Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
+
v1
Vlð I
ORBRIGÐ Mi
I heetah-búðimar eru fátækra-
i hverfí í Mankhurd, rétt utan
vio Bombay á Indlandi. í þessu
hverfi búa um 80 þúsund manns í
hrörlegum kofaskriflum, sem hróf-
að hefur verið upp á mýrlendi.
Holræsi eru opin og þama geisar
malaría. Stundum verða þama flóð
þegar hásjávað er. 49% íbúanna eru
múhameðstrúar og 42% hindúatrú-
ar. Flestir vinna verkamannavinnu
við höfnina eða í byggingariðnaði.
Sumir annast þjónustustörf, far-
andsölu og þess háttar.
Þama er þröngt setinn bekkurinn
og allar aðstæður lítt heilsusamleg-
ar. Stigamir,
sem liggja
milli hú-
sanna, em
svo þröngir
að menn geta
varla mætzt
þar. íbúamir
em flestir
bláfátækir.
Mikið er um
glæpi, and-
rúmsloftið
þjakandi.
Um það bil
50 fjölskyld-
ur sameinast
um hvem vatnsgeymi, en hann er
oftast tómur fyrir utan tvær
klukkustundir að kvöldi og aðrar
tvær að morgni. Á salemum er
ekkert rennandi vatn.
Það er nauðsynlegt að ástunda
ítmstu nýtni og sparsemi. í meðal-
fjölskyldu em fímm til sex manns.
20 rúpíur á dag duga fyrir nauð-
þurftum. Þeir sem em fátækari
sleppa að jafnaði morgunmatnum,
en það er í flestum tilvikum þegar
fyrsta bamið fæðist og þörfín fyrir
næringu er sem mest. Þegar annað
bam fæðist, sleppa flestir foreldrar
miðdegisverðinum úr eða borða
minna við hveija máltíð en áður.
Enn herðist sultarólin þegar þriðja
bamið kemur í heiminn og margar
Víta-
hringur
hinna
allslausu
100 milljónir manna
eiga hvergi höfði
sínu að halla.
30 milljónir barna
liggja úti í borgun-
um.
50 þúsund börn lát-
ast daglega úr
sjúkdómum sem
rekja má til að-
búnaðarins í fá-
tækrahverfunum.
| VIÐSKIPT ALE YND AMÁL |
Töfralæknir
tekinn í
karphúsið
cÍp///>\
Töfralækni í Zimbabwe var
nýlega skipað að loka stofunni
og mæta fyrir aganefnd, sem skip-
uð var starfsbræðmm hans í
faginu. Að sögn fréttastofunnar í
Zimbabwe er töfralækninum gefíð
að sök að hafa selt leynilegar upp-
skriftir í hendur útlendra fyrir-
tækja.
Landssamband töfralækna, sem
nýtur opinberrar viðurkenningar
stjómvalda í Zimbabwe, hefur inn-
an sinna raða samtals 20.000
félagsmenn. Sagði einn þeirra,
Gordon Chavuduka prófessor, að
ákveðið hefði verið að grípa í taum-
ana gagnvart fyrmefíidum lækni
eftir að Robert Mugabe, forsætis-
ráðherra, hafði kvartað um „svik-
samleg vinnubrögð" hjá sumum
þeirra.
Chavunduka, sem er menntaður
í læknisfræðilegri félagsfræði og
kennir við háskóla Zimbabwe,
sagði á skyndifundi, sem boðað var
til vegna þessa máls, að lækninga-
stofu frú Barböm Sibanda hefði
verið lokað. Væri ástæðan sú, að
frúin og fyrirtæki hennar hefðu
selt leynilegar lyfjauppskriftir og
lækningaaðferðir til vísindamanna
víða um heim, allt frá nágranna-
ríkjunum Swazilandi og Nígeríu til
Bretlands, Suður-Afríku, Svíþjóðar
og Bandarílg'anna.
stórar Qolskyldur verða að láta sér
nægja eina máltíð á dag.
Stöðugt breikkar bilið milli ríkra
og fátækra borgarbúa. Böm
margra fátæklinga ganga ekki í
skóla, því þau verða að líta eftir
heimilinu og yngri systkinum á
meðan foreldramir em úti að vinna
eða þau reyna að afla sér sjálf ein-
hverra tekna.
Einn íbúanna í Cheetah-búðun-
um segir að fátæka fólkið sé flækt
inn í vítahring sem virðist óijúfan-
legur. Það sé notað sem dráttardýr
fyrir aðra. „Menn segja að það eigi
að senda fátæklingana út á mýr-
lendið, sem er verðlítið og lítt
byggilegt, en
þeir geta ekki
búið þar
nema með því
að gera þar
víðtækar
jarðarbætur.
Þegar svo fá-
tæklingarnir
hafí lagt
mikla vinnu í
umbætur og
gert landið
verðmeira,
komi skipu-
lagsfræðingar, arkitektar og full-
trúar frá byggingarfélögum á
vettvang og segja að þetta sé allt
of verðmætt land fyrir þá snauðu.
Endirinn er sá að þeir em hraktir
á brott.“
Sameinuðu þjóðimar hafa lýst
yfír að nýbyijað ár verði helgað
baráttunni fyrir húsaskjóli handa
heimilislausu fólki. Slíkar yfirlýs-
ingar hafa enga þýðingu fyrir fólkið
í Cheetah, nema þær hafi í för með
sér, að menn viðurkenni getu þess
til að byggja sér heimili og móta
sín eigin samfélög án íhlutunar og
afskipta. Ef Sameinuðu þjóðimar
kappkosta ekki að virða þennan
rétt fólksins er ef til vill verr farið
en heima setið.
—JEREMY SEABROOK.
KRUMLAN
Ahveiju fimmtudagskvöldi er
haldinn ritstjómarfundur hjá
pólska vikublaðinu Tygodnik Pows-
zechny, en það býr við þröngan
húsakost í Krakow, sem eitt sinn
var höfuðborg Póllands. Vikublað
þetta er gefíð út af kaþólskum mönn-
um í Póllandi.
Á þessum fundum tekur Jerzy
Turowicz ritstjóri og starfslið hans
ákvarðanir um hvað á að birtast í
blaðinu, en alls em þama 15 manns
í fullu starfí. Hins vegar fer því
ijarri að ritstjómarfundurinn kveði
endanlega á um hvað kemur í blað-
inu, því allar greinar em sendar til
ritskoðunarskrifstofunnar í Krakow.
Þar em þær grannskoðaðar og ýmist
hafnað algerlega, styttar eða hljóta
náð fyrir augum ritskoðara og er
skilað aftur til ritstjómarinnar.
Næsta mánudag hefur svo Turowics
eða einhver samstarfsmanna hans
samband við ritskoðunarskrifstof-
una og ráðfærir sig við hana um
hveiju þurfí að breyta f greinunum
sem var hafnað svo að þær séu „birt-
ingarhæfar".
Þegar blaðið kemur loks fyrir
augu lesenda, en það er á miðviku-
dögum, geta allir séð hvar ritskoðar-
amir hafa verið að verki. Samkvæmt
nýju ritskoðunariögunum, sem
gengu í gildi á uppgangstímum Sam-
stöðu, hefur blaðið leyfí til að sýna
hvaða greinar hafa verið ritskoðaðar
með því að hafa eyður innan hom-
klofa þar sem setningar eða klausur
hafa verið numdar á brott.
Turowics ritstjóri er meðal helztu
frammámanna kaþólskra leimanna
PLAGURI
OO
Bretar eiga
að losna
undan bréfafarganinu
Breskum húsráðendum, sem eru
orðnir dauðþreyttir á auglýs-
ingapóstinum, sem rignir yfír þá
alla daga, verður bráðum lögð líkn
með þraut. Þó er breska póstfjallið,
sem hækkar ár frá ári, ekki nema
þúfnakollur hjá þeim sannkölluðu
alpaQöllum af óumbeðnu msli, sem
berst inn á svissnesk heimili.
Loch McJannett, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins í Aberdeen, tók
sig til og safnaði saman í heilt ár
öllum auglýsingapésunum og öðr-
um pósti, sem honum fannst sér
ekkert koma við, og brá síðan stafl-
anum á vog. Reyndist hann losa
50 pund.
„Það, sem fer mest í taugamar
á mér, er ekki innihaldið, heldur
hitt, að þeir geta ekki einu sinni
haft nafnið mitt rétt. Þetta er allt
ein vitleysa frá upphafí," sagði
McJannett.
í Bretlandi hefur auglýsingapóst-
urinn næstum þrefaldast á einum
áratug. Talið er, að árið 1976 hafí
þessar sendingar verið 500 milljón-
ir talsins en í fyrra voru þær orðnar
1300 milljónir. Hver Breti fær þó
ekki nema 22 sendingar á ári á
móti 56, sem fellur í skaut hvers
einasta Svisslendings.
Auglýsingaiðnaðurinn efast ekki
um, að hér sé um að ræða árang-
ursrika aðferð við að ná til fólks
og það hefur ekki farið fram hjá
stjómmálaflokkunum, sem nota
hana óspart.
Þeir, sem vilja sleppa við póst-
flóðið eða fá aðeins það, sem þeir
hafa áhuga á, eygja nú undankomu-
leið. Birtist hún þeim í líki fyrirtæk-
is, sem fáir þekkja enn sem komið
er, en verður kannski þeim mun
kunnara þegar fram líða stundir.
Póstgreiningarþjónustan er fyrir-
tæki, sem sex verkalýðssambönd
hafa komið á fót í samvinnu við
póstmálastjómina. Þar geta hús-
ráðendur látið skrá sig og er þá
tekið fram hvort þeir vilja engan
auglýsingapóst fá eða aðeins vissar
sendingar. Nú þegar hafa 56.500
manns þegið þessa þjónustu og vilja
90% þeirra alls ekkert auglýsinga-
rusl inn á sitt heimili. Skránum er
komið á framfæri við fyrirtækin,
sem sjá um að senda út auglýsinga-
pésana.
- ANDREW MONCUR
Eyðurnar eru
fingraför rit-
skoðunarinnar
í Póllandi og hann er orðinn vanur
ritskoðun. Hann hefur ritstýrt blað-
inu allt frá því að það var stofnað
í marz 1945. Það hefur frá öndverðu
haft sjálfstæða ritstjómarstefnu og
er eitt af fijálslyndustu og gagnrýn-
ustu blöðum í Póllandi.
Sjálfstæði blaðsins hefur þó að
sjálfsögðu bakað því ýmis vandræði.
„Ég minnist þess, er Stalín lézt
árið 1953 og ég var beðinn að birta
um hann lofsamleg eftirmæli," segir
Turowicz glettnislega. „Ég var ekk-
ert yfir mig hrifinn af leiðtoganum
svo að við birtum engin eftirmæli."
Það dró dilk á eftir sér. Kaþólsku
samtökunum Pax var látið blaðið í
hendur, en þau voru hlynnt ríkis-
stjóminni og blaðið varð verkfæri
flokksins og ríkisstjómarinnar.
Turowicz fékk að setjast í ritstjóra-
stól að nýju árið 1956 og hefur síðan
reynt að sigla milli skers og bám í
pólitískum átökum í Póllandi.
Meðal fjölmargra fyrirmæla, sem
starfsmenn Tydodnik Powszechny
hafa löngum þurft að hlíta, er ákveð-
in takmörkun á upplagi blaðsins.
Árið 1945 var það gefíð út í 50
þúsund eintökum að sögn Turowicz.
Árið 1950 var því fyrirskipað að
prenta einungis 40 þúsunda upplag.
En þar með var ekki öll sagan sögð.
Á sjötta áratugnum skrifaði
Turowicz ásamt öðrum kaþólskum
leikmönnum opið bréf til stjómvalda,
þar sem meira ftjálsræðis var
krafizt. í refsingarskyni var þeim
fyrirskipað að minnka upplag blaðs-
ins ofan í 30 þúsund. Um það bil
tveimur árum síðar var þvf þó leyft
að auka upplagið um 10 þúsund ein-
tök.
„Við gætum auðveldlega selt 250
þúsund eintök, en fáum ekki leyfi
til að prenta svo stórt upplag," seg-
ir Turowicz. Hann fær heldur ekki
að hafa blaðið stærra en átta síður,
þótt önnur blöð fái að hafa þær 16.
En þrátt fyrir þessar takmarkanir
og þrátt fyrir ritskoðunina tekst
honum að halda úti góðu blaði ásamt
samstarfsmönnum sínum, því þeir
hafa árum saman kappkostað að
hafá rúm fyrir sjálfstæð og fíjáls-
lyndisleg sjónarmið.
Engin þreytumerki er að sjá á
ristjóranum þrátt fyrir 40 ára starfs-
feril við blaðið. „Flokkurinn getur
að minnsta kosti ekki rekið. mig
vegna þess að blaðið er sjálfstætt
og áháð. Sú ákvörðun er alfarið í
höndum samstarfsmanna rninna,"
segir hann.
- JUDY DEMPSEY