Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
15
t
KERFI
LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN
fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum.
FRAMHALDSFLOKKAR
Þyngri timar, aðeins fyrir vanar.
ROLEGIR TIMAR
fvrir.eldri konur eða þær sem þurta að fara varlega.
KERFI
MEGRUNA RFL OKKA R
4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna.
AEROBIC J.S.B.
Okkar útfærsla af þrektimum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatimar
fyrir ungar og hressar.
Morgun- dag- og kvöldtímar,
sturta — sauna — Ijós.
Allir finna f/okk við
sitt hæfi hjá JSB
Innritun hafin.
Suðurver, sími 83730.
Hraunberg sfmi 79988.
Við eigum afmæli!
Líkamsrækt JSB
óskar nemendum
sínum öllum gleði-
111 jl||| legs nýs árs og
W IHv þakkar öll frábæru
■ ÍM 20 árin.
Ps. Afmælisveisla
^ ársins í iok vetrar.
LÍKAMSRÆKT
JAZZBALLETTSKÓLA
BÁRU
20 ára afmæli Vöru-
hússins Hólmkjörs
Stykkishólmi.
VÖRUHÚSIÐ Hólmkjör í Stykk-
ishólmi heldur um þessar mundir
upp á 20 ára starfsafmæli. í til-
efni þess var viðskiptamönnum
öllum gefinn 10% afsláttur af
allri úttekt þeirra þriðjudaginn
16. des. sl. Var ös allan daginn
og kunnu menn vel að meta þetta
og fagna góðum áfanga með
starfsfólki fyrirtækisins.
Það var á gamlársdag árið 1966
að þeir Benedikt Lárusson og bræð-
umir Bjami og Svanlaugur Láms-
synir, allir til heimilis í Stykkis-
hólmi, keyptu af Sigurði Ágústssyni
fyrrverandi kaupmanni og alþingis-
manni fyrirtæki hans, Verslun Sig.
Ágústssonar, og þann dag opnuðu
þeir á eigin ábyrgð verslunina. Sig-
urður hafði um árabil rekið verslun-
ina og þar áður var þetta verslun
Tang og Riis, sem faðir Sigurðar,
Ágúst Þórarinsson, veitti forstöðu.
Þeir þremenningamir fengu að
reka verslunina á sama stað og
áður en það húsnæði var fremur
óhagstætt, því það var á þremur
hæðum. Því var það er þeir höfðu
starfað um 8 ára skeið að þeir sóttu
um lóð undir verslunina til hrepps-
nefndar og eftir nokkra athugun
fengu þeir úthlutað rúmu svæði sem
nú er við Borgarbraut.
Var þegar hafíst handa um bygg-
inguna og eftir þrjú ár opnuðu þeir
svo verslunina í nýjum húsakynn-
um. Aðalhúsnæðið var á einni hæð,
840 fermetrar, en geymslur í kjall-
ara 360 fm. Fólk kunni vel að meta
þetta framtak þeirra félaga enda
hafa þeir lagt allt sitt í að veita sem
besta þjónustu og gera viðskipta-
mönnum til hæfis. Fyrir nokkmm
árum beittu þeir sér fyrir að koma
upp sláturhúsi í samstarfi við kaup-
félögin í Grundarfirði og Stykkis-
hólmi og versluninni Grund í
Grundarfírði. Var það mikil fjár-
festing og eina sláturhúsið _sem er
rekið á öllu Snæfellsnesi. í haust
var svo slátrað þar á vegum fyrir-
tækisins 10 þúsund fjár og auk
þess mörgum nautgripum.
Þess skal getið að þegar fyrir-
tæki þeirra félaga opnaði nýju
verslunina 1977, var henni gefíð
nafnið Vöruhúsið Hólmkjör og sett
upp veglegt skilti á húsið með nafn-
giftinni. Það fór ekki á milli mála
að mikil hagræðing fékkst með því
að flytja í nýtt húsnæði, bæði það
að nú gat viðskiptavinurinn gengið
að allri vöru á einum fleti og eins
er nú öll upphitun þessa stóra húss
í sambandi við kælikerfi fyrirtækis-
ins.
Verslunarsvæðið spannar nú yfír
Stykkishólm og nærliggjandi sveitir
norðan íjalls og Miklaholtshrepp,
Staðarsveit og Breiðuvíkuhrepp
sunnan fjalls. Flatey og byggðin
þar í kring er einnig með í dæm-
inu. Fréttaritari heimsótti þá félaga
í sambandi við þetta merkisafmæli.
Þeim kom saman um að enginn
árangur næðist, hvorki i þessu né
öðru, án fyrirhafnar og óbilandi
elju. Þeir voru einnig sammála um
að þeir hefðu jafnan verið heppnir
með starfslið og það gerði gæfu-
muninn. Nú starfa hjá fyrirtækinu
um 20 manns. Tveir starfsmenn
hafa unnið hjá þeim eftir allan
tímann, og það er ómetanlegt,
sögðu þeir. Þessir starfsmenn eru
Sigurborg Skúladóttir sem ætíð
hefír verið á skrifstofunni í bók-
haldinu og Ingibjörg Bjamadóttir,
sem hefir starfað í versluninni.
Margir hafa starfað um árabil.
Benedikt hefir frá upphafi verið
framkvæmdastjóri fyrirtækisins en
þeir Bjami og Svanlaugur hafa
haft verslunarstjómina með hönd-
um. Þeir hafa verið samhentir og
farsælir.
í uppbyggingu Stykkishólms hef-
ir Vömhúsið Hólmkjör átt sinn ríka
þátt. Þá hafa íbúar kauptúnsins og
aðrir viðskiptavinir kunnað að meta
starfsemi Hólmkjörsmanna. Bene-
dikt sagði fréttaritara að þróun
liðinna ára hefði verið hagstæð,
engin stökk héfði verið um að ræða
heldur eðlilega og hæga þróun.
Þrátt fyrir margskonar erfíðleika í
rekstrinum, sveiflur á markaðnum,
o.s.frv. væri verslunin í farsælum
farvegi. Auðvitað þyrfti að fylgjast
vel með öllu því alltaf væri eitthvað
nýtt að gerast. — Árni
Benedikt Lárusson, Bjarni Lárusson og Svanlaugur Lárusson, eigend-
ur vöruhússins.
Vöruhúsið Hólmkjör f Stykkishólmi.
Morgunblaðið/Ámi
Stúlkurnar gefa strákunum ekkert eftir i lúðrasveitinni.
Grindavík:
Jólatónleikar Tónlist-
ar skólans tókust vel
GLEÐILEGT NYTT AR
BYRJUMAFTUR 12. JANÚAR
Grindavík.
TÓNLISTARSKÓLI Grindavíkur
hélt sína árlegu jólatónleika
skömmu fyrir jól í Grindavíkur-
kirkju.
Á efnisskránni voru blokkflautu-
sveit forskólanema og einleikur á
píanó og blásturshljóðfæri. Skiluðu
bömin leik sínum afbragðsvel þó
sum hafi verið að spila opinberlega
í fyrsta skipti. Einnig lék blásara-
kvartett og lúðrasveit skólans
nokkur lög.
Tónleikunum lauk svo með söng
Samkórs Grindavíkur, sem í raun
er kór Tónlistarskólans, undir stjóm
Kristins Sigmundssonar við undir-
leik Kára Gestssonar.
Kr.Ben.
Ung stúlka leikur einleik á píanó.
Pianóið er vinsælasta hljóðfærið
í skólanum.