Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 30

Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Símtal við forseta Hæstaréttar * Idag er ráðgert að greidd verði atkvæði um það í neðri deild Alþingis hvort vísa beri frum- varpi Ingvars Gíslasonar, þingmanns Pramsóknarflokks- ins, og fleiri í fræðslustjóramál- inu svonefnda frá eða ekki. Mikið er í húfi í þessari atkvæða- greiðslu, jafnvel líf sjálfrar ríkisstjómarinnar, ef marka má ræður þingmanna og málatil- búnað allan. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að frum- varp Ingvars Gíslasonar eigi ekkert erindi í þingsali. Það er fráleitt að leggja til, að Hæsti- réttur tilefni menn til að rann- saka mál, sem unnt er að skjóta til meðferðar dómstólsins sjálfs. Enn fráleitara er fyrir Ingvar Gíslason og samherja hans að halda þessu máli til streitu, eftir að upplýst er, að Sturla Krist- jánsson hefur ákveðið að stefna fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna málsins. Ákvörðun um málshöfðun Sturlu Kristjánssonar var tekin áður en Ingvar Gíslason flutti framsögu fyrir frumvarpi sínu í fyrradag. Er furðulegt, að þing- maðurinn skuli ekki hafa vitað um þessa ákvörðun og dregið frumvarpið til baka vegna brost- inna forsendna; málið verður nú rannsakað með þeim hætti, sem mælt er fyrir um í lögum, dóm- stólar skera úr um það, hvort menntamálaráðherra hafi haft nægilega ríkar ástæður til að víkja fræðslustjóranum úr emb- ætti og hvort réttum aðferðum var beitt. í umræðum á Alþingi á mánu- dag skýrði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, frá því, að hann hefði, á meðan umræðumar fóru fram í þinginu, farið í símann og hringt í for- seta Hæstaréttar. Sagðist forsætisráðherra hafa leyfi til að skýra frá því, að forseti Hæstaréttar „teldi það í hæsta máta óeðlilegt“, að Hæstiréttur tilnefndi í þá nefnd, sem frum- varp Ingvars Gíslasonar og félaga mælir fyrir um. Morgun- blaðinu kemur þessi niðurstaða í símatali hinna æðstu embættis- manna íslenska ríkisins ekki á óvart. Hitt vekur furðu, að vinnubrögð skuli vera með þeim hætti, sem forsætisráðherra lýs- ir. Þótt ótrúlegt sé, kann hér að vera um líf ríkisstjómarinnar að ræða. Þá er hér tekist á við það viðkvæma mál, hvor hinna æðstu stofnana þjóðarinnar, Hæstirétt- ur eða Alþingi, hafí forræði máls. Áður en kemur til af- greiðslu þessa máls á Alþingi er nauðsynlegt að stjórnskipulegir þættir þess og mat hinna æðstu embættismanna á þeim liggi skýrar fyrir en fram kemur í næsta óformlegu símtali milli forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar undir umræðum á Alþingi. Þegar stjórnmálamenn beina málum í þann farveg, sem hér hefur verið lýst, er nauðsynlegt að þeir standi þannig að þeim, að enginn efíst um skilning þeirra á meginreglum stjóm- kerfísins og virðingu fyrir þessum reglum. Sá einstæði at- burður gerðist á Alþingi á mánudag, að forsætisráðherra lýsir þeirri skoðun sinni og for- seta Hæstaréttar, að frumvarp samflokksmanns ráðherrans sé „í hæsta máta óeðlilegt“ af form- legum ástæðum. Hérmeð er skorað á framsóknarmenn að leiða þetta mál til lykta sín á milli og þeir kanni það með form- legum hætti og með aðstoð þingforseta, hvort fmmvarp Ing- vars Gíslasonar sé þinglegt. Vegurinní Norðurárdal Frá því er skýrt í Morgun- blaðsfrétt í gær, að um 200 umferðaróhöpp hafí orðið á rúm- um tveimur árum á innan við 20 km kafla þjóðvegarins um Norðurárdal í Borgarfírði. Þar af hafa 20 til 25 óhöpp orðið í þessum mánuði. Enginn efast um, að slysin eiga rætur að rekja til þess, að hringvegurinn, helsti þjóðvegur landsins, er hættulega lélegur. Sverrir Guðmundsson, bóndi í Hvammi í Norðurárdal, hefur þá skýringu fram að færa, að veg- urinn hafi ef til vill orðið útundan hjá þingmönnum Vesturlands- kjördæmis, af því að þetta væri „útkjálkavegur" í kjördæminu og eftir atkvæðum fárra að slægjast. Morgunblaðið efast ekki um, að Sverrir Guðmundsson hittir naglann á höfuðið með þessari skýringu sinni. Það er ekki ein- leikið hvers vegna ekki hefur verið staðið stórmannlegar að vegagerð efst í Norðurárdalnum. Er hér með skorað á þingmenn Vesturlandskjördæmis og aðra, sem hafa það í hendi sér að veita fé til viðgerða á þessum vegar- kafla, að taka á málinu af þeirri víðsýni sem sæmir. Endurrit af niðurstöðum sakadóms Reykjavíkur í kaffibaui Fjársvik talin s< brennslunni bz Niðurstöður um sök Hér fer á eftir endurrit af niður- stöðum sakadóms Reykjavíkur í kaffibaunamálinu, en dómur var kveðinn upp síðdegis í gær: A.Pjársvik. SÍS annaðist á árunum 1979—1981 innflutning á hrákaffi fyrir KA(Kaffibrennslu Akureyrar- innskot Morgunblaðsins) og hafði bæði gert það árum saman áður og eins síðan. Fóru viðskiptin fram á þann veg, að KA pantaði hrá- kaffi hjá innflutningsdeild SÍS- fóðurvörudeild-, sem hafði samband við skrifstofu NAF í Kaupmanna- höfn vegna samninga NAF við IBC í nafni samvinnufélaganna á Norð- urlöndum. Skrifstofa NAF leitaði síðan tilboða í hrákaffikaup frá út- flytjendum í Brasilíu. Tilboð um sölu á hrákaffi komu síðan til KA fyrir milligöngu fóðurvörudeildar, og var það KA, sem tók á grund- velli upplýsinga frá fóðurvörudeild endanlega afstöðu til þeirra verð- tilboða, sem bárust hveiju sinni. SIS útvegaði síðan fjármagn til þess að greiða kaffisendingamar. Fór sú fyrirgreiðsla nær eingöngu fram fyrir milligöngu skrifstofu SIS í London, sem á þessum_ árum heyrði skv. stjórnskipulagi SÍS und- ir ákærða Erlend, en forstöðumenn hennar voru tveir á því tímabili, sem málið nær yfír, fyrst ákærði Gísli og síðan ákærði Sigurður Ámi. Á árinu 1979 varð offramboð á hrákaffi, og tóku þá að falla til afslættir. I fyrstu lét SÍS þessa afslætti, sem ekki voru sérlega há- ir, falla til KA, og bám vörureikn- ingamir með sér, um hve háan afslátt væri að ræða hverju sinni til frádráttar verði hverrar kaffi- sendingar. Eftir að afslættimir fóm að hækka eða seint á árinu 1979 bár- ust ákærða Gísla boð frá ákærða Sigurði Árna, að honum myndu framvegis berast tveir vömreikn- ingar vegna hverrar sendingar og skyldi hann taka lán í banka í Lon- don fyrir lægri fjárhæðinni, en senda hærri reikninginn í útibú Landsbankans á Akureyri til inn- heimtu hjá KA. í framkvæmd rann mismunurinn til SÍS í Reykjavík. Þetta gerði ákærði Gísli og eftir burtför hans frá London ákærði Sigurður Árni. KA vom ennfremur reiknaðir vextir í samræmi við hærri reikningana, enda þótt frjár- mögnunin í London væri í samræmi við fjárhæð lægri reikninganna, sem raunvemlega þurfti að greiða hrákaffisölum hverju sinni. Þá vom umboðslaun SÍS reiknuð af hærri fjárhæðinni, og greiddi KA þau. Leitt hefur verið glögglega í ljós, hvemig ' hrákaffiviðskiptin fóm fram á milli SÍS og KA, og er eng- inn ágreiningur um það efni: Hins vegar þarf að meta eðli viðskipt- anna. Fram er komið, að KA greiddi SÍS umboðslaun vegna hrákaffivið- skiptanna. Telst SÍS því hafa borið að gegna umboðsskyldum gagnvart KA. Eðli viðskiptanna breyttist ekki þó SÍS íjármagnaði hrákaffikaupin, enda gat 3. aðili annast það að óbreyttu sambandi SÍS og KA. Þá þáði SÍS sérstaka þóknun fyrir þessa þjónustu, og var þessi þjón- usta SIS ekki þess eðlis, að nokkm breytti um réttarstöðu aðila. KA greiddi hrákaffið eftir reikn- ingi frá seljendunum í Brasilíu og víðar, en ekki eftir reikningi frá SÍS. KA sá um innflutninginn að ölln leyti, og máttu stjómendur fyr- irtækisins vera í góðri trú, að SÍS gætti hagsmuna KA, varðandi hrá- kaffikaupin. Sú staðreynd, að SÍS er nefnt kaupandi á mörgum hinum erlendu vömreikningum breytir ekki samkomulagi SIS og KA um stöðu fyrirtækjanna í málinu, enda bendir allt til bess, að tilviljun bafi ráðið, hvort fyrirtækið hinir erlendu seljendur kaffisins hafi talið kaup- anda. Tengsl fyrirtækjanna leystu SÍS ekki undan þeirri skyldu að upp- fylla umboðssamninga þeirra á milli, enda hefur SÍS með stofnun hlutafélags um leið undirgengist ákvæði laga og reglugerða um við- skipti tveggja lögaðila. Það er því mat dómsins, að sann- að sé, að um hafí verið að ræða umboðsviðskipti, sem SÍS hafi innt af hendi fyrir KA. Fyrir þetta reikn- aði SÍS sér umboðslaun. Ekki voru hrákaffikaupin færð í bækur SÍS sem innkaup og síðan sem bein sala til KA. Þegar allt framangreint er virt, er það mat dómsins, að KA hafi borið allur afslátturinn. Þá þykir notkun tveggja vömreikninga og sú leynd, sem varð að hvíla yfir viðskiptunum sýna, að þeim sem stóðu að þessum gerðum, hafi verið ljóst, að SÍS ætti ekki óskorað til- kall til afsláttarins. Er því með hliðsjón af öllu þessu sannað, að sú háttsemi, sem lýst er í I. kafla A ákæmnnar séu fjársvik og brot á 248. gr. almennra hegningarlaga, þó með eftirgreindum athugasemd- um: í ljós hefur komið, að verðaf- slættir og verðfallsbætur, sem samkvæmt ákæmnni er talið nema samtals $ 4.605.129,88, er sam- kvæmt réttri samlagningu $ 4.651.068,98. í gögnum málsins er ekki að finna nægilega greinargóð fylgi- skjöl vegna afslátta í sendingum merktum K-171 ’80 að fjárhæð $ 83.661,60, K-172 ’80 að fjárhæð $ 12.549.24, K-358 ’80 að fíárhæð $ 96.888,00 og K-401 + 80 að fíár- hæð $ 58.832,40 eða samtals $ 251.931.24. Þykir því bera að lækka heildarfjárhæð fjársvika um þessa fjárhæð og draga hana frá réttri samlagningartölu hér að framan. Þá em vantaldir afslættir í eftir- greindum sendingum: K-455 ’80 um $ 7,00, K-540 um $ 30,30, K-239 ’81 um $ 30,00 og K-240 ’81 um $ 30,00 eða samtals $ 97,30. Við mat á heildaríjárhæð fjársvikanna verður þó miðað við þær tölur í þessum tilvikum, sem í ákæm standa. Telst heildarfjárhæð fjársvika því $ 4.399.137,74. Inni í þeirri tölu er upphækkun verðs vegna kaffís, sem keypt var eftir öðmm leiðum en aðrar sendingar, enda þótt mismunurinn á þeim tveim reikningum, sem gerðir vom vegna þeirra sendinga, heiti ekki Avisos eða verðfallsbætur. Er hér um að ræða sendingar merktar K-625 ’80 og K-365 ’81. Vom þær pantaðar, þar sem yfirvofandi var, að kaffi frá Brasilíu kæmi ekki nægjanlega snemma til landsins. í þeim tilfellum vom seljendur kaffis- ins beðnir samkvæmt gögnum málsins að hækka upp verð þeirra reikninga, sem sendir yrðu KA til innheimtu. Ofteknir vextir em samkvæmt niðurstöðu ákæmnnar taldir $ 217. 816,20, en samkvæmt samlagningu reyndust þeir vera $ 206.149,55. Þá er sending K-358 ’80 talin hafa leitt til oftekinna vaxta í innheimtu, þótt svo hafi ekki verið, en sending K-455 ’80 er talin ranglega án vaxtamismunar um sömu fíárhæð. Er hér um augljósa villu að ræða, og þykir samkvæmt 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74, 1974 mega leið- rétta þetta. Verða því ofteknir vextir taldir nema $ 206.149,55. B. Skjalafals og gjaldeyrislagabrot. Þessi kafli ákæmnnar fjallar um skjalafals, en samkvæmt honum er útgáfa tveggja mismunandi reikn- inga fyrir sömu hrákaffikaupum talin fölsun, svo og notkun þeirra í blekkingarskyni í viðskiptum við forsvarsmenn KA og gjaldeyrisyfir- völd hér á landi. Ljóst er, að báðir reikningamar em gefnir út hverju sinni af sama aðila, og er efni þeirra ekki breytt síðar. Verður af þessari ástæðu að hafna því, að um skjalafals sé að ræða. Ber því að sýkna af skjala- falsi og þar með af broti á 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga og hlutdeild í því, sbr. sama laga- grein, sbr. 22. gr. sömu laga. Að því er snertir varakröfu ákæmvaldsins, að notkun reikning- anna eins og henni er lýst í þessum kafla ákæmnnar sé brot á 158. gr. almennra hegningarlaga, er á það að líta, að samkvæmt umræddri lagagrein þarf maður að tilgreina eitthvað ranglega í blekkingar- skyni, svo að um refsiverða hátt- semi sé að ræða, en ekki er hægt að fallast á, að ranglega séu til- greindar upplýsingar á reikningun- um. Reikningar vegna hrákaffí- sendinganna nr. K-625 ’80 og K-365 ’81 vom hins vegar hækkað- ir sannanlega að beiðni SÍS, að mati dómsins í blekkingarskyni við KA. Notkun hærri reikninganna vegna þessara tveggja sendinga telst vera brot á 158. gr. almennra hegningarlaga, en að öðm leyti þykir ekki vera um brot á 158. gr. að ræða samkvæmt þessum kafla ákæmnnar og ber að sýkna af broti á þeirri lagagrein með frmangreind- um tveim undantekningum. Þá þykir notkun hærri reikning- anna hafa leitt til þess, að fyrir gjaldeyrisyfirvöld vom lagðir fram af hálfu KA rangir reikningar vegna gjaldeyrisþarfa til kaupanna. Er þessi ranga upplýsingagjöf við gjaldeyrisyfirvöld brot á 17. gr. laga nr. 63, 1979, sbr. 39. gr. reglugerð- ar nr. 519, 1979 um sama efni. Hins vegar verður að telja, að hin ranga skýrslugjöf ein sér hefði ekki leitt til þyngri refsingar en sekta. Er því sök fymd samkvæmt 1. tl. 81. gr. almennra hegningarlaga og var þegar á árinu 1983.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.