Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 63
MÖRGUNBLAÐÍÐ, 'fÖSTUDÁGUR 28. NÓVEMBER’l986 Þær bandarísku burstuðu íslenska kvennalandsliðið ÞRÁTT fyrir stórleik Kolbrúnar Jóhannsdóttur f íslenska markinu tókst kvennalandsliðinu ekki að vinna bandaríska landsliðið í fyrsta leik liðanna sem fram fór að Varmá í gærkvöldi. Bandaríska liðið burstaði það fslenska gjör- samlega og munaði þar mest um slakan kafla f sfðari hálfleik. Loka- tölur urðu 18:26 eftir að staðan f leikhléi hafði verið 10:12. Það var rétt fyrstu mínútur leiks- ins sem íslenska liðið stóð í þeim bandarísku. Þær bandarísku komust í 5:8 eftir 17 mínútna leik og þá hafði Guðríður Guðjóns- dóttir skorað öll mörkin fyrir ísland. Góður kafli gerði það aö verkum að stelpunum tókst að jafna leik- inn, 9:9, en þá sýndi hin stór- skemmtilega Sam Jones (nr. 13) hvernig kvenfólk getur skotið. Skoraði fallegt mark með firna- föstu skoti sem Kolbrún réði ekkert við. Guðríður jafnaði metin en síðan komu tvö bandarísk mörk og stað- an í leikhléi 10:12. íslandi tókst að jafna 14:14 eftir 10 mínútur en síðan kom herfileg- ur kafli hjá liðinu. I heilar tíu mínútur tókst þeim ekki að skora en á meðan gerðu þær bandarísku átta mörk! Staöan orðin 14:22 og aðeins tíu mínútur til leiksloka. Næst skor- aði íslenska liöið fjögur mörk gegn einu bandarísku og staðan því 18:23 en síðan ekki söguna meir. Bandaríska liðiö skoraði síðustu þrjú mörkin og unnu stóran, allt of stóran, sigur á því íslenska. Skemmtilegur hand- bolti Bandaríska liðið lók vel í þessum leik. Sóknarlotur þeirra voru ef til vill of bundnar í leikkerfum á stund- um. Nokkrar stúlkur í liðinu eru geysilega skemmtiulegar. Fyrsta skal þar telja Sam Jones sem lék áður sem atvinnumaður hjá Leverkusen í Þýskalandi. Mjög skotföst og skemmtileg hand- boltakona. Sandra de la Rive (nr. 7) lék einnig mjög vel og heldur uppi góðum hraða í sókninni. Hún dreif- ir spilinu vel og er sífellt ógnandi. Greinilegt að hún er í góðu formi enda leikur hún sem atvinnumaður í handknattleik í Sviss um þessar mundir. Enn eina verður aö nefna en það er hin eldfljóta Maureen Latterner (nr. 11) sem skoraði fjögur mörk hvert öðru skemmtilegra. Þrjú úr glæsilegum shraðaupphlaupum og eitt meö því að snúa knettinum framhjá Kolbrúnu í markinu er hún fór inn úr horninu. Meg Gallagher (nr. 3) er geysi- lega sterk og skemmtileg bæði í sókn og þó sérstaklega vörn. íslenska liðið íslenska liðið lék illa mestan hluta þessa leiks. Of mikið var um ótímabær skot sem varnarveggur- inn varði og síðan brunuðu þær bandarísku í hraðaupphlaup og skoruðu en þannig gerðu þær sjö mörk. Best í gær var án efa Kolbrún Jóhannsdóttir í markinu. Hún varði 19 skot í þessum leik og flest þeirra úr erfiðri aðstöðu. Skemmti- legur markvörður sem sýnir mikla yfirvegun í markinu. Guríður Guðjónsdóttir var at- kvæðamikil í þessum leik og lék nokkuð vel, bæði í vörn og sókn. Erla Rafnsdóttir, sem leikur á línunni hjá landsliðinu þó hún sé útileikmaður með Stjörnunnr, stóð sig einnig mjög vel og skoraði falleg mörk. Erna Lúðvíksdóttir var ekki í stuði í gær. Varnarleikur hennar var ekki nógu ákveöinn og í sókn- inni var hún slök nema síðari hluta leiksins eftir að hún hafði fengið að hvíla í nokkurn tíma. Katrín Friðriksen lók vel í fyrri hálfleik er hún var í hægra horninu og skoraði falleg mörk þaðan. í síðari hálfeik lék hún hægra megin í sókninni og þá náði hún sér ekki á strik, átti nokkur ótímabær skot. Ingunn Bernótusdóttir átti einn- ig frekar slakan dag og getur gert mun betur en hún gerði í gær. Arna Steinsen lék þokkalega, gerði lítið af mistökum en ógnaði allt of lítið í vinstra horninu. Eiríka Ásgrímsdóttir lék ekki mikið með en eftir að hún kom í hægra hornið minnkaði ógnunin þar nokkuð. Aðrar stúlkur léku ekki mikið með en stóðu sig þó allar þokka- lega. Reyndu að vísu ekki mikið, heldur létu knöttinn ganga og létu hinar reyndari stúlkur um að reyna markskot. Ef til vill hefði þeim verið nær að reyna meira sjálfar. Mörk ÍSLANDS: Guörlður Guðjónsdóttir 9/6, Erla Rafnsdóttir 5, Katrín Friðriksen 2, Ema Lúðvíksdóttir 2. Mörk Bandaríkjanna: Meg Gallagher 5, Cindy Stinger 5/3, Maureen Latterner 4, Sam Jones 4, Sandra de la Rive 4, Portia Lack 2, Kim Clarke 1, Laura Coenen 1. -sus. Morgunblaðið/RAX Erta Rafnsdóttir skorar hér eitt marka sinna úr hraðaupphlaupi. 1. deild kvenna í körfu: Stórleikur Lindu og KR vann stórt „LINDA Jónsdóttir var f sérflokki og gaf leikmönnum f úrvalsdeild- Eirfka Ásgrfmsdóttir reynlr hér skot gegn sterkri vöm Bandarfkjanna. Morgunblaðið/RAX inni ekkert eftir,“ sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Hauka f 1. deild f körfu, eftir stór- sigur KR í Hafnarfirði f gærkvöldi. KR vann 60:36 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 34:17. Linda skoraði 26 stig fyrir KR og bar af f leiknum. Mikill hraði var í leiknum og varnarleikur beggja liða nokkuð góður, en KR-stúlkurnar voru mun sneggri og ákveðnari í sóknarleikn- um. Haukastúlkurnar réðu ekkert við Lindu í fyrri hálfleik, en þá skor- aði hún 18 stig. Haukastúlkurnar léku maður á mann vörn í seinni hálfleik og heppnaðist sú leikaðferð vel, en sóknarleikurinn var ekki nógu góð- ur og KR-stúlkurnar skoruðu mörg stig úr hraöaupphlaupum. Haukaliðið var frekar jafnt. Sig-— rún Skarphéðinsdóttir og Sólveig Pálsdóttir skoruðu 11 stig hvor, en Guðbjörg Noröfjörð 6 stig. Linda Jónsdóttir var best hjá KR, en Cora Barker og Kristjana Hrafn- kelsdóttir léku einnig vel og skoruðu 8 stig hvor. KR og ÍS eru nú efst ( deildinni með 12 stig eftir 7 leiki. IR vann UMFG - Grindavík enn án stiga ÍR vann UMFG 54:36 f 1. deild kvenna f körfubolta f Grindavík f gær eftir að hafa haft 9 stiga for- ystu f hálfleik. Þetta var þriðji sigur (R f deildinni, en Grindavfk hefur ekki enn unnið leik. Leikurinn var frekar jafn fyrsta stundarfjórðunginn og skiptust lið- in á að skora. Þá kom góður kafli hjá ÍR-stúlkunum og í hálfleik var staðan 28:19 þeim í vil. ( seinni hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og ÍR-stúlkurnar sigr- uðu með miklum yfirburðum, 54:35. Marta Guðmundsdóttir var best hjá Grindavík og skoraði 14 stig. Stefanía Jónsdóttir skoraði 10 stig. Liö ÍR var frekar jafnt, en Dag- björt Leifsdóttir var einna best. Hún skoraði 9 stig í leiknum, en María Leifsdóttir og Harpa Guð- brandsdóttir skoruðu 8 stig hvor. Suðurnesja- slagur UMFN og ÍBK, efstu liðin í úrvals- deildinni í körfubolta, leika f Njarðvfk í kvöld og hefst leikurínn klukkan 20. Að honum loknum leika UMFN og ÍS í 1. deild kvenna, en UBK og UMFT leika í 1. deild karla og byrjar sá leikur í Kópavogi klukkan 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.