Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
55
# Valur Ingimundarson var stigahæstur gegn Grikkjum í gærkvöldi
skoraði 17 stig. Hann og ívar Webster uröu að fara af leikvelli meö
5 villur í lokin og Grikkir unnu meö 16 stiga mun. Munurinn í hálfleik
var aðeins tvö stig, 32:34.
íslendingar héldu
íviðGrikki þartil
3 mínútur voru eftir
- Valur og Webster fóru út af með 5 villur í lokin
ÍSLENSKA landsliðið í körfu-
knattleik tapaði fyrir Grikkj-
um, 67:83, í Svíþjóð í
gærkvöldi. Leikurinn var mjög
jafn og spennandi allt fram á
síðustu mínútur er Valur og
ívar Webster urðu að fara af
leikvelli með fimm villur.
Staðan í leikhléi var 34:32
fyrir Grikkland.
„Þetta var hörkuleikur og höfð-
um við frumkvæðið oftast í fyrri
hálfleik. En við misstum Val Ingi-
mundarson og ívar Webster útaf
með fimm villur þegar staðan var
64:62 og þrjár mínútur eftir. Grikk-
ir með sína stóru og sterku menn
færðu sér þetta í nyt og skoruðu
19 stig á móti sex,“ sagði Einar
Bollason, þjálfari, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og
spennandi og mátti varla á milli
sjá hvot liðið væri A-þjóð. Grikkir
urðu í 10. sæti á heimsmeistara-
mótinu og eru með sjö leikmenn
af tíu sem eru hærri en tveir metr-
ar. „Það er sjaldgæft að sjá
leikmann troða hreinlega yfir ívar
Webster, en það gerði einn Grikk-
inn tvívegis í þessum leik,“ sagði
Einar Bollason.
Jón Kr. Gíslason, Valur Ingi-
mundarson og ívar Webster stóðu
sig best í gærkvöldi. Nýliðinn ungi
frá Grindavík, Guðmundur Braga-
son, komst einnig mjög vel frá
Enska knattspyrnan:
Snodin til Everton
fyrir 850.000 pund
- Aldridge fer ekki strax til Liverpool
Frá Bob Hennessy, fróttaritara MorgunblaAsins á Englandi.
IAN Snodin miðvallarleik-
maður og fyrirliði Leeds
United var í gær seldur til
Everton fyrir 850.000 pund.
Bæði Everton og Liverpool
voru á höttunum eftir Snodin
en hann valdi Everton og mun
leika með liðinu á laugardag-
inn gegn Southampton í
bikarkeppninni.
Þá gerðu Liverpool og Oxford
með sér samning um kaup þeirra
Borðtennis:
Arnarmótið á
laugardaginn
Á laugardaginn veröur Arnarmó-
tið í bortennis. Keppt verður í
öllum flokkum karla og kvenna
og hefst mótiö klukkan 13 í Laug-
ardalshöll.
í karlaflokki verður keppt um
Arnarbikarinn, en enginn hefur
unnið hann tvö ár í röð. I fyrra sigr-
aði Stefán Konráðsson, en hann
er við nám í Noregi og ekki er víst
að hann komist til að keppa á
mótinu. Einnig er keppt um farand-
bikar í meistaraflokki kvenna.
fyrrnefndu á John Aldridge og er
kaupverðið 750.000 pund.
Aldridge mun þó ekki leika með
Liverpool alveg strax því samið var
um að hann léki með Oxford þar
til þeir verða slegnir út úr bikarn-
um. Þeir eiga léttan leik nú um
helgina en Liverpool vonar að þeir
verði slegnir út 3. febrúar, er 4.
umferðin verður leikinn, þannig að
Aldridge komi til félagsins daginn
eftir.
( gær seldi Arsenal einn af
sínum ungu og efnilegu leikmönn-
um til West Ham fyrir 750.000
pund. Það var hinn 22 ára gamli
miðvallarleikmaður Stewart Rob-
son sem var seldur í gær. Robson
hefur ekki getað leikið í vetur
vegna meiðsla en hann stóð sig
vel með liðinu í fyrra.
Michael Robertson var einnig
seldur í gær frá QPR en aðeins
fyrir 150.000 pund. Nýja félagið
hans er Osasuna og er í 1. deild-
inni á Spáni.
öllum leikjunum. Sannarlega leik-
maður framtíðarinnar. Valur var
atkvæðamesturog skoraði 17 stig.
ívar Webster gerði 13, Pálmar Sig-
urðsson 12 og Guðmundur
Bragson 10.
ísraelsmenn sigruðu í mótinu
unnu Svía í gærkvöldi með 79 stig-
um gegn 70. Grikkir urðu í öðru
sæti, Svíar í þriöja og íslendingar
ráku lestina.
-Er mikið hægt að læra af
svona móti?
„Já, við vitum það núna að þetta
er það eina sem gildir fyrir okkur,
að leika gegn svona sterkum þjóð-
um. Þessir leikir sýna að við getum
staðið vel í A-þjóðum. Nú er bara
að halda áfram og fá fleiri leiki og
þá lætur árangurinn ekki á sér
standa. Ég held að þetta sé besta
Iandslið sem við höfum nokkru
sinni átti í körfuboltanum," sagði
Einar.
„Árangurinn í þessu móti fór
fram úr þeim vonum sem við gerð-
um okkur fyrirfram. Við vorum að
spila við tvö af 10 bestu landsliðum
heims. ísrael var í 7. sæti og Grikk-
land í 10. sæti á heimsmeistara-
mótinu í sumar. Það að við skulum
geta staðið í þeim fram eftir öllum
leik, sýnir best á hvað leið við
erum.“
-Hver eru svo næstu verkefni
landsliðsins?
„Það er Norðurlandamótið í
apríl sem fram fer í Danmörku og
þar stefnum við alla leið á toppinn.
Við sýndum það gegn núverandi
Norðurlandameisturum, Svíþjóð,
að við geta unnið þá á góðum
degi. Við förum hugsanléga f æf-
ingaferð til Englands fyrir NM. Við
tökum þátt í Ólympíuleikar smá-
þjóða í Monaco í maí og síðan er
það Evrópukeppnin í haust. Við
ætlum okkur að reyna að vera með
• Guðmundur Bragason úr
Grindavík stóö sig mjög vel í
sínum fyrstu leikjum með
íslenska landsliðinu.
liðið í æfingabúðum í allt sumar
og undirbúa liðið eins og frekast
er kostur. Leggjum allt í sölurnar
til að komast áfram í Evrópukeppn-
inni.“
Liðið kemur heim á morgun,
fimmtudag.
Islandsmótið í handbolta:
Fjórir spennadni
leikir íkvöld.
FJÓRIR leikir verða í 1. deild
karla í handknattleik í kvöld.
Upphaflega áttu þeir að vera
fimm en leik Víkings og Vals
hefur verið frestað til 9.
febrúar að beiðni Víkinga sem
leika í Evrópukeppninni um
helgina.
Knattspyrna:
Bandaríkjamaður gerir
samning við Hamburger
PAUL Caligiuri varö f gær fyrsti
Bandarfkjamaðurinn sem gerir
samning við knattspyrnuliö í Bun-
desligunni f Vestur-Þýskalandi.
Hann skrifaði undir samning hjá
Hamburger SV sem nú er f efsta
sæti Bundesligunnar.
Caligiuri er 22 ára varnarmaður
frá Los Angeles. Hann hefur leikið
15 landsleiki fyrir Bandaríkin og lék
meðal annars f undankeppninni
fyrir heimsmeistarakeppnina í
Mexíkó í sumar.
Framkvæmdastjóri Hamburger,
Felix Magath, sagði að Caligiuri
yrði hjá félaginu alla vega út þetta
keppnistímbil og leika með varaliði
félagsins til að byrja með. Eftir þá
reynslu er gert ráð fyrir að hann
fái að leika með aðalliðinu.
Magath fékk áhuga á þessum
leikmanni eftir að hann sá hann
leika í Bandaríkjunum í sumar.
Hann bauð honum síðan samning
fram á sumarið 1988 sem hann
þáði.
Trúlega verður viðureign Stjörn-
unnar og Breiðabliks leikur kvölds-
ins en hann hefst klukkan 20 í
Digranesi. Breiðablik vann fyrri
leikinn með einu marki, 25:24, er
liðin áttust við í annari umferð
íslandsmótsins.
FH bregður sér til Akureyrar oi
leikur þar við KA. Hafnfiröingar
eiga harma að hefna því þeir töp-
uðu 29:27 fyrir KA í Hafnarfirði er
liðin léku í 2. umferðinni.
í Laugardalshöll leika Fram og
KR en Fram vann fyrri viðureignina
með 26 mörkum gegn 14 og ætla
KR-ingar örugglega að bæta
markatöluna eitthvað í leiknum í
kvöld.
Haukar taka á móti Ármenning-
um í Hafnarfirði í kvöld og þar
verður örugglega hart barist. Fyrri
leiknum lauk með 24:22 sigri,
Hauka. Allir þessir leikir hefjast
klukkan 20.
Einn leikur er í 1. deild kvenna
og hefst hann klukkan 21.15 í
Digranesi. Þar leika Stjarnan og
Víkingur.