Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 19 Lýst eftir nýrri neyslustefnu eftirÁstuR. Jóhannesdóttur Fæðuval bama og unglinga hér á landi hefur lengi verið til vansa og fer síst batnandi. Komið hefur í ljós, að stór hluti fæðu þeirra er sælgæti og skyndibitar, — óholl- ustufæði í einu orði sagt. Afleiðing- ar þessa eru víða að koma í ljós, og má þar nefna að tannskemmdir íslenskra skólabama eru meiri en þekkjast í nokkm öðm landi á norð- urhveli jarðar. Þetta kemur líka niður á heilsufari bama almennt, þótt það komi ef til vill ekki í ljós fyrr en síðar. Það er því löngu orðið tímabært að mörkuð verði opinber neyslu- stefna hér á landi, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar, t.d. Nor- egi. Opinber neyslustefna Markmið slíkrar stefnumörkunar yrðu: að hvetja til neyslu hollrar og næringarríkrar matvöm, að tryggja nægilegt framboð á henni og efla leiðbeiningar og ráðgjöf um hollustumataræði, meðferð mat- væla og matargerð. Það hefur komið greinilega í ljós, að nægt framboð matvæla í landinu er ekki eitt sér trygging fyrir heilsu- samlegu mataræði. Verðlag skiptir hér miklu máli. Stjómvöld geta t.d. stýrt eftirspum og þar með neyslu hollustuvöm með lágu verðlagi, samhííða markvissum áróðri. Setja þarf ákveðin markmið um samsetningu neyslunnar og hvemig draga megi úr óæskilegum þáttum í fæðunni, svo sem fitu og sykri. Gera þarf úttekt á því, að hve miklu leyti er hagkvæmt að full- nægja fæðuþörf þjóðarinnar með innlendri framleiðslu, og setja ákveðin markmið í því efni. Skólamáltiðir og sam- felldur skóladagur Efla þarf fræðslu um hollt matar- æði og matargerð, bæði í skólunum og meðal almennings. í þessu sambandi má benda á að taka aftur upp lýsisgjafír í skólum, en sá ágæti siður mun nú löngu af lagður. Sömuleiðis mætti koma til móts við útivinnandi foreldra með því að bjóða upp á hollar máltíðir í skólum, svo að ekki sé minnst á þann sjálf- sagða hlut sem samfelldur skóla- dagur er, en hann er löngu kominn á í flestum siðmenntuðum löndum. Viðleitni stjórnvalda Skilningur almennings hefur aukist mikið á hollustu og heil- brigðu lífemi. En betur má ef duga skal, og fyrst og fremst verðum við að huga að heilsufari bama og unglinga, því þau munu landið erfa. Hingað til hefur lítið borið á að- gerðum stjómvalda á þessu sviði hérlendis. Þó má geta þess, að nú- verandi ríkisstjóm hefur sýnt nokkra viðleitni í þessa átt, m.a. með því að heija sérstakar niður- greiðslur á mjólk til skólabama, með lækkun tolla á innfluttu græn- meti og breytingum á reglum um kjötmeti, sem miða að því að draga úr fítu á dilkakjöti. En hér þarf miklu meira að koma til, og í raun er þörf á hugarfars- breytingu meðal stjómmálamanna og kannski ekki síður í stjómsýsl- unni. Foreldrar og skólamenn þurfa að láta í sér heyra og þrysta á um úrbætur í þessum efnum. Þessir umboðsmenn æskunnar em líklega óvíða jafn hógværir og lítilþægir og hér. Án umræðna myndast ekk- ert afl, og án afls engar aðgerðir. Hér má ekki til spara Fyrirbyggjandi aðgerðir í neyslu- og heilbrigðismálum hljóta auðvitað að kosta sitt, en sú_ ijárfesting er fljót að skila sér. í uppeldis- og menntamálum má heldur ekki spara eyrinn og kasta krónunni. Fólki sem vinnur ómetanleg störf á þessu sviði verður að greiða mannsæmandi laun. Það er augljóst mál að skólamir sinna ekki hlutverki sínu þegar alls- staðar er til sparað. Við fáum ekki góða og ánægða kennara nema borga þeim sómasamlega. í vikunni var sagt frá því í frétt- um, að ljöldi bama og unglinga leitar til hjálparstöðvar Rauða krossins í Reykjavík. 70% þeirra em hvorki í skóla né vinnu og sum jafn- vel heimilislaus. Þama er dæmi um „spamað" sem í koll kemur. Hér hefur þjóðfélagið bmgðist skyldum sínum, og þar með heimili og skólar. Það verður að minnka vinnuálag foreldra með því að greiða mann- Ásta R. Jóhannesdóttir „Við konur lítum málin oft öðrum augum en karlar, vegna ólíkr- ar reynslu okkar. Við þörfnumst viðhorfa kvenna jafnt sem karla á þingi, til að þoka hin- um ýmsu þjóðþrifamál- um áleiðis.“ sæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku. Gera menn sér grein fyrir því, að margar fjölskyldur hér á landi hafa sjaldan eða aldrei tækifæri til að matast saman, nema e.t.v. á sunnudögum? Þessi óheillaþróun er til komin bæði vegna langs vinnu- dags foreldranna og sundurslitins skóladags bamanna. Hvemig er nú komið fyrir fjölskyldunni, „kjölfest- unni“ eða „homsteininum" sem stjómmálamönnum er svo tíðrætt um? Ný viðhorf í heil- brigðismálum Við þörfnumst nýrra viðhorfa í heilbrigðismálum og heilsugæslu. Heilsugæslan sem við búum við í dag er lítið annað en orðin tóm, þegar ungbamaeftirlit og önnur sérhæfð ummönnun er undanskilin. Við verðum að koma á markvissri og raunverulegri heilsugæslu, þar sem fylgst er reglulega með heilsu- fari hvers einstaklings frá fæðingu og út lífíð. Það er ekki nóg að hlaupa til þegar eitthvað gefur sig, því þá getur verið of seint að bæta skaðann. í þjóðfélagi okkar hugsa menn jafnvel betur um bflinn sinn en heilsu og velferð sína og fjölskyldu sinnar. A.m.k. verða menn að fara með bflana reglulega í skoðun og eftirlit. Engar reglur gilda hinsveg- ar um læknisskoðun og eftirlit með heilsu eigandans. Dýrmæt reynsla kvenna Við konur lítum málin oft öðram augum en karlar, vegna ólíkrar rejmslu okkar. Við þörfnumst við- horfa kvenna jafnt sem karla á þingi, til að þoka hinum ýmsu þjóð- þrifamálum áleiðis. Reynsla kvenna hefur veri dýr- mæt á hveiju heimili í landinu um aldir, og hún er líka dýrmæt á stóra þjóðarheimilinu. Höfundur er dagskrárgerðarmað- ur lýá Ríkisútvarpinu og vara- þingmaður Framsóknarflokksins iReykjavík. Þrjár nýjar til dreifingar á ! I yndbandaleigum í dag Copacabana Mynd sem vann til verðlauna fyrir góða tónlist í stórtímaritinu Variety. Aðalhlutverk: Barry Mainlow, An- nette O’Toole og Joe Bologne. On The Line Hörkuspennandi mynd með David Carradine, Scott Wilson og Victoriu Abril í aðalhlutverkum. Dreifing: Myndform sf. Sími 651288 Thompsonfs Last Run Barátta tveggja vina sem lenda sitt hvoru megin við lögin. í aðalhlut- verkum eru Robert Mitchum, Wilford Brimley og Jennifer Faulstich. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.