Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 12

Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 Guðmundur Sigvaldason og Jón Hermannsson: Eldvirkni og jarðhræringar um heim allan Ríflegasti styrkur Kvikmynda- sjóðs til gerðar heimildamynd- ar rennur að þessu sinni til Jóns Hermannssonar, kvik- myndagerðamanns og Guð- mundar Sigvaldasonar, forstöðumanns Norrænu Eld- fjallastöðvarinnar, en þeir hlutu 5 milljónir króna til verk- efnis sem þeir nefna „Hin rámu regindjúp“. Er um að ræða mjög viðamikið heimildarverk- efni i sex þáttum um eldvirkni og jarðskjálfta. Hugmyndir um að koma vísind- um okkar varðandi eldvirkni og jarðskjálfta á framfæri segist Guðmundur lengi hafa haft, þó ekki sé nema um ár síðan hug- myndin að þessu tiltekna verkefni kviknaði í flugvél á milli London og íslands, er hann var á leið heim frá slysstaðnum Armero í Colombíu eftir að hafa unnið þar á vegum Unesco og hitti Jón Hermannsson á flugvellinum. Flugferðin dugði svo tii að ýta hugmyndum um „Hin rámu regin- djúp“ af stað og á kannski vel við að slíkt hafi hafist í loftum uppi, því að þeir félagar eiga fyrir hönd- um margar flugferðir á næstu tveimur árum vegna verkefnisins. „Við vinnum þættina hér á íslandi, líklega að einum þriðja hluta og svo á helstu eldvirkni- stöðum um heim allan," segir Guðmundur og lýsir þáttunum svo í grófum dráttum: „Þeir verða sex talsins. í þeim fyrsta verður reynt að útskýra ytri og innri krafta jarðar og átök þeirra í milli. í öðrum þætti verður svo farið í landrekskenniguna og hún út- skýrð og í þriðja þætti verður landrekskenningin aftur notuð til að útskýra jarðskjáifta, það hvaða möguleikar eru fyrir hendi um að segja til um þá og tekin dæmi um hvemig slíkt hefur tekist til. Fjórði þáttur fjallar svo um eld- fjöll og þar er landrekskenningin notuð á nýjan leik til að útskýra muninn á sprengivirkni, eins og t.d. í Mount St. Helen eða hraun- rennslisgosi, eins og t.d. í Kröflu. í því tilliti er farið vítt og breytt um jarðarkringluna til að sækja dæmi í þá veru, sem og dæmi um þá ógn sem stafar af hinum ýmsu gerðum eldgosa og eldvirkni á þéttbýlum svæðum. Því koma samskipti manns og eldijalls mjög inn í söguna, eins og t.d. varð- andi það sem gerðist í Armero í Colombíu. Nú fímmti þáttur er um þá hlið mála hvemig menn bera sig að við að segja fyrir um eldgos og með hvaða árangri það hefur ve- rið gert og sjötti og síðasti þátturinn er alfarið dæmisögur frá hinum ýmsu ólíku stöðum og eldgosum og þar kemur hinn mannlegi þáttur mikið við sögu,“ segdr Guðmundur og er ljóst að vinnan við undirbúning, handrita- skrif og gagnasöfnun er ekki nema brot af heildarvinnunni allri. Guðmundur segir þá félaga koma til með að þurfa að nota nokkuð af áður teknu efni, en í því sambandi séu þeir með góð sambönd við eldfjallastöðvar um heim allan. Kvikmyndatökur hefrj- ast í sumar og verður fimm manna hópur sem vinnur að þeim, en stefnt er að ljúka í ár tökum á íslandi og í Ameríku. „Það er til töluvert af efni um eldfjöll, en mjög lítið um jarð- skjálfta á hinn bóginn og að mér vitanlega hefur aldrei verið tekið á þessum efnum með þeim hætti sem gert verður í þáttunum," seg- ir Guðmundur, en þessi þáttaröð verður gerð fyrir alþjóðalegan markað. - VE Félagsfundur Varðar Stjórn Vardar NÁMSKEIÐ í SJÁLFSSTYRKINGU FYRIR KONUR (assertiveness training) í samskiptum manna á milli kemur óhjákvæmilega til vandamála og togstreitu. í slíkum tilvikum er aukið sjálfstraust, sjálfsvitund og þekking hverjum manni styrkur á sama hátt og það er undirstaða ánægjulegra samskipta. Námskeiðið er sniðið að bandarískri fyrirmynd og lögð áhersla á að gera þátt- takendum grein fyrir hvaða rétt þeir og aðrir eiga í mannlegum samskiptum og hvernig þeir geta komið fram málum sínurn af festu og kurteisi án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum athugasemdum. Ennfremur að læra að líða vel með sjálfum sér og hafa hemil á kvíða, sektarkennd og reiði með vöðvaslökun og breyttum hugsunarhætti. Upplýsingar í síma 612224 sunnudag og mánudag og í síma 12303 aóra daga. Athugiö aö fjöldi þátttakenda er takmarkaóur. ^NNk NJMDIMKRSDÓTTIR sálfræðingur Bræðraborgarstíg 7 Landsmálafélagið Vörður heldur al- mennan félagsfund þriðjudaginn 10. febrúar nk. kl. 20.30 í Sjálfstæð- ishúsinu Valhöll. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 2. Ræða Friðriks Sophus sonar varaformanns Sjálfstæðisflokksins um stjómmálaviðhorfið. 3. Önnur mál. Friðrik Sophusson NU erum vid líka á íslandi VIÐ ERUM TOBI INTERNATIONAL — HÖNNUÐIR, — RÁÐGJAFAR OG FRAMLEIÐENDUR INNRÉTTINGA ( VERSLANIR — EINNIG SJÁUM VIÐ UM UPPSETTNINGAR. VIÐ HÖFUM MEÐAL ANNARS SÉÐ UM INNRÉTTINGAR í STÓRMARKAÐI OG VÖRUHÚS ÁSAMT FJÖLDA SÉRVERSLANA Á NORÐURLÖNDUM, ÞÝSKALANDI OG MIÐ-AUSTURLÖNDUM. VIÐ ERUM LYKILLINN AÐ BETRI OG HAGKVÆMARI VERSLUN Óskir þú eftir nánari upplýsingum, hafðu þá samband við Gunnlaug Daníelsson hjá umboði okkar á íslandi, í síma 91-24000 LYFJA OG UMBOÐADEILD O. jofmsom & ~ Koober ht

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.