Morgunblaðið - 08.02.1987, Qupperneq 17
16 B
B 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
Gárudaginn í þessari viku
staulaðist höfundur niður eftir
Mogga, furðu hress á skammdeg-
ismorgni og bjartsýnn á mann-
kynið. Ekki dró úr ánægjunni við
blaðalesturinn. Aðalfréttin að 11
íslenskum sjómönnum hefði verið
bjargað af strönduðum báti
sínum. Enn lyftist brúnin við að
sjá á borðinu baksíðu blaðsins frá
deginum áður. Ungur sjómaður
hafði bjargast á síðustu stundu
úr ísköldu Atlantshafmu, er hann
tók út af netabáti. Tveir hugdjarf-
ir félagar stungu sér í sjóinn eftir
honum, þegar hann var að ör-
magnast. Giftusamleg björgun.
Þijú mannslíf. Það gleður á Is-
landi.
Úr útvarpinu tóku að berast
raddir. Hlustandi lýsti því yfír að
I ekki mundi það leysa heimsmálin
1 þótt íslendingar færu að bjarga
svona 20-30 manns. Það skipti
i engu máli. Líklega þá ekki heldur
fyrir þessa 30? Eru mannslífin þá
svona lítils virði? Til allrar lukku
, hafði ekki heyrst nafnið á hlust-
anda. En þeir voru fleiri. Nánast
i öllum sem hringdu fannst að ekk-
; ert ætti að vera að bjarga útlend-
ingum. Flóttafólki sem væri að
flýja harðræði og jafnvel bráðan
bana heima. Útvarpið var víst að
leita álits á því hvort við ættum
að taka við flóttafólki.
Öllum utan einum fannst ekk-
ert vit í slíku. Að hjálpa fólki í
neyð getur líka haft einhver
óþægindi í för með sér. Sjómönn-
unum sem stungu sér eftir félaga
sínum hefði getað orðið kalt í sjón-
um, jafnvel orðið innkulsa.
Kannski drukknað. Hugmynda-
ríkir geta fundið margvíslegustu
og á sína vísu hin gildustu rök
fýrir því að koma ekki til hjálpar.
Þar voru margir hlustenda á
línunni býsna hugvitssamir. Einn
hafði haft í vinnu flóttamann, sem
fór án þess að borga honum
skuld. Og vitanlega á ekki að
hafa neitt að gera með þjóð með
ófróman einstakling. Ekkert vit í
að bjarga honum eða neinum öðr-
um landa hans frá hörmungum
eða dauða. Og til öryggis þá eng-
um öðrum útlendingi. Önnur
hlustandarök: íslendingar eru svo
alveg einstakir í útliti, ekkert vit
að vera að fá saman við þá fólk
með dökka húð og jafnvel annan
augnbúnað. Varla er þá hægt að
hleypa fólki af svo hreinum rasa
til hennar Ameríku, þar sem hálf
þjóðin er svört, hvað þá annað.
Að vísu er óbbinn af íslensku þjóð-
inni, eins og fólk af keltneskum
ættum um stóran hluta Evrópu,
dökkhært með blá augu og leggur
á sig löng ferðalög í sólina til að
verða sem dekkst. Virðist þá ekki
fínnast svona eftirsóknarverður
nábleikur kjötlitur? Ekki man ég
hvort það var sá hinn sami eða
einhver hinna, sem tók það fram
að hann væri ekki fordómafullur.
Gott að vita það. Ekki hefði manni
annars dottið það í hug.
Einhveijum fannst ágæt lausn
að borga bara heldur eitthvað og
hugsa svo ekki meira um þetta
fólk. Óljóst hveijum hann ætlar
að borga fyrir ríkisfangslausan
mann til dæmis. Ætli sé ekki eitt
dapurlegt hlutskipti, eftir að hafa
bjargað lífínu á flótta, að eiga
hvergi heima, vera flæmdur land
úr landi út æfína. Eða sitja alla
æfí lokaður innan við gaddavír í
flóttamannabúðum. Enginn vill
taka við manni og vonin þverr
með árunum. Reynslan sýnir að
fyrsta kynslóðin, sem þekkir ann-
að, heldur æði lengi í vonina. En
bömin, önnur og jafnvel þriðja
kynslóð fyllist hatri út í þann
heim sem ekki vill leyfa henni að
lifa - neinsstaðar. Af hveiju? Af
þvl að þetta er „svona fólk“, eins
og einhver íslenskur hlustandi
orðaði það. Þótt maður hafí ekk-
ert hjarta, sem ku vera hampa-
minnst, ætli sé þá ekki
óskynsamlegt vegna eiginhags-
muna allra sem lifa utan slíkra
hremminga og utan gaddavírs
flóttamannabúðanna, að ala þar
upp fólk fullt haturs út í um-
heiminn. Þar er efnið í hryðju-
verkamennina, sem telja okkur
hina ekkert eiga hjá sér.
Ætli það sé ekki þessvegna
sem við erum að byija Alþjóðlegt
ár heimilislausra, Sameinuðu
þjóða árið 1977. Svona gerum
við, sagði okkur útvarpsþátturinn
með fijálsri þáttöku íslendinga.
Hann var dálítið áfall fyrir einn
íslending. Þó huggun harmi gegn
í orðum Piets Heins (þýð. ABS):
Að sitja yfir annars hlut
og ota sinum tota greitt
er ekki bundið einn við stað;
nei, alþjóðlegt er það
Útvarpshlustandinn bjartsýni,
sem hefur mátt horfa upp á alls-
laust fólk og innilokað, þar sem
jafnvel hver maður í Kambodíu-
búðunum hafði misst alla sína
fyrir böðulshendi, mátti taka á
honum stóra sínum að ijúka ekki
í takkann og skrúfa fyrir þegar
einn hringjenda tók sérstaklega
fram að ekkert ætti að vera að
taka við fólki frá Viet Nam og
Kambodíu. Hafði ekki líka einhver
hópur vietnömsku flóttamann-
anna farið frá guðs útvalda
landijslandi. Mikið rétt. Ein fjöl-
skylda fór til Kanada á vit
ættingja konunnar, sem hafði í
skammdeginu einangrast án sam-
neytis við neinn í blokkaríbúð í
Breiðholtinu, maðurinn á sjónum
og bömin búin að læra íslensku
í skólanum. Láir henni nokkur
þótt hún þráði að komast til ætt-
ingja sinna í Kanada. Þá varð rúm
i okkar örlitla kvóta. Og fjögur
systkjmi, ungt fólk, hafa lagt allt
sem þau gátu unnið fyrir í að ná
bjargarlausu foreldri, ömmu og
gömlum ættingja frá Viet Nam
og til sín. Látið það ganga fyrir
því að eignast íbúð eða fá sjálfum
sér menntun, eins og hinir hafa
gert. Ætli sé ekki afleitt fyrir
okkur að fá slíkt verðmætamat
inn í okkar fullkomnu þjóðlífs-
hætti?
Annars vömðu hlustendur al-
varlega við hættunni af snerting-
unni við annars konar menningu.
Láta tvo strauma hittast í einu
landi. Og við sem höfum verið að
hamast við að útbreiða íslenska
menningu út um allt - í ólík sam-
félög. Og sífellt er í fjölmiðlum
verið að flytja fréttir af og tala
við Íslendinga, sem búsettir em í
öðmm löndum og hafa flutt þang-
að með sér uppmna sinn og
ejnkenni. Hefur ekki fylgt fréttun-
um að það hafi skaðað vemlega
þær þjóðir sem tekið hafa við
þeim. Jafnvel legið í orðunum að
það hafí verið gott framlag í
þjóðapottinn í Kanada, þegar ís-
lendingahópurinn stóri settist þar
að og lagði í blönduna þá menn-
ingarstrauma sem þeir fluttu með
sér af íslandi. Ef fara hefði átt
eftir uppástungu eins hlustandans
um að veita flóttafólki í lífshættu
eða örbyrgð heima fyrir, dvalar-
leyfí til bráðabyrgða til að senda
það svo - þá væntanlega með
bömum sínum uppöldum á Islandi
- tilbaka þegar ástand í löndum
þess lagaðist, ja þá hefði átt að
reka Vestur-íslendingana nauð-
uga viljuga heim þegar við réttum
hér úr kútnum og menn þurftu
ekki lengur að flýja fátæktina.
Upp á ýmsu er fundið til að þurfa
ekki að segja einfaldlega: Maður
á ekki að bjarga neinum í neyð,
það gæti hugsanlega valdið mér
einhveijum óþægindum.
Að fæðast á jörð,
sem er fólki byggð:
Forréttindi
okkur tryggð.
Opið í Nýjabæ í yí
í dag suimudag
frá eitt til finnn BÆR
VÖRUHÚSH1 EfÐ/STORG/
GOTT FÓLK / SÍA
HRINGDU
09 fáðu áakriftargjöldin
skuldfærð á greiðslukorta
llililillií'MlililiíMilit-niHlBl
&
SÍMINN ER
691140
691141
SNYRTISTOFAN
í&Á Doris
Til hagræðis fyrir viðskiptavini á hár-
greiðslustofunni hjá Dúdda. Hægt er að
panta snyrtingu um leið og hárgreiðslu.
Sparið ykkur tíma og fyrirhöfn með einu
símtali.
Opið virka daga 9—18, laugardaga 10—14.
Snyrtistofan Doris,
Hótel Esju, s. 83055.
Japanskar skylmingar
Helgarnámskeið 14. og 15.
febrúar nk. Leiðbeinandi:
J.P. Reniez, 5. Dan Renshi í
kendo, iaido og jodo. Upplýs-
ingar og skrásetning í síma
33431 og 38111. Sýning í
námskeiðslok, sem er öllum
opin (leikfimisalur Laugar-
nesskóla 15. febrúar kl. 18).
Upplýsingar um byrjenda-
kennslu í kyudo, japanskri
bogfimi, á sama stað.
• TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BlLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BlLASÝNING • TOYOTA BlLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BlLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING •
Við fögnum komu nýja TOYOTA CAMRY
bílsins og opnun nýja sýningarsalarins með
skemmtileaxi heimboði að Nvbýlaveeá 8
- þar sem lipurt starfslið Toyota sýnir ungum sem öldnum
nýjungar og kosti TOYOTA CAMRY fjölskyldusportbílsins. „Toyotan
hans afa“, sú fyrsta á íslandi, TOYOTA CORONA árg. 1966, stendur
sparibúin í heiðurshominu en aðrar tegundir TOYOTA bíða
ykkar úti í porti og inni á verkstæði. Starfsfólkið býður_• *
einnig í kaffi og Síríussúkkulaðinasjb*. • *
Coke, Hi-C og ... auðvitað m ^ *
fá krakkamir og pabbi .» v
Toyotablöðmr. Léttsveit * ' " __
Ásgeirs Steingríms-J[
sonar spilar af snilld.Y
Sýningin stendur yfir
laugardag kl. 10.00-18.00 og
sunnudag kl. 13.00-18.00.
spilar af snilld.*^
2&9J&
fííúÁni
TOYOTA
Takið dansskóna með
Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, Sími 91-44144
AUK W. 109.2/SlA