Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 59 Bikarkeppni KKÍ: Valsmenn með gott veganesti - sigruðu KR með 13 stiga mun Valsmenn stigu í gærkvöldi stórt skref í áttina aft sæti í undanúr- slitum f bikarkeppni KKÍ meft góðum sigri á KR. Valur hafði yfir á nær öllum tölum í fyrri hálfleik og f þeim síftari breikkaði bilift á milli liðanna. í lokin skildu 13 stig liftin af og Valsmenn því gott veganesti með sór f síftari bikar- leikinn eftir viku. Sterk vörn Vals og slæm hittni KR á fyrstu mínútunum reyndist slæmur fyrirboði fyrir vesturbæjar- liðiö sem ekki náði sér á strik fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn. Það var ekki fyrr en Garðar Jó- hannsson kom inn á, að sóknar- leikur liðsins fór að ganga betur án þess þó að forskoti Valsmanna yrði ógnað verulega. Munurinn á liðunum var ekki nema fimm stig í leikhléi en góður kafli Vals í síðari hálfleik gerði endanlega út um vonir KR. Tómas Holton var atkvæðamik- ill í sóknarleiknum hjá Vai, skoraði fjórar hreinar körfur utan þriggja stiga línunnar og átti urmul fal- legra sendinga á samherja sína. Einar Ólafsson og Sturla Örlygs- son komust vel frá leiknum og Torfi Magnússon var sterkur í vörninni. Leikurinn ítölum íþróttahús Hagaskóla 17. fc>- brúar 1987. Bikarkeppni KKÍ, 8-lifta úrsiit (fyrri leikur), KR-Valur 55:68 (33:38) 4:0,4:7,6:14,12:22,21:24,33:38, 38:49,52:66,55:68. Stig KR:Guðni Guðnason 15, Garðar Jóhannsson 12, Þorsteinn Gunnars- son 10, Matthías Einarsson 6, Guðmundur Jóhannsson 5, Ástþór Ingason 4, Ólafur Guömundsson 3. Stig Vals:Tómas Holton 18, Einar Ólafsson 16, Sturla Örlygsson 15, Torfi Magnússon 10, Leifur Gústafs- son 5, Páll Arnar 4. Enginn leikmaður KR náði sér fyllilega á strik í leiknum. Garðar og Guðni Guðnason áttu góðar rispur í fyrri hálfleik og Þorsteinn Gunnarsson gerði ýmislegt laglegt upp á eigin spýtur í þeim seinni. En ef á heildina er litið var leikur liðsins lítt sannfærandi. Jóhann Dagur og Sigurður Valur dæmdu þokkalega. FE Knattspyrna: Fleck með þrennu fyrir Skota SKOTAR unnu íra, 4:1, i Evrópu- keppni landsliða skipaft leik- mönnum 21 árs og yngri í Edinborg í gærkvöldi. Fleck skor- afti þrennu fyrir Skota og Fergu- son sá um fjórða markið. Coyle skoraði mark íra strx á 2. mínútu. Skotar hafa forystu í riðlinum með 4 stig eftir tvo leiki. Belgar eru með eitt stig eftir einn leik og írar reka lestina með 1 stig eftir þrjá leiki. íþróttir í sjónvarpi: Enski boltinn og NBAdeildin NÚ fer aft styttast í því aft enski boltinn hætti á skjánum hjá ríkissjónvarpinu. Næstu fjóra laugardaga verða leikir í beinni útsendingu en um framhald á boitanum er óráftið. Á laugardaginn kemur verður leikur Tottenham og Newcastle sýndur og síöan verður bein út- sending frá Bikarglímu íslands í íþróttaþættinum sem hefst strax á eftir enska boltanum. Einnig verður sýnt eitthvað um lands- leiki Júgóslava og íslendinga í handknattleik sem verða í Laug- ardalshöll á mánudag og þriðju- dag í næstu viku. Stöð 2 Stöð 2 heldur áfram að sýna frá NBA körfuboltanum í Banda- ríkjunum á morgun fimmtudag. Útsendingin hefst um klukkan 22 og að þessu sinni verður það leikur Los Angeles Lakers og Philadelphia 76’ers sem verður sýndur. Á sunnudaginn kemur verður síðan blandaður íþróttaþáttur og hefst hann klukkan 14.30. Þar verður meðal annars hjólreiða- keppnin „Race across America" • Charles Barkley sem leikur meft Philadelphiu 76’ers hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur. en í þeirri keppni hjóla menn yfir þver Bandaríkin. Á sunnudögum er ætlunin að sýna knattspyrnu frá meginlandi Evrópu en þar sem Þjóðverjar eru í vetrarfrí enn sem komið er verður enginn þáttur næsta sunnudag. Morgunblaöið/Þorkell • Torfi Magnússon Vai og Guftmundur Jóhannsson KR eigast hér vift í bikarleik liðanna í gærkvöldi. ... imi mn Bikarkeppni KKÍ: Haukar sigruðu ÍR-inga HAUKAR unnu ÍR-inga, 84:79, í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í miklum baráttuleik í Hafnarfirfti í gærkvöldi. Þetta var fyrri leikur þessara lifta og munu þau mæt- ast aftur í Seljaskóla eftir viku. ÍR, sem leikur í fyrstu deild, lék mjög vel framan af leiknum og^ hafði lengst af allt að 10 stiga for^’""’ ystu, en á síðustu mínútum fyrri hálfeiks tókst Haukum að minnka muninn í eitt stig. Haukar náðu síðan mun betur saman í seinni hálfleik en baráttan var allan tímann mjög mikil í báðum liðum. Pálmar var bestur í liði Hauka, skoraði mikið í fyrri hálfleik en lék meðhjerja sína meira uppi í þeim seinni. Henning stóð einnig vel fyrir sínu. Hjá ÍR var Jón Örn mjög góður í annars mjög jöfnu liði. ágás Leikurinn ítölum íþróttahúsið í Hafnarfirði 17. febrúar 1987. Bikarkeppni KKÍ (fyrri ieikur), Haukar—ÍR 84:79 (43:44). 4:13,- 11:17, 21:33, 32:35, 43:44, 56:56, 73:64, 79:71, 81:73, 81:79, 84:79. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 17, Hennig Henningsson 16, Ivar Ás- grimsson 12, Bogi Hjálmtýsson 10, Ingimar Jónsson 10, Reynir Kristjáns- son 8, Ólafur Rafnsson 7 og Sigurgeir Tryggvason 4. Stig ÍR: Jón Örn Guðmundsson 35, Jóhannes Sveinsson 18, Karl Guð- laugsson 12, Ragnar Torfason 8 og Bragi Reynisson 6. IBK sigraði UMFN í framlengdum leik KEFLVÍKIGINGAR sigruðu Njarðvíkinga í framlengdum leik í bikarkeppni KKÍ í Njarftvík í gærkvöldi. Leikurinn var æsi- spennandi frá upphafi til enda. Eftir venjulegan leiktíma var staft- an jöfn, 58:58 og í framlengu náftu Keflvíkingar að skora 11 stig gegn 10 stigum Njarðvíkinga. Þetta var fyrri leikur liðanna og mætast þau aftur í Keflvík eftir viku. „Ég er ekki nógu ánægður með úrslitin, við hefðum átt að sigra með meiri mun. í framlengingunni náðum við fimm stiga forskoti sem okkur tókst ekki að halda, það getur því allt gerst í síðari leikn- um,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjáflari ÍBK, eftir leikinn. Keflvíkingar komu ákveðnir til þessa leiks og náðu frumkvæðinu þegar í upphafi. Þeir höfðu góðar gæturá Val Ingimundarsyni, stiga- hæsta leikmanni UMFN, og skoraði hann ekki stig fyrr en á fimmtu mínútu síðari hálfleiks. Mótlætið fór í taugarnar á Njarðvikingum sem höfðu ýmislegt við dómgæsluna að athuga og kostaði það liðið nokkrar tækni- villur. Njarðvíkingum tókst samt að jafna metin í upphafi síðarrhálf- leiks og komust yfir 39:38 og sían 7 stigum yfir, 55:48, þegar 5 mínútur voru til leiksloka, en mistu það forskot niður aftur. Keflvíking- ar komust í 57:58, Valur jafnaði úr vítakosti, hitti ekki úr seinna skotinu og Keflvíkingar reyndu Leikurinn ítölum íþróttahúsift í Njarðvík 17. febrúar 1987. Bikarkeppni KKÍ 8-lifta úrslit (fyrri leikur), UMFN-ÍBK 68:69 (27:30) (58:58). 2:9, 8:18, 17:22, 21:26, 25:26, 27:30, 31:38, 39:40, 41:40, 46:46, 55:48, 57:52, 57:58, 58:58, (framl.) 58:63, 64:63, 66:65, 68:67, 68:69. Stig UMFN: Jóhannes Kristbjörnsson 14, isak Tómasson 12, Valur Ingi- mundarson 11, Hreiöar Hreiðarsson 10, Teitur Örlygsson 8, Helgi Rafns- son 7, Kristinn Einarsson 4 og Árni Lárusson 2. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 17, Ólafur Gottskálksson 14, Matti Ó. Stefáns- son 11, Gylfi Þorkelsson 9, Hreinn Þorkelsson 8, Siguröur Ingimundar- son 6 og Jón Kr. Gíslason 4. skot á síðustu sekúndunum en hittu ekki. Þá var framlengt í 5 mínútur. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 58:63, en Njarðvíkingum tókst að jafna og komast yfir 66:65 og allt ætlaði um koll aö keyra í íþróttahúsini í Njarðvík. Keflvíking- ar skoruðu síðan næstu körfu og Njarðvíkingar svöruðu með tveim stigum, 68:67. Jón Kr. Gíslason tryggði svo Keflvíkingum sigur með tveim stigum úr vítaskotum á síðustu sekúndum leiksins, sem siöan rann út án þess að Njarðvík- ingum tækist að skapa sér færi. Lið Keflvíkinga var jafnt í þess- um leik og sigraði með góðri liðsheild. Þetta var ekki dagut^- Njarðvíkinga. Þeir náðu aldrei tök- um á leiknum og það á greinilega ekki við þá að fá ekki að ráða hrað- anum sjálfir. Dómarar voru Krist- inn Albertsson og Ómar Scheving. B.B. Bikarkeppni HSÍ: Fylkir vann ÍR ÞRÍR leikir fóru fram í bikar- keppni HSÍ i Laugardalshöll í gærkvöldi. Fylkir sigrafti ÍR, 22:21, Árvakur tapaði fyrir B-lifti Ármanns, 13:18 og Stjarnan sigr- afti A-lift Ármanns,23:18. Vest- manneyingar áttu aft leika vift KA en honum varð að fresta vegna þess að KA-menn komust ekki til Eyja vegna veðurs. England , READING sigraði Huddersfield með þremur mörkum gegn tveim- ur í 2. deild ensku knattspyrnunn- ar í gærkvöldi. Þessi leikur átti upphafleiga aft fara fram 29. nóv- ember, en var þá frestað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.