Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Um laun sjúkrahús-
lækna í Reykjavík
Systumar ásamt hjálparmanni að byrja að prenta jólakortin.
Stykkishólmur:
Litið inn í _
prentsmiðjuna í
Stykkishólmi
Stykklshólmi.
FRETTARITARI Mbl. leit fyrir
helgina inn á prentsmiðju þeirra
systra í sjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi, en þar var í óða önn verið
að prenta á jólakortin sem þær syst-
ur selja til styrktar starfsemi sinni
fyrir jólin. Þetta er árvisst. Þá hafa
þær undanfarið vérið að prenta
jólabækumar og jólablað, Merki
krossins, sem er málgagn kaþólsku
kirkjunnar, undir ritstjóm Torfa
Ólafssonar. Var allt í fullum gangi
og mikið hefír verið að starfa und-
anfarið og fjórir starfsmenn.
Ég sá bækumar og þótti mikið
um allan frágang á þeim og vöndun
efnis. Þá er ekki bömunum gleymt.
Þama voru fallegar myndabækur,
kristilegs eðlis, sem presturinn
þeirra og Torfi Ólafsson hafa þýtt
en þær prentað.
Voru þessar bækur í lit og hinar
fegurstu.
Ferðamenn sem eiga leið í Hólm-
inn koma gjaman við í sjúkrahúsinu
og skoða þá prentsmiðjuna og láta
í ljósi aðdáun sína og til minja kaupa
þeir eitthvað af prentuðu efni til
að hafa heim með sér og er þetta
sterk auglýsing fyrir Hólminn og
systumar.
Einnig hafa þær aðra muni til
sölu svo sem fallega krossa, mynd-
ir af Hólminum o.fl. o.fl.
Allt fer þetta til uppb^'ggingar
sjúkrahússins sem er þeim til sannr-
ar fyrirmyndar.
Loks skal það talið sem okkur
kemur afar vel og það er að þessi
prentsmiðja prentar öll eyðublöð
sem fyrirtæki hér og í kring og
jafnvel á fjarlægari stöðum þurfa
að nota, einnig þakkarávörp og alls
kyns tilkynningar og er þetta mikið
þakkarefni.
Fréttaritara fannst alveg tilvalið
að taka myndir og minna á þetta
góða starf sem þama er innt af
hendi.
Árni
eftirMagna Jónsson og
Atla Dagbjartsson
Að undanfömu hefur orðið tals-
verð umræða um laun lækna og
hafa sjúkrahúslæknar í Reykjavík
verið teknir sem dæmi um lækna
með sérstaklega há laun og jafnvel
látið að því liggja, að þau séu ein
aðalorsök mikils kostnaðar við heil-
brigðisþjónustuna í landinu. Svipað-
ar fullyrðingar hafa heyrst áður frá
misjafiilega ábyrgum aðilum, en nú
hefur Halldór Asgrímsson sjávarút-
vegsráðherra tekið undir þessi
sjónarmið. Halldór gegnir einu mik-
ilvægasta embætti þjóðarinnar og
nýtur virðingar og trausts fyrir
störf sín. Ummæli hans nú hljóta
að byggjast á ófullnægjandi þekk-
ingu á launum þess hóps, sem hann
kaus að nefna sérstaklega, og gefa
villandi hugmyndir um þau, sem
nauðsynlegt er að leiðrétta.
Sá hópur, sem hér um ræðir, er
tvískiptur, annars vegar aðstoðar-
læknar og hins vegar sérfræðingar,
og er rétt að gera grein fyrir hvor-
um hópi fyrir sig.
Aðstoðarlæknar
Aðstoðarlæknar eiga að baki
6—7 ára nám, sem bæði hér og
erlendis er talið eitt hið erfiðasta á
háskólastigi. Af þessum námstíma
eru 2 ár verklegt nám jafnframt
bóklegu námi. Algengast er, að
aðstoðarlæknar vinni hér heima í
2—3 ár eftir útskrift úr háskóla og
haldi síðan utan til framhaldsnáms.
Á þessum tíma taka þeir á sig vax-
andi ábyrgð við greiningu og
meðferð sjúklinga, en eru frá fyrstu
tíð oftast fyrstir á vettvang í bráða-
tilvikum utan venjuiegs vinnutíma
og þurfa að taka fyrstu ákvarðanir
um meðferð bæði innan og utan
sjúkrahúsa (t.d. á neyðarbíl).
Laun þessa hóps má sjá á eftir-
farandi töflu, sem skýrir sig sjálf:
Mánaðar- Yfirvinna
laun pr.klst.
1. stig 43.403,00 434,03
2. stig 45.357,00 453,57
3. stig 47.398,00 473,98
4. stig 49.529,00 495,29
5. stig 51.759,00 517,59
6. stig 54.087,00 540,87
6. stig e. 9 ár 56.521,00 565,21
6. stig e. 18 ár 59.063,00 590,63
Annað stig gildir eftir 6 mánaða
starf á sjúkrahúsi, 3. stig eftir 15
mánaða starf og 4. stig eftir 21
mánuð. Laun eru í öllum tilvikum
greidd eftir umsaminni launatöflu,
engin óunnin yfírvinna er greidd
eða hlunnindi utan bifreiðastyrkur,
sem einungis er greiddur reyndum
aðstoðarlæknum, sem ráðnir eru til
1 árs eða lengur. Auðvelt er að
gera sér grein fyrir hvert vinnuálag-
ið er til þess að ná 115 þúsund
krónum á mánuði: Astoðarlæknir
1. stigs þarf að vinna 160 klst. í
yfirvinnu en á 4. stigi nægja 130
stundir.
Sérfræðingar
Eins og að ofan er getið fara
læknar utan til sémáms, sem tekur
4—7 ár eftir sérgreinum. Það hefur
einkennt íslenska lækna, að þeir
hafa sótt fast að komast að á góð-
um stöðum erlendis og lagt hart
að sér í námi og getið sér gott orð
langt umfram það, sem búast mætti
við af læknum frá fámennri þjóð
með lítinn og fátækan háskóla.
Sémám á betri stöðum þýðir áð
öðru jöfnu meiri vinnu og lakari
lg'ör á námstímanum. Námslán eru
ekki veitt til þessa framhaldsnáms,
sem er því þjóðarbúinu að kostnað-
arlausu.
„Læknar, sem hafa afl-
að sér þeirrar þekking-
, ar og reynslu og lagt
jafn hart að sér og fjöl-
skyldum sínum og
sérfræðingar hafa
gert, gera kröfu um að
búa við góð kjör saman-
borið við aðrar stéttir
þessa Iands.“
Algengast er, að læknar komi
heim frá sémámi 35—37 ára gaml-
ir og eigi þá að baki a.m.k. tvenna
búferlaflutninga milli landa og því
margir skuldugir við upphaf ævi-
starfs. Ef þeir eru heppnir komast
þeir að á sjúkrahúsi, en síðustu 5—6
ár hafa flestir nýir sérfræðingar á
Landspítala og Borgarspítala verið
ráðnir í hlutastöður og taka laun
eftir því.
Lítum þá á launatöflu sérfræð-
mganna:
Mánaðar- Yfirvinna
laun pr. klst.
0— 3ára 64.067,00 640,67
4- 6 ára 66.949,00 669,49
7— 9ára 69.963,00 699,63
10-12 ára 73.110,00 731,10
13-15 ára 76.401,00 764,01
16-17 ára 79,838,00 798,38
18 áraogeldri 83.433,00 834,33
Eins og hjá aðstoðarlæknum er
ekki um yfírborganir að ræða. Eng-
in óunnin yfírvinna er greidd.
Sérfræðingar fá greiddan bifreiða-
styrk vegna útkalla á vöktum og
útkalla milli stofnana.
Læknar fá greiddar 7,5 klst. á
mánuði fyrir heimavinnu að undir-
búningi kennslu fyrir aðrar heil-
brigðisstéttir. Til þess að ná 115
þúsund krónum í laun á mánuði
þarf því að vinna 30—70 yfirvinnu-
stundir (eftir aldursstigi) auk
fyrmefndra 7,5 klst.
Læknar, sem hafa aflað sér þeirr-
ar þekkingar og reynslu og lagt
jafn hart að sér og fjölskyldum
sínum og sérfræðingar hafa gert,
gera kröfú um að búa við góð kjor
samanborið við aðrar stéttir þessa
lands. Nái heildartekjur 110 þús-
undum á mánuði fara 35—50
þúsund í opinber gjöld (400—600
þúsund á ári). Í þjóðfélagi, þar sem
komið hafa fram tillögur um lög-
bundin 35—40 þúsund króna
lágmarkslaun em þetta engin
glæsikjör fyrir hóp, sem ekki getur
hafið lífsbaráttuna fyrr en undir
40 ára aldur.
Vinna á eigin stofum
Þá skal vikið að þjónustu sér-
fræðinga á eigin stofum utan
sjúkrastofnana. Sem betur fer eru
ekki allir sjúklingar, sem þurfa á
sérfræðiþjónustu að halda, svo veik-
ir að þeir verði að vistast á sjúkra-
húsi. Með betri aðstöðu til
rannsókna getur skoðun og meðferð
farið fram utan sjúkrahúsa eða með
mjög stuttri sjúkrahúsiegu, ef svo
ber undir. Margir sjúklingar þurfa
á langtímaeftirliti sérfræðinga að
halda vegna eðlis sjúkdóms síns eða
ef meðferð er vandasöm og ekki á
annarra færi. Þetta hafa sérfræð-
ingar gert bæði með vinnu á
göngudeildum og með því að halda
opnum möguleika á að sinna þess-
um sjúklingum á eigin stofu.
Á þennan hátt hefur verið unnt
að stórbæta þjónustuna við fólkið
í landinu, án þess að ijölgað hafi
verið almennum sjúkrarúmum í
Reykjavík sl. 10 ár. Spamaðurinn,
sem þar hefur orðið, gleymist oft-
ast í þessari umræðu.
Þessi þjónusta verður að veru-
legu leyti aðeins veitt af sérfræðing:
um, sem starfa á sjúkrahúsum. í
flestum sérgreinum þarf sérfræð-
ingur að starfa innan veggja
sjúkrahúss til þess að halda við
kunnáttu sinni og þjálfun. Jafn-
framt er honum nauðsynlegt að
fylgja sínum sjúklingum eftir utan
sjúkrahúss og sjá aðra minna veika
sjúklinga til þess að auka eigin yfir-
sýn yfir fagið. Sérfræðingur, sem
eingöngu vinnur utan sjúkrahúss,
verður í mörgum tilvikum faglegri
einangrun að bráð, sem kemur nið-
ur á þjónustu hans við sjúklinga.
Þá eru sumar sérgreinar hér svo
fámennar, að óhugsandi er að hafa
annars vegar sérfræðinga, sem ein-
göngu vinna á sjúkrahúsi, og hins
vegar aðra, sem vinna einungis utan
sjúkrahúss. Síðast en ekki síst er
sú hliðin, sem snýr að sjúklingnum,
þ.e. að hann eigi þess kost, að sami
sérfræðingur fylgi honum eftir inn-
an spítala og utan, ef þess er þörf.
Nauðsyn þess, að þessi þjónusta
sé veitt og réttur sérfræðinga til
að sinna henni er viðurkenndur og
raunar bundinn í samningum
læknafélaganna við ríki og borg.
Fyrir þessa þjónustu er greitt eftir
gjaldskrá samkvæmt samningi
læknafélaganna og Trygginga-
stofnunar ríkisins. Læknisverk eru
þar metin eftir því hve þau eru
vandasöm og tímafrek og eftir því
hve mikinn og dýran tækjakost eða
aðstöðu þarf til að vinna þau. Gjald-
skráin gerir ráð fyrir að launahiut-
fall sé 50% og rekstrarhluti 50%
að meðaltali.
Fullyrðingar um, að algengar
greiðslur TR til sjúkrahúslækna í
fullu starfi nemi 200—400 þúsund
krónum á mánuði eru rangar. Sann-
leikurinn er sá, að af þeim sérfræð-
ingum sem taka laun eftir
framangreindum launatöflum og
eru í fullu starfí hjá ríki og borg,
er talsverður hluti (30—40 manns),
sem hefur engar eða óverulegar
tekjur af stofu. Af hlutfallslegum
greiðslum, sem berast í sjóði lækna-
félaganna frá Tryggingastofnun-
inni, má ráða, að örfáir úr þessum
hópi hafi yfir 200 þúsund í heildar-
greiðslur á mánuði frá stofnuninni.
Algengast er, að þær nemi 30—100
þúsundum á mánuði, ef miðað er
við fyrri hluta þessa árs. Af þessum
greiðslum greiðir læknir allan
kostnað af stofurekstri og er reikn-
að með 50% hlutfalli af þessum
greiðslum til þess. Launahlutinn
stendur þannig í 15—50 þúsundum
á mánuði. Af þessari upphæð fara
50—60% í opinber gjöld, þannig að
7—25 þúsund eru til ráðstöfunar
fyrir krefjandi ákvæðisvinnu utan
dagvinnutíma.
Læknar gera strangar faglegar
og siðferðilegar kröfur til sjálfra sín
og sömu kröfur gera sjúklingar
þeirra. Það er okkar markmið að
tryggja skjólstæðingum okkar
bestu læknisþjónustu sem völ er á
og við gerum kröfur til þess að
vera til ráðuneytis um, hvemig sú
þjónusta er veitt vegna þeirrar sér-
þekkingar, sem við höfum á þessum
málum. Við gerum ekki kröfur til
þess að vera ráðgjafar um skiptingu
sjávarafla eða breytta búskapar-
hætti og væntum þess, að aðrir
sýni okkur sömu tillitssemi.
Reykjavík 18. nóv. 1986.
Magni Jónsson form.
Læknafélags Reykjavíkur,
Atli Dagbjartsson gjaldk.
Læknafélags Reykjavikur.
síma
1 tjöNusm
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
ÍSLENSKRA GETRAUNA
Hér eru leikirnir!
Leikir 29. nóvember 1986 1 X 2
1 M. Gladbach - F.C. Köln * 2 Aston Villa-Arsenal 3 Leicester - Chelsea
4 Liverpool - Coventry 5 Luton - Charlton 6 Man. City - Everton
7 Newcastle - West Ham (sd.) 8 Norwich - Oxford 9 Q.P.R. - Sheffield Wed.
10 Southampton-Watford 11 Tottenham - Nott’m. Forest 12 Wimbledon - Man. United
Hringdu strax!
688-322
föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardagakl. 9.00-13.30