Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 mmmn „K&yndu cö> rnurvA eftirÖUu sem þö hcfur bor&oi> siðustu prjd. dagc*~-" Ást er ... ... að finna að fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott TM Reg. U.S Pat. Ofl—all rtghts reserved 01986 Los Angeies Times Syndicate Hvað ætla þau að gera þegar hveitibrauðsdögun- um lýkur? Þetta er frábært, áttu græna? HÖGNI HREKKVÍSI EK FULLUR AF FISKi-" '' i, í. %' ** >: >■ -r. >*• IX r- — ■* ^ . t"' Bamavinur mælist til þess að ávallt verði haldið opinni vök í Reykjavíkurtjörn fyrir fuglanna. Borgarstjórinn geri það fyrir börnin Eitt af því sem tilheyrir bæjarlíf- inu hér í Reykjavík og lífsmynstri bamanna í bænum er ferð niður að Tjörn til að gefa fuglunum. Lítilsháttar tilraun hefur verið gerð til að halda smávök opinni framan við Búnaðarfélagshúsið, með því að hleypa heitu vatni þar út í Tjörn- ina. Svo spör eru yfírvöldin á þennan vatnssopa að hann nægir hvergi til þess að halda vökinni opinni fari frostið í 4-5 stig. Og núna undanfama frostdaga hefur engin vök verið á Tjörninni og fugl- amir i burtu. Þetta olli mörgum miklum von- brigðum um helgina. Eg hef orðið þess var að borgar- stjórinn minnist stundum opinber- lega æskuára sinna hér í bænum. Nú síðast um daginn er vígður var nýr bíll slökkviliðsins. Skyldi hann ekki líka eiga endurminningar frá því að hann fór niður á Tjöm sem lítill drengur að gefa fuglunum brauð? Trúlega. Við skulum þá vona að hann hafi ekki komið að Tjöm- inni frosinni og fuglalausri. Óskandi væri að borgarstjórinn skerist í málið. Geri að því gang- skör að haldið verði opinni sóma- samlegri vök á Tjöminni yfir vetrarmánuðina ekki síst fyrir litlu bömin í bænum. Þau munu síðar á ævinni geta yljað sér við endur- minningar um heimsókn til fugl- anna á Tjörninni, og sagt frá því: Þar var alltaf haldið opinni vök og því ætíð hægt að gefa fuglunum þó Tjömin væri að öðruleyti undir Barnavinur Víkverji skrifar Fyrir skömmu var verið að ræða um tannvemd í bamatíma ríkissjónvarpsins og var sagt frá merkjum, sem dreift er á vegum heilbrigðisráðuneytisins til skóla- barna. Sagði umsjónarmaður þá: „Merkin vom dreifð." Víkveiji hafði aldrei heyrt þannig tekið til orða áður, þegar ætlunin er að segja frá því að einhveiju hafi verið dreift. Hefði þessi ambaga að sjálfsögðu aldrei átt að komast út í loftið, svo að notað sé orðatiltæki útvarps- manna. í Morgunblaðinu á laugardag var sagt frá ræðu, er Ólafur G. Einars- son, þingflokksformaður sjálfstæð- ismanna, flutti. Þar var þess getið, að „prívatisering“ hér á landi hefði vakið athygli annars staðar á Norð- urlöndum, einkum í Svíþjóð. Þetta orð „prívatisering" er mikið notað í fréttum og stjórninálaumræðum um heim allan um þessar mundir. Með því er vísað til sölu ríkisfyrir- tækja, tilfærslu þeirra til einkaaðila. Er unnið að þessu af miklu kappi í Bretlandi, Frakklandi og Japan. Er nauðsynlegt að sameinast um ís'.enskt orð, sem lýsir þessum eig- endaskiptum jafn skýrt og gert er með orðinu „prívatisering". í byijun mars er boðað til Viðskiptaþings, þar sem á að ræða „einkavæðingu“ — er þetta lausnarorðið? Víkveiji hefur velt því fyrir sér, hvort orðalagið „að koma til að vera“, dæmi: vaxtafrelsið er komið til að vera á Islandi, sé þess eðlis, að ástæða sé til að amast við því eða ekki. Connie Hedegaard, 26 ára, er meðal skærustu stjamanna í dönskum stjómmálum um þessar mundir. Hún var kjörin á þing fyrir íhaldsflokkinn 1983 og gegnir nú margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir hann auk þess sem hún hefur verið valin til forystu í samtökum ungs fólks, er styður samvinnu vestrænna þjóða í varnar- og örygg- ismálum. Dvaldist hún hér á landi um síðustu helgi. Átti Víkveiji þess kost að hlusta á hana á fundi Varð- bergs og Samtaka um vestræna samvinnu. Lýsing hennar á áhugaleysi með- al ungs fólks í Danmörku á öryggismálum vakti nokkurn ugg. Sýnist sú skoðun hafa festst í hug- um þeirra, sem vom að komast til vits og ára, þegar „friðarhreyfing- ar“ fóm að láta að sér kveða 1980, að ástæðulaust sé að leggja nokkuð af mörkum til eigin öryggis. Þessu ljúki hvort eð er öllu í kjam- orkuvíti, ef friðurinn rofni. Þá aðhyllast margir þá skoðun, að í raun sé enginn munur á Sovétríkj- unum og Bandaríkjunum. Hér hefur þessi skortur á að þora eða vilja meta þessi stórveldi hvort með sínum hætti verið kenndur við sam- anburðarfræði. Á gmndvelli þeirra komast menn gjarnan að þeirri nið- urstöðu, að Bandaríkin séu ívið verra risaveldi en Sovétríkin! því, hvemig háttað væri fræðslu um utanríkis- og öryggismál í danska skólakerfinu. Hún sagði, að 1975 hefði Ritt Bjerregaard, menntamálaráðherra jafnaðar- manna, beitt sér fyrir nýrri námsskrá í sögu eða samfélags- fræðum. Hefði hún mótast af því meginviðhorfi, að í skólum ættu menn ekki að læra staðreyndir held- ur hvemig þeir gætu aflað sér þeirra. Af þessu hefði leitt, að hætt var að kenna sögu í dönskum skól- um með þeim hætti, að nemendur kynntust henni í samfellu. Rýnt væri í einstök tímabil og stiklað á einstökum atburðum. Sagði Connie Hedegaard, að hún hefði sjálf farið í gegnum danska skólakerfið án þess að læra þar nokkuð um síðari heimsstyijöldina, aðdraganda henn- ar eða afleiðingar. í Afyrrgreindum fundi var ( . Connie Hedegaard spurð að Menn minnast þess ef til vill, að fyrir nokkrum árum urðu harðar umræður um þá stefnu hér á landi að hætta að leggja áherslu á stað- reyndir í sögukennslu eða samhengi sögunnar. Ef Víkveiji man rétt var þá ákveðið að hverfa af þessari ein- kennilegu braut. Um málið hefur ekki verið fjallað í fjölmiðlum í nokkurn tíma. Hvernig væri að gera okkur háttvirtum kjósendum, skattborgurum og foreldrum grein fyrir stöðu þess nú fyrir kosningar? Er ekki sanngjamt að við fáum að velja á milli Ieiða í skólamálum í kosningum? Eða eiga kosningar bara að snúast um kaup og kjör þeirra, sem í skólunum starfa?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.