Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Áramótabrennur MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag, venju samkvæmt, upplýsingar um hvar helstu áramótabrenn- ur eru haldnar. Reykjavík í Reykjavík eru áramótabrennur níu talsins: 1. Við Ægissíðu 50. 2. Sunnan við Fylkisvöllinn. 3. Á Ártúnsholti. 4. Upp af Leirubakka. 5. Við Skildinganes. 6. Við Holtaveg. 7. í Grafarholtshverfi við Fjallkonu- veg. 8. Ægisíða : Faxaskjól. 9. Á svæði ÍR í Suður-Mjódd. Ein brenna verður þann þriðja janúar á svæði Fáks á Víðivöllum. Tvær brennur verða á þrettánd- ann: 1. Á opnu svæði á horni Framnes- vegar og Hringbrautar. 2. Á auðu svæði austan Öldusels- skóla. Kópavogur Ein brenna verður að þessu sinni í Kópavoginum; vestast á Kársnesi. Hafnarfjörður Þrjár stórar brennur verða í Hafn- arfirðinum að þessu sinni: 1. í Hvaleyrarholti. 2. Við Þúfubarð. 3. Við Hrafnistu. Garðabær Þijár brennur verða í Garðabæ að þessu sinni: 1. Sunnan á Arnarnesi. 2. Á Hraunsholti. 3. Norðan við Aratún. Mosfellssveit í Mosfellssveit verða að þessu sinni tvær brennur: 1. í Teigahverfi. 2. Á Melunum í Reykjahverfi. Selijarnarnes Á Seltjamarnesi verður ein ára- mótabrenna og er hún á Valhúsa- hæð. Bessastaða- hreppur I Bessastaðhreppi verður ein brenna og verður hún á Bökkum við Landakot. Akureyri Á Akureyri verða tvær meiri hátt- ar brennur: 1. Á Bárufellsklöppum. 2. Sunnan Bakkhlíðar og austan Hlíðarbakka. A Valhúsahæð v/Framnesv,- Hringbraut (6. jan) v/Faxaskjól v/Ægissíðu v/Holtaveg * v/Fjallkonuveg I Skildinganesi Ártúnsholt # ARAMOTA- BRENNUR 1986 Á Fylkisvelli # , Á Arnarnesi Á i.R. svæði! v/ölduselsskóla ts. jan.) v/Leirubakka Á Víðivöllum (3. jan.) 1 Fararheill 1987 Efnt til stórátaks í um- # ferðarmálum á næsta ári Bifreiðatryggingafélögin ætla að verja 1% iðgjalda bifreiðatrygginga til átaksins Bifreiðatryggingarfélögin hafa ákveðið að efna til sameiginlegs átaks í umferðaraiálum á næsta ári undir heitinu „Fararheill 1987“. Þau ætla að veija einu prósenti af iðgjöldum bifreiða- trygginga til átaksins og er ætlunin að vekja athygii almenn- ings á því slæma ástandi sem ríkir í umferðinni hér á landi. Sérstakur starfsmaður hefur verið ráðinn í þessu skyni, Sig- urður Helgason, en hann starfaði áður hjá Svæðisútvarpi Reykjavíkur. Stefnt er að víðtæku samstarfí við þá sem vinna að umferðarmál- um s.s. Umferðarráð, lögregluna, skólayfirvöld, kennara, ökukennara og fjölmiðla. í hveijum mánuði verður tekið fyrir nýtt áhersluatriði og mánuður- inn síðan gerður upp í mánaðarlok og borin saman við sama mánuð á árinu 1986. Sérstaklega verður lögð áharsla á að ná til nýrra ökumanna, aldurs- hópsins 17-20 ára, en það er sá hópur sem veldur flestum slysum í umferðinni. Að meðaltali látast 25 manns í umferðinni á ári hveiju. 1985 slös- uðust 912 manns í umferðarslysum hér á landi. Þar af létust 24 og 375 hlutu alvarleg meiðsli. 60% fómar- lambanna er undir 25 ára að aldri, eða um 500 manns ár hvert. 10.-12.000 árekstrar verða hér á landi árlega en það jafngildir þvi að áttundi hver bíll verður valdur að árekstri ár hvert. Umferðaróhöpp kosta trygging- arfélögin að minnsta kosti tvo milljarða króna árlega og vonast þau til að geta lækkað þá tölu veru- lega með þessu átaki og benda í því sambandi á að þegar mikill áróð- ur hefur verið hafður í frammi í umferðarmálum hefur slysum fækkað stórlega, s.s. þegar vinstri umferð var tekinn upp árið 1968 og á umferðaröryggisárinu 1983. Þeir flármunir sem mundu sparast við fækkun slysa yrði síðan varið til lækkunar iðgjalda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.