Morgunblaðið - 08.02.1987, Qupperneq 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
„Hann cr hmeaJur j\ð ab tijúga,— svo 000,1
t .u-ib rrícr froo <r ouLa cf hann mioitl a>
flu^velinni
. . . e/ns og laufblað í vindi.
TM Rag. U.S. Pat Olt.-aD rigtit; raservn)
e 1966 Lca Angales Tirws Syndicate -
ást er...
^ im
Skiptir ekki máli þó við-
gerðin hafi dregist á
langinn. Ég sendi þér bara
reikning fyrir ferðakostn-
aði biðtíma og
vinnutapi___QL
HÖGNIHREKKVÍSI
„ HCM > A JikA&I /AATJRIN/N yeu,
Ng,\A EFriklkéTrJRIWN."
Söfnun Móður Teresu
Vegna fyrirspumar í dálkum
Velvakanda 28. janúar, um hvar
tekið sé á móti gjöfum til Móður
Teresu, skal þetta tekið fram:
Eins og Móðir Teresa sagði í sjón-
varpsmyndinni um hana og störf
hennar og systranna, bannar hún
aila ijáröflun í þágu starfs síns en
tekur þakksamlega á móti öllum
gjöfum og áheitum sem menn láta
af hendi rakna af frjálsum vilja.
Og hún hvetur menn til að gefa
bágstöddum, gefa þangað til það
verður tilfinnanlegt fyrir gefand-
ann.
Hér á landi er opinn gfiróreikn-
ingur nr. 23900-3, undir heitinu
„Söfnun Móður Teresu". Að stofn-
un hans stóðu samtökin „Félag
kaþólskra leikmanna“ og „Vinir
Indlands". Inn á þennan reikning
berast stöðugt gjafír og áheit,
víðsvegar að af landinu. Ennfremur
berast slík framlög til formanns
„Samverkamanna Móður Teresu",
Torfa Ólafssonar, pósthólf 747, 121
Reykjavík. Öllum þessum gjöfum
er safnað inn á bankareikning und-
Hver er með
myndirnar?
Ég er búin að reyna að hafa upp
á „slides“-myndum úr hestaferð
síðan í ágúst síðastliðnum, en í
desember var Velvakandi mér
hjálplegur og auglýsti vanda minn.
Þá hafði kvenmaður samband við
Leif í Myndiðn og hann lét mig vita
að myndunum yrði skilað til hans
eftir um það bil tvo daga, en nú
eru að verða tveir mánuðir síðan,
svo ef konan les þennan pistil og
kannast við að vera með myndimar
frá hópferð hestafólks, í öllum bæn-
um hafðu samband við Leif í
Myndiðn aftur eða Sigríði í síma
50005, og myndi ég sækja myndirn-
ar hvert á land sem er ef með þyrfti.
Ein í öngum sínum.
ir nafni Móður Teresu og þegar
veruleg upphæð er komin inn á
hann er hún yfírfærð í erlendan
gjaldeyri og send Kærleiksboð-
berum (Missionaries of Charity) í
Róm, sem síðar miðla peningunum
þangað sem þörfín er mest hverju
sinni. Þó var sú undantekning gerð
nú eftir sl. áramót, með samþykki
yfírmanna okkar í samtökunum, að
peningar voru sendir til Samverka-
mannanna í Danmörku, til þess að
hjálpa þeim að borga fyrir sendingu
af mjólkurdufti til sveltandi barna
í Indlandi, þar sem dönsku Sam-
verkamennimir höfðu ekki nægi-
legt fé í bili til þess að greiða fyrir
það sem þurfti.
Engin framlög til Móður Teresu
má nota til annars en beinnar hjálp-
ar og kostnaðar við slíkar sending-
ar. Engum er greitt neitt fyrir
aðstoð eða störf í þágu þessarar
hjálparstarfsemi.
Á sex ára fresti er haldinn leið-
togafundur Samverkamannanna og
þá er ætlast til að forystumenn í
hveiju landi sæki hann. Þátttakend-
ur verða að greiða allan fararkostn-
að sinn vegna þess fundar úr eigin
vasa, svo og dvalarkostnað, en
Samverkamenn á fundarstaðnum
reyna að sjá þeim fyrir ódýrri gist-
ingu. Engan eyri af söfnunarfénu
má nota til slíks. Gjafír til Móður
Teresu fara því með öllu óskertar
til hjálparstarfsins.
Varað hefur verið við þvi að
senda peninga í bréfum beint til
Móður Teresu vegna þess að fyrir
nokkru komst upp um stórfelldan
þjófnað slíkra bréfa í pósthúsum í
Indlandi. Slíkt hefur aldrei komið
fyrir á Vesturlöndum og þar sem
því fé, sem sent er til Rómar er
miðlað til ákveðinna staða með
greiðslum á milli banka, er ekki
hætta á að það misfarist.
Samanlagðar gjafír og áheit sem
Samverkamönnum Móður Teresu
hér bárust á síðastliðnu ári, að við-
bættri irinistæðu á reikningnum frá
fyrra ári, námu kr. 199.000. Af því
voru 122.260 (£2.000) send til
Rómar en kr. 76.005 til mjólkur-
duftskaupanna í Danmörku (dkr.
13.000). Það eru samtals kr.
198.265. Upplýsingar um gjafír ein-
stakra gefenda megum við ekki
veita.
Við munum halda áfram á sömu
braut og fyrr, taka fyrir hönd Móð-
ur Teresu við því sem gefíð er og
senda það áfram til Rómar, til miðl-
unar þangað sem þörfín er mest.
F.h. Samverkamanna Móður Ter-
esu,
Torfi Ólafsson
P.S. Um heitið á reglu Móður Ter-
esu á íslensku er það að segja að
til þessa hefur hún verið kölluð
„Kærleikstrúboðamir" (Missionari-
es of Charity) en réttari þýðing
væri ef til vill „Kærleiksboðberam-
ir“, þar sem systumar vinna ekki
að beinu trúboði. Heitið „Líknar-
systur", sem notað var í textum
sjónvarpsmjmdarinnar, væri ágætt
og vel viðeigandi, en vandinn er
bara sá að til er önnur regla með
áþekku heiti: „Sisters of Mercy“
(vom um tíma í St. Jósefsspítala í
Hafnarfírði).
Nýr símatími
Velvakanda
kl. 13-14.00
Frá og með mánudeginum 9.
febrúar tekur gildi nýr
símatími hjá Velvakanda.
Hanu mun nú svara í símann
klukkann 13-14.00.
Víkverji skrifar
Víkveiji þurfti út á Reykjavíkur-
flugvöll fyrir skemmstu við
annan mann að taka á móti kunn-
ingja, og með því að það tognaði
úr biðinni eins og gengur endaði
eirðarleysisrápið með atlögu að
veitingakróknum. Kom þá á daginn
að tveir bollar af maskínukaffi kost-
uðu samtals 120 krónur eða með
öðmm orðum ríflega kaffípakka-
verð.
Þetta er óneitanlega dýr sopi í
ekki vistlegri húsakynnum. Að auki
er þetta sjálfsafgreiðsla þama, svo
að eina „þjónustan" sem kaffigest-
imir fá felst í því að starfsmaðurinn
— sem í fyrrgreindu tilviki var raun-
ar ekki viðlátinn strax — potar fram
lúkunni og heldur henni opinni á
meðan gestir tína gjaldið í lófa hans.
XXX
Annars er gaman að líta þama
inn og fylgjast með mannlíf-
inu. Maður er eins og staddur á
krossgötum þar sem allar gerðir
af landanum renna framhjá og
slangur af útlendingum einatt í
kaupbæti. Reifaböm brosa upp á
menn úr burðarrúmum og nær-
gætnar ungar hendur lóðsa
hvíthærðar langömmur til sætis
sem hér í fymdinni fannst það
meiriháttar ævintýri ad ferðast upp-
að Kolviðarhóli.
Útlendingamir þekkjast oftast
frá þeim innfæddu hvemig sem á
því stendur. Það er auðvitað all-
langt síðan þeir hættu að skera sig
úr í klæðaburði; þeir dagar em til
allrar guðslukku á bak og burt þeg-
ar sjá mátti á augabragði hvort
manneskjan sem stóð fyrir framan
Reykjavíkurapótek og góndi út í
loftið var annaðhvort útlendingur
eða að minnstakosti „sigldur" Is-
lendingur.
En það er allt um það eitthvað
við útlendinginn sem segir til hans
innan um landann. Augun eins og
spyijandi? Einhverskonar sambland
af kvíða og eftirvæntingu? Vísast
emm við svona sjálf á svipinn á
erlendri gmnd.
XXX
Breski gagnrýnandinn Michael
Billington sem skrifar í Guar-
dian og brá sér á leiklistarhátíð í
Varsjá á dögunum, segir í umfjöllun
um það sem þar var á boðstólum,
að viðbrögð áhorfenda hljóti á
stundum að hafa verið pólskum
stjómvöldum lítið fagnaðarefni.
Dæmi: Áhorfendur svömðu með
dynjandi lófataki þegar ein persón-
an í leikriti eftir sjálfan kommadýrl-
inginn Gorky, sem leikflokkur frá
Moskvu færði upp, lýsti yfír: „Þeg-
ar vinnan veitir gleði er lífið fagurt,
þegar hún er kvöð er það ömurlegt."
Og þegar önnur persóna í sama
verki stóð uppi í hárinu á lögregl-
unni, ætlaði fagnaðarlátunum í
salnum aldrei að linna.
XXX
Ansi er það nú bágborin þjón-
usta hjá tannlæknum og
harðneskjuleg raunar — jafnkvala-
fullur sjúkdómur og tannpínan
getur verið, eins og þeir eiga enda
að vita manna best — að þeir skuli
samt ekki rausnast til þess að
standa neyðarvakt um helgar utan
einn einasta klukkutíma árdegis á
laugardögum og annan klukkutíma
fyrir hádegi á sunnudögum. Þetta
á að duga í þéttbýli sem telur yfír
hundrað þúsund sálir og það þó að
tannlæknamir á þessu svæði séu
vel yfír hundrað talsins ef marka
má símaskrána.
Þeir þyrftu með öðmm orðum
að fórna einni helgi svo sem annað-
hvort ár til þess að líkna samborg-
umm sínum í alvöm, hvað sýnist
nú engin ofrausn satt að segja.