Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 56
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
^Ayglýsinga-
síminn er 2 24 80
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Snorri
Sturluson
setur
sölumet
Hlutur skipverja um
þrefaldur miðað við
heimalöndun
SNORRI Sturluson RE seldi
í gær 224 lestir af karfa og
ufsa í Bremerhaven. Heildar-
verð fyrir aflann var
14.790.000 krónur og meðal-
verð 66 krónur. Hvort
tveggja er hæsta verð sem
--fengizt hefur á þessum mark-
aði talið í íslenzkum krónum.
Verð á hvert kíló er um það
bil þrisvar sinnum hærra en
lágmarksverð Verðlagsráðs
sjávarútvegsins og hlutur
skipveija því um þrefaldur
miðað við heimalöndun.
Sveinborg SI seldi í gær 108 lest-
ir í Grimsby. Héildarverð var
5.885.000 krónur, meðalverð 54,50.
Á mánudag seldu fjögur fískiskip
j^rlendis og fengu gott verð fyrir
aflann. Viðey RE seldi 194,4 lestir
í Cuxhaven. Heildarverð var
11.466.000 krónur, meðalverð
58,97. Halkíon VE seldi 90,7 lestir
í Grimsby. Heildarverð var
5.286.000 krónur, meðalverð 58,26.
Talsvert af ufsa í aflanum dró verð-
ið niður. Vöttur SU seldi 64,6 lestir
í Grimsby. Heildarverð var
4.287.000 krónur, meðalverð 66,68.
Loks seldi Ásþór RE í Hull. Síðdeg-
is á þriðjudag höfðu LÍÚ ekki borizt
upplýsingar um söluna aðrar en
þær, að meðalverð var 58,23.
Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir
Stefni Synetu stendur upp úr á strandstaðnum við Skrúð, skömmu áður en skipið hvarf alveg í hafið.
Komin fram ósk um opinbera rannsókn á Synetu-slysinu:
Beiðni um flutning’ líkanna barst í gærkvöldi
BEIÐNI barst í gærkvöldi til íslenzkrar
útfararstofu um að annast flutning á líkum
skipveijanna af brezka skipinu Synetu ti)
Englands. Líkin hafa verið í geymslu í
líkhúsi rannsóknarstofnunar Háskólans í
veirufræði við Barónsstíg síðan rétt-
arkrufning fór fram fyrir áramót.
Þar til í gærkvöldi hafði engin ósk komið
frá Bretlandi um ráðstöfun á líkunum, hvorki
frá ættingjum hinna látnu né útgerð skips-
ins. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir
Heather Gamble, systir eins skipveijans á
Synetu, að ættingjum hinna látnu hefði verið
neitað um upplýsingar um það hvar líkin
væru geymd. Gamble er komin hingað til
lands og fór hún í gær til Eskifjarðar og hitti
þar að máli nokkra þá sem tóku þátt í björg-
unaraðgerðum.
John Prescott, þingmaður frá Hull, stað-
festi í samtali við Morgunblaðið að hann hefði
óskað eftir opinberri rannsókn á strandi Syn-
etu. Sagði hann að mörgum spumingum
væri ósvarað. Prescott er þekktur hér á landi,
kom m.a. hingað í síðasta þorskastríði.
Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli bar í gær
til baka blaðafregnir um að sérstaklega hefði
verið fylgst með ferðum Synetu hingað til
lands.
Sjá fréttir og viðtal við Heather
Gamble á bls. 32 og 33.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Skrifstofur sjúkrahússins eru á neðri hæð hússins við Sólvallagötu
18 í Keflavík, þar sem hinar meintu hleranir áttu að eiga sér stað.
Stj órnarf undur Sjúkrahúss Keflavíkur:
í\indur fluttur vegna
gruns um hleranir
Keflavík.
STJÓRNARFUNDUR hjá stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur þann 17.
desember sl. var haldinn i Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvík, en ekki
í skrifstofu sjúkrahússins eins og aðrir fundir höfðu verið til þessa.
Ástæðan var grunsemdir um hleranir á skrifstofu sjúkrahússins.
„Ég tel að stjómarfundur þar sem
viðkvæmt trúnaðarmál /j.r rætt,
hafi verið hleraður. Fundarefnið var
breytt yrði um fundarstað vegna
grunsemda um að skrifstofa sjúkra-
hússins væri hleruð. Hún sagði að
-^pmið út um allan bæ áður en ég
kom heim“, sagði Arndís Tómas-
dóttir varaformaður stjórnar Sjúkra-
hússins í Keflavík í samtali við
Morgunblaðið. Arndís sagðist ekki
vilja trúa að stjómarmenn hefðu lek-
ið fundarefninu.
Amdís sagði að á síðasta stjómar-
fundi hefði viðkvæmt mál verið tekið
^pir og hefði hún óskað eftir að
ekki hefði verið tekin ákvörðun um
hvort óskað yrði rannsóknar. Menn
hefðu verið önnum kafnir að undan-
förnu og ekki gefist tími til að taka
mál þetta til meðferðar.
Næsti stjómarfundur verður hald-
inn 14. janúar nk. og sagði Amdís
að ekki hefði verið tekin ákvörðun
um hvar sá fuudur yrði haldinn.
- BB
Isal tapaði um 620
milljónum í fyrra
Tapið 13—14% af veltu - batamerki ekki sjáanleg
ÁLVERIÐ í Straumsvík var rekið
með umtalsverðum halla á ný-
liðnu ári, eða nálægt 14%,
samkvæmt upplýsingum Ragn-
ars S. Halldórssonar forstjóra
ÍSAL. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að aðalástæða
þessarar slæmu afkomu fyrir-
tækisins á liðnu ári væri sú að
verð á áli væri afar lágt.
„Velta fyrirtækisins á liðnu ári
var um 4,4 milljarðar króna og tap
nálægt 620 milljónum króna, sem
þýðir að tapið á árinu er á milli 13
og 14%,“ sagði Ragnar. Hann sagði
að endanlegt uppgjör lægi ekki enn
fyrir, þannig að eitthvað gætu þess-
ar tölur breyst.
„Aðalástæða þessa er náttúrlega
sú hvað álmarkaðimir hafa verið
slæmir, miðað við það sem maður
var alltaf að vonast eftir, auk þess
sem mikið af þessu em afskriftir
hjá okkur,“ sagði Ragnar. Hann
sagði að álverið hefði á síðastliðnu
ári framleitt ódýrar en nokkm sinni
fyrr og framleiðni hefði verið mik-
il, en þetta hefði einfaldlega ekki
dugað til, vegna markaðsverðs á áli.
Ragnar var spurður hveijar horf-
urnar væm; varðandi álverð á
næstunni: „Ég hef ekki orðið var
við neina vísbendingu um breyting-
ar þar á og raunar þorir enginn
lengur að spá breytingu til batnað-
ar, því menn hafa vonast svo lengi
eftir slíkri breytingu, án árangurs."
Ragnar var spurður hvort þessi
afkoma fyrirtækisins á liðnu ári
hefði það í för með sér að ÍSAL
þyrfti að draga saman seglin: „Nei,
ekki á ég von á því. Við þurfurn
að minnka fjármagnskostnað okkar
og með því móti að auka hagræð-
ingu í rekstrinum."
Jól kvödd án láta
Þrettándinn var í gær og
víða um land voru jólin
kvödd með hátíðarhöldum.
AIls staðar fóru þau vel
fram og lítið var um ölvun
og ólæti eins og oft hefur
viljað brenna við.
I Reykjavík og nágrannabyggð-
um var allt með kyrrum kjömm
í gærkveldi. Sömu sögu var að
segja á ísafirði, Akureyri, Höfn,
Vestmannaeyjum, Selfossi, Ákra-
nesi, Keflavfk og víðar. Á flestum
þessara staða vom álfabrennur
og flugeldasýningar, en mest var
um fjölskyldufólk á skemmtunum
þessum og fóm þær friðsamlega
fram.