Morgunblaðið - 08.02.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 08.02.1987, Síða 1
 Terry Waite rœðir við drúsa-leiðtogann Walid Jumblatt í höll hans í Mukhtara, fjórum dögum eftir komuna til Líbanon. Viðbúnaður í Beirút. ^^■ASTA ÞREKRAUNIN TERRY WAITE, sendimaður erkibiskupsins af Kantaraborg, sem var rænt 20. janúar og hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrir björgun gísla, fór I síðasta gíslaleiðangur sinn til Líbanons þvert ofan í ráðleggingar brezka utanríkisráðuneytisins og sendiherra Breta í Beirút, John Grays. Sendiherrann tjáði honum í London fyrir jól að Vestur-Beirút væri orðin of hættulegur staður og hann yrði ekkert óhultari en aðrir Vesturlandabúar. Gray benti Waite á að staða hans yrði háska- legri en í fyrri ferðum hans m.a. vegna þess að komið hefði fram í umfjölluninni um vopnasöluna til írans að hann hefði staðið í tengsl- um við Oliver North ofursta og fleiri Bandaríkjamenn. Yfirmaður ensku biskupakirkjupnar, dr. Ro- bert Runcie, erkibiskup af Kantara- borg, lét einnig í ljós efasemdir, en taldi ekki rétt að banna Waite að fara, þótt hann stofnaði öryggi sínu í hættu. Dr. Runcie hefur verið sakaður um að bera hluta ábyrgðar- innar á hvarfi Waites. Waite var bent á að Hizbollah- flokkur líbanskra Shíta, sem fylgja írönum að málum, hefði dregið úr áhrifum Amal-hreyfmgar hófsamra Shíta undir forystu Nabih Berri. Allir erlendir gíslar í Líbanon, 25 að tölu, munu vera á valdi Hiz- bollah-flokksins og útibús hans, samtakanna „Heilagt stríð", sem rændu Waite. Waite var sagt að Amal gæti ekki lengur vemdað og hann var á báðum áttum áður en hann tók þá ákvörðun að virða öll varnaðarorð að vettugi og fara aft- ur til Líbanons. Erindreki erkibiskupsins gerði sér grein fyrir því að hættumar hefðu aukizt og kvaðst jafnvel reiðubúinn að hætta að gegna því slítandi hlutverki, sem hann hafði tekið að sér. „Það er sama hvað ég tek mér nú fyrir hendur: ég geng vísvitandi inn á sprengju- svæði,“ sagði hann áður en hann fór. En hann taldi nauðsynlegt að fara aftur til Líbanons, þar sem vopnasölumálið hefði rýrt það traust, sem hann hafði notið. „Ég er ennþá eini maðurinn, sem hefur hitt mannræningjana og rætt við þá. Ég þekki veikleika þeirra. Ég get ekki látið aftra mér.“ „Stóri maðurinn" Arabar hafa kallað Terry Waite, sem er 1,98 m á hæð, „stóra mann- inn“ og fólk hefur oft haldið að hann væri lífvörður dr.Runcies erk- ibiskups, en ekki samningamaður hans í viðkvæmum gíslamálum. Waite, sem er 46 ára að aldri, er sonur lögregluþjóns í smáþorpi í Cheshire á Norðvestur-Englandi. Hann hætti skólagöngu 16 ára gamall til að ganga í lífvörð drottn- ingar, því hann hafði alltaf langað til að ferðast. En hann fékk ofnæmi fyrir litunarefni, sem er notað í ein- kennisbúninga, og gekk í Kirkju- herinn, eins konar hjálpræðisher ensku þjóðkirkjunnar. Waite tók próf í guðfræði, en hafði ekki áhuga á prestsvígslu og fékk að ferðast mikið á vegum SJÁ BLAÐSÍÐU 6-7 B BLAÐ TERRY WAITE Waite ásamt drúsunum sem voru lífverðir hans. SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.