Morgunblaðið - 08.02.1987, Síða 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
LK I EIUI rvrMYNDANNA
Regnboginn
Dönsk ævintýramynd
og Mánudagsmyndir
Regnboginn frumsýnir
innan skamms dönsku æv-
intýramyndina „Hodja og
töfrateppiö", sem í kynn-
ingu segir að sé einskonar
sambland af Stjörnustríði
og 1001 nótt. Leikstjóri er
Brita Wielopolska en hand-
ritið er eftir Mogens Kloeve-
dal. Sebastian sér um
tónlistina.
Myndin er um Hodja,
strákinn sem langar til að
sjá allan heiminn, og baráttu
hans við hin illu öfl. Hún
segir frá hinum gamla og
vitra „El Faza“, sem ræður
yfir töfrateppinu, og hinum
gráðuga „Soldán", sem vill
geta flogið á teppinu svo
hann fái stjórnað öllum
heiminum. Fylgdarmaður
hans er „Rottan."
„El Faza“ veit að hann á
stutt eftir ólifað og er á hött-
unum eftir verðugum eftir-
manni sínum. Drengurinn
Hodja er opinskár, hug-
myndaríkur og hefur þá
löngun, sem „El Faza“ vill
að búi í arftakanum. Vin-
kona „Hodja“ er „Emerald"
og saman berjast þau á
móti „Soldáninum" og
mönnum hans.
Adjani
Mestur partur myndar-
innar var tekinn í Tyrklandi
en með aðalhlutverk í henni
fara David Bertelsen, Zuhal
Özdemir, Astrid Henning-
Jensen, Lars Junggreen og
Holger Bolánd.
Næsta Mánudagsmynd
Regnbogans verður franska
myndin Augað með þeim
Danska ævintýramyndin
Hodja og töfrateppið.
Isabelle Adjani og Michel
Serrault í aðalhlutverkum en
leikstjóri er Claude Miller.
Af öðrum Mánudags-
myndum, sem væntanlegar
eru, má nefna Til hamingju
með ástina eftir Maurice
Pialat (Police) og myndina
Tartuffe eftir leikriti Moliere,
sem franska stórstjarnan
Gérard Depardieu leikstýrir
og leikur titilhlutverkið í.
Þetta er frumraun Depardi-
eu á leikstjórnarsviðinu en
eiginkona hans, Elisabeth,
leikur konu Orgons og er
það frumraun hennar í leik-
listinni.
i
h
I
f
í
f
i
í
I
f
t
i
f
WOODY ALLEN
og minningarnar
Nýjasta myndin hans fær góða dóma vestra
Áður en sjónvarpið varð
til og myndböndin sá út-
varpið eitt um að skemmta
fólki heimafyrir og um það
fjallar nýjasta Woody Al-
len-myndin, Útvarpsdagar
(Radio Days), sem frum-
sýnd var fyrir rúmlega viku
úti í Bandaríkjunum. Hún
gerist á fjórða og fimmta
áratugnum og með hlut-
verk í henni fara Mia
Farrow, Tony Roberts,
Dianne Wiest og Danny
Aiello ásamt fjölda ann-
arra.
„Þetta var sérlega ró-
mantískur tími í Banda-
ríkjunum," segir Woody
Allen í blaðaviðtali. „Hug-
rakkir, ungir menn kvöddu
elskurnar sínar og héldu í
stríðið og það var gríðar-
lega mikið sungið um það.
Þetta var einfaldari tími
og tónlistin sem maður
heyrði þá í útvarpinu var
ekki hávært, tryllingslegt
rokk. Hún var mjög indæl.
Maður kveikti á útvarpinu
og heyrði í Benny Good-
man og Glenn Miller.
Einhver annar talar
sjálfsagt svona vel um
sjötta og sjöunda áratug-
inn,“ heldur Allen áfram,
„en fyrir mig var þetta
dásamlegur tími. Ættjarð-
arást var ríkur þáttur í fari
manna og Ameríkanar
stóðu saman eins og þeir
Mia Farrow, Tony Roberts,
Dianne Wiest og Danny Aiello
leika i nýjustu mynd Ailens.
hafa aldrei gert síðan. Við
höfðum ekkert sjónvarp.
Alþýðumenningin í þá
daga var kvikmyndir og
útvarp. Útvarpið átti sterk
ítök í fólki. Maður gat varla
beðið eftir því að fara á
fætur á morgnana og sitja
heima og hlusta á útvarpið
allan iiðlangan daginn.
Fjölskyldur söfnuðust
saman fyrir framan út-
varpið og hlustuðu á allar
dásamlegu sögurnar sem
sendar voru út. Og fólk fór
í kvikmyndahús sem
byggð voru eins og evróp-
skar óperuhallir. Þetta
voru heillandi tímar og
betri tímar."
Útvarpsdagar eru um
lítinn strák sem heitir Joe,
sem á fullorðinsárum lítur
til baka og minnist þess-
ara tíma þegar útvarpið
var upp á sitt besta en
Woody Allen talar sjálfur
inn á myndina og rekur
minningar hans. Joe er svo
niðursokkinn í töfraheim
útvarpsins að hann tekur
varla eftir kreppunni allt í
kringum hann. Hann hlust-
ar á „Morgunverð með
Irene og Roger", sem
umgangast frægðarfólkið
Woody Allen 13 ára með systur sinni Letty árið 1948. Allen við stjórnvölinn.
(og segja frá því daginn
eftir), og hann veit allt um
Sally White (Mia Farrow),
sem er helsti slúðurhöf-
undur útvarpsins. Hann
hefur líka sérlega gaman
af umræðum um stjörn-
urnar: „Hann er búktalari
í útvarpinu. Hvernig veistu
að hann hreyfir ekki varirn-
ar?"
Dianne Wiest leikur
ógifta frænku Joe, sem
heitir Bea og lifir alltaf í
voninni um að hún eigi
eftir að hitta þann rétta.
En hún hittir alltaf á þá
röngu, mestanpart af því
að þeir eru þeir einu sem
eru í umferð. T.d. hleypur
einn sérlega vænlegur
biðill frá henni eitt drunga-
legt kvöld þegar hann
heyrir í útvarpinu að Mars-
búar hafi lent í New
Jersey.
Allen segir um Útvarps-
daga: „Allt landið var
tengt saman með útvarp-
inu. Við upplifðum öll
sömu hetjurnar og grínar-
ana og söngvarana. Það
voru risar í skemmtana-
iðnaðinum. Þetta voru
einu sinni svo stór nöfn
en núna eru þau öll ger-
samlega horfin. Allar
þessar frábæru hetjur og
dularfullu persónur sem
við lifðum með þegar ég
gleymskunnar dá eða þær
lifa í minningum svo ör-
fárra. Það segir manni
nokkuð. Það tók þeim eng-
inn fram þegar ég var að
alast upp. Við höldum að
við séum svo fræg. Við
höldum að við séum svo
vinsæl á meðal almenn-
ings en eftir því sem tímar
líða gleymumst við líka.
Það kennir okkur að vera
lítillát."
Vincent Canby skrifar í
blaðið sitt, The New York
Times, um Woody Allen:
„Á þessari stundu veit ég
ekki um neinn kvikmynda-
gerðarmann af kynslóð
Allens, sem hægt er að
líkja honum við. Sem höf-
undur, leikstjóri og stjarn-
an í myndum sínum (meira
að segja þegar hann birt-
ist ekki í., þeim sjálfur)
vinnur hann meira eins og
rithöfundur, sem hefurtök
á að fylgja eftir sínum eig-
in ástríðum, fantasíum og
tilfinningamálum án þess
að þurfa að semja um það
við nefndir . . . Hvert
okkar á sér sína uppá-
halds Allen-mynd en að
taka eina fram yfir aðra
og segja hana „mikilvæg-
ari", „stærri", „smærri"
eða „minna í varið" er að
glata ánægjunni af heild-
arverkum hans sem nú eru
að fá á sig form. Útvarps-
dagar er ánæguleg við-
bót."
t