Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 3

Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 3 Troðarinn í vökinni í Ólafsfjarðarvatni. Morgunbiaðifl/SvavarMagnúswn. Troðaranum bjargað úr Olafsfjarðarvatni ólafsflrði. í GÆR tókst að ná upp snjó- troðaranum sem féll niður í gegnum ís síðastliðinn sunnu- dag á Ólafsfjarðarvatni. Flokkur björgunarmanna undir stjóm Kristins Gíslasonar bæjar- verkstjóra hefur unnið við þetta og höfðu við þetta stórvirka fjór- hjólaskóflu sem gat verið á landi við björgunina. Tókst henni að draga troðarann upp á ísinn og til lands. Troðarinn virðist lítið skemmdur nema rafbúnaður sem mun þurfa endumýjunar við. - Jakob Kröf u um að ríkissaksóknari víki úr sæti í Hafskipsmálinu vísað frá: MáJinu skotið tildómstóla komi til áæru TROMPREIKNINGUR SPARISJÓÐANNA *ÖRUGGUR og verðtryggður reikningur með raunvöxtum nVEXTIR trompreiknings og verðtrygging er borin saman við sérstaka trompvexti á 3ja mánaða fresti og þú færð þau kjör sem hærri eru HEKKERT úttektargjald - segir Jón Magnússon hdl JÓN Magnússon lögmaður Ragn- ars Kjartanssonar segist reikna með þvi að ef gefnar verði út ákærur í Hafskipsmálinu, verði dómstólar látnir skera úr um hvort Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari sé hæfur til að reka málið af opinberri hálfu vegna afskipta hans af því áður sem rannsóknarlögreglustjóri ríkisins. Dómsmálaráðuneytið hefur komist að því að ekki sé ástæða til að ríkissaksóknari víki úr sæti meðan Hafskipsmálið er til meðferðar en Jón Magnússon hafði óskað eftir því. „Ef gefnar verða út ákæmr í þessu máli verður látið á þetta reyna íyrir dómstólum," sagði Jón Magnússon í samtali við Morgun- blaðið. „Á þessu stigi málsins er ekki verið að draga hæfni ríkissak- sóknara sem embættismanns í efa, heldur eingöngu verið að benda á að það teljist óeðlilegt að hann sitji báðum megin við borðið sem rann- sóknaraðili og sem ákærandi. Ég hef talið að hans afskipti af málinu séu þess eðlis að það sé óeðlilegt að hann sé þar í dómarastöðu en dómstólar verða þá að kveða upp úr um það,“ sagði Jón Magnússon. Pétur Ólafsson * í Isafold látinn PÉTUR Ólafsson fyrrverandi forstjóri ísafoldarprentsmiðju hf. lést í Reykjavík í fyrrinótt. Pétur fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1912, sonur Ólafs Bjömsson- ar, ritstjóra og Borghildar Péturs- dóttur. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og prófi í hagfræði frá háskól- anum í Kiel árið 1934 og stundaði framhaldsnám við London School of Economics árið 1935. Hann var blaðamaður við Morgunblaðið með námi árin 1929 til 1931, 1935 til 1942 og 1953 til 1955. Á árunum 1942 til 1953 var hann forstjóri Sænsk-íslenska verslunarfélagsins og síðan forstjóri ísafoldarprent- smiðju hf., Bókaverslunar ísafoldar og Ritfangaverslunar ísafoldar frá 1955 til 1969. Hann átti jafnframt sæti í stjóm ísafoldarprentsmiðju frá 1935 til 1969. Pétur var einn af stofnendum Bókfellsútgáfunnar hf. og átti sæti í stjóm hennar frá upphafi. Hann var formaður Blaðamannafélags íslands 1938 til 1942. Pétur var einn af stofnendum Lionshreyfing- arinnar á íslandi og var kjörinn Pétur Ólafsson. ævifélagi hreyfingarinnar. Auk þess átti hann sæti í stjóm German- iu frá árínu 1958 og í stjóm Heimdallar, FUS 1928 til 1929. Kona Péturs var Þómnn Magn- úsdóttir, sem lést árið 1966. Þau eignuðust fimm böm, Magnús, Ól- af, Soffíu, Pétur Bjöm og Borghildi. ífcÞÚ grípur til peninganna hvenær sem þú þarft á þeim að halda því Trompreikningurinn er alltaf laus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.