað yrði vatnsvemdun- arfélag á Suðurnesjum, sem hefði það hlutverk að stjóraa vatnsupp- töku, friðun vatnsbóla og mengunarvöraum. Víðtæk samstaða um þetta félag skiptir meira máli en sameiginleg vatnsveita sem sæi um allan ferskvatnsbúskapinn á Reykjanesi, og raunar gæti Vatns- veita Suðurnesja haft þetta sem aðalhlutverk en sveitarfélögin gætu sjálf séð um eigin dreifikerfi ef þau vilja,“ sagði Eiríkur Alexanders- son framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðuraesjum i samtali við Morgunblaðið, en í blaðinu hefur komið fram að bæjar- fulltrúar Grindavíkur hafi ekki hug á að afsala bæjarfélaginu neinum þeim vatnsrettindum sem það Grindavík er langstærsta sveitar- félagið á Suðurnesjum, og nærri lætur að það nái yfir jafn stórt svæði og hin sveitarfélögin til sam- ans. „Það segir sig því sjálft að á landi þess safnast mesta vatnið saman. Hinsvegar er hægt að draga þetta vatn til og frá og það verður að stýra vatnstöku á svæðinu svo hver dragi ekki frá öðrum. En það er ljóst að samvinna um vatnsveitu- mál á Suðumesjum er lítils virði ef Grindavík tekur ekki þátt í henni. Það liggur þó ekkert fyrir um að neitt slíkt standi til hjá Grindvíking- um,“ sagði Eiríkur. Mikil ásókn fiskeldisstöðva í landsvæði og jafnframt ferskvatn á Suðumesjum veldur því að vatns- yfir að ráða. veitumál em þar mjög í deiglunni. Að sögn Eiríks er verið að undirbúa fund með öllum sveitarstjómar- mönnum á Suðumesjum til að kynna þessi mál fyrir þeim, en um 60% af sveitarstjómarmönnunum hafa ekki setið í sveitarstjómum áður. „Með þessum fundi í desem- ber ætlum við að komast nær heildarákvörðun," sagði Eiríkur. „Þetta er mál sem menn verða að setja sig vel inn í. Við höfum yfír miklum auðlindum að ráða á Reykjanesi og við viljum auðvitað nýta þessar auðlindir okkar sem best. En það þarf ekki mikið útaf að bera til að slys verði sem hefði áhrif á allt vatnskerfi Reykjaness- ins.“ la chaussure des manogets douioudbui 'WmAPPEL/fí Axr/S' mW/75T/7/7 Les Verreries du Gier iParaöísto La France á Mikligarður Sa chanteuse de rues, son café de Paris et sa place de boutques. Franskir dagar í Miklagaröi 27. nóv-6. des í samvinnu við Franska sendiráðið. Kynntar verða franskar vörur m.a. snyrtivörur, fatnaður, leikföng, skíðavörur, skór, gjafavörur og matvæli. Café de París Auðvita er að finna í Miklagarði lítið franskt kaffihús með góðu kaffi og ekta frönskum croissants. Franska söngkonan Mancho skemmtir með söng alla dagana og leikur undir á lýrukassa. La France á /HIKUG4RDUR BJARNI D /SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.