Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 23 Framlag íslands til SÞ 40 krónur á mann Hverri aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna er gert að greiða árlega framlag til samtakanna, sem ætl- ast er til að standi undir kostnaði við rekstur þeirra samkvæmt flár- hagsáætlun, sem Allsheijarþingið samþykkir. Sérstök fjölþjóðanefnd reiknar út og gerir tillögur um framlags- upphæð hverrar þjóðar eftir flóknum reglum, þar sem tekið er tillit til þjóðartekna, viðskipta við útlönd, erlendra skulda, lífs- kjara almennings í landinu o.s.frv. Framlögin eru endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ekki má leggja hærra framlag á eina þjóð en sem svarar 25% af heildaráætiuninni og ekki læwa en 0,01%. Islandi er nú gert að greiða 0,03%, sem á áætluninni fyrir 1985 nam 237,477 dollurum, eða 9,5 milljónum króna. Hér eru ekki talin fijáls framlög, sem ísland kann að leggja fram til sérstofn- ana SÞ annað hvort sem fxjáls framlög eða þátttökugjöld. Með íslandi í 0,03% hópnum eru: Bangladesh, Brunei, Dóm- iníska lýðveldið, Fflabeinsströnd- in, Quatar, Sýrland, Trinidad/ Tobago og Túnis. hliðinu að aðalstöðvunum við Fyrstu Tröð á Manhattan. Fyrirliði hópsins vatt sér að varðmanni við hliðið og spurði: „Hvað vinna nú margir í þessari byggingu?" „Ætli það sé nú ekki innan við ,tíu prósent," svaraði vörðurinn. Oftrúin'á allra meina bót Erfíðleikar Sameinuðu þjóðanna stafa að miklu leyti af því, að fjöldi þjóða — og þá helst þróunarþjóðim- ar — trúðu því og trúa enn, að Sameinuðu þjóðimar séu allra meina bót. Það var ekki nóg að lausn væri nú fundin til að afstýra styijöldum, stómm og smáum, heldur gætu Sameinuðu þjóðimar bægt frá hungursneyð, fátækt. Sæluríkið og heimsfriður væri í sjónhendingu. Einföld skýring á þessari trú er á þessa leið: Vandamál kemur á daginn, hungursneyð, markaðshmn á þjóðaframleiðslu, flóttamanna- vandamál, sjúkdómsfaraldur, náttúmhamfarir o.s.frv. Málið er lagt fyrir Sameinuðu þjóðimar til skjótrar lausnar. Það er rætt í sér- nefndum. Eftir hringsnúning hér og þar í nefnd og úr er málið loks- ins lagt fyrir Allsheijarþingið, sem felur aðalforstjóranum að „athuga málið“ og gefa þinginu skýrslu um það á næsta þingi. (Aðalforstjóran- um er á hveiju einasta þingi falið að gefa skýrslu á næsta þingi um tugi vandamála, sem tekur tugi nefnda og hundmð starfsmanna að vinna að milli þinga. Eftir nokkrar hringferðir fram og aftur ákveður Allsheijarþing að það þurfí að stofna sérstaka alþjóðastofnun til að sjá um þetta mál. Ný alþjóða- stofnun er sett á laggimar með miklu starfsliði og glæstum skrif- stofubyggingum, það er að segja þegar, eftir langa mæðu, er búið að ná „samkomulagi" eða ákveða í hvaða landi höfuðstöðvar hinnar nýju „alþjóðastofnunar eigi að vera. Þá er aðeins eitt eftir, að tryggja fé til reksturs hinnar nýju stofnun- ar. Venjulega er gripið til „fijálsra framlaga" frá ríkisstjómum. Nú bera að minnsta kosti 18 alþjóða- stofnanir nafn Sameinuðu þjóðanna og em reknar með „fíjálsum fram- lögum". Brátt kemur að því, að þær þjóðir, sem lagt hafa fram „fijáls framlög", þreytast. Þá fer eins og fór nú. Við þetta hefír bæst, að yfírbygging í stjóm og starfsliði alþjóðastofnana eykst hratt og margfaldast af sjálfu sér sam- kvæmt Murphy-lögmálinu. Samúel frændi gerist langþreyttur Frá byijun var það lán Samein- uðu þjóðanna, að auðugasta þjóð heims og ráðamenn hennar, Banda- ríkin, studdu eindregið stofnun og rekstur samtakanna. Aðalstöðvam- ar vom reistar í New York. Bandaríkin veittu 60 milljónum dollara lán, vaxtalaust í 60 ár, til bygginganna. En það kom að því, að jafnvel „Samúel frændi“ sjálfur þreyttist á að borga brúsann. Um nokkurra ára skeið stóðu Bandaríkin undir lh af kostnaði við rekstur Sameinuðu þjóðanna. En það kom að því, að Bandaríkjaþing þreyttist á að ausa fé í stofnun, sem að þess dómi oft og einatt tók þver- öfuga stefnu í heimsvandamálum en þá sem Bandaríkjamenn aðhyllt- ust. Framlag Bandaríkjanna til móðurstofnunarinnar var þá lækk- að niður í 25 prósent af heildar- kostnaði, en frjáls framlög Bandaríkjamanna til sérstofnana er í mörgum tilfellum mun hærra. í fyrra var svo samþykkt tillaga í Bandaríkjaþingi frá frú Kasse- baum, öldungadeildarþingmanni frá Kansas, að Bandaríkjastjóm mætti ekki leggja meira af mörkum til stofnana Sameinuðu þjóðanna en sem svaraði 20% af heildarupphæð, ef vægi atkvæða um málefni þeirra væri ekki miðað við framlagaupp- hæðir eða hlutföll þeirra. Við þessa lagasetningu „töpuðu" Sameinuðu þjóðimar um 30 milljóna dollara framlagi á ári. Til viðbótar hófu Bandaríkin að takmarka frjáls framlög til einstakra stofnana, t.d. til fólksfjöldastofunarinnar. Þetta þýðir á engan hátt að Bandaríkin hafi sleppt hendinni eða trú á tilveru og styrk Sameinuðu þjóðanna. Yfírgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna og raunar alls heimsins er sömu skoðunar og Tryggvi Lie, fyrsti aðalforstjóri samtakanna. „Ef Sameinuðu þjóðimar væm ekki til, væri strax bráðnauðsynlegt að setja þær á stofn.“ Tíu hæstu gjaldendur (talið i milljónum $) Þjóa %af fjárh. Upphæð áætlun Bandaríkin 25,00 402,2 Sovétríkin 12,22 196,6 Japan 10,32 166,0 Vestur-Þýskaland 8,54 137,4 Frakkland 6,51 104,7 Bretland 4,67 75,1 Ítalía 3,74 60,2 Kanada 3,08 49,6 Spánn 1,96 31,1 Holland 1,78 28,6 TÖLVUSKÓU Stjórnunarfélag Islands hefur undanfarin þrjú misseri starfrækt tölvuskóla, þar sem kennd er forritun og kerfisfræöi. Námió byggir aö verulegu leyti á hönnunar- og forritunarverkefnum sem hafa þaó markmið aö nemendur öölist færni í að beita þeim aðferöum sem kenndar eru. Sum verkefni eru tekin beint úr atvinnulifinu, önnur eru tilbúin, en leitast er við að láta þau endurspegla raunveruleikann. Þetta nám er nú hægt að stunda í áföngum á kvöldin. Sama náms- efni er þá kennt í 7 áföngum. í forritunaráföngum geta nemendur valiö milli ýmissa forritunarmála, s. s. Pascal, C, Fortran eóa Cobol. Einnig dBase III+ , sem kennt verður í tengslum við gagnasafns- fræði. Ekki er nauósynlegt aö Ijúka náminu, hver og einn getur tekið þá áfanga sem honum hentar. grunnur FRAMHALD GAGNASKIPAN OG ALGOR'ÞMAR FORRITUN II KERFISHONNUN kerfisgreining ^ nur námskeið. ^Kynning á einkatölvum. — Stýrikerfið MS-DOS. — Ritvinnslukerfið Wor . — Töfiureiknirinn Multiplan. _ Gagnasafnskerfið dBase + fJrRITUN i 40 KLST — TÍMi OG STAÐUR. 23g 2__3 kvöld ' viku, kl. Ánanaust 15- Stjórnunarfélag íslðnds austum 15 • Sími: 6210 66 = Fjadradýnur Offside-seltlð er með fjaðradýnum frá Ekomes-Ulferts. Verð með teppi, allt settið: Kr. 49.960,- húsgagna>höllin REYKJAVÍK M0BLER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.