Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Laus störf við Fróð-
skaparsetrið í
Færeyjum
Við Fróðskaparsetrið í Færeyjum eru eftirtal-
in tvö störf laus frá 1. mars. Æskilegt er að
viðkomandi starfsmenn geti tekið til starfa
sem fyrst eftir þann tíma.
Lektorsstaða í rafmagnstækni og
kennslu- og rannsóknastaða ítölvu-
fræði.
Umsækjendur um lektorsstöðuna þurfa að
búa yfir nægilegri þekkingu og reynslu á
sviði rannsókna og kennslu til að geta byggt
upp og skipulagt nám í rafmagnsfræði. Við-
komandi mun annast kennslu tæknifræði-
legra grunngreina og einstakra sérgreina.
Sá sem tekur að sér rannsóknastöðuna mun
skipuleggja nám í tölvufræði og hagfræði.
Þá mun hann hafa með höndum kennslu
grunngreina og einstakra sérgreina innan
tölvufræðinnar.
Frekari upplýsingar um stöður þessar eru
veittar í síma: 009-298-15306.
Laun samkvæmt gildandi reglum um launa-
kjör starfsmanna við Fróðskaparsetrið í
Færeyjum.
Til greina kemur að endurgreiða útlagðan
kostnað vegna búferlafutninga. Nánari upp-
lýsingar um þetta atriði eru veittar á skrifstof-
unni í síma 009-298-15302.
Umsóknir ásamt öllum viðeigandi upplýsing-
um þurfa að hafa borist fyrir 25. febrúar
1987.
Fróðskaparsetur Föroya
Debesartröð
FR-100 Tórshavn
Föroyar.
Ráðgjafi
Einn af viðskiptavinum okkar hefur hug á að
ráða til sín ráðgjafa í matargerð og meðferð
matvæla. Um er að ræða einn stærsta mat-
vælaframleiðanda landsins. Umsækjendur
þurfa að hafa víðtæka reynslu og þekkingu
á matvælum og matargerð. Starfið sem um
ræðir er fólgið í alhliða ráðgjöf fyrir neytend-
ur og viðskiptavini. Viðkomandi verður að
geta komið fram í nafni fyrirtækisins við
hvers konar kynningar.
Vinsamlegast sendið umsóknir sem tiltaka
menntun, reynslu og persónulegar upplýs-
ingar til auglýsingastofunnar Góðs fólks.
Fullum trúnaði heitið.
Bílkrani
Vanan mann vantar nú þegar á 40 tonna
bílkrana.
Upplýsingar í srha 53999.
HAGVIBKI HF
SlMI 53999
Hagfræðinemi
á 4. ári óskar eftir vinnu í 5 mánuði.
Hefur unnið sjálfstætt við tölvuvæðingu
smærri fyrirtækja, einnig sem kerfishönnuður.
Upplýsingar í síma 37714.
Háseti — Fiskvinna
Háseti og matsveinn óskast á 40 tonna bát,
sem fer síðar á humar.
Tvær konur óskast í almenna fiskvinnu og
karlmaður helst með meirapróf.
Einnig mann í handflökun.
Fiskanaust hf.,
sími40888 og
á kvöldin 76055.
Laus staða
sérfræðings
á eðlisfræðistofu Raunvísinda-
stofnunar Háskólans
Staða fastráðins sérfræðings í þéttefnis-
fræðum við eðlisfræðistofu Raunvísinda-
stofnunar Háskólans er laus til umsóknar.
Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa á
sviði eðlisfræði málma og hafa umsjón með
þeirri rannsóknaraðstöðu sem þegar er fyrir
hendi á stofunni á þessu sviði. Umsóknar-
frestur er til 17. mars nk.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir
hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og
námsferii sinn og störf. Með umsókninni
skulu send eintök af vísindalegum ritum og
ritgerðum umsækjenda, prentuðum og
óprentuðum. Umsóknir skulu sendar
menntamálaráðuneytingu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
16. febrúar 1987.
Hjúkrunarfræðingar
Langar ykkur ekki að breyta til. Okkur bráð-
vantar hjúkrunarfræðinga í fastar stöður og
til sumar- og vetrarafleysinga. Góð vinnu-
aðsta og léttur vinnuandi meðal starfsfóiks.
Góð launakjör og gott húsnæði í boð.
Ef þið hafið áhuga, hafið þá samband.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 96-71166 og heima í síma 96-71417.
Sjúkrahús Sigiufjarðar.
Fiskvinna
Vantar fólk í fiskvinnu.
Fæði og húsnæði á staðnum.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 92-8305.
Hópsnes hf.,
Grindavík.
Auglýsingastofur
Teiknari með fjölbreytta starfsreynslu óskar
eftir starfi strax.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. í síðasta
lagi 23. febrúar merkt: „List — 707“.
Greininga- og ráðgjafastöð
ríkisins
Sæbraut 1-2, Seltjarnarnesi
Þroskaþjálfar
— fóstrur
Lausar stöður
1. Tvær heilsdagsstöður, deildarþroska-
þjálfa eða fóstra á almennri athugunar-
deild. Starfið felst í umönnun og athugun
fatlaðra barna og þátttöku í þverfaglegu
greiningastarfi.
2. Ein hálfsdagsstaða þroskaþjálfa eða
fóstru á sérhæfðri athugunardeild. Starfið
felst í langtímaathugun og þróun með-
ferðar fatlaðra barna.
Reynsla og þekking á fötlun barna æskileg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 1.
mars nk. Frekari upplýsingar í síma 611180.
Verksmiðjustörf
Viljum ráða starfsfólk til starfa í verksmiðju
vorri.
Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni frá
kl. 9.00-17.00.
Sölumaður nýrra
bifreiða
Óskum að ráða nú þegar sölumenn fyrir
nýjar bifreiðar.
Umsækjendur skulu vera á aldrinum 25-35 ára.
Enskukunnátta nauðsynleg.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 23.
febrúar nk. merkt: „Bílar — 10028“.
Móttökustarf
Óskum að ráða duglega, hressa og ábyggi-
lega manneskju við móttökustörf.
Vinnutími: mánud. og miðvikud. 9.00-18.00,
þriðjud. og fimmtud. 16.00-23.00 og föstud.
9.00-19.00.
Umsóknir sendist fyrir 23. febrúar.
Jónínu <£ sáfgústu
Bandalag kennara á
Norðurlandi- eystra
óskar að ráða ritstjóra að Heimili og skóla.
Verkefni: að koma út fyrsta tölublaði fyrir
páskaleyfi. Góð laun í boði.
Nánari uppl. veittar í síma 96-43585 (Guð-
rún) og 96-43291 (Svanhildur).
Umsóknum skal skila til fræðsluskrifstofu
Norðurlands-eystra, Akureyri fyrir 28. febrúar.
Ritnefnd.