Morgunblaðið - 07.01.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 07.01.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Dregið var í happdrætti Blindrafélagsins 22. desem- ber 1986. 1. 10174, 2. 13994, 3. 5704, 4. 452, 5. 243, 6. 11264, 7. 1026, 8. 11932, 9. 6131, 10. 1081, 11. 8772, 12. 2300. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17, sími 687333. JUDO Ný byrjendanámskeið hefjast 12. janúar. Þjálfari: Þóroddur Þórhallsson Judodeild Ármanns Ármúla 32. Hvað er stór- eignaskattur? Alþýðuflokkurinn hef- ur gert sér „nýja“ kosn- ingahugsjón: stóreigna- skatt. Hún er sett fram, eins og allar „góðar kosningahugsjónir", með loðnu orðalagi, þann veg að engin leið er að gera sér grein fyrir því, hvað raunverulega felst i henni. Hvað er „stór- eign“? Hvaða mælikvarði verður nýttur við ákvörðun skattstofns? Stefnir Alþýðuflokkur- inn í almenna eignakönn- un í landinu sem undanfara stóreigna- skatts? Talsmenn flokks- ins fara í kringum þessar spumingar eins og kettir i kring um heitan graut. Þeir verða engu að síður krafnir sagna um, hvað raunverulega felst í þess- ari kosningahugsjón flokksins. Jón Sigursson, fyrr- verandi forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar og efnahagsspámaður stjómvalda í áratugi, kom fram i útvarpi í gærmorgun, ásamt Frið- riki Sophussyni, vara- formanni Sjálfstæðis- flokksins. Þeir vóru kvaddir til umræðna um þessa kosningahugsjón kratanna, stóreignaskatt. Það vakti athygli að þessi fyrrverandi opinberi efnahagsspámaður, sem fenginn var til að ræða sérstaklega um stór- eignaskatt, kom sér að mestu þjá því að ræða umræðuefnið; kaus frek- ar að fjalla um nauðsyn endurskoðunar á tekju- öflunarkerfi rikisins í heild, sem fjármálaráð- herra vinnur nú skipu- lega að. Kjötkrókur Alþýðubanda- lagsins í áramótahugleiðingu Svavars Gestssonar, Stóreignaskattur á fyrirtæki sameigidegt stefnumál stjórnarandstððuflokkanni: Hugsanlegur grunrur stj órnarviðræðna - segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins STÓREIGNASKATTUR á félög skatta og neysluskatta og afstaða I og fyrirtaeki er sameiginlegt til stóreignaskatta á einstaklinga stefnumál stjómarandstöðu- bíður raunverulega eftir hojldarend- flokkanna en I svörum við urskoðun á skattakerfmu áramótasDurninmim Mortnin- bomr - Stóreignaskattur? Alþýðuflokkurinn hefur gert hugmyndina um nýjan stóreignaskatt (eignakönnun?) að helzta kosningmáli sínu. Það kom og greini- lega fram í áramótahugleiðingum forystu- manna stjórnarandstöðuflokkanna þriggja að skattur þessi er sameiginlegt stefnumál þeirra. Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, taldi þessa grundvallarhugsjón undirstöðu stjórnarviðræðna um „jafnaðar- stjórn". Síðan sú yfirlýsing var gefin hefur Alþýðuflokkurinn, í orði kveðnu, verið á hröð- um flótta frá stóreignaskattshugmyndinni! formanns Alþýðubanda- lagsins, krækir hann kyrfilega í kosningahug- sjón Alþýðuflokksins, stóreignaskattinn, og gerir hana að pólitískri undirstöðu ,jafnaðar- stjómar", eins og „vinstri stjómir" em nú nefndar til að breiða yfir nær- tæka reynslu af þvi stjómarmunstri. Nú háttar svo til i þjóð- félaginu að Alþýðu- bandalagið, eða forystumenn þess, em hinar mestu atkvæðafæi- ur. Þessvegna kom þessi „krókur á móti bragði" þjá formanni Alþýðu- bandalagins illa við áróðurshönnuði Alþýðu- flokksins. í þeirra augum má ekki, af áróðurs- tæknilegum ástæðum, tala um jafnaðarstjóm" fyrir kosningar, jafnvel ekki um helztu kosninga- hugsjón Alþýðuflokksins. Hver hlutur þarf að vera rétt tímasettur. Umræð- ur um jafnaðarstjóm" eiga að koma i bak kjó- senda, eftir kosningar! Fyrir kosningar má ekki gæla við atkvæðafælur Alþýðubandalagsins. * Ymsar hliðar málsins Friðrik Sophusson benti á það i tilvitnuðum útvarpsþætti að einn þáttur kjarasáttar, sem gerð var í febrúarmán- uði sl., hafl verið lækkun launaskatts á fyrirtækj- um, til að gera þeim betur kleift að bera auknar kvaðir, er sátt- inni fylgdu. Jón Sigurðs- son hafi stutt þann gjöming. Stóreigna- skattur á atvinnurekstur gangi til gagnstæðrar áttar og auðveldi ekki atvinnuvegum að byggja sig upp eða mæta laun- akröfum starfsfólks. Skatta verði að greiða af lausafjármunum og þeir séu viðast af skom- um skammti i atvinnu- rekstri. Sú hlið, sem að al- menningi snýr, varðar ekki einungis fasteignir, sem yfir höfuð hafa ve- rið greiddar með tekjum, sem skattlagðar vóm þegar til þeirra var stofn- að (eða árið eftir). Eignaskattar em í flest- um tilfellum tví- eða margsköttun. Þessi hlið varðar og fleiri eignir en fasteignir, eða getur gert það, t.d. sparnað sem til hefur orðið í sparifé eða verðbréfum, sem yfirleitt kemur atvinnulíflnu til góða. Oðaverðbólgan braut niður innlendan spamað og gerði þjóðarbúskap okkar háðan erlendum lánum (erlendum spam- aði). Fimmtungur út- flutningstekna okkar gengur nú til að risa undir greiðslubyrði af erlendum skuldum og hefur samsvarandi nei- kvæð áhríf á lifskjör í landinu. Það er þvi ástæða til að hvetja en ekki letja — með stjóm- valdsákvörðunum — þegar innlendur spam- aður á í hlut. Kratahug- sjónin hefur þvi ýmsar varhugaverðar hliðar, sem gefa verður góðan gaum að, fyrirfram. Við höfum og reynslu af „stóreignaskatti" 1950 og 1956. Það góða við Alþýðu- bandalagið, svo aftur sé að því vikið, er hinsvegar það (ekkert er svo með öllu illt...), að það getur hreinlega gert út af við mál með þvi einu að lýsa yfir stuðningi við þau. Námskeið Sjálf sþekking - Sjálf söryggi Tilgangur námskeiðsins er að leiðbeina einstakl- ingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stfl þeir hafa (samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig má greina og skilja • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfínna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálfræöi stöðvarinnar: 687075 milli kl. 10 og 12. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir LlLL SöyffÐaygjfuiir Vesturgötu 16, sími 13280 H öfóar til ___fólks í öllum starfsgreinum! Shotokan karate Byrjendanámskeið hefjast hjá karatedeild Breiða- bliks í íþróttahúsi Digranesskóla laugardaginn 10. janúar kl. 12.00. Nýir og gamlir félagar velkomnir. Innritun og upplýsingar í síma 44246 og 641158.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.