Morgunblaðið - 08.02.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
B 19
Wallraf-safnið er nýbygging í Köln, sem er sambland af sögulegum
hefðum, hátækni og vísindaskáldsögustíl.
héldu að ég væri að byija eitthvað
nýtt,“ sagði Hoving áður en hann
hætti. „Það var alrangt. Ég var
endapunkturinn á einhveiju
gömlu!“ Kannski má segja það sama
nú um Pompidou-safnið, sem þótti
um byggingarstíl og notkunarhætti
á undan sinni samtíð, en er nú að
víkja úr því sæti fyrir postmodem-
isma-tískunni. Tískustefnur em
fljótar að verða lúnar. En hefur það
ekki alltaf verið svo?
Nýju söfnin, sem við nú sjáum
rísa í Þýskalandi og Bandaríkjun-
um, eru flest frá fagurfræðilegu
sjónarmiði að minnsta kosti frá-
brugðin Bobourg-safninu. Þessir
ferhymtu risageimar með hreyfan-
legum skilrúmum eru að víkja. í
stað arftaka Bauhaus-skólans með
sínar hreinu stífu línur, virðist ætla
að koma arkitektúr með meiri
áherslu á nostur. Philip nokkur
Johnson, fyirum aðstoðarmaður
Mies van der Rohe, minnir í nútíma-
byggingum sínum á hof og hallir
18. aldarinnar. Skotinn James Stirl-
ing, með Staatsgalerie í Stuttgart
á árinu 1982 og Harvard-safnið
1985, Bandaríkjamaðurinn Richard
Meier með Art décoratif-safnið í
Frankfurt 1985 og safnið í Atlanta,
Austurríkismaðurinn Hans Holein
með glæsisafnið í Mönchengladbach
í Þýskalandi 1982 móta hver sinn
eigin stíl í söfnum sínum. Má ekki
á milli sjá hvort þeir kjósa söguleg-
ar hefðir, hátækni eða vísindaskáld-
sögustíl. Síðan 1960 hafa í
Þýskalandi verið byggð um 300
listasöfn, nú síðast stór safnasam-
stæða í Köln, sem hýsir m.a.
Ludwig-safnið og safnið í Dussel-
dorf.
Ekki eru það sýningarsalimir
sjálfir, þótt góðir séu, sem einkum
hafa valdið byltingu í safnabygg-
ingum á okkar tímum heldur öllu
fremur sú áhersla sem lögð er á
alla aðra aðstöðu og rými. „Safn
er dæmt eftir fjölda stólanna og
salemanna", var fyrir 20 árum haft
eftir Rorimer, fyrirrennara de Hov-
ing hjá Metropolitan-safninu. Og
síðan hefur sívaxandi áhersla verið
lögð á slíkt. Pierre Quoniam, for-
stöðumaður safnanna í Frakklandi,
segir að gera verði ráð fyrir helm-
ingaskiptum. Hálft rýmið fari undir
anddyrið, alls konar þjónustustaði
fyrir gesti og starfsfólk og jafn-
margir fermetrar undir sýningar-
rými. Það verður að vera hægt að
beina gestum með mismunandi
þarfír af skynsemi um svona stór-
safn, svala forvitni þeirra með
upplýsingum og aðgengilegu les-
efni, hafa rými fyrir ýmsar menn-
ingarlegar uppákomur sem áður
þekktust ekki, svo og rannsókna-
stofur og viðgerðarstofur af miklu
fullkomnari gerð, að ekki sé minnst
á veitingastofur og búðir, sem nú
þykja ómissandi í hveiju safni.
Nú á síðari hluta 20. aldar ganga
söfn í endumýjun lífdaga. Verið er
að endumýja af stórhug gömlu
söfnin og nýju söfnin rísa eins og
eldingavarar fyrir alla ólguna og
óeirðina í nútímafólki, sem ekki
veit lengur hveiju má henda og
hvað er þess virði að varðveita það.
Mætti kannski minna á að ekki er
lengra síðan en á árinu 1968 að
heyrðust raddir um að Mona Lisa
ætti best heima í neðanjarðarbraut-
inni og listmálarinn Vasarely skrif-
aði án þess að hika: „Ég vil binda
enda á allt sem heitir söfn, með
öllum sínum einstöku og ómetan-
legu verkum fyrir almenning til að
fara hugsunarlaust í pflagrímsferðir
til að sjá.“ En þessi stóri hópur al-
mennings var þegar farinn að láta
sína skoðun í ljós með metaðsókn
á stórsýningar fyrri meistara og enn
em biðraðir þegar slíkt tækifæri
gefst og eftirspuminni verður vart
fullnægt. Og það er svo aftur jarð-
vegurinn fyrir almenna og daglega
aðsókn að söfnunum, sem nú er að
sprengja þau utan af sér og krefst
nýbygginga. Líklega hefur Gylfí
Þ. Gíslason hitt naglann á höfuðið
er hann sagði í sjónvarpsviðtali eitt-
hvað á þá leið, að það sé einmitt
hlutverk listarinnar að vemda
manninn á tölvuöld.
í seinni greinum verður gerð
grein fyrir nokkmm nýjum söfnum.
E.Pá.
Metropolitansafnið í New York, færir stöðugt út kvíamar vegna
vaxandi aðsóknar.
Pjölbreytt og vandað kynningarnámskeið
í notkun IBM-PC.
Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast þeim
miklu möguleikum sem tölvan býður upp á. Enn-
fremur er kynntur algengnr notendahugbúnaður
á tölvuna.
Dagskrá:
★ Gmndvallaratriði í notkun IBM-PC.
★ Stýrikerfíð MS-DOS.
★ Almenn kynning á notendahugbúnaði.
★ Ritkerfið ORÐSNILLD.
★ Töflureiknirinn MULTIPLAN.
★ Gagnasafnskerfíð D-base III.
★ Bókhald á IBM-PC.
★ Umræður og fyrirspumir.
Leiðbeinandi:
Yngvi Pótursson,
stnrðfraAlngur.
Tími: 14. og 15. febrúar kl. 9—17.
Innritun í símum 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, Reykjavík.
EFNIÁ AD SLEPPA
ÞESSU?
Gallabuxur og kakíbuxur
í öllum staeröum
á ótrúlega lágu veröi
vegna hagstæöra
magninnkaupa
cllc
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42
POTT-
ÞETTAR
PERUR
AGOÐU
VERÐI
Allar RING bílaperur
bera merkid (E)
sem þýðir að þær
uppfylla ýtrustu
gæðakröfur E.B.E.
RING bílaperurnar
fást á bensínstöðvum
Skeljungs