Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
Borgin sýknuð af
kröfu um biðlaun fram-
kvæmdasljóra BUR
Reykjavíkurborg hefur verið
sýknuð af kröfum Einars Sveins-
sonar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, en hann krafðist
biðlauna eftir að honum var sagt
upp störfum í október 1983
vegna breytinga á stjórnun fyrir-
tækisins.
Málsatvik eru þau, að Útgerðar-
ráð Reykjavíkurborgar samþykkti
árið 1975 að ráða Einar sem fram-
kvæmdastjóra BÚR og var það
samþykkt í borgarráði. Ekki var
gerður skriflegur ráðningarsamn-
ingur við Einar, sem tók við starfi
í september 1975. Með bréfi borgar-
stjóra 16. desember 1983 var Einari
tilkynnt að borgarráð hefði sam-
þykkt að breyta skipulagi í stjómun
BÚR, sem fól það í sér að stöður
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
sem voru tveir, yrðu lagðar niður.
Var Einari því sagt upp störfum
með þriggja mánaða uppsagnar-
fresti frá 1. október 1983 að telja.
Einar Sveinsson ritaði borgar-
stjóra bréf hinn 29. september
1983, þar sem fram kom, að hann
teldi sig eiga rétt til biðlauna skv.
1. mgr. 14. greinar reglugerðar um
réttindi og skyldur starfsmanna
Reykjavíkurborgar, þar sem hann
hefði verið fastráðinn fram:
kvæmdastjóri BÚR árið 1975. í
svarbréfi borgarstjóra sama dag
kemur fram, að samkvæmt niður-
stöðu vinnumálastjóra borgarinnar,
sem kannað hafi ráðningarkjör Ein-
ars, hafi hann ekki verið fastráðinn
í starf framkvæmdastjóra. í bréfinu
er jafnframt hafnað túlkun Einars
á 14. grein fyrmefndrar reglugerð-
ar.
Einar starfaði sem framkvæmda-
stjóri BÚR til ársloka 1983 og fékk
greidd laun tii loka marsmánaðar
1984, eða í þijá mánuði eftir að
tilgreindum uppsagnarfresti lauk.
Hann gerði kröfu til launa fyrir
tímabilið apríl til og með desember
1984 á grundvelli áunninna réttinda
sem fastráðinn starfsmaður þar
sem staða hans hafi verið lögð nið-
ur. Hann byggði kröfur sínar á því
að hann hefði verið fastráðinn og
benti meðal annars á skjöl þar sem
verið var að svara fyrirspumum
borgarendurskoðanda um reikn-
ingshald og launakjör starfsmanna
BUR, en þar hafí hann verið talinn
meðal fastráðinna starfsmanna.
Engin athugasemd hafi komið fram
við það á fundum útgerðarráðs að
hann væri ekki fastráðinn og í borg-
arráði hafi ekki verið gerðar
athugasemdir þegar fundargerðir
útgerðarráðs vom þar til umfjöllun-
ar. Þá benti Einar á að þar sem
hann hafi notið fyrirframgreiðslu
launa hjá Reykjavíkurborg hafi
hann verið fastráðinn, því þeirri
reglu hafi verið fylgt hjá borginni
að einungis fastráðnir starfsmenn
fengju laun með þessum hætti.
Einnig hafi hann strax við upphaf
ráðningar sinnar orðið sjóðsfélagi í
A-deild lífeyrissjóðs starfsmanna
Reykjavíkurborgar, en samkvæmt
reglugerð fyrir sjóðinn hafi félagar
í honum einungis verið fastráðnir
starfsmenn borgarinnar og stofn-
ana hennar.
Stefndi, borgarstjóri fyrir hönd
borgarsjóðs Reykjavíkur, byggði
sýknukröfu sína á því að Einar
hafi ekki verið fastráðinn, því með
fastráðningu sé átt við það að
starfsmaður eigi rétt á að gegna
stöðu til loka starfsævi sinnar, ef
ekki komi til þau atvik, sem lýst sé
í 5. gr. reglna um réttindi og skyld-
ur starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Útilokað sé að Einar hafi notið þess-
ara réttinda æviráðins starfsmanns.
Árið 1963 hafí fulltrúum borgarinn-
ar í starfskjaranefnd verið falið að
undirbúa fastráðningar, sem hafí
alltaf verið formlegar. Hafi nefndin
unnið þetta verk til vorsins 1978
er fastráðningum var hætt. Til séu
formlegar fundargerðir þessarar
nefndar öll árin þar sem getið sé
hvers einasta manns sem fastráðinn
hafí verið. Einar hafi verið ráðinn
af borgarráði og tilkynnt það bréf-
lega af borgarstjóra. Hvorki í
fundargerð útgerðarráðs, borgar-
ráðs né bréfi borgarstjóra hafí verið
minnst á fastráðningu og eftir þetta
hafi ráðningarmál Einars aldrei
verið á dagskrá. Því sé óhugsandi
að hann hafi verið fastráðinn starfs-
maður Reylq'avíkurborgar. Ef hann
hafi fengið laun greidd fyrirfram
hafi það verið brot á reglum borgar-
innar, sem hafi aðeins getað átt sér
stað hjá BÚR, sem ein allra borgar-
stofnana greiddi starfsmönnum
sínum laun beint án afskipta launa-
deildar borgarinnar. Einar hafí
borið ábyrgð á broti þessu eða mi-
stökum sem framkvæmdastjóri
BÚR og langsótt að hann hafí öðl-
ast við það einhver réttindi. Bréf
endurskoðunardeildar þar sem nafn
framkvæmdastjórans sé að finna á
Iista yfír starfsmenn sem eru kall-
aðir ýmist fastir eða fastráðnir
breyti þar engu um.
I niðurstöðu dómsins kemur fram
að af vamargögnum verði ekki ráð-
ið rvð fastráðning hjá Reykjavíkur-
borg hafí átt sér stað með þeim
hætti sem Einar hélt fram og
byggði á, heldur ávallt formbundin
með sérstökum hætti. Einar hafí
ekki sýnt fram á það með málatil-
búnaði sínum að hann hafi verið
fastráðinn í upphafí og önnur at-
riði, s.s. fyrirframgreiðsla launa og
aðild framkvæmdastjórans að A-
deild lífeyrissjóðs þyki hvorki fela
í sér né jafngilda fastráðningu. Var
því borgarstjórinn í Reykjavík, f.h.
borgarsjóðs, sýknaður af kröfum
Einars Sveinssonar í málinu.
Eggert Óskarsson, borgardóm-
ari, kvað upp dóminn. Málið var
flutt sem prófmál og flutti Óskar
Magnússon, lögfræðingur, það fyrir
hönd Reykjavíkurborgar og Gunnar
Jónsson, lögfræðingur, fyrir hönd
Einars Sveinssonar.
Sex búsund af-
ruglarar seldir
Biðtíminn nú 10 til 15 dagar
HÁTTí sex þúsund afruglarar
hafa verið afgreiddir hjá
Heimilistækjum og mun bið-
tíminn eftir þeim nú vera 10
til 15 dagar, að sögn Birgis
Arnar Birgis, verslunarstjóra.
Um 2.000 manns eru nú á bið-
lista eftir afruglurum, en þessa
dagana er verið að afgreiða þá
400 afruglara, sem komu til
landsins um áramótin. Síðan er
von á vikulegum sendingum svo
afgreiðslan ætti að fara að ganga
fljótar fyrir sig en í upphafi, að
sögn Birgis.
Fyrirhugað er að hefja sölu á
afruglurum á Akureyri á næs-
tunni, en þar munu vera komnir
milli 400 og 500 á biðlista eftir
afruglurum.
Endurvarpsstöð hefur nýlega
verið komið fyrir á þaki Borg-
arspítalans fyrir þau skugga-
hverfí er mynduðust í Kópavogi,
aðallega norðurhluta bæjarins,
og nú er verið að vinna að upp-
setningu endurvarpsstöðvar í
Mosfellssveit.
23
Sóley Jóhannsdóttir
Bjami
Dansstúdíó Sóleyjar í
nýju 1600 fermetra húsi
„Við ætlum að byrja að kenna
hér i húsinu á mánudag.“ Sóley
Jóhannsdóttir sýnir blaða-
mönnum hið nýja 1600 fer-
metra húsnæði dansstúdíósins
að Engjateigi 1, og fljótt á litið
virðist það fullmikil bjartsýni
að gera ráð fyrir að iðnaðar-
mönnum takist að ljúka verki
sinu fyrir þann tíma.
í hinu nýja húsnæði dansstúdi-
ósins verður boðið upp á líkams-
rækt fyrir svo til alla aldurshópa,
eða þá sem eru fimm ára og eldri,
jassballett, klassískan ballett,
nútímaballett, leikfimi, veggja:
tennis, erobik og skíðaerobik. í
húsinu eru fjórir danssalir, fjórir
salir til að spila í veggjatennis,
gufubað og ljósabekkir, nudd-
herbergi, og matsalur, þar sem
boðið verður upp á léttar veitingar
fyrir þá sem þess óska. Kennt
verður allan daginn frá átta á
morgnanna til tíu á kvöldin alla
daga vikunnar nema sunnudaga,
en þá er fyrirhugað að halda sýn-
ingar í húsinu. Kennsla fer fram
allt árið, að sögn Sóleyjar verður
komið upp heitum pottum á lóð-
inni í sumar og hlaupabrautum
umhverfis húsið.
Sóley Jóhannsdóttir var við
nám í Kaupmannahöfn og kenndi
þar að námi loknu, þar til hún
kom hingað til lands fyrir sex
árum. „Ég fékk frí frá kennslunni
í eitt áir, mér var boðið að kenna
aasr...nrv—
Hið nýja húsnæði er 1600 fermetrar
hér heima, en það hafði alltaf
verið draumur minn. Þetta gekk
það vel að ég hef ekki farið út
aftur." Sóley segist hafa byijað
að kenna í Hreyfílshúsinu,
„kenndi þar tvo daga vikunnar,
flutti þá í Brautarholtið og kenndi
þar fjóra daga vikunnar."
Úr Brautarholtinu flutti skólinn
í Sigtún 9, „við keyptum það hús-
næði þar sem við fengum ekkert
leigt. Húsnæðið keyptum við fok-
helt og innréttuðum það á sex
vikum. Þetta hefur gengið vel hjá
okkur og því gátum við byggt
þetta hús, ég og bræður mínir
Pétur og Helgi. Við höfum
ákveðna verkaskiptingu, ég sé um
danskennsluna, Pétur um fram-
kvæmdir við húsið og Helgi um
samninga og bókhald. Við von-
umst til að geta boðið upp á góða
þjónustu, ætlum t.d. að reyna að
fá hingað gistikennara frá ýmsum
löndum og aðstoða nemendur
okkar við að komast í sumarskóla
erlendis."
Séð yfir elnn af úanssölum l^sins------------------------------------------------------