Morgunblaðið - 08.02.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.02.1987, Qupperneq 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 T1 Söngleikur settur upp á Bfldudal Leikfélagið Baldur á Bíldudal hefur starfað með miklum blóma í vetur. í nóvemberlok var frumsýndur söngleikurinn Pjár- sjóður Franklíns greifa í samkomu- húsinu þar og var hann sýndur þrisvar sinnum fyrir fullu húsi. Þá var leikurinn settur upp í Birkimel á Barðaströnd og á Patreksfírði, einu sinni á hvorum stað og nú ligg- ur leiðin til ísafjarðar. Höfundur texta er Hafliði Magnússon en tón- listin er eftir Bergstein Ómar Oskarsson, leikstjóri er Oddur Bjömsson. Að sögn höfundarins er söngleik- urinn saminn upp úr smásögu, sem hann gerði að viðbættum söngvun- um. Leikurinn er í þrem þáttum og fjallar um breskan greifa, sem varð skipreika við íslandsstrendur fyrir öld síðan og bjargast með flársjóð í poka í óviðri miklu. Hann grefur sjóðinn niður og gerir kort af því hvar hann er að fínna. Greifinn deyr en kortið fínnst. Þá hefst mik- il leit að fjársjóðnum en þar sem hann er falinn er komin byggð, svo málið er orðið nokkuð flókið. Inn í söguþráðinn blandast ástir og ævin- týri eins og höfundurinn orðar það. Hafliði, sem kallaður er þúsund- þjalasmiður er enginn nýgræðingur í faginu því hann hefur samið ijölda leikþátta. Hann hefur einnig samið gamanvísur fyrir skemmtikvöld og kom sú samantekt út í bókinni Bíldudals grænar baunir. Af leikrit- um og söngleikjum, sem Hafliði hefur samið má nefna leikritið Paradísarbær, sem frumflutt var á Bfldudal, Gísli Súrsson, sem Menntaskólinn á Isafírði sýndi á ísafírði, Akureyri og Laugarvatni og leikritið Sabína, sem frumflutt var af Litla Leikklúbbnum á ísafirði og síðan hjá Leikfélagi Akureyrar. Það leikrit var valið úr verkum áhugaleikhúsa til sýningar á lista- hátíð í Bergen. Eins og áður segir er tónlistin eftir Bergstein Ómar Oskarsson. En Bergsteinn Omar lék eitt sinn með hljómsveitinni Pelikan, sem hann starfaði með á árunum 1973-75 og átti þá þátt í útgáfu hljómplatna þeirrar sveitar auk þess sem hann gaf sjálfur út plötu á þessum árum. Ómar hefur búið á Bfldudal síðan 1983 og hefur lagt ýmislegt fyrir sig m.a. rekið fyrir- tækið Hellusteypuna. Hann hefur dvalið í Danmörku í vetur en er væntanlegur til Bfldudals aftur með vorinu. Það eru tíu leikarar, sem koma fram í söngleiknum og með aðal- hlutverk fer formaður Leikfélagsins Baldurs, Hannes Friðriksson. Leik- félagið hefur látið gera myndarlega leikskrá og þar er meðal annars að finna alla sögntexta leiksins. Hafliði Magnússon. ISLANDSMEISTARAKEPPNI í SAMKVÆMISDÖNSUM Keppt verður í öllum aldurs- flokkum í suðuramerískum dönsum og standard-dönsum í DÓMNEFND ERU MEÐAL ANNARRA LAXHOLM-DANSPARIÐ SEM ERU HEIMSMEISTARAR í STANDARD-FLOKKI SKRÁNING KEPPENDA FER FRAM í DANNSKÓLUM OG STENDURTIL 15. FEBR. ÞETTA ER DAIMSVIÐBURÐUR SEM ENGINN UNNANDI SAMKVÆMISDANSA ÆTTIAÐ MISSA AF! Glæsilegir verðlaunagrípir, gull, silfur og brons íóilumftokkum DAIVISRÁÐ ÍSLANDS I 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.