Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 58
, 58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 • Fram heldur enn öruggri forystu sinni í 1. deild kvenna í handknattleik. Um helgina sigruðu þær KR örugglega, 27:18. Guðrfður Guðjónsdóttir, Fram, var markahæst að vanda og skoraði 7 mörk. 1. deild kvenna: Framarar illviðráðanlegir EIN UMFERÐ fór fram í 1. deild kvenna í handknattleik um helg- ina. Á laugardag brugðu Vals- stúlkur sór f góða ferð til Vestmannaeyja og komu heim á ^sunnudag með tvö stig f poka- horninu. Á sunnudagskvöld fóru fram 3 lelkir. FH rótburstaði Ár- mann f Firðinum og f Hölllnni unnu Framdömur KR og Stjarnan sigraði Vfking örugglega. ÍBV-Valur 16:28 Valsarar unnu góðan sigur á ÍBV í Eyjum. Það var helst á upp- hafsmínútum leiksins sem Eyja- stúlkur stóðu í gestunum. Þær komust þá í 1—0 og 2—1 en síðan ekki söguna meir, og var það helst að þakka góðri markvörslu Arn- heiðar Hreggviðsdóttur í marki Vals að ÍBV-liðið náði ekki betra forskoti í byrjun. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn tóku Valsdömur við sér og skoruðu hvert markið á eft- ir öðru og flest þá úr hraðaupp- hlaupum eftir aö IBV hafði glatað boltanum. Staðan f hálfleik var 14—7 fyrir Val. ( seinni hálfleik var hið sama uppi á teningnum. Vals- liðið jók við forystuna og voru sem fyrr flest markanna skoruð úr hraöaupphlaupum. Leikurinn en- daði síðan 28—14 fyrir Val. Þrátt fyrir stórt tap í þessum leik er greinilegt að (BV-liðið hefur alla burði til þess að spila góöan handbolta. Liðinu hefur farið mikið '"ffram í vetur, flestar stelpurnar eru ungar og efnilegar, og með sama mannskap ætti liðið að geta staðið sig í framtíðinni. Valsliðið spilaöi ágætlega í þessum leik, a.m.k. betur en oftast áður í vetur. Flest markanna voru skoruð úr hraðaupphlaupum og skiptist markaskorunin nokkuð jafnt á mannskapinn. Mörk IBV: Anna Dóra Jóhannssdóttir 4, Ásta Kristjánsdóttir og Unnur Sigmarsdóttir 3 mörk hvor, Ragna Birgisdóttir og Ingibjörg Jóns- dóttir 2 mörk hvor, Stefanía Guöjónsdóttir og Elísabet Benónýsdóttir eitt mark hvor. Mörk Vals: Guörún Kristjánsdóttir 7, Katrín Friðriksen 6, Ásta Sveinsdóttir 5, Guöný Guö- jónsdóttir 3, Harpa Siguröardóttir, Helga Lúðvík8dóttir og Rósbjörg Jónsdóttir 2 mörk hver og Erna Lúövíksdóttir eitt mark. KR-Fram 18:27 Framstúlkur unnu öruggan sigur á slöku KR-liði á sunnudag. Leikur- inn endaði 27—18 fyrir Fram eftir að þær höfðu verið yfir í leikhléi 12—7. Mestur varð munurinn 11 mörk um miðjan seinni hálfleik. Sigurbjörg Sigþórsdóttir var at- kvæðamest í liði KR að venju en aðrir gátu lítið. Framliðið virkar heilsteypt og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðiö tryggi sér íslandsmeistara- titilinn enn eitt árið. Bestar að þessu sinni voru þær Guðríður Guðjónsdóttir og Arna Steinsen auk Kolbrúnar Jóhannsdóttur í markinu. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 8, Karólina Jónsdóttir 4, Snjólaug Benjamínsdóttir 2, Elsa Ævarsdóttir, Valgeröur Skúladóttir, Arna Garöarsdóttir og Aldís Arthúrsdóttir eitt mark hver. Mörk Fram: Guöríöur Guðjónsdóttir 7, Arna Steinsen 6, Jóhanna Halldórsdóttir 4, Ósk Víðisdóttir og Margrét Blöndal 3 mörk hvor, Hafdís Guöjónsdóttir 2, Ingunn Bernódus- dóttir og Súsanna Gunnarsdóttir eitt mark hvor. FH — Ármann27:5 Ármannsstelpurnar riðu ekki feitum hesti heim úr Firðinum eftir leik sinn á móti FH. Um algera einstefnu var að ræða í leiknum frá fyrstu mínútu og áttu Ármanns- stelpurnar aldrei möguleika gegn leikglöðum FH-ingum. FH tók strax leikinn í sínar hendur og var strax Ijóst að hverju stefndi. Staðan í leikhléi var 14:1 Hafnfirðingum í vil. Lítið breyttist leikurinn í síðari hálfleik, þó svo Ármannsstelpurn- ar hafi aukið skor sitt um 400%. FH hélt uppteknum hætti og lauk leiknum með stórsigri FH, 27:5. Mörk FH: Sigurborg Eyjólfsdóttir 7, Rut Bald- ursdóttir 6, Kristfn Pétursdóttir 5, Inga Einarsdóttir 4, Arndís Aradóttir 3, Linda Lofts- dóttir 2. Mörk Ármanns: Ellen Einarsdóttir 2, Elsa Reynisdóttir 2, Elísabet Albertsdóttir 1 mark. Víkingur — Stjarnan 16:22 Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en þó var Stjarnan yfirleitt fyrri til að skora. Staðan í hálfleik var 8:8. Stjörnustúlkurnar kom mjög ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og juku forystuna jafnt og þótt. Víkingsstúlkurnar tóku til þess ráðs að taka þær Margréti Theo- dórsdóttur og Erlu Rafnsdóttur úr umferð þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn en það dugði ekki til og lauk leiknum með sigri Stjörn- unnar 22:16. Víkingsliðið var mjög jafnt í þessum leik, en þó bar mest á þeim Ingu Láru Þórisdóttur og Eiríku Ásgrímsdóttur. Hjá Stjörn- unni var Erla Rafnsdóttir atkvæða- mest eins og svo oft áður, einnig átti Steinunn Þorsteinsdóttir ágætan leik á línunni. Mörfc Vikings: Eiríka Ásgrímsdóttir 7/2, Inga Lára Pórisdóttir 5/3, Valdís Birgisdóttir 2, Jóna Bjarnadóttir og Svava Baldvinsdóttir oitt mark hvor. Mörfc Stjörnunnar: Erla Ratnsdóttir 11/4, Steinunn Þorsteinsdóttir 4. Margrét Theo- dórsdóttir og Hrund Grétarsdóttir 3 mörk hvor, Guöný Gunnsteinsdóttir 1 mark. Knattspyrna: Sigi Held njósnar á Ítalíu SIGI Held landsliðsþjálfari í knattspyrnu er nú staddur á ítalfu þar sem hann mun fylgjast með viðureign ítala og Portúgala sem eru í sama riðli og íslenska ÓL- liðið í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í dag og fór Sigi Heild gagngert til að skoða þessi lið. Auk þess eru í riðlinum Holland og Austur-Þýskland. (s- lendingar eiga að spila fyrsta leik sinn í riðlinum gegn ítölum 15. apríl í vor. Síðan verður leikið hér heima gegn Hollendingum 26. maí og Austur-Þjóðverjum 2. septemb- er og loks við Portúgala ytra 7. október. HM í norrænum qreinum: Svíar sigruðu í boðgöngu karla Wassberg náði besta brautar- tímanum og hefur nú unnið tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun SÆNSKI skíðagöngukappinn, Thomas Wassberg, leiddi sænska skfðagöngullðið til sigur f 4 x 10 km boðgöngu á heims- meistaramótinu f norrænum greinum f Oberstdorf í gær. Wassberg, sem nú þegar hefur unnið tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun, hafði besta braut- artímann í göngunni. Hann gekk næst sfasta sprettinn og náði þá 10 sekúndna forskoti á sovésku sveitina sam hafnaði f öðru sæti. Norðmenn urðu f þriðja sæti. Wasberg skautaði þessa 10 km á 23,51 mínútu, samanlagður tími sænsku sveitarinnar var 1:38.4,6 klukkustundir, sem er besti tími sem náðst hefur í 4 x 10 km boð- göngu karla. Þó er ekki gott að bera tímann saman við aðrar göngur þar sem brautirnar eru mjög mismunandi. Svíar höfðu forystu allan tímann í göngunni. Erik Östlund gekk fyrsta sþrett á 25.16,3 mín. og var 9 sekúndum á undan Aleksandr Batyuk, Sovétríkjunum. Gunde Svan gekk næsta sprett fyrir Svíþjóð á 24.24,4 mín en Sovót- maðurinn, Vladimir Smirnov minnkaði muninn niður í 3 sekúnd- ur. Þá tók Wassberg við og jók forskot Svía upp í 10 sekúndur. Torgny Mogren gekk síðasta sprett og hélt forskotinu og var um 100 metrum á undan Sovét- manninum, Vladimir Sakhov, í mark. Sovéska sveitin gekk samanlagt á 1:38.30,9 klukkustundum. Norð- menn urðu í þriðja sæti á 1:39.55,3 klst. Tókkar í fjórða á 1:40.01,0 klst. ítalir í fimmta á 1:40.36,5 klst. og' Finnar í sjötta á 1:40.43,5 klst. Alls tóku 18 sveitir þátt í göngunni. • Finnski skfðastökkvarlnn, Mattl Nykanen, hefur veriö mlkið f sviðsljóslnu að undanförnu og ekki fenglð stundlegan frið fyrir Ijós- myndurum og blaðamönnum. Hann var f sigursveit Finna f stökki af 90 metra palli á heimsmeistaramótinu f Oberstdorf f gær. Stökk: Finnar sigruðu FINNAR urðu sigurvegarar f sveitakeppninni f stökki af 90 metra palli á heimsmeistara- mótinu f norrænum greinum f gær. Finnar með vandræðabar- nið, Matti Nykaenen f farar- broddi, sigruðu með miklum yfirburðum. Norðmenn urðu f öðru sæti og Austurrfki í þriðja. Finnska sveitin með þá Matti Nykaenen, Ari-Pekka Nikkola, Tuomo Ylipulli og Pekka Suorsa hlaut samtalst 634 stig. Norð- menn voru í öðru sæti með 598 stig, Austurríki íþriðja með 587,5 stig, Tékkar í fjórða með 584,4 stig og Austur-Þjóðverjar í fimmta með 582,5 stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.