Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 54
SjalMnn:
Ingimar ráð-
inn eina
ferðina enn
Greinilega
ómissandi
skemmtikraftur
Sem kunnugt er keypti Ólafur
Laufdal, skemmtistaðaeigandi
með meiru, Sjallann á Akureyri um
daginn. Eins og lög gera ráð fyrir
var fyrsta verk hins nýja eiganda að
sópa út og gera þær breytingar á
húsnæði og rekstri sem þurfa þótti.
Eitt var það þó, sem ekki kom til
greina að breyta eða skipta um. Það
var hljómlistarmaðurinn Ingimar
Eydal, sem heita má samgróinn akur-
eyrsku skemmtanalífi og hætt við að
Sjallinn væri hálftómlegur án hans.
Það var þvf eitt fyrsta verk Ólafs að
endurráða Ingimar og var meðfylgj-
andi mynd tekin við það tækifæri.
Ingimar hefur leikið fyrir dansi í
23 ár og með þessu áframhaldi verð-
ur að telja líklegt að hann eigi að
minnsta kosti annað eins eftir. Á
meðan stöðvast dansinn ( Sjallanum
varla.
Geir Agnarsson með viðurkenningarskjal sitt.
Keppt í
stærðfræðikunnáttu
Fæstir mjmdu víst tengja
stærðfræði íþróttum, en þó
er það svo að flöldi manns stund-
ar þessa heilaleikfimi og hefur
gaman af. Ekki láta þeir þó við
það sitja heldur er einnig keppt í
stærðfræðigetu og standa ís-
Ienzka stærðfræðifélagið og Félag
raungreinakennara í framhalds-
skólum fyrir henni. Keppninni er
skipt í tvö stig, hið neðra fyrir
nemendur í tveimur fyrri beklcjum
framhaldsskólanna, en hið efra
fyrir hina tvo.
í ár kepptu 511 nemendur í
keppninni, 275 í hinu neðra, en
236 í efra. Af þeim voru tuttugu
efstu menn af efra stigi og fímm
af neðra valdir til þess að taka
þátt í úrslitakeppninni, sem fara
fram í mars á næsta ári. Hinir
efstu munu síðan taka þátt í Norð-
urlandakeppninni, en lið hverrar
þjóðar keppir heima hjá sér. Hinn
fimmta til sextánda júlí verða
síðan Stærðfræðiólympíuleikamir
haldnir í Havana á Kúbu. Þess
má geta að til þess að halda mönn-
um við efnið verða æfingadæmi
send til þeirra reglulega.
í fyrra hluta stærðfræðikeppn-
innar varð Geir Agnarsson efstur
á efra stigi, en hann er í sjötta
bekk Menntaskólans I Reykjavík.
í öðru sæti varð Sverrir Óm Þor-
valdsson og í hinu þriðja Matthías
Magnússon, en báðir eru þeir í
Menntaskólanum í eins og Geir.
í efsta sæti neðra stigs varð hins
vegar Akureyringurinn Guðbjöm
Freyr Jónsson, en hann sigraði
félaga sína með algerum yfírburð-
um.
Tuttugu efstu keppendum á
hvom stigi vom afhent verðlauna-
skjöl á Hátíðasal Menntaskólans
í Reykjavík og var meðfylgjandi
mynd tekin við það tækifæri.
Þessi mynd var tekin árið 1974, þegar Theodorakis kom heim til
Grikklands úr útlegð, eftir faU herforingjastjómarinnar.
Myndin úr The Economist.
„Fóminni“
vel tekið
em kunnugt er fékk rússneski
^ leikstiórinn Andrei Tarkovsky,
íslensku leikkonuna Guðrúnu
Gísladóttur til þess að leika völvu
í síðustu mynd sinni, Fóminni.
Myndin fjallar um heimsslit og dag-
inn eftir, en völvan spáir einmitt
fyrir um þau — einskonar völuspá.
í sfðasta hefti tímaritsins The
Economist var m.a. Jjallað um mynd
Tarkovskys og mjög lofsamlegum
orðum farið um hana. Er t.d. sagt
að myndin sé „eitt af þessum stór-
Súkkulaðiterta
af Akranesi á
boðstólum hjá
Long John Silver?
Matreiðslumenn fyrirtækisins
baksa við að baka eftir upp-
skrift Rannveigar Böðvarson
Súkkulaðiterta húsmóður á
Akranesi gæti orðið réttur á
matseðli Long John Silver veitinga-
húsanna í Bandaríkjunum innan
skamms. Fyrirtækið hefur um ára-
bil selt á fjölmörgum veitingastöð-
um sínum rétti úr íslenskum fiski
frá Coldwater Seafood, dótturfyrir-
tæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna. Kökuuppskriftin er nú í
athugun hjá matreiðslumönnum
fyrirtækisins, en þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir hefur þeim ekki tekist
að baka tertuna rétt.
Það er Rannveig Böðvarson,
ekkja Sturlaugs Böðvarson og móð-
ir Haraldar Sturlaugssonar for-
stjóra H. Böðvarson & co. á
Akranesi sem á heiðurinn að þess-
ari eftirsóttu tertu. Hún hefur
jafnan tekið á móti fulltrúum Long
John Silver f mat þegar þeir hafa
heimsótt verksmiðjuna á Akranesi
í viðskiptaerindum. í haust snæddi
forstjóri fyrirtækisins hádegisverð
hjá Rannveigu. Hafði hann orð á
því hvort súkkulaðitertan yrði ekki
í eftirrétt. Kom upp úr kafinu að
fyrri matargestir Rannveigar höfðu
sagt honum frá tertunni gómsætu.
Skömmu eftir heimsókn forstjórans
var Rannveig beðin um að senda
GILDIHF
ásamt söngkonunni Ernu
Gunnarsdóttur sjá um
dansstuðið öll föstudags-
og laugardagskvöld eftir
að skemmtidagskrá lýkur.
félk í
fréttum