Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 39
___________________________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ Ólafur Ormsson 39 „Þannig starfar kerfið“ Það er komið fram yfir miðjan febrúarmánuð og sama góða veðrið dag eftir dag hér í borginni. Telst það beinlínis til tíðinda ef hitinn fer mikið niður fyrir frostmark og snjó er hvergi að finna nema í hlíðum Esjunnar og engu líkara að hann sé þar fyrir erlenda ferðamenn til að minna á þá staðreynd að sú var tíð að hér var eitt sinn töluvert um snjó. Greiðfært er um götur borgarinn- ar og umferðin gekk ljómandi vel, þriðjudagsmorguninn 10. febrúar, þegar ég var á leið með skatta- skýrsluna niður í Tryggvagötu, upp úr klukkan níu. Skilafrestur fyrir launþega að renna út og samt eng- in örtröð, kassinn í anddyrinu í Tryggvagötunni að verða stútfullur og mikið af skattaskýrslum enn að berast. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur lagði bíl sínum á planið fyrir framan Morgunblaðshúsið og minnti einna helst á skæruliðafor- ingja ur frumskógum Suður-Am- eríku. Með sítt hár, alskeggjaður, heilsaði vingjamlega þegar við vor- um samferða inn í höfuðstöðvar blaðsins og ég tel ekki ólíklegt að hann hafi verið að skila inn grein um pólitíska vígstöðu vinstri sósíal- ista. Það eru alþingiskosningar framundan og róttækum vinstri sósíalistum gefinn kostur á að fjalla um þjóðmálin, stjómmálin, í blaði allra landsmanna, Morgunblaðinu. í Kökuhúsinu við Austurvöll hafði hópur framhaldsskólanema lagt undir sig nokkur borð. Þar var líka Sigurjón Jóhannsson, leik- tjaldasmiður hjá Þjóðleikhúsinu og listmálari. Kvöldið áður var frum- sýnd í ríkissjónvarpinu kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Böðullinn og skækjan. Við flest borð var myndin aðalumræðuefnið. Siguijón Jóhannsson hafði margt gott um myndina að segja, var jafnframt gagnrýninn á örfá atriði, þá helst hvað myrkrið væri yfirþyrmandi, eins og varla nokkur maður i mynd- inni ætti sér viðreisnarvon, allt meira eða minna glatað. Hann var þó ekki í nokkmm vafa um að Hrafn hefði sýnt það og sannað að hann kynni til verka og Sigutjón hvað það vera spennandi að fylgjast með Hrafni í framtíðinni. Ég kom á verkstæði í bakhúsi við Laugaveginn og þar voru menn einnig að ræða um kvikmyndina og þar var hrifningin almenn. Bar mönnum saman um að kvikmynda- taka, leikur og leikstjón væri í háum gæðaflokki. Það var líka fleira sem um var rætt. Verkstæðisformaður- inn var að fá sér nýja fólksbifreið ekki alls fyrir löngu og af því til- efni varð hann að fá sér nýtt númer á bílinn. Hann fór inn í Bifreiðaeftir- lit ríkisins og þar var mikið um að vera og margir sem biðu eftir af- greiðslu. Verkstæðisformanninum fór að leiðast biðin og kvartaði yfir að afgreiðslan væri seinvirk. Sagði hann að komið hefði til sín af- greiðslumaður sem greinilega var búinn að vinna þar í áratugi. Maður á sjötugsaldri sem tók í nefið og varekki háðurneinu nútímastressi. — Það er nokkur bið, góði minn, sagði afgreiðslumaðurinn. — Og ekki að vita nema þú þurfír að bíða lengi, kannski fram á vor þegar gróðurinn fer að taka við sér. Hér er aldrei friður. Hvemig á líka ann- að að vera? Fluttar inn þúsundir bíla árlega og það þarf að setja á þá númer, góði, sagði afgreiðslu- maðurinn og hló. Verkstæðisformaðurinn sagðist ekki hafa verið fullkomlega sáttur við þessi ummæli og hafa sagt við afgreiðslumanninn hjá Bifreiðaeft- irliti ríkisins: — Þannig starfar kerfið. Það er alltaf sami höfuð- verkurinn þegar þarf að eiga við hið opinbera. Lottóið er að vera ein helsta skemmtun manna á laugardags- kvöldum. Þegar kúlumar skoppa út úr hjólinu fyrir framan alþjóð í ríkissjónvarpinu er spennan mikil enda stórar upphæðir sem spilað er um. Ég kom inn í hús í Hlíðunum um daginn og hefði mátt heyra saumnál detta á gólfið, svo hljótt var þar í stofunni þegar leikurinn hófst. Síminn var tekinn úr sam- bandi og ekki svarað dyrabjöllu þegar kúiumar skoppuðu hver af annarri úr hjólinu. Húsbóndinn á heimilinu var með fyrstu fjórar töl- umar réttar. Hann kveikti í vindli og fór að ræða um heimsreisu að vori, sannfærður um að hann væri sigurvegarinn, með fimm tölur rétt- ar. Svo datt fimmta og síðasta kúlan úr hjólinu og húsbóndinn því miður ekki með rétta tölu og von- brigðin skiljanlega mikil. Við vorum þama tveir í stofunni fyrir framan sjónvarpsskerminn og allt í einu var áætlunin um heimsreisuna að engu orðin. Hann var þó með íjórar tölur réttar og átti von á einhverri vinn- ingsupphæð og lífíð svo sem hreint ekki glatað. — Kannski að þetta séu nú þijátíu til fjörutíu þúsund krónur, sagði hann og kom svo með kaffí og molasykur inn í stofuna. Síðar um kvöldið var sagt frá úrslitum í Lottóinu í fréttum á Bylgjunni. Þá kom í ljós að tugir manna vom með íjórar tölur réttar og í hlut hvers og eins komu um fimmtán hundruð krónur. — Ekki fer ég í heimsreisu fyrir fimmtán hundruð krónur, sagði húsbóndinn þegar úrslit lágu fyrir. — Það má þó reyna aftur, bætti hann við þegar hann hellti kaffi í bollann. í rúma hálfa öld hefur Hótel Borg staðið í fararbroddi í veitinga- og gistihúsarekstri. Hótel Borg hef- ur átt sína föstu viðskiptavini í gegnum árin og þar koma margir árla morguns og fá sér kaffi og meðlæti og ræða um daginn og veginn. Föstudagsmorgun í byijun febrúarmánaðar var setið þar við nokkur borð í veitingasalnum á fyrstu hæð, Pósthússtrætismegin. Við Guðni Jónsson, framkvæmda- stjóri ráðgjafar- og ráðningarþjón- ustunnar, litum inn og spáðum í komandi alþingiskosningar og ræddum einnig um lífið og tilveruna yfir ijúkandi kaffibollum. Guðni er bjartsýnismaður og á auðvelt með að koma auga á hið skoplega í til- verunni. Dugandi athafnamaður sem trúir á einstaklingsframtakið eins og vera ber. Tíminn leið hratt, við höfðum um margt að ræða og vorum sammála um að málefnastaða Sjálfstaíðis- flokksins væri góð og þess vegna ekki ólíklegt að kosningasigur sé nokkuð bókaður að vori. Eins og til að undirstrika þá bjartsýni, þá gekk Bogi Ingimarsson lögfræðing- ur í salinn, formaður hverfasam- taka sjálfstæðismanna í Hlíðunum. Við Guðni lukum við kaffið úr boll- unum og þegar við komum út í Pósthússtræti var orðið bjart af degi. 1907 ^0 1987 Verkamannafélagið Hlíf Afmælisfagnaður í tilefni 80 ára afmælis félagsins verður haldinn afmælisfagnaður, sunnudaginn 22. febrúar kl. 14.00, í veitingahúsinu Skútunni, Dals- hrauni 1 5. Hlífarfélagar, makar þeirra og aðrir velunnarar félagsins eru boðnir velkomnir. Stjórn V.m.f. Hlffar. Er vigtin að angra þig? Er úthaldið Iftið? V-þýsk æfinga- tæki Borðtennisborð á hjólum kr. 16.340 stgr. Spaöar, net og kúl- ir Aerobic œflngadýna kr. 1.820.- rrimmsett kr. 2.382.- ur. ,r %. * i ij ^ lur^r: Aerobic lóð, parið kr. 890.- Handlóð 1,6 kg., parið kr. 800,- Handlóð 2,6 kg., parlð kr. 1.090.- Handlóð 5 kg., parlð kr. 1.600.- Armúla 40, sími 35320 Þrekhjól frd kr. 6.900 — 16.190 8tgr. Fjölnota œflngateakl kr. 16.637,- Lóð 0,6 kg. til 20 kg. Stanglr 36 Æflngastöð kr. 37.060.- stgr. stgr. Róðrarvólar frd kr. 7.096.- cm og 160 cm. stgr. /M4RKIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.