Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
B 7
menninganna, sem Waite tókst ekki
að fá leysta úr haldi í Kuwait. Einn
)eirra muni vera frændi Imad
Mugniyeh, mannsins sem talið sé
að hafí Waite í haldi. Mugniyeh,
sem er félagi í Hizbollah og heyrir
til svokölluðum Musawi-ættflokki í
Baalbeck, hefur neitað að ræða
hvarf Waites og aðeins sagt:
„Frændi minn er enn í Kuwait."
í síðustu viku fór Mugniyeh frá
Beirút og var fjóra daga í burtu.
Um svipað leyti hermdu fréttir að
Waite hefði sézt í bílalest í Bekaa-
dal, en þær fréttir voru bomar til
baka og ónefndur heimildamaður
sagði að hann hefði ekki verið flutt-
ur frá Beirút. Jumblatt og Nabih
Berri sögðu eftir fund með Abdel-
Halim Khaddam, varaforseta -
Sýrlands, að Waite hefði verið
„handtekinn" og honum hefði ekki
verið rænt, en skýrðu það ekki nán-
ar. Jumblatt, sem kvaðst eiga í
viðræðum við alla er gætu rétt
hjálparhönd, lagði til að hann yrði
tekinn í gíslingu, ef það gæti orðið
til þess að Waite yrði sleppt,
Dr.Runcie erkibiskup sagði hins
vegar að áður en Waite fór frá
Englandi hefði hann skilið eftir fyr-
irmæli um að ekki yrði reynt að
bjarga honum, greiða fyrir hann
lausnargjald eða skipta á honum
og öðmm gísl. Runcie kvaðst telja
að með þessu hefði hann viljað
koma í veg fyrir að fólk segði:
„Terry Waite hefur gert ástandið
illt verra." „Hann vildi gera það sem
hann taldi vera köllun sína á eigin
ábyrgð. Hann vildi stuðning okkar,
en ekki auka erfíðleikana," sagði
Runcie. Runcie bað jafnframt for-
seta íranska þingsins, Hashemi
Rafsanjani, um aðstoð þegar Rafs-
anjani hafði sagt að íranar mundu
hjálpa við leitina, ef þeir gætu.
Mikil leynd hefur hvílt yfír um-
fangsmiklum viðræðum um Waite
við leiðtoga vopnaðra sveita í Líban-
on, írana og Sýrlendinga. „Allar
símalínur em rauðglóandi vegna
tilrauna hlutaðeigandi aðila til að
tryggja öryggi Waites. Margir sýr-
lenzkir og íranskir sendimenn em
sífellt í ferðum fram og til baka,“
sagði embættismaður í Beirút. En
ekkert spurðist til hans.
Ýmsum sögusögnum, sem komið
hafa upp, hefur verið vísað á bug.
Til dæmis hefur sú frétt vestur-
þýzka blaðsins Bild-Zeitung verið
borin til baka að Waite hafí særzt
alvarlega af vélbyssuskothríð þegar
hann reyndi að flýja frá ræningjum
sínum. Því hefur einnig verið neitað
að hann hafi sézt á gangi nálægt
flugvellinum í Beirút ásamt 10
vopnuðum mönnum og fjómm
Sjítum sem vom með túrbana á
höfði. Ekkert virðist heldur hæft í
fréttum um að hann hafi verið dreg-
inn fyrir leynilegan trúardómstól.
Ástæðan til þess að því var ekki
lýst yfír að Waite hefði verið tekinn
í gíslingu kann að hafa verið klofn-
ingur í röðum þeirra sem hafa hann
í haldi. Hingað til hefur þrennt leitt
til þess að gíslum hefur verið sleppt
í Líbanon: vopn, háar peninga-
greiðslur og loforð um að skriður
komist á mál 17-menninganna í
Kuwait. Við það loforð hefur enn
ekki verið staðið.
Drúsar em lítt hrifnir af því að
skjólstæðingi þeirra var rænt frá
þeim. Kannski kunna þeir einhver
ráð til að bjarga Waite, sem verður
nú að ganga í gegnum erfíðustu
þrekraun sína til þessa.
GH
hafa tekið upp tímarit og sagt að
hann skyldi koma aftur með mynd
af einum gíslanna með tímaritið.
Tæpri klukkustund siðar kom
maðurinn aftur með mynd af And-
erson með tímaritið. Því virðist hafa
verið um 25 mínútna akstur til felu-
staðar gíslanna frá hóteli Waites
og þeir kunna að hafa verið í haldi
í ijölbýlishúsa- og kofahverfum í
Suðvestur-Beirút, líklega í kjöllur-
um eða leynigöngum.
Skömmu áður en Waite hvarf að
kvöldi þriðjudagsins 20.janúar fékk
hann sér leðuijakka og dökk sól-
gleraugu. Áður en Waite lagði af
stað ræddi hann við leiðtoga vopn-
aðrar sveita Drúsa, sem höfðu
vemdað hann, krafðist þess að hon-
um yrði ekki veitt eftirför og sagði:
„Líf mitt er undir því komið."
Drúsinn ók því næst Waite til
lækningastofu Adnan Mroues, virts
kvensjúkdómafræðings og fv. ráð-
herra sem hefur annazt alla milli-
göngu í skiptum hans við „Heilagt
stríð“ á undanfömum mánuðum.
Drúsinn skildi Waite eftir hjá lækn-
inum og fór burt ásamt lífvörðum
Fjórir vestrænir gíslar, sem hryðjuverkamenn hóta að myrða ef ísraelsmenn sleppa ekki 400 föngum. Frá vinstri: Robert Polhill,
Jesse Turner, Mithileshwar Singh og Alan Steen.
Waite á götum Beirút í fylgd með lífvörðum.
hans eins og hann hafði mælt fyrir
Waite gekk því næst einn á fund
mannræningjanna og síðan spurðist
ekkert til hans. Hvorki flokkur
Drúsa né erkibiskupinn af Kantara-
borg heyrðu nokkuð frá honu og
hann hringdi ekki í konu sína eins
og hann hefur alltaf gert þegar
hann hefur verið í Beirút.
Tveimur dögum eftir síðar til-
kynnti talsmaður lífvarða Waites
að hann væri heill á húfí og ætti í
viðræðum við þá sem hefðu hann
í haldi. Ónefndur Drúsa- leiðtogi
sagði hins vegar að Waite mundi
ekki snúa aftur, þar sem honum
hefði verið rænt og „bætt í gíslahóp-
inn sama dag og hann fór án
lífvarðar síns.“ Kristni leiðtoginn
Dany Chamoun sagði: „Waite hefur
sennilega verið rænt og hærra
lausnargjald verður greitt fyrir
hann en alla aðra.“ „Sunday Tele-
graph“ hermdi að fjögurra millj.
dala hefði verið krafizt í lausnar-
gjald. Síðan var haft eftir ræningj-
um hans að honum.yrði sleppt, ef
Bandaríkjamenn lofuðu að grípa
ekki til íhlutunar í Líbanon og stríði
írana og íraka.
Röd mannrána
Síðan Waite kom til Beirút hefur
11 útlendingum verið rænt í borg-
inni, þar á meðal þremur Banda-
ríkjamönnum, tveimur Vestur-
Þjóðverjum, Indveija og Frakka,
en alls er 25 útlendinga saknað.
Sumir sérfræðingar telja að koma
Waites hafí hrundið þessari skriðu
af stað. Waite sé svo þekktur að
mannræningjamir hafí viljað nota
nærveru hans til að vekja athygli
á sér og málstað sínum.
Blaðamaður Observers segir að
„Heilagt stríð" hafí mestan áhuga
á þremur Líbönum úr hópi 17-
Eiginkonur þriggja Bandaríkjamanna og Indverja, sem var rænt
Nabih Berri lýsir því yfir að
Waite hafi ekki verið rænt, en
hann verið „handtekinn".
hans við „Heilagt stríð.“ Mannræn-
ingjamir væm ekki miskunnarlaus-
ir með öllu, þeir hefðu mannlegar
tilfínningar og vissu hvað þeim
væri fyrir beztu. En hann viður-
kenndi í einkasamtölum að vanda-
mál hefðu komið upp gagnvart
„Heilögu stríði" þegar Jacobsen var
látinn laus í haust. Í samningunum
um hann var kveðið á um að áfram
mundi miða í máli Sjíta-fanganna
17 í Kuwait. Jacobsen slapp en
17-menningamir ekki og líklega
fannst ræningjunum að þeir hefðu
verið blekktir.
MÞegar Waite kom til Beirút 12.
janúar sagði hann við Sjíta, sem
hann samdi við, að hann hefði
„sendiboða" í Kuwait, sem reyndi
að semja um 17- menningana þar.
Eftir hvarf Waites ítrekuðu yfirvöld
í Kuwait að ekki yrði samið um
17-menningana, sem þau kölluðu
„glæpamenn og morðingja."
eftir komu Waites til Beirút.
„Lff mitt undir
því komid“
Mánudaginn 19.janúar lýsti
Waite því yfír að hann mundi snúa
aftur til Lundúna, þar sem samn-
ingaviðræðum hans væri lokið, og
þær virtust því hafa mistekizt. En
Drúsamir, sem gættu hans, gátu
ekki fylgt honum út á flugvöll því
að þeir áttu einu sinni sem oftar í
þrætum við Sjíta og semja þurfti
um vopnahlé.
Meðan Waite beið eftir Drúsun-
um mun „Heilagt stríð“ hafa haft
samband við hann á Riviera-hótel-
inu i Vestur-Beirút og boðizt til að
leyfa honum að hitta gíslana Ander-
son og Sutherland. Að sögn blaðsins
Observers spurði Waite fulltrúa
„Heilags stríðs" hvort hann gæti
sannað að hann væri sá sem hann
segðist vera. Maðurinn mun þá