Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 15 t KERFI LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRAMHALDSFLOKKAR Þyngri timar, aðeins fyrir vanar. ROLEGIR TIMAR fvrir.eldri konur eða þær sem þurta að fara varlega. KERFI MEGRUNA RFL OKKA R 4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. AEROBIC J.S.B. Okkar útfærsla af þrektimum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatimar fyrir ungar og hressar. Morgun- dag- og kvöldtímar, sturta — sauna — Ijós. Allir finna f/okk við sitt hæfi hjá JSB Innritun hafin. Suðurver, sími 83730. Hraunberg sfmi 79988. Við eigum afmæli! Líkamsrækt JSB óskar nemendum sínum öllum gleði- 111 jl||| legs nýs árs og W IHv þakkar öll frábæru ■ ÍM 20 árin. Ps. Afmælisveisla ^ ársins í iok vetrar. LÍKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU 20 ára afmæli Vöru- hússins Hólmkjörs Stykkishólmi. VÖRUHÚSIÐ Hólmkjör í Stykk- ishólmi heldur um þessar mundir upp á 20 ára starfsafmæli. í til- efni þess var viðskiptamönnum öllum gefinn 10% afsláttur af allri úttekt þeirra þriðjudaginn 16. des. sl. Var ös allan daginn og kunnu menn vel að meta þetta og fagna góðum áfanga með starfsfólki fyrirtækisins. Það var á gamlársdag árið 1966 að þeir Benedikt Lárusson og bræð- umir Bjami og Svanlaugur Láms- synir, allir til heimilis í Stykkis- hólmi, keyptu af Sigurði Ágústssyni fyrrverandi kaupmanni og alþingis- manni fyrirtæki hans, Verslun Sig. Ágústssonar, og þann dag opnuðu þeir á eigin ábyrgð verslunina. Sig- urður hafði um árabil rekið verslun- ina og þar áður var þetta verslun Tang og Riis, sem faðir Sigurðar, Ágúst Þórarinsson, veitti forstöðu. Þeir þremenningamir fengu að reka verslunina á sama stað og áður en það húsnæði var fremur óhagstætt, því það var á þremur hæðum. Því var það er þeir höfðu starfað um 8 ára skeið að þeir sóttu um lóð undir verslunina til hrepps- nefndar og eftir nokkra athugun fengu þeir úthlutað rúmu svæði sem nú er við Borgarbraut. Var þegar hafíst handa um bygg- inguna og eftir þrjú ár opnuðu þeir svo verslunina í nýjum húsakynn- um. Aðalhúsnæðið var á einni hæð, 840 fermetrar, en geymslur í kjall- ara 360 fm. Fólk kunni vel að meta þetta framtak þeirra félaga enda hafa þeir lagt allt sitt í að veita sem besta þjónustu og gera viðskipta- mönnum til hæfis. Fyrir nokkmm árum beittu þeir sér fyrir að koma upp sláturhúsi í samstarfi við kaup- félögin í Grundarfirði og Stykkis- hólmi og versluninni Grund í Grundarfírði. Var það mikil fjár- festing og eina sláturhúsið _sem er rekið á öllu Snæfellsnesi. í haust var svo slátrað þar á vegum fyrir- tækisins 10 þúsund fjár og auk þess mörgum nautgripum. Þess skal getið að þegar fyrir- tæki þeirra félaga opnaði nýju verslunina 1977, var henni gefíð nafnið Vöruhúsið Hólmkjör og sett upp veglegt skilti á húsið með nafn- giftinni. Það fór ekki á milli mála að mikil hagræðing fékkst með því að flytja í nýtt húsnæði, bæði það að nú gat viðskiptavinurinn gengið að allri vöru á einum fleti og eins er nú öll upphitun þessa stóra húss í sambandi við kælikerfi fyrirtækis- ins. Verslunarsvæðið spannar nú yfír Stykkishólm og nærliggjandi sveitir norðan íjalls og Miklaholtshrepp, Staðarsveit og Breiðuvíkuhrepp sunnan fjalls. Flatey og byggðin þar í kring er einnig með í dæm- inu. Fréttaritari heimsótti þá félaga í sambandi við þetta merkisafmæli. Þeim kom saman um að enginn árangur næðist, hvorki i þessu né öðru, án fyrirhafnar og óbilandi elju. Þeir voru einnig sammála um að þeir hefðu jafnan verið heppnir með starfslið og það gerði gæfu- muninn. Nú starfa hjá fyrirtækinu um 20 manns. Tveir starfsmenn hafa unnið hjá þeim eftir allan tímann, og það er ómetanlegt, sögðu þeir. Þessir starfsmenn eru Sigurborg Skúladóttir sem ætíð hefír verið á skrifstofunni í bók- haldinu og Ingibjörg Bjamadóttir, sem hefir starfað í versluninni. Margir hafa starfað um árabil. Benedikt hefir frá upphafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins en þeir Bjami og Svanlaugur hafa haft verslunarstjómina með hönd- um. Þeir hafa verið samhentir og farsælir. í uppbyggingu Stykkishólms hef- ir Vömhúsið Hólmkjör átt sinn ríka þátt. Þá hafa íbúar kauptúnsins og aðrir viðskiptavinir kunnað að meta starfsemi Hólmkjörsmanna. Bene- dikt sagði fréttaritara að þróun liðinna ára hefði verið hagstæð, engin stökk héfði verið um að ræða heldur eðlilega og hæga þróun. Þrátt fyrir margskonar erfíðleika í rekstrinum, sveiflur á markaðnum, o.s.frv. væri verslunin í farsælum farvegi. Auðvitað þyrfti að fylgjast vel með öllu því alltaf væri eitthvað nýtt að gerast. — Árni Benedikt Lárusson, Bjarni Lárusson og Svanlaugur Lárusson, eigend- ur vöruhússins. Vöruhúsið Hólmkjör f Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Stúlkurnar gefa strákunum ekkert eftir i lúðrasveitinni. Grindavík: Jólatónleikar Tónlist- ar skólans tókust vel GLEÐILEGT NYTT AR BYRJUMAFTUR 12. JANÚAR Grindavík. TÓNLISTARSKÓLI Grindavíkur hélt sína árlegu jólatónleika skömmu fyrir jól í Grindavíkur- kirkju. Á efnisskránni voru blokkflautu- sveit forskólanema og einleikur á píanó og blásturshljóðfæri. Skiluðu bömin leik sínum afbragðsvel þó sum hafi verið að spila opinberlega í fyrsta skipti. Einnig lék blásara- kvartett og lúðrasveit skólans nokkur lög. Tónleikunum lauk svo með söng Samkórs Grindavíkur, sem í raun er kór Tónlistarskólans, undir stjóm Kristins Sigmundssonar við undir- leik Kára Gestssonar. Kr.Ben. Ung stúlka leikur einleik á píanó. Pianóið er vinsælasta hljóðfærið í skólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.