Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 57
Þyska knattspyrnan: A Stuttgart mögu- leika þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna? Frá Sigurði Björnssyni f V-Þýskalandi. HÉR á eftir fer annar htuti samantekar um þýsku Bundesliguna í knattspyrnu og að þessu sinni athugum við lið Asgeirs Sigurvinsson- ar, Stuttgart, Kaiserslautern, Werder Bremen og Dortmund. Hvort þessi lið eiga eftir að komast ofar á listanum yfir efstu lið er ekki gott að segja en keppnin um sœti í Evrópukeppnunum verður hörð og mikil og þessi lið eiga öll möguleika á að blanda sér í hana. \ Stuttgart Lið Ásgeirs Sigurvinssonar er nú í fjórða sæti, aðeins tveimur stig- um á eftir. Hamborg og Bayern. Það hefur gengið á ýmsu hjá Stuttgart í vetur og þá oftast í kringum þjálfara liðsins, Egon Co- ordes, en hann er nú í fyrsta skipti aðaiþjálfari liðs í Bundesligunni, hann var áður aðstoðarþjálfari Udo Latteks hjá Bayern. Menn bjug- gust við miklu af Stuttgart í upphafi tímabilsins, en mikil meiðsl lykil- leikmanna settu strik í reikninginn. Sérstaklega í Evrópukeppninni höfðu menn gert sér góðar vonir, en Stuttgart var slegið út af rússn- eska liðinu Torpedo Moskva í annarri umferð og fékk Stuttgart skell á heimavelli gegn þeim. Fór þá allt í háaloft og kröfðust áhang- endur liðsins að Coordes segði af sér. En Stuttgart varð fyrir enn einu áfallinu er Ásgeir meiddist eins og kunnugt er, og má segja að það hafi verið vendipunkturinn. Eftir að Ásgeir meiddist hefur Stuttgart ekki tapað leik í Bundes- ligunni og hefur náð að halda í við hin toppliðin. í seinni umferðinni má búast við að Stuttgart bíti frá sér, en að öllum líkindum getur Coordes þá teflt fram sínu sterk- asta liði, en Stuttgart getur státað af sterkustu miðjunni í Bundeslig- unni með leikmenn eins og lands- liðsmennina Buchwald, Allgöwer, Schröder og svo Ásgeir, sem var í mjög góðu formi áður en hann meiddist. Haldist friðurinn í her- búðum Stuttgart og sleppi lykilleik- menn við meiðsli er Stuttgart til alls líklegt. A Werder Bremen W Werder hefur valdið nokkrum von- brigðum sem af er, en það verður að taka með í reikninginn að marg- ir af lykilleikmönnum þess eins og Rudi Völler, Bruno Pezzey og fyrir- liðinn Benno Möhlmann hafa verið meira og minna meiddir. Eftir að Bremen varð í öðru sæti tvö síðastliðin ár og rétt misst af titlin- um til Bayern voru menn í Bremen orðnir langeygir eftir titlinum og í ár átti það svo að takast. Að vísu er Bremen aðeins fjórum stigum eftir Hamborg og Bayern, en liðið sýnir ekki þessa léttu skemmtilega knattspyrnu sem þeir voru svo vin- sælir fyrir. En eftir þetta langa frí leikmanna og þegar allir leikmenn liðsins ganga heilir til skógar, er liðið til alls líklegt og eins og Rudi Völler sagði: „Sá sem afskrifar okkur á eftir að verða hissa". Kaiserslautern er það lið sem mest hefur komið á óvart, það sem af er tímabilinu. Menn bjuggust við liðinu í botnbaráttunni, en ann- aö kom á daginn og er iiðið nú í fimmta sæti með 20 stig. Hannes Bongartz þjálfari og áður leikmað- ur með Kaiserslautern, hefur náð að byggja upp skemmtilegt lið og sýnir Kaiserslautern skemmtilega sóknarknattspyrnu hvort sem liðið leikur heima eða á útivelli. Á heimavelli sínum, Fritz Walter Stadion, hefur liðið enn ekki tapað leik og hefur það og gengi liðsins gert það að verkum að heimaleikir liðsins eru mjög vel sóttir. Fyrir tímabilið höfðu forráðamenn Kais- erlautern sagt að þeir þyrftu að meðaltali um 15.000 áhorfendur til þess að endar næðu saman og í fyrri umferðinni hafa þeir haft um 30.000 áhorfendur að meðaltali á hverjum heimaleik. Landsliðsmað- urinn Wolfram Wuttke sem áður var hjá Hamborg og Schalke og þótti hinn mesti vandræðageml- ingur, blómstrar undir stjórn Bongartz og í vetur endurheimti hann landsliðssæti sitt. Einnig hafa leikmenn sem aldrei hafa leik- ið í Bundesligunni blómstrað eins og sóknarleikmennirnir Sergio Allevi og Harald Kohr sem var fyr- ir tímabilið áhugamaður hjá Eintracht Trier en er nú ásamt Hartmann markhæstur leikmanna Kaiserslautern. Borussia Dortmund Gengi Dortmund-liðsins hefur komið nokkuð á óvart, en liöið hefur síðastliðin ár staðið meira og minna í fallbaráttunni. Hér munar mikið um þá leikmenn sem liðið keypti eftir síðasta tímabil en það eru sóknarleikmennirnir Frank Mill, sem þeir keyptu frá Mönch- engladbach og Norbert Dickel sem áður lék með Köln, en þeir tveir til samans hafa skorað tuttugu mörk fyrir Dortmund það sem af er. Dortmund er mjög sterkt á heimavelli, en á útivelli þykir liðið ekki eins sterkt og hafa þeir tapaö sínum flestum stigum þar, en Dort- mund hefur sýnt að liðið er til alls líklegt en Dormund var áður eitt af sterkustu liðum Þýskalands og eru forráðamenn liðsins og áhang- endur mjög ánægðir með árangur- inn til þessa. Fyrirliði Stuttgart, Ásgeir Sigurvinsson, á fullri ferð gegn fyrrum samherjum sínum f Bayern Munchen. getrmina- VINNINGAR! 26. leikvika - 14. febrúar 1987 Vinningsröð: 1 1 1 -XXX-1 X 1 - 1 2 1 1. vinningur: 12 réttir, kr. 69.010,- 4578+ 63114(4/11)+ 126509(6/11) 217615(16/11)+ 220751(7/11) 49609(4/11) 125245(6/11) 127285(6/11) 218792(11/11) 220853(9/11) • Rudi Völler reynir að leika á varnarmenn Stuttgart f lelk liðanna fyrr í vetur. Werder Bremen er nú í sjötta sæti en Stuttgart er f þvf fjórða og bæði liðin hafa fullan hug á að komast í Evrópukeppni næsta ár. 2. vinningur: 11 réttir, kr. 1.103,- 13 44168* 54519+ 95086 125083* 130215* 217868 220857 600 44330 54524+ 95806+ 125105 130271 218803 220580 3224 45284 55763 96668 125356 130283 215249 564562* 3910 45447 56337 56665 125554 130404 219368 564729 4588 + 46472+ 56706 57037 125553* 130416+ 219600 564737 4601 + 46841 56721*+ 9812 7 125657 130654 219680 564740 6778 47317 57095 58141* 125824 130708 215843 564743 10226 47478* 57117+ 98344 125838 201614 219855* 564744* 12712 45610 57118+ 58855 126054+ 210361* 220075+ 600795 13258 50728 57583 98896 126151* 210614 220138 600801 15585*’ 51131 5807*) 99053 126162 210744 220312 600807 16326 51231 58523 59332 126730 211024 220317* 613744 17541+ 51666 58546 100456 126741 211724* 220382* 638389 17543+ 52141 55073 100647 127071 212545 220397 638394 17547+ 52408+ 55770 100834 128261 213405 220400*+ 640174 17667+ 52424 59885 101167+ 128262 213515 220401*+ 640873 40473 52509 60556+ 101715 128377 214283 220685 669263 40753 52868 60846 102074 128701* 214507 220686 42020 53422 62778 102457 125199 216178 220759 42225* 53428 62792+ 102734 129201 216551 220860 43098 53751+ 62910+ 125044 125509 216768 220864 43215' 53880 62511 125057 129573 217616*+ 220865’ * - 2/11 43457 54516+ 63404+ 125067 125843 217766* 220874 Kærufrestur er til mánudagsins 9. mars 1987 kl. 12.00 á hádegi. Kænir skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kænjr verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsirtgar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kænifrests. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.