Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
/ Noregi
SNORRI
HJARTARSON
doctor litterarum Islandicarum
honoris causa
Morgunblaðið/Gunnar
Starfsfólk Sparisjóðsins ásamt sparisjóðsstjóra Sólbergi Jónssyni, sem er lengst til vinstri.
Þegar ég tók upp á því á ferming-
araldri að lesa bækur, sem ég skildi
vafalaust öngvan veginn til fulln-
ustu, og pára ýmislegt það á blað,
sem góðu heilli hefur aldrei birst á
prenti, var ég ávallt boðinn velkom-
inn á Eiríksgötuna til Snorra. Fáa
hef ég þekkt jafn víðlesna og hann.
Það var sama hvar borið var niður,
einatt var hann gagnfróður og
óspar að gefa sveinstaula eins og
mér vísbendingar og holl ráð. Ég
held að það sé ekki ofsögum sagt,
að hann hafi verið jafn mikiil
smekkmaður á bókmenntir og hann
var mikið skáld.
Ósjaldan hef ég þakkað forlögun-
um þá greiðvikni að hafa leyft mér
að eiga þessar liðnu stundir með
Snorra vini mínum Hjartarsyni. Það
var unun að horfa í andlit honum,
þegar talið barst að þeim verkum
ellegar þeim skáldum, sem honum
voru hjartfólgin. Þá ljómaði hann
jafnan svo, að mér þótti sem birti
í stofunni. Þannig lifði hann sig inn
í verk þau, sem honum stóðu nær
en önnur. Hann kunni þá list að
hrífast og láta aðra hrífast með sér.
Mér hefur einatt þótt sá háttur
margra undarlegur að skrifa um
rithöfunda og skáld líkt og þeir
væru tvíklofnar mannverur, og þá
jafnan undir fyrirsögnum í ætt við
„maðurinn og skáldið". Ég hygg,
að Snorri Hjartarson hafi beinlínis
verið sönnun þess, að „maðurinn“
annars vegar og „skáldið" hins veg-
ar eru ein og sama persónan, sem
aldrei verður greind í sundur. Ég
leyfi mér að efa stórlega, að þeir
rithöfundar séu auðfundnir, sem
eru jafn óaðgreinanlegir frá verkum
sínum og Snorri var frá ljóðunum
góðu. Ættu þá fiestir að geta gert
sér í hugarlund hvílíkt Ijúfmenni
hann var.
Það ætti einnig að vera hægur
vandi fyrir lesendur Snorra að geta
sér til um, að hann hafi verið mað-
ur náttúrunnar. Ekki þess hluta
íslands, sem jafnan er boðinn út-
Snorri Hjartarson 28 ára (1934)
lendingum í ferðapésum: eldfjalla,
forarpytta og spúandi hvera, heldur
miklu fremur smávinanna fögru,
laufs,_ lyngs og vængjaðra söngv-
ara. Á yngri árum ferðaðist hann
mikið um landið, og síðar, þegar
heilsan var að nokkru brostin, vitj-
aði hann þessara staða enn að nýju
í huga sér.
ef til vill syngja
þær ekki framar
aldrei mér
framar
yrkir Snorri um álftimar í síðustu
bók sinni, Hauströkkrinu yfir mér.
Ég kveð Snorra vin minn með mik-
illi þökk og votta nánustu skyld-
mennum hans og Margréti dýpstu
samúð mína og foreldra minna. Ég
treysti því, að Snorri njóti nú fag-
urra söngva og hvfldar á góðum
stað.
Ólafur Jóhann Ólafsson
Breytingar í Spari-
sjóði Bolungarvíkur
Bolungarvík.
UNDANFARNA mánuði hafa
staðið yfir umfangsmiklar breyt-
ingar á húsnæði Sparisjóðs
Bolungarvíkur, sem frá árinu
1972 hefur verið í ráðhúsi Bol-
ungarvíkur ásamt bæjarsjóði og
bæjarfógeta. Byggð hefur verið
við eignarhluta Sparisjóðsins 70
fm viðbygging og afgreiðslusal-
urinn innréttaður að nýju.
Fullkomnum tölvubúnaði hefur
verið komið upp og komið á
beinlinutengingu við Reiknistofu
bankanna, jafnframt verður
komið á ráðgjafarþjónustu og í
júní nk. er gert ráð fyrir að sett-
ur verði upp hraðbanki sem þýðir
að viðskiptamenn Sparisjóðsins
geta haft aðgang að honum allan
sólarhringinn.
Hinn nýi afgreiðslusalur var
formlega tekinn í notkun fyrir
nokkru og er ljóst að ekkert hefur
verið til sparað til að mæta sem
best nútímakröfum þannig að unnt
sé að veita fullkomna þjónustu.
Breytingamar miða fyrst og fremst
að því að búa sem best að viðskipta-
vinum og starfsfólki stofnunarinn-
ar. Öll hönnun á þessu verki var í
höndum Helga Hjálmarssonar arki-
tekts en hann er jafnframt arkitekt
ráðhússins.
Sparisjóður Bolungarvíkur var
stofnaður 15. apríl 1908 og hefur
því í tæp 80 ár þjónað Bolvíkingum
sem eina peningastofnun staðarins.
Það sem af er þessu ári er innláns-
aukning Sparisjóðsins 40% og
heildarinnlán nema 211 milljónum.
Eigið fé Sparisjóðsins er 60 milljón-
ir og útlán sjóðsins það sem af er
þessu ári era 195 milljónir.
Alls starfa 8 manns í Sparisjóð
Bolungarvíkur. Sparisjóðsstjóri er
Sólberg Jónsson. Stjóm Sparisjóðs
Bolungarvíkur skipa þeir Guðfinnur
Einarsson formaður, Benedikt
Bjamason og Valdimar L. Gíslason.
Gunnar
Guðfinnur Einarsson formaður stjórnar Sparisjóðs Bolungarvíkur
og Sólberg Jónsson sparisjóðsstjóri.
f"
hönnun var í höndum Helga Hjálmarssonar arkitekts.
Handbók um álsteypu
IJT ER komin hand- og
kennslubókin Álsteypa, sem
er þýðing á norsku bókinni
Aluminiumstöping eftir
Vagn Petersen, tilrauna-
stjóra. Bókin er gefin út á
vegum Skanaluminium,
Norrænna samtaka áliðnað-
arins, og er fimmta ritið til
þessa, sem gefið hefur verið
út á íslensku um meðferð
og eiginleika áls.
í bókinni er rakinn ferill frá
einföldustu sandsteypuaðferð-
um til flókinnar háþrýstisteypu
og gerir lesendum kleift að afla
sér þekkingar á þeim ólíku að-
ferðum, sem notaðar eru við
álsteypu.
íslensku þýðinguna gerði
Ólafur Ólafsson, véltæknifræð-
ingur. Bókin er 148 síður. Oddi
hf. sá um setningu og umbrot,
en prentsmiðjan Steinmark
prentaði.
Bókin fæst í Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar, Iðn-
skólabúðinni og Bókabúð
Olivers Steins, Hafnarfírði.