Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Björgimarsveitin Víkverji í Vík 1 Mýrdal: Safnar fyrir snjóbíl til neyðarþjónustu eftír Árna Johnsen Björgunarsveitin Víkvetji í Vík í Mýrdal vinnur nú að því að eignast traustan og lipran snjóbíl til þess að geta sinnt neyðarþjónustu með slíku tæki á svæðinu austan og vestan við Vík og reyndar á öllu Suðurlandi. Björgunarsveitin Víkveiji hefur veitt mikla og góða þjónustu þar sem mannslíf hafa verið í húfi, en oft hefur tilfinnan- lega vantað fullkominn snjóbíl til þess að sinna ýmsum neyðartilvik- um á fjallasvæði sveitarinnar og láglendinu einnig, því að á undan- fömum árum hefur nokkrum sinnum legið við að menn yrðu úti eftir að hafa yfirgefið bíla sína á Mýrdalssandi í byljum og ófærð. Þá er mjög nauðsynlegt að stað- setja slíkt björgunartæki, sem snjóbíll er, á ákveðnum stöðum kringum landið til þess að grípa til ef slys henda í vondum veðrum og ófærð, samanber flugslysið í Ljósu- fjöllum í fyrra. Góður snjóbíll er tæki sem dugir allt frá fjöru til fjalls og það er staðreynd að Mýr- dalur og Mýrdalssandur er það svæði sem langoftast verður ófært alla leið frá Höfn til Reykjavikur. Víkvetji hefur sent allmikinn fjölda gíróseðla til fólks, félaga og fyrirtækja á svæðinu frá Djúpavogi og vestur um allt Suðurlandskjör- dæmi að Vestmannaeyjum með- töldum og fengið góðar viðtökur, en beiðnin um styrk miðar við 300 kr. þótt menn geti hækkað upphæð- ina ef þeir sjá sér fært. Mikið er þó ókomið inn af hjálparbeiðnum og er ástæða til þess að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til þess að styrkja og standa við bakið á björgunarsveitarmönnum sem um allt land hafa sýnt ótrúlega ósér- hlífni og dugnað í björgunarstörfum við lífshættulegar aðstæður. Björg- unarsveitirnar sinna verkefnum og þjónustu sem ella myndi kosta of- fjár fyrir þjóðarbúið og við getum verið stolt af því að ekkert land býr yfir eins víðtækri neyðarþjónustu á þessu sviði og ísland. En það er rriikið átak fyrir björgunarsveit í litlu byggðarlagi að kaupa neyðar- tæki sem kostar 2 milljónir króna. Reikningsnúmer Víkverja í Sam- vinnubankanum í Vík er nr. 72. Víkvetjar leggja mikið á sig í þessu efni, hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir til þess að hjálpa öðrum. Höfundur er alþingismaður. Birgitta H. Halldórsdóttir Skáldsaga eftir Birgittu H. Halldórsdóttur Skjaldborg hf. hefur gefið út fjórðu skáldsögu Birgittu H. Hall- dórsdóttur, sem heitir í greipum elds og ótta. • í fréttatilkynningu frá Skjald- borg segir m.a.: „Sögusvið þessarar bókar er við Eyjafjörð. Margar helstu persónumar em kennarar við skóla í nágrenni Akureyrar, þar á meðal Rósa, sem ung að árum hafði fellt ástir til Halldórs skóla- bróður síns og átt með honum soninn Óskar. En þau fengu ekki lengi að njóta ástar sinnar. Síðar áttu þó örlögin eftir að leiða þau saman, en áður hafði mikið vatn mnnið til sjávar og atburðarásin í lífi Rósu var bæði hröð og fyölbreyti- leg. — Hugkvæmni og fjömgt ímyndunarafl höfundar nýtur sín með ágætum í þessari bók. Ólíkleg- ustu atburðir verða hver af öðmm og frásögnin er þmngin sívaxandi spennu. Þetta er íslensk ástarsaga, og afbrotasaga, en umfram allt íslensk nútímasaga." — Káputeikn- ingu gerði Auglýsingaskrifstofan Delfi, Bemharð Steingrímsson. Snjóbíll eins og sá sem Víkveiji hyggst kaupa. FJOLSKYLDUSAMKEPPNI um skemmtilega útfærslu á bama- eða unglingaherbergi sem öll íjölskyldan getur unnið saman. Nú gefst þér og Qölskyldu þinni tækifæri til að taka þátt í skemmtilegri fjöl- skyldusamkeppni. Keppnin felst í því að þið útfærið BARNA- EÐA UNGLINGA- HERBERGI, 3x3,50 m að stærð, með húsgögnum frá IKEA. ALLIR MEÐ Notið nýja IKEA VÖRULIST- ANN ykkar til að velja IKEA húsgögn og aðra IKEA hluti sem þið teiknið inn á |t»’ grunnmyndimar. Nú er um að gera að gefa hugmynda- fluginu lausan tauminn og „innrétta" herbergið á skemmtilegan og fmmlegan hátt. GLÆSILEG VERÐLAUN Glæsileg verðlaun em í boði fyrir þijár skemmtilegustu tillögumar. 1. Gjafabréf frá IKEA fyrir kr. 25.000. 2. Gjafabréf frá IKEA fyrir kr. 15.000. 3. Gjafabréf frá IKEA fyrir kr. 10.000. Dómnefndina skipa 2 fulltrúar frá IKEA og 1 frá tímaritinu Hús og híbýli. VERÐLAUNATILLAGAN VERÐUR SETT UPP Tillagan sem hlýtur fyrstu verðlaiin verður sett upp sem SÝNINGARBÁS í verslun okkar / desember. Tímaritið HÚS OG HÍBÝLI mim síðan fjalla um úrslitin í janúar. SENDIST TIL: IKEA Pósthólf 8812 128 Reykjavík eða skilið tillögunum í verslun okkar í Kringlunni. SÍÐASTI SKILADAGUR er LAUGARDAGINN 29. NÓVEMBER nk. MUNIÐ að merkja tillög- umar með NAFNI og SÍMA- NÚMERI í lokuðu umslagi. HJÁLPARGÖGN IKEA VÖRULISTINN ykkar, blýantur, strokleður, reglu- strika, litir og rúðustrikað blað. F1 ■ K Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.