Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 22
B T8ci aAuaaa'í .8 HUOAannKUg .ai«A>iauuo.HOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 Súpukeppni HUGLI Asíðasta ári var haldin sérstök súpukeppni í Broadway á veg- um fyrritækisins Daníels Ólafsson- ar og co og svissneska fyrirtækisins Húgli. Þar kepptu alls 29 mat- reiðslumenn um það hver hefði bestu súpuuppskriftina í fórum sínum og skyldi vinningshafínn sæmdur gullhúfu, auk ferðar til Sviss. í dómnefndinni voru fímm manns, þeir séra Halldór S. Grönd- Helgi Pétursson sá um að allt gengi snurðulaust fyrir sig og hér ræðir hann við yngsta keppandann, Friðfinn L. Hilmarsson. Hér má sjá þann fjölda matreiðslumanna, sem tók þátt í sýningunni. fær viðurkenningu Fyrir skömmu var Dolly Parton afhent svokallaður „Pan American World Pass“, sem er e.k. „heimspassi" félagsins og er ætlaður þeim sem ferðast mjög mikið með félaginu. Það var Thor Johnson, sem er nýlega orðinn svæðisstjóri Pan American í New York, sem afhenti Dolly passann. Thor er af íslenskum ættum og er sonur hjónanna Margrétar og Péturs Johnson, sem búsett eru skammt utan við Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þessi mynd var tekin eftir verðlaunaafhendinguna. Frá vinstri: Einar Kristinsson, framkvæmdastjóri Daníels Ólafssonar og co., Ólöf Ottósdóttir, kona hans, Max Luethi, Vignir Kristjánsson, Eiríkur Frið- riksson með gullhúfuna á höfði, Úlfar Eysteinsson, Hörður Gunnarsson, Krislján Sæmundsson, Hilmar B. Jónsson og séra Halldór S. Gröndal. Á sviðinu kepptu alls sjö matreiðslumenn í einu. al, Hilmar B. Jónsson, matreiðslu- meistari, Hörður Gunnarsson, yfírþjónn, Kristján Sæmundsson, matreiðslumeistari, og Max Luethi, matreiðslumeistari og fulltrúi Húgli. Keppnisreglur voru einfaldar; einungis þurfti að hafa próf í mat- reiðslu, nota einhverskonar súpu- kraft frá Húgli, laga átti 2 1 af súpunni, sem skyldi bera íslenskt nafn og ekki taka meira en 25 í lögun. Fjórir hlutir réðu einkunnar- gjöf: nafn, áferð, útlit og bragð. Einn keppandi var þó „réttinda- laus“, en hann hafði unnið sams- konar keppni innan Hótel- og veitingaskólans. Er skemmst frá því að segja að að Eiríkur Friðriksson í Eika-grilli vann keppnina með „Sjávarrétta- fangara" sínum. I öðru sæti varð Vignir Kristjánsson, en Úlfar Ey- steinsson var í þriðja sæti. Hér á eftir fylgir uppskrift Eiríks. Að lata skerða hár höfði sér................... Bandaríska stórhljómsveitin Van Halen hefur nýlega lok- ið vel heppnuðu tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin. Enn er ekki búið að gera upp alla reikninga, en talið er víst að þeir hafí sett nýtt tekjumet í þessari ferð sinni. Svona tónleikaferðalög geta tekið á eins og sjá má á með- Hijómsveitin Van Halen: Alex Van Halen, Sammy Hagar, Eddie Van Halen og Michaeí Anthony. fylgjandi mynd. Þeir bræður Alex og Eddie Van Halen hafa nefni- lega heldur betur farið til rakar- ans. Báðir voru þeir með býsna myndarlegan makka þegar þeir lögðu upp í ferðina, en nú er öld- in önnur. Alex hefur einfaldlega látið taka af sér hárið og veit enginn hvert það var látið. Ed- ward bróðir hans hefur kunnað sér meira hóf, en þó er eins og hann hafi skráð sig í landgöngu- liðið. Hvað um það, myndin segir meira en þúsund orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.