Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 39
___________________________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ Ólafur Ormsson
39
„Þannig starfar kerfið“
Það er komið fram yfir miðjan
febrúarmánuð og sama góða veðrið
dag eftir dag hér í borginni. Telst
það beinlínis til tíðinda ef hitinn fer
mikið niður fyrir frostmark og snjó
er hvergi að finna nema í hlíðum
Esjunnar og engu líkara að hann
sé þar fyrir erlenda ferðamenn til
að minna á þá staðreynd að sú var
tíð að hér var eitt sinn töluvert um
snjó.
Greiðfært er um götur borgarinn-
ar og umferðin gekk ljómandi vel,
þriðjudagsmorguninn 10. febrúar,
þegar ég var á leið með skatta-
skýrsluna niður í Tryggvagötu, upp
úr klukkan níu. Skilafrestur fyrir
launþega að renna út og samt eng-
in örtröð, kassinn í anddyrinu í
Tryggvagötunni að verða stútfullur
og mikið af skattaskýrslum enn að
berast.
Ragnar Stefánsson jarðskjálfta-
fræðingur lagði bíl sínum á planið
fyrir framan Morgunblaðshúsið og
minnti einna helst á skæruliðafor-
ingja ur frumskógum Suður-Am-
eríku. Með sítt hár, alskeggjaður,
heilsaði vingjamlega þegar við vor-
um samferða inn í höfuðstöðvar
blaðsins og ég tel ekki ólíklegt að
hann hafi verið að skila inn grein
um pólitíska vígstöðu vinstri sósíal-
ista. Það eru alþingiskosningar
framundan og róttækum vinstri
sósíalistum gefinn kostur á að fjalla
um þjóðmálin, stjómmálin, í blaði
allra landsmanna, Morgunblaðinu.
í Kökuhúsinu við Austurvöll
hafði hópur framhaldsskólanema
lagt undir sig nokkur borð. Þar var
líka Sigurjón Jóhannsson, leik-
tjaldasmiður hjá Þjóðleikhúsinu og
listmálari. Kvöldið áður var frum-
sýnd í ríkissjónvarpinu kvikmynd
Hrafns Gunnlaugssonar, Böðullinn
og skækjan. Við flest borð var
myndin aðalumræðuefnið. Siguijón
Jóhannsson hafði margt gott um
myndina að segja, var jafnframt
gagnrýninn á örfá atriði, þá helst
hvað myrkrið væri yfirþyrmandi,
eins og varla nokkur maður i mynd-
inni ætti sér viðreisnarvon, allt
meira eða minna glatað. Hann var
þó ekki í nokkmm vafa um að Hrafn
hefði sýnt það og sannað að hann
kynni til verka og Sigutjón hvað
það vera spennandi að fylgjast með
Hrafni í framtíðinni.
Ég kom á verkstæði í bakhúsi
við Laugaveginn og þar voru menn
einnig að ræða um kvikmyndina og
þar var hrifningin almenn. Bar
mönnum saman um að kvikmynda-
taka, leikur og leikstjón væri í háum
gæðaflokki. Það var líka fleira sem
um var rætt. Verkstæðisformaður-
inn var að fá sér nýja fólksbifreið
ekki alls fyrir löngu og af því til-
efni varð hann að fá sér nýtt númer
á bílinn. Hann fór inn í Bifreiðaeftir-
lit ríkisins og þar var mikið um að
vera og margir sem biðu eftir af-
greiðslu. Verkstæðisformanninum
fór að leiðast biðin og kvartaði yfir
að afgreiðslan væri seinvirk. Sagði
hann að komið hefði til sín af-
greiðslumaður sem greinilega var
búinn að vinna þar í áratugi. Maður
á sjötugsaldri sem tók í nefið og
varekki háðurneinu nútímastressi.
— Það er nokkur bið, góði minn,
sagði afgreiðslumaðurinn. — Og
ekki að vita nema þú þurfír að bíða
lengi, kannski fram á vor þegar
gróðurinn fer að taka við sér. Hér
er aldrei friður. Hvemig á líka ann-
að að vera? Fluttar inn þúsundir
bíla árlega og það þarf að setja á
þá númer, góði, sagði afgreiðslu-
maðurinn og hló.
Verkstæðisformaðurinn sagðist
ekki hafa verið fullkomlega sáttur
við þessi ummæli og hafa sagt við
afgreiðslumanninn hjá Bifreiðaeft-
irliti ríkisins: — Þannig starfar
kerfið. Það er alltaf sami höfuð-
verkurinn þegar þarf að eiga við
hið opinbera.
Lottóið er að vera ein helsta
skemmtun manna á laugardags-
kvöldum. Þegar kúlumar skoppa
út úr hjólinu fyrir framan alþjóð í
ríkissjónvarpinu er spennan mikil
enda stórar upphæðir sem spilað
er um. Ég kom inn í hús í Hlíðunum
um daginn og hefði mátt heyra
saumnál detta á gólfið, svo hljótt
var þar í stofunni þegar leikurinn
hófst. Síminn var tekinn úr sam-
bandi og ekki svarað dyrabjöllu
þegar kúiumar skoppuðu hver af
annarri úr hjólinu. Húsbóndinn á
heimilinu var með fyrstu fjórar töl-
umar réttar. Hann kveikti í vindli
og fór að ræða um heimsreisu að
vori, sannfærður um að hann væri
sigurvegarinn, með fimm tölur rétt-
ar. Svo datt fimmta og síðasta
kúlan úr hjólinu og húsbóndinn því
miður ekki með rétta tölu og von-
brigðin skiljanlega mikil. Við vorum
þama tveir í stofunni fyrir framan
sjónvarpsskerminn og allt í einu var
áætlunin um heimsreisuna að engu
orðin. Hann var þó með íjórar tölur
réttar og átti von á einhverri vinn-
ingsupphæð og lífíð svo sem hreint
ekki glatað.
— Kannski að þetta séu nú
þijátíu til fjörutíu þúsund krónur,
sagði hann og kom svo með kaffí
og molasykur inn í stofuna. Síðar
um kvöldið var sagt frá úrslitum í
Lottóinu í fréttum á Bylgjunni. Þá
kom í ljós að tugir manna vom með
íjórar tölur réttar og í hlut hvers
og eins komu um fimmtán hundruð
krónur.
— Ekki fer ég í heimsreisu fyrir
fimmtán hundruð krónur, sagði
húsbóndinn þegar úrslit lágu fyrir.
— Það má þó reyna aftur, bætti
hann við þegar hann hellti kaffi í
bollann.
í rúma hálfa öld hefur Hótel
Borg staðið í fararbroddi í veitinga-
og gistihúsarekstri. Hótel Borg hef-
ur átt sína föstu viðskiptavini í
gegnum árin og þar koma margir
árla morguns og fá sér kaffi og
meðlæti og ræða um daginn og
veginn. Föstudagsmorgun í byijun
febrúarmánaðar var setið þar við
nokkur borð í veitingasalnum á
fyrstu hæð, Pósthússtrætismegin.
Við Guðni Jónsson, framkvæmda-
stjóri ráðgjafar- og ráðningarþjón-
ustunnar, litum inn og spáðum í
komandi alþingiskosningar og
ræddum einnig um lífið og tilveruna
yfir ijúkandi kaffibollum. Guðni er
bjartsýnismaður og á auðvelt með
að koma auga á hið skoplega í til-
verunni. Dugandi athafnamaður
sem trúir á einstaklingsframtakið
eins og vera ber.
Tíminn leið hratt, við höfðum um
margt að ræða og vorum sammála
um að málefnastaða Sjálfstaíðis-
flokksins væri góð og þess vegna
ekki ólíklegt að kosningasigur sé
nokkuð bókaður að vori. Eins og
til að undirstrika þá bjartsýni, þá
gekk Bogi Ingimarsson lögfræðing-
ur í salinn, formaður hverfasam-
taka sjálfstæðismanna í Hlíðunum.
Við Guðni lukum við kaffið úr boll-
unum og þegar við komum út í
Pósthússtræti var orðið bjart af
degi.
1907 ^0 1987
Verkamannafélagið Hlíf
Afmælisfagnaður
í tilefni 80 ára afmælis félagsins verður haldinn afmælisfagnaður,
sunnudaginn 22. febrúar kl. 14.00, í veitingahúsinu Skútunni, Dals-
hrauni 1 5.
Hlífarfélagar, makar þeirra og aðrir velunnarar félagsins eru boðnir
velkomnir.
Stjórn V.m.f. Hlffar.
Er vigtin að angra þig? Er úthaldið Iftið?
V-þýsk
æfinga-
tæki
Borðtennisborð á hjólum kr.
16.340 stgr. Spaöar, net og kúl-
ir Aerobic œflngadýna kr. 1.820.- rrimmsett kr. 2.382.- ur.
,r %. * i ij ^
lur^r:
Aerobic lóð, parið kr. 890.-
Handlóð 1,6 kg., parið kr. 800,-
Handlóð 2,6 kg., parlð kr. 1.090.-
Handlóð 5 kg., parlð kr. 1.600.-
Armúla 40, sími 35320
Þrekhjól frd kr. 6.900 — 16.190
8tgr.
Fjölnota œflngateakl kr. 16.637,- Lóð 0,6 kg. til 20 kg. Stanglr 36 Æflngastöð kr. 37.060.- stgr.
stgr. Róðrarvólar frd kr. 7.096.- cm og 160 cm.
stgr.
/M4RKIÐ