Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
B 15
Hún hvarf frá námi og tók sér byssu f
hönd og nú hafa sem svarar 160 þúsund
krónur verið lagðar til höfuðs henni
Sjá: VALKYRJUR
•••
ÞARFASTIÞJÓNNINN:
Landið þarsem Sovétmenn seilast til
yfirráða er „hrærigrautur af aldagöml-
um tíma... og nútíma hernaðarvélum“.
IAFARKOSTIR
AFGANISTAN
Stríðshrjáð
land og næsta furðulegt
Lítill drengur, sem misst hefur
annan fótinn rétt við mjöðm,
situr inni í hliðarstrætinu og hallar
sér upp að vegg, ölmususkálin er á
götunni hjá illa gerðri hækju. Á
markaðsstrætinu skammt frá
stendur lögregluþjónn í tandur-
hreinum einkennisbúningi með háa,
hvíta húfu á höfði, flautu og plast-
kylfu og stjórnar umferðinni,
asnakerrunum, skrautlega máluð-
um þriggja hjóla leigubílum, reið-
hjólum, herflutningabílum og
einstaka kameldýri.
Fjórir sovéskir hermenn, augljós-
lega dálítið taugastrekktir, hafa
auga með foringjum sínum í sölu-
búðunum þar sem gamlir og
hnýttnir menn með túrban á höfði
höndla með allt frá handofnum
teppum til japanskra segulbanda.
Sölustrákarnir, sem líta á alla út-
lendinga sem Sovétmenn, flykkjast
að okkur fjallamönnunum til að
bjóða tyggigúmmí eða stuttbuxur,
allir vilja þeir fá tekna af sér mynd
og flestir geta þeir tvinnað saman
svo mikið af rússneskum blótsyrð-
um, að vörubílstjóra í Moskvu
myndi setja dreyrrauðan.
Þetta eru nokkrar svipmyndir frá
því stríðshijáða landi Afganistan,
hrærigrautur af aldagömlum tíma,
hljóðum og austurlenskri lykt og
eyðingarmætti nútíma hernaðarvél-
ar.
Kabúlstjórnin, sem Sovétmenn
styðja, leyfði nýlega um 40 erlend-
um fréttamönnum að fara til
borgarinnar Jalalabad. Hefur þar
verið kyrrt að kalla í nokkuð langan
tíma að sögn íbúanna enda er hún
umkringd sovéskum og afgönskum
stjómarhermönnum. Stundum
kemur hins vegar til bardaga í
hijóstrugum dalnum í kring.
Ummerkin um stríðið blasa við
hvert sem litið er. Sovéskar her-
flutningalestir liðast eftir vegunum
og kirkjugarðamir em yfirfullir af
gröfum afganskra hermanna. Afg-
anir hafa barist við innrásarheri í
meira en 2.000 ár, allt frá dögum
Alexanders mikla, og á hæðunum
má enn sjá rústirnar af vígjum
bresku nýlenduherranna.
Yfir flugvellinum sveima sovésk-
ar þyrlur eins og reiðar býflugur
og flugturninn er sveipaður felu-
neti. A leiðinni inn í borgina frá
flugvellinum gleymum við stríðinu
um stund. Maður með túrban á
höfði teymir á eftir sér fjögur þung-
klyfjuð kameldýr og gesturinn
verður vitni að lífsmáta, sem ekk-
ert hefur breyst um aldaraðir.
Meðfram veginum era uppmokaðir
garðar til varnar áveittum ökram
þar sem ræktaðar era appelsínur,
ólífur og möndlur, ávextir, sem
fluttir era til Kabúl og líklega það-
an til Moskvu.
Konur í ökklasíðum skykkjum
era á leið til bæjarins með stóra
bagga á höfðinu. Á eftir þeim ganga
karlamir fríir og fijálsir og krakk-
amir skoppa með. 700.000 manns
búa í Jalalabad, þessari flækju af
moldartroðningum, sem hlykkjast
■yalkyrjur
Samtökin „Ný kvennabarátta"
vora stofnuð í Filippseyjum fýrir
15 árum, þegar kvennasamtök um
öll Vesturlönd spruttu upp og mót-
mæltu hástöfum fegurðarsamkeppn-
um sem þau sögðu að væra
niðurlægjandi fyrir konur. „Ný
kvennabarátta" starfar enn á Filipps-
eyjum en nú era félagskonur gráar
fyrir járnum og hafa strengt þess
heit að steypa núverandi ríkisstjórn
landsins. Þær viðurkenna að vísu að
þær séu í hjarta sínu ánægðar með
að loks skuli kona sezt á forsetastól
lá eyjunum, enda þótt það sé Coraz-
on Áquio, og þær vilja sem sagt
steypa stjórn hennar. Forveri Aqu-
ino, Ferdinand Marcos, lýsti hinsveg-
ar eitt sinn yfir opinberlega, að
staður konunnar væri svefnherberg-
ið.
Kvennasamtökin ganga jafnframt
undir heitinu Makibaka, en það þýð-
ir „vertu þátttakandi!“ Þau státa af
því að félagskonur séu 200 þúsund.
Fé hefur verið sett til höfuðs ýmissa
forsprakka þeirra og saga samtak-
E:
framhjá múrsteinsveggjunum um-
hverfis húsin.
Á markaðstorginu blandast
rammur kryddilmurinn saman við
lyktina af skepnunum og kæfandi
dísilreykinn. Ur einni krambúðinni
leggur steikarilminn en úr annarri
berst angan af nýbökuðu brauði.
Það er margt um manninn á mark-
aðstorginu. Þar er boðið upp á
nýtíndar og safaríkar tangerínur,
japönsk rafeindatæki, sem smyglar-
arnir flytja til borgarinnar, og
hatta, ábreiður og klæðastranga,
sem framleidd era á staðnum.
Unglingsstrákur í einkennisbún-
ingi afganska hersins kemur á
hjólinu sínu og spyr fréttamanninn
hvað hann sé á höktandi rússnesku
og ensku.
„Hefurðu verið í Kabúl? Mjög
hættulegt, bang, bang,“ segir hann
og mundar ímyndaðan riffil.
- ANDREW ROSENTHAL
anna er slík, að engin kvennasamtök
á Vesturlöndum komast í hálfkvisti
við þau. Fimmtán konur stofnuðu
þau árið 1971 og markmiðið var að
frelsa konur úr því þjónustuhlutverki
sem þeim var búið í samfélaginu.
Þegar Marcos kom á herlögum á
Filippseyjum árið 1972 tóku samtök-
in að starfa með leynd og urðu
stöðugt herskárri.
Nú er Makibaka á meðal 12 fé-
laga, sem mynda kommúnistasam-
tökin Þjóðlegu lýðræðisfylkinguna,
en þau stjórna byltingaraðgerðum í
sveitum landsins.
Victoria Justiniani er kölluð Vic-
Vic og hún er talsmaður samtak-
anna. Hún kveðst hafa lifað notalegu
lífí í Manila þegar Marcos setti her-
lögin. Þá fékk hún sér byssu í stað
þess að halda áfram námi og nú
hafa sem samsvarar 160 þúsund
krónur verið lagðar til höfðuðs henni.
Hún segir að hernaðurinn sé orð-
inn daglegt líf fyrir sér og ekki verði
aftur snúið. Uppgjöf komi ekki til
mála. „Við getum með engu móti
mn af kunn-
ustu prédikur-
unum í Bandaríkj-
unum lenti nýlega
dálítið upp á kant
við ýmsa trúbræður
sína og sjónvarps-
stöðvar víða um
landið, allt vegna
þess að honum var
hótað dauða. Hótun-
in kom raunar frá
sjálfum guði almáttugum, sem ætl-
ar að „kalla mig til sín ef ég verð
ekki búinn að safna saman 4,5
milljónum dollara í mars“.
Oral Roberts er stofnandi stór-
fyrirtækis um fagnaðarboðskapinn
og veltir tugmilljónum dollara á ári
hveiju. Á vegum þess er m.a. rekin
læknamiðstöð umm á 60 hæðir,
trúboðsstöðvar víða um heim og
Oral Roberts-háskólinn fyrir 4500
stúdenta. í síðasta mánuði brá
mörgum í brún þegar Roberts iysti
því yfir, að framkvæmdir, sem
kosta áttu átta milljónir dollara,
væra langt á eftir áætlun og ekki
útlit fyrir annað en hann færi fram
úr ársfrestinum, sem guð hafði
gefið honum til að ljúka þeim.
„Ég bið ykkur um hjálp við að
framlengja líf mitt hér á jörð. Ann-
ars er hætta á að guð taki Oral
Roberts til sín,“ sagði Roberts og
var þessum orðum hans bæði út-
varpað og sjónvarpað vítt og breitt
um landið. Sagði hann áheyrendum
og áhorfendum frá samræðum
sínum við almættið, en að sögn
samstarfsmanna hans er ekkert
verið að skera utan af hlutunum
þegar þeir félagamir ræðast við.
Peninga
eða lífið
Roberts bað alla,
sem á hann hlýddu,
að senda sér 100
dollara. „Með því
erað þið að stofna
reikning hjá guði,“
sagði hann. „Ég
þarf að fá peninga
fljótt, núna strax.
Viljið þið taka þátt
í að bjarga mér?“
Til að alvara málsins
kæmist betur til skila var sýnd sjón-
varpsmynd af prédikaranum með
Richard, syni sínum, einkaerfingja
að fyrirtækinu í Tulsa í Oklahoma
og lúxusvillum í Palm Springs og
í Beverly Hills.
„Ég er ekki undir það búinn að
þú farir til himna,“ segir Richard
við föður sinn, ofur hversdagslegan
mann með gleraugu. „Ég er ekki
undir það búinn af taka þessa
þungu byrði á mínar herðar."
Roberts eldri maldar dálítið í
móinn, segist sjálfur vera tilbúinn
til himnafararinnar nema fyrir það,
að hann eigi svo mörgu ólokið „áð-
ur en ég geng inn um Gullna hliðið“.
Þessi orðaskipti þeirra feðganna
vora sýnd í sjónvarpinu 4. janúar
sl., en þegar þetta er ritað hafa
honum áskotnast 1,6 milljónir doll-
ara í reiðufé og áheitin berast í
stríðum straumum.
Bandaríkjamenn era ýmsu vanir
þegar fjársafnarar era annars vegar
og láta sér ekki bregða þótt guðs-
mennimir, þeir sem boða annað:
hvort himnarríki eð helvíti, taki
stórt upp í sig. Þó bregður svo við
að þessu sinni, að margt trúað fólk
er sammála efasemdarmönnunum
um, að þama hafi Roberts gengið
einum of langt og ekki víst að hann
hafi tekið orðin beint úr munni
guðs.
Roberts hefur verið í þessum
bransa frá árinu 1947 og hefur
löngum verið manna duglegastur
við að koma heim og saman helvítis-
kenningunni og vaxandi efnalegri
velgengni áhangenda sinna, sem
koma annars flestir úr fátækari og
óupplýstari stéttum þjóðfélagsins.
Þegar læknamiðstöðin Trúarborgin
var opnuð árið 1981 fékk Roberts
heillaóskaskeyti frá Reagan for-
seta, sem er að vfsu ekki í söfnuðin-
um en lætur sér þó annt um
guðsmenn af þessari gráðu.
- MICHAEL WHITE
Yalkyrjur
með riffil
hætt vopnaðri baráttu, því við eram
þegar komin langleiðina," segir Ka
Rosenda, 29 ára gamall skæraliða-
leiðtogi. Hún hefur starfað með
samtökunum í 10 ár.
Hún stjórnar flokki um það bil 100
kvenna í Quezon-héraði og segir með
þýðri röddu: „Þetta hefur verið mitt
líf og ég finn til öryggiskenndar í
starfí mínu með hreyfíngunni. Ég
þekki ekki annars konar líf.“
Ka Rosenda hafði hríðskotariffíl
um öxl, en hélt á fimm mánaða göml-
um syni sínum. „Ég hef aldrei skilið
hann við mig frá því að hann fæd-
dist, en nú má hann ekki vera svona
háður mér lengur,“ segir hún.
Vic-Vic Justiniani og Ka Rosenda
vora í hópi nokkurra tuga kvenna
undir vopnum sem nýlega ræddu við
fréttamenn, einkum konur, sem boð-
aðar höfðu verið til fyrsta blaða-
mannafundar Makibaka. Hann var
haldinn á svæði, sem skæraliðar
hafa á valdi sínu í Quezon, um 160
kílómetra suðaustur af Manila. Kon-
urnar stæra sig af því að hafa á
valdi sínu mörg hérað á eyjunum.
„Velkomnar í land byltingarinn-
ar,“ sagð skæraliði og heilsaði
blaðamönnunum sem höfðu hossazt
eftir holóttum vegum í nærfellt sex
klukkustundir og síðan öslað yfir
mýrar og torfærar í þijá tíma.
Byssurnar hafa nú þagað, því nú
er í gildi 60 daga vopnahlé milli
stjórnarinnar og kommúnistasam-
takanna. Það rennur út um þessa
helgi.
Ka Rosenda segir: „Þó að nú sé
vopnahlé við lýði er ekki ólíklegt að
við grípum til vopna á nýjan leik og
mig granar að bardagarnir verði
ennþá harðari þegar að því kemur.“
- ROSARIO LIQUICIA