Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 20

Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 SNORRI HJARTARSON Snorri Hjartarson Snorri Hjartarson fæddist á Hvann- eyri í Borgarfírði árið 1906. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík en hvarf frá námi vegna heilsubrests. Hann var við myndlist- amám í Kaupmannahöfn og Osló 1930—1932 en sneri sér síðan að ritstörfum. Hann var bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur 1939—1943 og yfirbókavörður þar 1943—1966. Forseti Bandalags íslenskra listamanna var hann 1957-1959. Allt frá því að Snorri sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína, Kvæði (1944), hefur hann talist í röð allra listfengustu skálda þjóðarinnar og hróður hans hefur farið vaxandj með hverri bók síðan. Þær eru A Gnitaheiði, Lauf og stjömur og Hauströkkrið yf ir mér, en fyrir þá bók hlaut hann bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1981. Ljóð Snorra einkenndust frá upp- hafi af mikilli formfegurð og næmri tilfinningu skáldsins fyrir klassísk- um íslenskum bragreglum sem hann gat nýtt á sérstæðan og per- sónulegan hátt. Jafnframttileinkaði hann sér nákvæmt myndmál, sem er eitt helsta einkenni módemista. Máþví segja að Snorri hafí samein- að foma hefð og nýsköpun í íslenskri ljóðagerð. Myndlistamám hans setti líka strax í upphafi sterk- an svip á ljóð hans og á án efa mikinn þátt í einstæðri túlkun hans á landslagi og náttúru. Formskyn Snorra, myndmál hans og litameð- ferð, og vísanir í sögu, bókmenntir og menningu þjóðarinnar hafa leitt til þess að öll íslensk ljóðlist er með nokkrum hætti lifandi í Ijóðum hans. Ást hans á landinu, hófstillt þjóðemiskennd hans og óbrigðult vald hans á íslenskri tungu hafa léð ljóðum hans óvenjusterkan heildar- svip. Það er hin samofna þrenning: land, þjóð og tunga. í síðari tveim- ur bókunum, og einkum hinni síðustu, verða ljóð Snorra innhverf- ari en jafnframt má þar greina viðleitni til að einfalda ljóðformið en dýpka ljóðhugsunina — segja sem allra mest í sem fæstum orð- um. Þessi mikla fágun og ná- kvæmni hefur átt mikinn þátt í því að skipa honum meðal allra fremstu skálda. Af þessum sökum telur Háskóli íslands sér það sæmdarauka að heiðra Snorra Hjartarson með titlin- um doctor litterarum Islandicarum honoris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað. Höskuldur Þráinsson, varafor- seti heimspekideildar, við heið- ursdoktorskjör á 75 ára afmæli Háskóla íslands, 4. október 1986. Við lát Snorra Hjartarsonar hvarflar hugurinn til mannsins sem orti ljóðin og skipaði sér strax með fyrstu bók sinni, Kvæðum (1944), í röð fremstu skálda þjóðarinnar. Snorri var ákaflega hlédrægur mað- ur. Hann virtist hafa lítinn áhuga á að vekja á sér athygli, enda liðu stundum áratugir án þess að nokk- uð heyrðist frá honum. í mesta lagi birti hann eftir sig ljóð í tímariti vegna þess að eftir því var leitað. Að eitthvað birtist eftir Snorra milli bóka hans gerðist einkum meðan góðvinur hans, Kristinn E. Andrés- son, var á lífi og ritstýrði Tímariti Máls og menningar. En Snorri fylgdist vel með íslenskum bókmenntum og íslenskri ljóðlist sérstaklega. Með líkum hætti og Jóhannes úr Kötlum gekk hann til móts við nýjan tíma, ekki á jafn afdráttarlausan hátt og Jó- hannes heldur að vel athuguðu máli. Nokkur ljóð Snorra í tveimur fyrstu bókunum eru í anda nýsköp- unar, ekki síst vegna djarflegrar myndbeitingar, en í Laufi og stjöm- um (1966) var hann líkt og endur- fæddur, en þó með rætur í gömlum jarðvegi sem lengi hafði verið rækt- aður. Það var háttur Snorra að vera varkár og fara aldrei geyst. En til eru ljóð eftir hann, einkum í Á Gnitaheiði (1952) þar sem miklir skapsmunir koma í ljós. Snorri fann til í stormum tíðarinnar og vildi leggja sitt af mörkum. Þá orti hann ljóð eins og Land, þjóð og tunga, í garðinum og Var þá kallað. Þetta eru alls ekki bestu ljóð hans, en vitnisburður um manninn og skáld- ið. Líkt og Hamlet í samnefndu ljóði vildi hann standa „gegn vélum þessa heims“. Á örlagatímum orti hann Ég heyrði þau nálgast, en það ljóð tjá- ir bitra reynslu. Hugsjón skáldsins um fegurri heim er hrakin í urð. Vonin á sér hvergi friðland. Leiðin liggur inn í myrkrið og nóttina. Og Snorri var ekki einn um þetta á miðjum sjötta áratug og síðar. „Eina vonin er efí“, orti Jóhannes úr Kötlum, sjálft baráttuskáldið. Lokaljóðið í Á Gnitaheiði fjallaði um „mannsbam á myrkri heiði". í Laufí og stjömum nefnist eitt ljóð- anna Myrkvi: Dimm og köld er þokan Ég veit ekki hvar ég er veit ekki hvert ég fer en þó held ég áfram Ég veit ekki hvort syrtir veit ekki hvort birtir en þó held ég áfram Dimm og köld er þokan og þó held ég áfram. Síðasta ljóðabók skáldsins hét því dæmigerða nafni Hauströkkrið yfír mér (1979). Enginn skyldi halda að myrkur og birta sé í ljóðum Snorra aðeins skáldamál, leikur að andstæðum. Það er raunverulegt myrkur og raunveruleg birta sem skáldið yrkir um, innri heimur með skírskotunum til þess sjáanlega. Snorri talar í Laufí og stjömum um „frjóa einveru". Einvem kaus hann sér og oft þögn. En í þessari útlegð hans, dvöl í tumi skáldskap- arins, vom „litir og ljós og hljómar" eins og segir í Eyar í Laufi og stjömum. Enginn er jafn einmana og í hávaðanum, mergðinni þar sem maðurinn fær ekki að vera hann sjálfur. Slíkt varð ekki hlutskipti Snorra Hjartarsonar þótt engu sé líkar en sum skáld óski sér helst að verða leiksoppar duttlunga heimtufrekrar aldar. Keppikefli skáldanna ætti í raun að vera þögn. Sú þögn sem hefur merkingu og lítur ekki á einvem sem böl. í viðmóti var Snorri alltaf hlýr eins og sönnum varðveislumanni Leit Ég léita hvítra gleymdra daga, geng grárokkið hraun, við mjóan troðinn veg á beygðum runnum brenna gróðurlog og blakta í storminum sem þungt í fang mér leggst og strýkur stæltum rökum væng steinfljótsins brim, um úfin skýadrög hrekur hann skúrahjörð; ó láttu mig hamfarir þínar reyna, stormur! syng um yfírbót og angist; þér um hönd, austræni jötunn! vefðu hretsins ól og slá mig, opna örva þinna lind yfir mig, treystu vilja minn og þol: ég finn mitt morgunhvíta líknarland laugaður þrautum, skírður djúpri kvöl. (Úr Kvæðum, 1944) Fjallið Fjarlægt og eitt rís fjallið úr sinubleikri sléttunni ég veit ekki hve fjarlægt né hvort mér verður auðið að ná því en hvar sem ég fer skín sólin af fjallinu á veg minn og ef til vill einn morgun verður fjallið horfið sjónum verður hn í augum þínum risin yfir mig yfir mip1 fjallið (Úr Laufi og stjörnum, 1966)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.