Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 6

Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 6
(F m MORGyNBUÖIP, ^UNNUDAGUR 8. REIJRÚAR TE i—■—I RRY WAITE Hussein Mousawi, einn af leidtogum Amal-hreyfing- Waite og gíslarnir Jacobsen, Jenco og Weir, sem hann átti þátt að fá lausa. arinnar, sem bar til baka að Waite væri í gíslingu í Bekaa-dalnum. ERHDASTA ÞREKRAUNIN kirkjunnar. Eftir störf í þágu henn- ar á Englandi var hann sendur til Afríku 1968 og varð ráðgjafí erki- biskupsins_ í Uganda, Ruanda og Burundi. í Uganda voru hann og Frances kona, sem var bamshaf- andi, hætt komin þegar Idi Amin rak fólk af asískum uppmna úr landi. Á ámnum 1969 til 1971 sam- ræmdi hann hjálparstarf í Suður- Súdan, en síðan vann hann á vegum kaþólsku kirkjunnar 1972-1980 og var til ráðuneytis um trúboðsstörf og þróunarhjálp í Afríku. í september 1980 fól dr. Runeie erkibiskup Waite að annast sam- skipti við anglíkanskar kirkjur erlendis oe skipuleggja utanlands- ferðir embættisins. Hann var fyrsti leikmaðurinn sem hafði gegnt því embætti og notaði það til að gera sig að alþjóðlegum sendimanni. Hann kom fyrst fram i því hlut- verki 1981, þegar hann fór til Irans til viðræðna við Khomeini trúarleið- toga og til Líbýu til að ræða við Gaddafy ofursta. Árangurinn varð sá að sjö brezkir gíslar vom leystir úr haldi, þrír í íran og ijórir í Líbýu. Seinna átti hann mikinn þátt í frels- un þriggja bandarískra gísla í Líbanon, séra Benjamins Weir í september 1985, séra Lawrence M. Jenco í september 1986 og David Jacobsens í nóvember sl., og tveggja Frakka, Marcel Coudari og Camille Sontag. Waite hefur þótt traustvekjandi og hreinskiptinn. Hann þáði oft far með North ofursta í þyrlu í Líbanon og ýmsir töldu að samband hans við ofurstann gæti komið óorði á hann þegar vopnasölumálið kom upp. Um leynisamningana við írana sagði Waite að þeir hefðu „vakið efasemdir um hlutleysi mitt og mundu stofna lífí gíslanna og e.t.v. lífí mínu í hættu." Gmnsemdimar í hans garð minnkuðu vegna þess trausts, sem hann naut, en sá gmn- ur hvarf ekki með öllu að hann hefði óafvitandi verið notaður sem verkfæri og ýmsir hafa efaszt um að frelsun síðustu gíslanna hafi verið honum einum að þakka. Eftir hvarf hans sagði PLO-leiðtoginn Salah Khalaf að hann hefði greitt tvær millj. punda í lausnargjald fyrir Jacobsen úr sérstökum sjóði, sem bandarísk fyrirtæki (en ekki Bandaríkjastjóm), hefðu lagt fé í. Þó heftir almennt verið talið að Waite hafí alltaf starfað sjálfstætt og það hafí verið skýringin á vel- gengni hans. Hann hefur fengið fjárhagsstuðning frá ensku kirkj- unni og bandarískum trúarhópum, en neitar því að hafa staðið í tengsl- um við ríkisstjómir, þótt hann hafí alltaf verið fús til viðræðna við brezka og bandaríska embættis- menn. Brezka stjómin hefur oft tekið fram að ferðir hans til Beirút séu óopinebrar og hann geti ekki vænzt hjálpar, ef hann lendi í vand- ræðum. „Með byssuna í bakið“ Margt er á huldu um samninga- starf Waites, t.d. hverja hann hittir og hvaða tromp hann noti. Árangur hans til þessa er ekki sízt talinn stafa af þolinmæðihans, skilningi og góðri kímnigáfu. Hugrekki hans og þrautseigja hafa vakið aðdáun, en þótt hann hafí oft komizt í hann krappan hefur hann verið varkár og m.a. gengið í skotheldu vesti. Nýlega lýsti hann fundum sínum og skæruliða í Líbanon á þá leið að fyrst kæmi hann einn í yfírgefna byggingu, venjulega um nótt, og þaðan væri hann fluttur með bund- ið fyrir augu á annan stað, þar sem byssu væri þrýst í bak honum með- an samningaviðræður færu fram. Til þess að ná árangri í samning- um sem þessum segir Waite að hitta verði rétta aðila, koma á persónu- legu sambandi við mótaðilann, hlusta á rök hans, sýna þolinmæði og beita heilbrigðri skynsemi. „Ég er ekki samþykkur gíslatökum og hryðjuverkum, en það á sér sína skýringu að fólk lætur svona og ég held að við verðum að skilja það,“ segir hann. Waite býr með konu sinni, þrem- ur dætrum og einkasyni í viktorí- önsku húsi í virðulegu hverfí í Suðaustur-Lundúnum, þar sem hann tekur þátt í starfí umhverfis- vemdarsamtaka og félags örv- hentra. Hann er enginn „menning- arviti" og hefur dálæti á fomum helgisiðum. Ágreiningur um kenni- setningar veldur honum ekki áhyggjum og hann er ósammála mörgum forystumönnum ensku kirkjunnar, en vegna reynslu sinnar er hann talinn víðsýnni en þeir. Hann er ekki gefínn fyrir að aug- lýsa sig, en á gott samstarf við blaðamenn og þeir bera honum vel söguna. Talið er að áhugi Waites á hættu- legum sendiferðum stafí af gamal- dags hugmyndum um þjónustu við aðra og nautn af því að sigrast á ótta. Þó hefur hvarflað að honum að hætta vegna þeirrar hættu og þess álags, sem starfí hans fylgja. „“Samningar um gísla era ekki starf, sem hægt er að gegna ævi- langt," sagði hann nýlega. „Þrýst- ingurinn er svo mikill að ekki er hægt að þola hann í 20 ár. Ég mun halda áfram að starfa á sviði al- þjóðamála, en hvort það verður frá bækistöð erkibiskupsins af Kant- araborg er önnur saga,“ sagði hann. „Ég verð að fara“ Tvennt réð einkum úrslitum um að Waite ákvað að fara í fímmta sinn til Líbanons 12, janúar sl. til að fá fleiri gísla leysta úr haldi, þrátt fyrir viðvaranir um aukna áhættu. Milligöngumaður bar hon- um þau skilaboð frá samtökunum „Heilagt stríð" að hann skyldi koma og hitta bandarísku gíslana Terry Anderson, fréttamann AP, og Thomas Sutherland, deildarforseta við bandaríska háskólann í Beirút. Jafnframt átti hann fund með Drúsa-leiðtoganum Walid Jumblatt, leiðtoga Framfarasinnaða sósíal- istaflokksins, þegar hann kom til Lundúna í janúarbyijun frá Wash- ington, þar sem sonur hans er undir læknishendi. í fyrstu var Jumblatt tregur til Gíslarnir Terry Anderson og Tom Sutherland, sem Waite reyndi að fá lausa. Franskur öryggisvörður ásamt frönskum borgurum sem flúðu frá Vestur-Beirút til austurhluta borgarinnar eftir síðustu mannr- ánin. að verða við bón Waites um vemd og benti á að ekki yrði hægt að ábyrgjast öryggi hans, ef hann færi út af áhrifasvæði Drúsa, en Waite svaraði: „Starf mitt er fullt af ævintýram. Ég verð að fara." Að lokum fullvissaði Jumblatt Waite um vemd Framfarasinnaða sósíalistaflokksins. Þá vemd átti hann að hljóta samkvæmt islömsk- um siðvenjum, þar sem hann væri gestur og milligöngumaður, en ræningjar hans höfnuðu þeirri rök- semd, þar sem hann væri sendimað- ur Bandaríkjamanna og ekki hlutlaus milligöngumaður. Helzta ástæðan til þess að Waite var tekinn í gíslingu mun hafa ve- rið sú að honum tókst ekki að fá lausa 17 heittrúaða Sjíta, sem voru handteknir í Kuwait fyrir sprengju- árásir á sendiráð Bandaríkjanna og Frakklands í desember 1983. Líbanska tímaritið „Ash-Shiraa“ sagði að erfíðleikar hans stöfuðu af því að hann hefði komið “tóm- hentur" til Líbanons og hélt því fram þegar bandarísk herskip höfðu verið send til Austur-Miðjarðarhafs og Persaflóa að hann yrði hafður lengi í haldi til að koma í veg fyrir bandaríska hemaðaríhlutun. Vopnasölumálið spillti greinilega líka fyrir Waite. Áður en hann hvarf sagði hann blaðamönnum að um- Jjöllunin um skipti á hergögnum og gíslum og þátt hans í þeim viðskipt- um hefði engin áhrif á samband

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.