Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Litlir borg- unarmenn í bílavið- skiptum Rannsóknarlögregla ríkisins hefur undanfarið rannsakað mál þriggja manna vegna meints víxlamisferlis. Mennirnir voru úrskurðaðir i 5, 6 og 7 daga gæsluvarðhald, en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Að sögn Arnars Guðmundssonar, deildarstjóra hjá RLR, hafði lög- reglan spumir af því að mennirnir þrír hefðu gefið út víxla í nokkru magni. Lögreglan hefur áður haft afskipti af þeim vegna fjármálamis- ferlis og vissi að þeir eru litlir borgunarmenn. Því var farið á stúf- ana til að koma í veg fyrir notkun þeirra á víxlunum. Lögreglan lagði hald á bróðurpartinn af víxlunum, en alls munu mennimir hafa gefið út víxla upp á rúmar 2 milljónir. Þeir víxlar sem þegar vom komnir í umferð höfðu verið notaðir í bíla- viðskiptum. Mennirnir notuðu nafn fyrirtækis sem þeir höfðu stofnað í tilefni viðskiptanna. VEÐUR Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða eru verktakar að grunni hússins á horni Garðarstrætis og Vesturgötu. Homið er ein samfelld klöpp enda kostar 10 milljónir að sprengja niður í eðlilega hæð. Sprengíngar valda usla í miðbænum: Húsið hristist allt og nötrar segir Guðjón Egilsson, annar eigandi Naustsins MIKLAR sprengingar eiga sér stað á horni Garðastrætis og Vesturgötu þar sem verið er að vinna í grunni að heimili fyrir aldraða, heilsugæslustöð ogþjón- ustumiðstöð en í kjallara hússins er gert ráð fyrir bifreiðageymslu á tveimur hæðum. Veitingahúsið ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurslofs islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gaer) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Um 700 km suðaustur af landinu er hægfara 1032 millibara hæð. Skammt norðaustur af Nýfundna- landi er 972 millibara djúp lægð og á Grænlandshafi er grunnt lægðardrag sem þokast norðaustur. SPÁ: Fremur hæg sunnan- og suðvestanátt og hlýtt í veðri. Víða verður súld eða rigning öðru hverju nema á norðaustur- og austur- landi. Þar veröur þurrt að kalla. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR OG FÖSTUDAGUR: Hæg breytileg átt og súld um landið sunnanvert en smáél á annesjum norðanlands. Hiti á bilinu 2 til 5 stig sunnanlands en nálægt frostmarki fyrir norðan. y. Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r / / r / / Rigning r r r * / * r * / * Slydda r * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’ , » Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima hlti veður Akureyrl 4 skýjað Reykjavík 4 súld Bergen vantar Helslnkl -6 snjókoma Jan Mayen vantar Kaupmannah. -1 skýjað Narssarssuaq 10 alskýjað Nuuk 0 skýjað Osló vantar Stokkhólmur -2 snjókoma Þórshöfn vantar Algarve 16 skýjað Amsterdam 3 skýjað Aþena 16 skýjað Barcelona S skýjað Berlfn -1 kornsnjór Chicago -3 skýjað Glasgow 3 skýjað Feneyjar 8 rigning Frankfurt 1 skýjað Hamborg -1 skýjað Las Palmas 19 skýjað London 3 skýjað LosAngeles 9 heiðskirt Lúxemborg -2 snjókoma Madríd 12 skýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 9 alskýjað Miami 19 skýjað Montreal -21 þokaígr. NewYork -7 lóttskýjað París 0 snjóél Róm 12 hátfskýjað Vín 3 mlstur Washington 0 alskýjað Winnipeg —6 snjókoma Naustið er hinumegin götunnar og sagði Guðjón Egilsson annar eigandi staðarins að húsið, sem er gamalt tæki mikið á sig í sprengingunum. „Húsið hristist allt og nötrar enda ekki nema fjórir metrar milli okkar og grunnsins," sagði Guðjón. „Gestum í hádeginu er að vonum illa við gauraganginn enda tökumst við stundum á ioft. Þetta var allt í lagi í fyrstu en nú eru þeir að fær- ast nær okkur og eru farnir að sprengja alveg á hominu. Við fórum upphaflega fram á að ekki yrði sprengt frá hádegi tit 15:30 og ekki eftir kl. 18 en því hefur ekki verið sinnt.“ Að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar forstöðumanns bygg- ingadeildar Reykajvíkurborgar verður endanlegur grunnur 6 til 7 metrar á dýpt og á verkinu að vera lokið síðast í mars. Hann sagði að húsin í nágrenninu hefðu öll verið sprungumæld áður en framkvæmd- ir hófust og yrðu þær mælingar hafðar til hliðsjónar ef um ein- hveijar skemmdir yrði að ræða vegna sprenginganna. Það er Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða sem er verktaki að grunn- inum og var tilboð þeirra í verkið 4 milljónir króna en kostnaðaráætl- unin var 10 milljónir. Ullarverksmiðjurnar stöðva móttöku á ull: Stéttarsamband- ið vill rannsókn Ullarverksmiðjurnar hafa stöðvað móttöku á ull vegna óvissu um verðlagningu hennar. Álafoss og iðnaðardeild SÍS auglýstu þetta um helgina. Af þessu tilefni hefur stjórn Stéttarsambands bænda ritað Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra bréf þar sem farið er fram á rannsókn á ullarmálunum. í bréfi Stéttarsambandsins kem- ur fram að ullarverksmiðjurnar hafi tilkynnt að þær séu ekki reiðu- búnar til frekari ullarkaupa vegna mikilla birgða frá fyrra ári og að íslenska ullin henti ekki til þeirrar fataframleiðslu sem verksmiðjurn- ar nú stunda vegna þess hvað hún er gróf. Að mati verksmiðjanna væri einungis hægt að greiða 10—12 krónur fyrir hvert kíló ullar við_ núverandi aðstæður. í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar Stéttarsambandsins segir að sambandið líti mjög alvar- legum augum á þá stöðu sem við blasi í sölumálum ullarinnar. Minnt er á að á sínum tíma hafí tekist að vinna markað fyrir íslenskar ullarvörur vegna sérkenna íslensku ullarinnar og að fyrir fáum árum hafí ullarverksmiðjumar krafíst þess að ull yrði ekki flutt úr landi svo að íslenskur iðnaður sæti einn að þessu úrvals hráefni. Síðan segir í ályktuninni: „Stjóm Stéttarsambands bænda telur óhjákvæmilegt að fram fari hlutlaus rannsókn á þróun þessara mála og vinnslu og markaðsmálum ullariðnaðarins í heild. Einnig verði kannað hvort skapa megi aðra vinnslumöguleika fyrir íslenska ull eða flytja hana óunna úr landi að öðrum kosti.“ Leiðrétting 1 frétt um útkomu blaðsins Reykjanes sl. sunnudag var nafn ritstjórans ranglega skrifað. Hann heitir Sigmundur Ó. Stein- arsson. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Vankantar sniðnir af kosningalögum TILLOGUR um breytingar á kosningalögunum frá 1984 komu fram á Alþingi í gær og stendur kosningalaganefnd neðri deildar sameigin- lega að þeim. Þar er gert ráð fyrir ýmsum lagfæringum á reiknireglum laganna og orðalagi. Miða breytingarnar að því að gera lögin einfald- ari og nákvæmari og sníða af þeim ýmsa vankanta. Ekki er um að ræða neinar efnislegar grundvallarbreytingar. Ýmsir þingmenn hafa beitt sér úr 60 í 63. Þingmenn Reykjavíkur fyrir því, að gerðar verði róttækar breytingar á úthlutunarreglum kosningalaganna. Hugmyndir þar að lútandi hafa verið ræddar ýtar- lega í kosningalaganefnd, en engin samstaða hefur tekist. Samkvæmt kosningalögunum, sem kosið verður eftir í fyrsta sinn á þessu ^PíðͧHtf^¥]@|¥{önnunl verða 18, þar 14 kjördæmissæti og 4 svonefnd jöfnunarsæti; Reykjaness 11 (9+2); Norðurlands eystra 7 (6+1); Suðurlands 6 (5+1); Vestur- lands 5 (4+1); Vestfjarða 5 (4+1), Norðurlands vestra 5 (4+1); Austur- lands 5 (4+1) og eitt sæti verður óbundið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.