Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
B 29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . ,
Virðið rétt
fatlaðra
Kristinn AJexanderssonhringdi
og vildi beina þeirri áskorun til
ökumanna að þeir virtu rétt fatl-
aðra, hvað varðaði merkt bílastæði.
Hann sagði það algengt að ófatlað
fólk leggði bílum sínum í bílastæði,
er væru rækilega merkt fötluðum.
Þetta kæmi sér mjög illa þar sem
margir fatlaðir ættu erfitt með
gang. Kristinn sagði að á vegum
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, hefðu
verið útbúin sérstök spjöld er hengja
ætti í glugga bifreiða til sönnunar
því að viðkomandi ætti rétt á því
að leggja í bílastæði merkt fötluð-
um.
Auglýsinga-
texta ábótavant
Erlahringdi og sagðist ekki geta
orða bundist þar sem ítrekað væru
birtar í blöðunum auglýsingar sem
í væru orð, sem rangt væru staf-
sett. Nefndi hún sem dæmi að er
verslun auglýsti flutning í nýtt hús-
næði hefði komið fram að í verslun-
unni væri til „mart" smart. Einnig
að skemmtistaður í Reykjavík segði
að ákveðinn skemmtikraftur og
„fjélagar" kæmu fram á hans veg-
um. Sagði Erla að sér þætti sjálf-
sagt að orð væru rétt stafsett í
auglýsingum.
Takið ekki
björgunartæki
Hrædd móðirhringdi og sagðist
áhyggjufull vegna þess hve algengt
virtist vera að stolið væri björgunar-
tækjum. í síðustu viku hefði t.d.
verið stolið björgunarbát úr bát í
Sandgerði og gæti slíkt orðið dýrt
spaug. Bað.hún foreldra að brýna
fyrir börnum sínum að gera ekki
slíkt og einnig að athuga hvort
verið gæti að einhver vissi um þenn-
an ákveðna björgunabát og þá að
hafa samband við lögregluna í
Sandgerði.
Of hraður akst-
ur stórra bíla
Athugull hringdi og vildi taka
undir orð Ökumanns í Velvakanda
sl. laugardag, þess efnis að stórir
bílar æku allt of hratt um götur
borgarinnar. Sagðist hann oft aka
Ártúnsbrekkuna og sér ofbyði hrað-
akstur steypubíla og annarra stórra
bíla á þeim stað.
Týnt armband
Björghringdi og sagðist hafa
týndi mjóu gullarmbandi sem á
hangir gullkúla. Ef einhver hefur
fundið armbandið biður hún við-
komandi um að hafa samband.
Vinnusími er 686814 og heimasími
73700.
Leggið ekki í sérmerkt stæði.
Mæðra- og
feðralaun
Margrét Thoroddsenviðskipta-
fræðingur er starfar hjá Trygginga-
stofnun ríkisins hringdi: Það kom
fram fyrirspum í Velvakanda sl.
sunnudag um hvort einstæðir feður
fengju ekki greidd mæðralaun. Hér
virðist gæta mikils misskilnings, því
einstæðir feður njóta sömu réttinda
Kæri Velvakandi. Á ámnum
1930-1940 að mig bezt minnir, var
gefíð út ritið „Nýjar Kvöldvökur" á
Akureyri. Það var mjög gott rit. í
því birtust framhaldssögur, vísur
og kvæði og margt annað efni, sem
gaman var að lesa. Ég var þá ung-
ur að ámm, þótti mér mikill fengur
að sjá það. Meðal annars sem í því
birtist vom mánaðarvísur, var ein
vísa yfir hvern mánuð, eða 12 tals-
ins. Skrifaði ég þær upp og geymdi
iengi á lausu blaði innan f einni
dagbóka minna. En einhvemveginn
hefur hefur það tapast og aldrei
síðan aftur fundist. Mér datt því í
hug, hvort Velvakandi vildi ekki
birta þessar línur og vita hvort ein-
hver lesandi ætti ekki þessar vísur
í fómm sínum, er myndi senda
Velvakanda þær til birtingar. Ég
man nokkrar hendingar og læt þær
fylgja til glöggvunar.
Þorri hristir fanna feldinn
fnæsir í bæ og drepur eldinn.
Gróa á til grimmd og blíðu
gengur í ilja pilsi síðu.
Einmánuður andar nepju
öslar snjó og hendir krepju.
Harpa vekur von og kæti
vingjamleg og kvik á fæti.
og einstæðar mæður. Að vísu kall-
ast hliðstæðar bætur til þeirra
feðralaun, en ekki mæðralaun. Ein-
stæðir foreldrar fá semsagt greidd
mæðra- eða feðralaun með bömum
undir 18 ára aldri, sem þeir hafa á
framfæri sínu. Em þau mismunandi
há eftir því hve bömin em mörg.
En rétt er að taka fram, að það
þarf að sækja um allar bætur Al-
mannatrygginga.
Mikið þætti mér vænt um ef
Velvakandi birti þetta fyrir mig.
En dagbækur og annað fleira hef
ég haldið í nær 53 ár samfleytt,
eins og þessi vísa segir til um.
Hér að lokum dregnr senn
síðasta nálgst kallið.
Aldrei dagur hefur enn
hjá mér niður fallið.
Þorgþls Þorgilsson, Efri Hrísum,
Fróðárhreppi.
Hver kannast
við plötuna?
Kæri Velvakandi!
Mig langar til þess að biðja ein-
hvem um að gefa mér upplýsingar
um það hvar ég get keypt plötuna
„The Art Of Suburban Dancing"
með flytjendunum „The Klaxson’s".
Eitt lagið á plötunni er kynningar-
lag sjómannaþáttarins í Ríkisút-
varpinu, en það heitir „The Clap,
Clap Sound".
Takk fyrir birtinguna.
Sesselja Guðmundsdóttir,
Brekkugötu 14, 190 Vogar,
sími: 92-6686.
Hver kannast við
mánaðarvísur ?
Kceru börn mín, systkin, cettingjar, tengdafölk,
vinir, samstarfsfólk og stjórn Sólvangs.
Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum fyrir aÖ
gleÖja mig þann 29. janúar síðastliðinn.
Hugheilar kveðjur.
Þóra Bachmann.
Hjartanlegar þakkar- og vináttukveÖjur sendi
ég fjölskyldu minni svo og vinum og vanda-
mönnum fyrir ógleymanlegan dag í tilefni af
sjötugsafmceli minu þann 30. janúar sl.
ÓlafurÞ. Stefánsson
frá Víöihóli, Fjöllum.
. . . og enn lækkar
verðið á barnafatnaði
20—50%
afsláttur
™«ÖTU ,05' alspokt
KÚPLINGSPRESSUR
KÚPLINGSDISKAR
KÚPLINGSLEGUR
BMW
DAIMLER BENZ
HONDA
DATSUN
Útvegum í allar helstu tegundir
fólks- og vörubifreiða.
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUOURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670