Morgunblaðið - 07.01.1987, Qupperneq 50
' 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
ást er...
■.. leyndarmál
okkar.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved
C1986 Los Angeles Tlmes Syndicate
Var sá sem réð þig í
vinnu, ódrukkinn?
Svo er löngun mín til að
ganga i síðum kjól orðin
næstum sjúkleg!
David telur að skíra beri flesta ljósvakafjölmiðiana upp á nýtt
„Sjónverpi“ og „Útrás“
„frá og með áramótum“
Ég þakka lesendum Velvakanda
frábærar undirtektir vegna bréfa
minna á haustdögum (söfnurum og
nýforvitnum skal bent á að þær
birtust 17. september og 15. októb-
er sl.). Fyrra bréfíð fjallaði einkum
um deyfidó í stað vídeó, og fjölgar
þeim nú óðfluga sem nota þetta lið-
uga orð. Ég gleðst í hjarta mínu
þegar ég í strætisvagni heyri menn
tala um deyfídó án þess að þurfa
að grípa til skýringa á borð við
„eins og sumir kalla það“ eða „eins
og Velvakanda-David stakk upp á
í haust í staðinn fyrir vídeó“.
Í síðara bréfínu voru viðraðar
hugmyndir um íslensk orð í stað
útlendra yfir algeng fyrirbæri í
þjóðlífínu. Nægir að minna á júg-
urð fyrir jógúrt, tárím fyrir trimm,
jógang-galla fyrir jogging-galla og
síris fyrir cherrios.
Snúum okkur nú að efni þessa
bréfs. Ég á reyndar tvö erindi við
landsmenn að þessu sinni. Fyrra
erindið er að biðja þá (og þó sérstak-
lega fjölmiðlamenn) að stytta
orðaklasann „frá og með áramót-
um“ í „frá áramótum". „Frá og
með 1. janúar“ hefur ákveðna
merkingu, tekur af hugsanlegan
vafa. Sama er að segja um „frá og
með mánudegi". En frá og með
áramótum virðist fjarstæðukennt.
Eru ekki áramót sú leifturstund
þegar tvö ár mætast? Þarf að taka
fram að t.d. uppsagnir meinatækna
gildi frá og með þessu brotabroti
úr minnstu mælieiningu tíma? Er
ekki nóg að segja að uppsagnimar
gildi frá áramótum? Þetta frá og
með áramótum minnir mig á karlinn
sem sagði að kýmar í fjósinu væru
á bilinu 10 til 11. Voru þær kannski
tíu og hálf?
Síðara erindi mitt við íslendinga
snertir fjölmiðla okkar eingöngu. Æ
háværari verða þær raddir sem
heimta breytingar á nöfnum hinna
nýju fjölmiðla. Ruglingurinn er orð-
inn svo mikill að enginn veit hvað
er hvað: Stöð 2, Rás 1, Rás 2,
Bylgjan. Þessi þáttur er á Stöð 2 í
kvöld en þessi á Rás 2 á morgun.
Svo þegar ég kveiki á Rás 2 á
morgun kemst ég að því að þáttur-
inn sem ég ætlaði að opna fyrir var
á Stöð 2 í gær. Þannig missir marg-
ur landinn af Ijúfum þætti. Tillaga
mín er einfold: Köllum þær stöðvar
sem fyrir voru sínum gömlu nöfn-
um. Sjónvarpið verði áfram notað
yfír ríkissjónvarpið og Útvarpið
verði áfrarn notað yfir ríkisútvarpið,
rás 1. (NB Ákveðinn greinir og stór-
ir upphafsstafír aðgreina viðkom-
andi stöðvar frá útvarpi og
sjónvarpi almennrar merkingar.)
Hvað um Rás 2? Hún skal heita
Innrás. Hver man ekki þá tíð þeg-
ar Rás 2 réðst með bramli inn á
frystihúsin, tannlæknabiðstofumar
og unglingaherbergin og setti
menningarvita og siðapostula þjóð-
arinnar svo mjög út af sporinu að
þeir hafa ekki náð sér enn. Lítum
nú á Stöð 2. Það er einmitt hún
sem mestum ruglingi (góður þessi)
veldur. Ágætur kunningi benti mér
á nafnið Sjónverpi fyrir Stöð 2.
Sjónverpi minnir að sjálfsögðu á
örverpi og er á allan hátt lýsandi
um það fyrirbæri sem átt er við -
gagnsætt eins og lærdómsmennim-
ir orða það svo sannfærandi. Hún
horfir á Sjónvarpið, hann á Sjón-
verpið, en bömin stunda deyfídó í
kjallaranum.
Þá er það Bylgjan. Bylgjan seg-
ir svo sáralítið. Er þetta sjómanna-
félag eða kannski bámjámsverk-
smiðja? Til að taka af allan vafa
tel ég að forráðamönnum íslenska
útvarpsfélagsins beri að breyta
nafni Bylgjunnar í Útrás. Útrásar-
nafnið tengist nöfnum annara
útvarpsstöðva og segir líka sitt um
þessa tilteknu stöð: Þama fá þeir
útrás sem til þessa hafa ekki átt
allt of hægt með að láta ljós sitt
skína.
Hvað ef útvarpsstöðvum fjölgar?
Gæti t.d. Jóni Ottari og félögum
ekki þóknast að bæta útvaipsstöð
ofan á Sjónverpið? Nafnið Utbrot
blasir þá við. Aldrei er að vita hver
áhrif slík stöð gæti haft á manns-
líkamann.
David
Víkverji skrifar
Ibréfí til Velvakanda síðastliðinn
laugaradaggerir Sigurjón Sigur-
björnsson það að tillögu sinni, að
hugað verði að því, hvort ekki sé
skynsamlegra að fækka þingmönn-
um í stað þess að heija framkvæmd-
ir við stórhýsi á vegum Alþingis.
Eftir næstu kosningar verða þing-
menn 63, fjölgar um þijá frá því,
sem nú er. Vill Siguijón Sigur-
bjömsson að þeim verði fækkað í
42. Á aðfangadag birtist hjá Vel-
vakanda bréf frá Gunnari Bjama-
syni, þar sem hann leggur til að
nýtt þinghús og skrifstofur þing-
manna rísi í landi Elliðavatns og
þar verði einnig byggt dómshús
yfir Hæstarétt en Reykjavíkurborg
fái Alþingishúsið fyrir ráðhús.
Víkveiji er þeirrar skoðunar, að
auðveldara sé að afla fylgis við til-
löguna um fækkun þingmanna, svo
að þeir rýmist betur innan þeirra
húsa, sem nú eru nýtt í þágu þeirra,
en þá hugmynd Gunnars Bjama-
sonar að flytja Alþingi og Hæstarétt
að Elliðavatni.
Við afgreiðslu fjárlaga
ákvað meirihluti þingmanna
(36 gegn 16), að 12 milljónum
króna skyldi varið til þess í ár að
standa straum af kostnaði við hönn-
un vegna nýbyggingar á vegum
Alþingis við Kirkjustræti. Var þar
með stigið fyrsta skrefíð til að hefja
framkvæmdir á grundvelli þeirrar
tillögu um þessar byggingar, sem
hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni
Alþingis um þær. Eins og jafnan
þegar ætlunin er að reisa ný hús á
viðkvæmum stað í þéttbýli hefur
verðlauna-tillaga þessi sætt gagn-
rýni.
Víkveija býður í gmn, að hvað
sem líður 12 milljón krónunum,
verði margir erfíðir hjallar á leið
þeirra, sem nú sýnast stefna ótrauð-
ir að því að byggja á lóðum Alþingis
í hjarta höfuðborgarinnar.
Alþingishúsið var byggt 1881.
Síðan hefur ekki verið reist nýtt
hús yfir þingmenn; Alþingi hefur
fært út kvíamar með því að festa
kaup á nágrannahúsum. Hafa þau
verið endumýjuð með æmum
kostnaði en möglunarlaust af hálfu
skattgreiðenda, sem þola það jafnan
heldur illa, að sjá fjármuni sína
notaða til að færa opinbera starf-
semi undir nýtt þak.
xxx
Lengi hafa verið á döfinni hug-
myndir um að rersa nýtt hús
yfir stjórnarráðið. Á sínum tíma
höfðu menn augastað á lóðunum
við Lækjargötu milli Stjómarráðs-
hússins og Menntaskólans. Eins og
kunnugt er lauk þeim umræðum á
þann veg, að gömlu húsin, Torfan,
vom endumýjuð og þar eru nú rek-
in veitingahús. Ráðuneytum hefur
á hinn_ bóginn verið dreift um bæ-
inn. Óhagræði af því að reka
starfsemi á vegum ríkisstjómarinn-
ar á mörgum stöðum er mikið.
Raunir opinberra aðila í bygging-
armálum er forvitnilegt rannsókn-
arefni. Svo virðist sem auðveldara
sé að komast að niðurstöðu um að
reisa hús yfir starfsemi einstakra
stofnana á vegum ríkisins en yfír-
völdin sjálf, Alþingi, stjómarráðið
og Hæstarétt.