Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 B 21 nar um árið 1987? Vogin 23. sept.-22. okt. Venus stýrir Voginni. Venus er tákn fegurðar, samvinnu og frið- semdar. Þetta ár gæti orðið voginni eftirminniiegt og lærdómsríkt. Margir kostir bjóðast og þá er komið að því að velja og hafna, en það er reyndar ekki alltaf sterkasta hlið vogarinnar. Vogin virðist á næsta ári fá meiri ánægju út úr því að starfa með öðrum og hún nær betri árangri með því móti. Vogin er ákaflega þægileg í sam- vinnu, en stundum er hún of hlédræg og kurteis og tekur full mikið tillit til annarra, svo að hennar eigin skoðanir fá ekki að njóta sín. Ef vogin tekur á sig rögg hvað þetta varðar, lítur þetta ljómandi vel út og sjálf fær hún aukið traust á getu sinni. Ef vogin hefur rænu á því að notfæra sér alla þá hæfileika, sem hún er gædd og iætur ekki draumóra og hik trufla sig um of, má sem sagt fullyrða, að hún geti á árinu beitt sér af meiri fjölbreytni og krafti en margir aðrir. Orvandi getur þessi athafnasemi líka verið fyrir alla þá sem umgangast hana. Voginni líður bezt ef friður er í kringum hana, hvort heldur er á heimili, vinnustað eða í skóla og allt sundurlyndi bakar henni mikil óþægindi. Talað er um i stjörnumerkjabókum, að Vogin eigi að hirða vel um heilsu sína á árinu og á það væntanlega við um fleiri. Óhöpp sýnist vera unnt að forðast, svona í stórum dráttum. Vogin er mikill fagurkeri og ekki aðeins hvað snertir listir, þetta á við um mannfólkið, viðhorf vogarinnar til lífsins almennt. I vog- inni er sagt að sé rómantískasta fólk stjörnuhringsins og vogin verður einatt að gæta sín; hrifnæmi hennar getur komið henni í vanda. Samt ætti engin að vanmeta skapsmuni þessarar elskulegu vogarveru. Hún hefur mikið og heitt skap, en getur stjórnað því mörgum betur. Hún sýnir ekki alltaf tilfinningar sínar, því að hún getur verið dálítið spéhrædd og heldur að verði hlegið að sér.Sumir sérfræðingar halda því fram, að í vogarmerkinu sé ótrúlega mikið af fallegu kvenfólki. Vogin lætur sér slíkar staðhæfingar í léttu rúmi liggja. Hún er greindari en svo, að henni finnist slíkt skipta sköpum. Fyrir utan að hluti af rómantíkinni í voginni - hvort sem í hlut á karl eða kona - er að útlit innra mannsins sé gott og ljúft. Sporðdrekinn 23. október-22. nóvember. Mörgum sögum hefur alltaf farið af sporðdrekanum og hinum fjölbreytilegu og flóknu eiginlcikum hans. Sennilega er ekki ofmælt að halda því fram, að fólk i þessu merki sé sveipað eins konar du- lúð. Þeir sem eru iðnastir við að viðhalda þessari dulúð eru aðilar innan sporðdrekamerkisins, og þeir eru ákaflega hressir með allt sem um sporðdreka er sagt og leggja það svo út á þann veg, sem þeim hugnast bezt. Sporðdrekinn getur verið hvass og illskeyttur, en hann er meiri tilfinningavera flestum. Hins vegar reynir hann af kappi að láta ekki á þessu bera og hafa margir sporðdrekar náð svo langt í þessu að þeir eru búnir að steingleyma, hvernig þeir eigi að tjá tilfinningar sínar. Sporðdrekar eru miklir og góðir stjórnend- ur, kröfuharðir við sjálfa sig og aðra, og kunna að meta ef vel er að verki staðið. Þeir eru lausir við öfund í annarra garð, einfaldlega vegna þess, að þeir vita sem er, að þeir eru svo framúrskarandi vel af guði gerðir, að þeir geta yfirleitt gert þetta allt ennþá betur. En sporðdrekinn má nú samt vara sig að láta ekki sjálfsánægjuna ganga of langt. Með alla þessar gáfur í farangrinum, mætti stinga ögn meiri skammti af skilningi og alvarlegri sjálfsgagnrýni. Sporðdrekinn þykir skemmtilegur félagi og hann er tryggur vinur vina sinna. Hann er ástriðufullur- og er oft talað um að sporðdreki og naut séu ástríðufyllstu merkin í stjörauhringnum. Töluverður munur er á þessum eiginleikum, sporðdrekinn er innhverfari í ástríð- um sínum en nautið. En aðdáun hins kynsins er sporðdrekanum fjarska nauðsynleg. Nýtt ár getur orðið hinum viljasterkari sporðdrekum mjög svo happadrjúgt. Persónulegur metnaður, sem vegur þungt í skapgerð hans nýtur sín ágætlega og samskipti við aðra einkennast yfirleitt af heldur góðu hugarfari. Fjármálin líta bærilega út, en mörgum sporðdrekum hættir þó til að vanrækja að hafa nægilegt skipulag á peningamálum sínum og væri þjóðráð að bæta úr því. Astamálin era fjölþætt hjá þeim sporðdrekum sem eru óbundnir. Ýmsir þeirra mættu hugsa sig tvisvar um, áður en þeir steypa sér á kaf í nýtt ástasamband að einu rétt óloknu. Giftir sporðdrekar, einkum karl- menn eru oft litnir hýru auga af kvenþjóðinni. Almennt virðist árið gæfulegt, einkum má vænta bjartari daga eftir fyrstu þijá mánuði nýja ársins. Bogmadurinn 23. nóvember-20. desember. Bogmaðurinn hefur gamaii af því að njóta athygli og aðdáunar annarra. Honum gefast á árinu ýmis tækifæri til að leysa af hendi verkefni, sem gætu leitt til að þessar vonir rættust. Bogmaðurinn fær að glíma við sitt af hveiju, sem hann hefur ekki haft reynslu í áður. En af sínu alkunna kappi ræðst hann á það, fullur af eldmóði og stundum af meira kappi en forsjá. Sennilega verða meiri sveiflur i einkalifinu en stundum áður. Bogmaðurinn unir því misvel, það fer eftir því hvort hann er sjálfur sveiflóttur - sem hann telur bara til kosta. Eða hvort það eru þeir sem hann umgengst. Þá finnst honum það bara heldur þreytandi. Mætti stundum sýna meira umburðar- lyndi og minni óþreyju. Bogmaðurinn sem fæst við viðskipti ætti að hafa erindi sem erfiði á árinu, en að sjálfsögðu verður hann að spila vel úr því sem hann fær á hendi. Það er líka margt sem bendir til þess, að ættingjar eða kunningjar leggi honum lið í einhveijum vanda og hann ætti að meta það að verðleikum. Hið fræga eirðarleysi og talgleði bogmannsins getur stundum verið öðrum til ama. Hástemmd- ar yfirlýsingar sem kannski fela ekki neitt í sér annað en orðin tóm, vekja vonbrigði og fjölskyldumeðlimir mæðast stundum yfir því, hvað honum er gjarat að hlaupa úr einu i annað. Þá er viðbrugðið ferðagleði bogmannsins og getur hann fengið að svala henni á nýja árinu og gæti átt í vændum skemmtilega upplifun og ævintýri. Einkamálin hafa verið erfið hjá sumum bogmönnum á árinu 1986 og kemur þar margt til. Hvorttveggja er að bogmaðurinn getur verið fljóthuga og bráður í skapi og hitt að hann gerir kannski á stundum full miklar kröfur til þeirra sem hann umgengst. En hann er gæddur góðri greind, svona oftast nær að minnsta kosti,og honum er ljóst að hann ber sinn hluta af sökinni. Og hann virðist endilega vilja bæta sig. Verði sá ásetningur að alvöru gæti margt farið að ganga betur. Bogmaðurinn vill að allir séu góðir, skemmtilegir og vingjaraleg- ir og það fer beinlínis í taugarnar á honum, þegar hann hittir fólk sem honum finnst hreint ekki standa undir þessum kröfum. Þá má gera tvennt, láta samskipti við slíka eiga sig, ellegar slaka á kröfun- um. Bogmaðurinn mun fljótlega verða þess vís, að afstaða hans sjálfs skiptir meginmáli, þegar allt kemur til alls. Bogmaðurinn er heilmikill hugsuður, en sumum finnst speki hans að vísu ekki rista djúpt. En hann vill kynnast sjálfum sér og hann er fróðleiksþyrstur náungi. A nýja árinu gefst honum ágætt tæki- færi til þess, sem hann skyldi ekki hika við að taka. Það er sérstaklega miðbik ársins, sem bogmaðurinn ætti að hafa í huga að gæti orðið honum sársaukafullt í einkalífi. Og bregðast v ið því af yfirvegun, þá mun þetta allt leysast eins og bezt verður á kosið. Steingeitin 21. desember-19. janúar. Sagt hefur verið, að steingeitin komi alltaf standandi niður, og hún sé hreinasti snillingur að taka mótlæti, meðlæti og eiginlega öllu þar á milli. Steingeitin er úrræðagóð og hugmyndarík og því þykir mörgum gott að leita til hennar. Aukin heldur er hún greiðvik- in og hefur jákvætt viðhorf til meðbræðranna. En stundum þarf ekki mikið til að egna hana til reiði eða sárinda og þá getur stein- geitin verið ósveigjanleg og ekki á allra færi að gera gott úr málinu. Ekki þó svo að skilja, að hún sé langrækin, það era steingeitur sjaldn- ast, og í raun og vera vill steingeitin helzt hafa stjórn á skapi sínu, því að reiðin er neikvætt afl, sem hún er andsnúin. Steingeitur eru hugrakkar og framkvæma margt sem önnur merki myndu alla vega bíða með að gera alvöru úr. Steingeitinni finnst að mörgu leyti spenn- andi að taka slíka áhættu og fylgist af áhuga með framvindunni. Árið nýja virðist gefa til kynna, að skapandi fólk í steingeitinni njóti sín alveg prýðilega og veki athygli fyrir eitthvað nýtt að auki. Athygli og frægð eru engar ær og kýr steingeitar, en því skyldi hún slá höndinni á móti slíku. Sumar steingcitur eru ögn hikandi ef þær þurfa að takast á við nýtt starf, sem þeim finnst gera til sín kröf- ur, sem þær ráða ekki við. Þessi kvíði er oftast ástæðulaus, en er sprottin af þessari miklu samvizkusemi steingeitarinnar. Minnimátt- arkennd skyldi vikið í brottu. Fjármálin á steingeitin að ráða vel við, en það eru engin ný sannindi í því að það er eins og fleira ansi mikið undir því komið, að ekki sé eytt meira en aflað er. Steingeit- in ógifta hefur verið einmana upp á síðkastið og ætti að gera eitthvað í málinu og hafa frumkvæði. Venjulega er það árangursríkast og það veit hún líka.Viðleitni til að afla sér notalegs félagsskapar gæti borið meiri og öðravísi árangur en steingeitina órar fyrir. Giftar steingeitur þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þær eru góðir makar, og þó alveg sérstaklega ef þeir eiga góða maka.. Ferðalög á árinu eru einkum fyrri hlutann eru hin beztu, heilsu- far er yfirleitt ágætt og óþarfi að setja fyrir sig að ráði þótt einhverjir smákvillar geri vart við sig stöku sinnum. Ekkert tíma- mótaár í lífi steingeitarinnar, en farsælt og lánlegt í flestu tillit. Vatnsberinn 20. janúar-20. febrúar Vatnsberinn er þekktur að heiðarleika og hreinskilni. í vatns- beramerkinu eru menn meiri vinir vina sinna en innan annarra merkja. En þar með er ekki sagt, að auðvelt sé að eignast vináttu vatnsbera. Þrátt fyrir vinalegt viðmót svona oftast nær er hann vandlátur á vini og seintekinn. Sagt er að vatnsberinn sé að hugsa það nú, sem önnur merki láti sér detta í hug eftir fimmtíu ár, og vatnsberinn sjálfur leiðréttir þetta ekki, þótt honum finnist út af fyrir sig óþarfi að vera að fárast út af því, hvernig hann hugsar og það sem hann er að hugsa um, það er svo tiltölulega sjálfsagt mál. Og yfirleitt kemur vatnsbera sáralítið á óvart, annað hvort er hann löngu búinn að velta þvi fyrir sér og hættur að hugsa um það, eða honum finnst það svo smálegt að það taki því ekki að eyða í það tíma. Vatnsberinn er á allan hátt frumlegur - án þess þó að gera neitt í því sjálfur, þar sem þetta er honum eiginlegt. Hann er fordóma- laus og vill sjá fleiri hliðar hvers máls en bara þá sem blasir við hveiju sinni. Hann er innhverfur og íhugull, þótt fas hans gefi til kynna á stundum, að hann sé opinn og frakkur. Margir vatnsberar veljast til forystu, en það er þeim oft erfitt, því að þeir eru í eðli sínu feimnir og hlédrægir. En þeir gera sér grein fyrir verðleikum sínum og finnst sjálfsagt að axla ábyrgðina. Vatnssberi er nærgætinn að eðlisfari og vill forðast að særa fólk. Hann er sjaldan orðhvatur og hemur skap sitt, en reiðist illa og margir vatnsberar eiga til langrækni.Það gengur þó þvert á eðli vatnsbera, og verður náttúrlega sársaukafyllst fyrir hann sjálfan. Vatnsberinn ætti að sjá fram á skemmtilegt og tilbreytingarríkt ár. Hann hefur unun af hreyfingu og vill sjá árangur erfiðis síns, þó ekki væri nema fyrir sjálfan sig. Honum vegnar heldur vel í starfi á árinu og sumir vatnsberar virðast snúa sér að verkefnum, sem þeir hafa lengi gengið með í maganum að framkvæma. Og virðist það lukkast. Einkalíf vatnsbera er ekki alltaf einfalt. Vatnsberi er mjög vandlátur á vini, hann er ekki fljótur til að stofna til ástarsam- banda og yfirleitt eiga ástasambönd vatnsbera sér vináttuaðdrag- anda. Þó er öldungis ekki rétt, sem sumir halda fram, að vatnsberi sé tilfinningasljór í ástum. Takist að vekja hrifningu hans er hann himinlifandi og hvolfir sér í málið af hinni mestu innlifun. Heilsufar hefur verið upp og niður hjá mörgum vatnsberum á árinu sem nú er að verða liðið. Vatnsberar geta verið bjartsýnni nú, en ættu að hugsa þó um að lifa heilbrigðu lífi og hreyfa sig eins mikið og oft og þeir geta. 20. febrúar-20. marz Sama máli gildir með fiskamerkið og tvíburamerkið að erfitt er að kveða upp úr með eiginleika þessa tvöfalda merkis, enda synda fiskarnir í ýmsar áttir. En sameiginlegt eiga þó allir fiskar meðal annars það, að þeir era taldir óvenjulega skilningsríkir aðilar og eiga gott með að setja sig inn í vandamál. Á hinn bóginn era þeir ekki jafn skarpskyggnir á eigin mál og því vefjast fyrir fiskum kúnstugustu smáatriði, sem flest önnur merki gætu leyst snarlega - kannski að hinni óákveðnu vog einni undanskilinni. Fiskar eru sagð- ir einkar blíðlyndir og rómantískir og það er sjálfsagt ekki tilviljun, að fólk í vogamerki og fiskamerki laðast oft hvort að öðru, þar sem það finnur hjá hinu eiginleika úr sjálfu sér. Öryggisleysi fiska getur stundum jaðrað við að fara út í öfgar og sumir fiskar verða að rækta með sér meira sjálfstraust. Margir fiskar era listrænir og aðrir fiskar era gefnir fyrir að vafstra í þjóðmálum. Virðist þetta þó býsna ólíkt. Fiskar era eðlisgreindir og hafa mikla mannþekk- ingu, en viðkvæmni þeirra getur leitt þá í alls kyns kröggur og skyldu þeir einnig vera vandlátari í vali vina en margir fiskar sýn- ast vera. Fiskar eru sjálfir afar vænir og vel hugsandi og finnst þar af leiðandi fráleitt að aðrir séu ekki jafn ágætir. Þetta getur svo valdið þeim sársauka, þegar þeir komast á snoðir um að svona einf- alt er lífið ekki. Raunar er lífið ekki einfalt fiskum og þeir vinna sér margt of flókið. Ekki beinlínis vegna þá skorti skipulagsgáfu og ekki vantar þá heldur greindina, en það er einhvera veginn eins og önn hvunnda- gsins vaxi þeim oft og tíðum í augum og stundum upp fyrir höfuð. Eins og þetta er nú geðslegt og elskulegt fólk. Þeir úr hópi fiska sem hvað sterkastan karakter hafa geta náð langt, eiginlega á hvaða sviði sem þeim dettur í hug. Og þetta kem- ur berlega fram á árinu sem er að byija. Árangur fiska í starfi er framúrskarandi, þegar þeir beita sér. Þeir eru eyðsluklær og verða að reyna að koma reiðu á peningamálin sín. Þar er þó um að ræða mikla skiptingu, þvi að sagt er að innan fiskamerkisins sé líka að finna fleiri nízkupúka en í öðrum merkjum. Ekki er í handbókum um árið 1987 mælt sérstaklega með ferðalögum fiska. En fiskar láta ekki alltaf að stjóra og sumir lmeigjast til að synda á móti straumnum. Ef fiskar leggja upp í ferðalög ættu þeir þó að hafa allan vara á og undirbúa nosturslega hvert smáatriði Er þá trúlegt, að allt luk- kist vel enda á það bezt við skaplyndi zfiska að hugað sé að ýmsu því, sem aðrir myndu líta framhjá.Ástalífið er meira og minna í góðu standi, en hjá ógiftum fiskum kann það að verða þeim flókið eins og fleira og þeir eiga í mestu brösum með að gera upp hug sinn. Þeim hættir til að vaða úr einu ástarsambandi í annað - og svipar þar duggulítið til sporðdrekanna. En sýni þeir aðgát og láti ekki alltaf skynditilfinningar taka af sér ráðin getur þetta allt blessazt bara skikkanlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.