Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 59
Bikarkeppni KKÍ:
Valsmenn með
gott veganesti
- sigruðu KR með 13 stiga mun
Valsmenn stigu í gærkvöldi stórt
skref í áttina aft sæti í undanúr-
slitum f bikarkeppni KKÍ meft
góðum sigri á KR. Valur hafði yfir
á nær öllum tölum í fyrri hálfleik
og f þeim síftari breikkaði bilift á
milli liðanna. í lokin skildu 13 stig
liftin af og Valsmenn því gott
veganesti með sór f síftari bikar-
leikinn eftir viku.
Sterk vörn Vals og slæm hittni
KR á fyrstu mínútunum reyndist
slæmur fyrirboði fyrir vesturbæjar-
liðiö sem ekki náði sér á strik fyrr
en langt var liðið á fyrri hálfleikinn.
Það var ekki fyrr en Garðar Jó-
hannsson kom inn á, að sóknar-
leikur liðsins fór að ganga betur
án þess þó að forskoti Valsmanna
yrði ógnað verulega. Munurinn á
liðunum var ekki nema fimm stig
í leikhléi en góður kafli Vals í síðari
hálfleik gerði endanlega út um
vonir KR.
Tómas Holton var atkvæðamik-
ill í sóknarleiknum hjá Vai, skoraði
fjórar hreinar körfur utan þriggja
stiga línunnar og átti urmul fal-
legra sendinga á samherja sína.
Einar Ólafsson og Sturla Örlygs-
son komust vel frá leiknum og
Torfi Magnússon var sterkur í
vörninni.
Leikurinn
ítölum
íþróttahús Hagaskóla 17. fc>-
brúar 1987. Bikarkeppni KKÍ,
8-lifta úrsiit (fyrri leikur),
KR-Valur 55:68 (33:38)
4:0,4:7,6:14,12:22,21:24,33:38,
38:49,52:66,55:68.
Stig KR:Guðni Guðnason 15, Garðar
Jóhannsson 12, Þorsteinn Gunnars-
son 10, Matthías Einarsson 6,
Guðmundur Jóhannsson 5, Ástþór
Ingason 4, Ólafur Guömundsson 3.
Stig Vals:Tómas Holton 18, Einar
Ólafsson 16, Sturla Örlygsson 15,
Torfi Magnússon 10, Leifur Gústafs-
son 5, Páll Arnar 4.
Enginn leikmaður KR náði sér
fyllilega á strik í leiknum. Garðar
og Guðni Guðnason áttu góðar
rispur í fyrri hálfleik og Þorsteinn
Gunnarsson gerði ýmislegt laglegt
upp á eigin spýtur í þeim seinni.
En ef á heildina er litið var leikur
liðsins lítt sannfærandi.
Jóhann Dagur og Sigurður Valur
dæmdu þokkalega.
FE
Knattspyrna:
Fleck með þrennu
fyrir Skota
SKOTAR unnu íra, 4:1, i Evrópu-
keppni landsliða skipaft leik-
mönnum 21 árs og yngri í
Edinborg í gærkvöldi. Fleck skor-
afti þrennu fyrir Skota og Fergu-
son sá um fjórða markið. Coyle
skoraði mark íra strx á 2. mínútu.
Skotar hafa forystu í riðlinum
með 4 stig eftir tvo leiki. Belgar
eru með eitt stig eftir einn leik og
írar reka lestina með 1 stig eftir
þrjá leiki.
íþróttir í sjónvarpi:
Enski boltinn
og NBAdeildin
NÚ fer aft styttast í því aft enski
boltinn hætti á skjánum hjá
ríkissjónvarpinu. Næstu fjóra
laugardaga verða leikir í beinni
útsendingu en um framhald á
boitanum er óráftið.
Á laugardaginn kemur verður
leikur Tottenham og Newcastle
sýndur og síöan verður bein út-
sending frá Bikarglímu íslands í
íþróttaþættinum sem hefst strax
á eftir enska boltanum. Einnig
verður sýnt eitthvað um lands-
leiki Júgóslava og íslendinga í
handknattleik sem verða í Laug-
ardalshöll á mánudag og þriðju-
dag í næstu viku.
Stöð 2
Stöð 2 heldur áfram að sýna
frá NBA körfuboltanum í Banda-
ríkjunum á morgun fimmtudag.
Útsendingin hefst um klukkan 22
og að þessu sinni verður það
leikur Los Angeles Lakers og
Philadelphia 76’ers sem verður
sýndur.
Á sunnudaginn kemur verður
síðan blandaður íþróttaþáttur og
hefst hann klukkan 14.30. Þar
verður meðal annars hjólreiða-
keppnin „Race across America"
• Charles Barkley sem leikur
meft Philadelphiu 76’ers hefur
verið einn besti leikmaður
NBA-deildarinnar í vetur.
en í þeirri keppni hjóla menn yfir
þver Bandaríkin.
Á sunnudögum er ætlunin að
sýna knattspyrnu frá meginlandi
Evrópu en þar sem Þjóðverjar
eru í vetrarfrí enn sem komið er
verður enginn þáttur næsta
sunnudag.
Morgunblaöið/Þorkell
• Torfi Magnússon Vai og Guftmundur Jóhannsson KR eigast hér vift
í bikarleik liðanna í gærkvöldi.
... imi mn
Bikarkeppni KKÍ:
Haukar
sigruðu
ÍR-inga
HAUKAR unnu ÍR-inga, 84:79, í
8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í
miklum baráttuleik í Hafnarfirfti í
gærkvöldi. Þetta var fyrri leikur
þessara lifta og munu þau mæt-
ast aftur í Seljaskóla eftir viku.
ÍR, sem leikur í fyrstu deild, lék
mjög vel framan af leiknum og^
hafði lengst af allt að 10 stiga for^’""’
ystu, en á síðustu mínútum fyrri
hálfeiks tókst Haukum að minnka
muninn í eitt stig. Haukar náðu
síðan mun betur saman í seinni
hálfleik en baráttan var allan
tímann mjög mikil í báðum liðum.
Pálmar var bestur í liði Hauka,
skoraði mikið í fyrri hálfleik en lék
meðhjerja sína meira uppi í þeim
seinni. Henning stóð einnig vel
fyrir sínu. Hjá ÍR var Jón Örn mjög
góður í annars mjög jöfnu liði.
ágás
Leikurinn
ítölum
íþróttahúsið í Hafnarfirði 17.
febrúar 1987. Bikarkeppni KKÍ
(fyrri ieikur), Haukar—ÍR 84:79
(43:44).
4:13,- 11:17, 21:33, 32:35, 43:44,
56:56, 73:64, 79:71, 81:73, 81:79,
84:79.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 17,
Hennig Henningsson 16, Ivar Ás-
grimsson 12, Bogi Hjálmtýsson 10,
Ingimar Jónsson 10, Reynir Kristjáns-
son 8, Ólafur Rafnsson 7 og Sigurgeir
Tryggvason 4.
Stig ÍR: Jón Örn Guðmundsson 35,
Jóhannes Sveinsson 18, Karl Guð-
laugsson 12, Ragnar Torfason 8 og
Bragi Reynisson 6.
IBK sigraði UMFN
í framlengdum leik
KEFLVÍKIGINGAR sigruðu
Njarðvíkinga í framlengdum leik
í bikarkeppni KKÍ í Njarftvík í
gærkvöldi. Leikurinn var æsi-
spennandi frá upphafi til enda.
Eftir venjulegan leiktíma var staft-
an jöfn, 58:58 og í framlengu
náftu Keflvíkingar að skora 11
stig gegn 10 stigum Njarðvíkinga.
Þetta var fyrri leikur liðanna og
mætast þau aftur í Keflvík eftir
viku.
„Ég er ekki nógu ánægður með
úrslitin, við hefðum átt að sigra
með meiri mun. í framlengingunni
náðum við fimm stiga forskoti sem
okkur tókst ekki að halda, það
getur því allt gerst í síðari leikn-
um,“ sagði Gunnar Þorvarðarson,
þjáflari ÍBK, eftir leikinn.
Keflvíkingar komu ákveðnir til
þessa leiks og náðu frumkvæðinu
þegar í upphafi. Þeir höfðu góðar
gæturá Val Ingimundarsyni, stiga-
hæsta leikmanni UMFN, og
skoraði hann ekki stig fyrr en á
fimmtu mínútu síðari hálfleiks.
Mótlætið fór í taugarnar á
Njarðvikingum sem höfðu ýmislegt
við dómgæsluna að athuga og
kostaði það liðið nokkrar tækni-
villur.
Njarðvíkingum tókst samt að
jafna metin í upphafi síðarrhálf-
leiks og komust yfir 39:38 og sían
7 stigum yfir, 55:48, þegar 5
mínútur voru til leiksloka, en mistu
það forskot niður aftur. Keflvíking-
ar komust í 57:58, Valur jafnaði
úr vítakosti, hitti ekki úr seinna
skotinu og Keflvíkingar reyndu
Leikurinn
ítölum
íþróttahúsift í Njarðvík 17.
febrúar 1987. Bikarkeppni KKÍ
8-lifta úrslit (fyrri leikur),
UMFN-ÍBK 68:69 (27:30)
(58:58).
2:9, 8:18, 17:22, 21:26, 25:26, 27:30,
31:38, 39:40, 41:40, 46:46, 55:48,
57:52, 57:58, 58:58, (framl.) 58:63,
64:63, 66:65, 68:67, 68:69.
Stig UMFN: Jóhannes Kristbjörnsson
14, isak Tómasson 12, Valur Ingi-
mundarson 11, Hreiöar Hreiðarsson
10, Teitur Örlygsson 8, Helgi Rafns-
son 7, Kristinn Einarsson 4 og Árni
Lárusson 2.
Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 17, Ólafur
Gottskálksson 14, Matti Ó. Stefáns-
son 11, Gylfi Þorkelsson 9, Hreinn
Þorkelsson 8, Siguröur Ingimundar-
son 6 og Jón Kr. Gíslason 4.
skot á síðustu sekúndunum en
hittu ekki.
Þá var framlengt í 5 mínútur.
Keflvíkingar byrjuðu vel og komust
í 58:63, en Njarðvíkingum tókst
að jafna og komast yfir 66:65 og
allt ætlaði um koll aö keyra í
íþróttahúsini í Njarðvík. Keflvíking-
ar skoruðu síðan næstu körfu og
Njarðvíkingar svöruðu með tveim
stigum, 68:67. Jón Kr. Gíslason
tryggði svo Keflvíkingum sigur
með tveim stigum úr vítaskotum á
síðustu sekúndum leiksins, sem
siöan rann út án þess að Njarðvík-
ingum tækist að skapa sér færi.
Lið Keflvíkinga var jafnt í þess-
um leik og sigraði með góðri
liðsheild. Þetta var ekki dagut^-
Njarðvíkinga. Þeir náðu aldrei tök-
um á leiknum og það á greinilega
ekki við þá að fá ekki að ráða hrað-
anum sjálfir. Dómarar voru Krist-
inn Albertsson og Ómar Scheving.
B.B.
Bikarkeppni HSÍ:
Fylkir
vann ÍR
ÞRÍR leikir fóru fram í bikar-
keppni HSÍ i Laugardalshöll í
gærkvöldi. Fylkir sigrafti ÍR,
22:21, Árvakur tapaði fyrir B-lifti
Ármanns, 13:18 og Stjarnan sigr-
afti A-lift Ármanns,23:18. Vest-
manneyingar áttu aft leika vift KA
en honum varð að fresta vegna
þess að KA-menn komust ekki til
Eyja vegna veðurs.
England ,
READING sigraði Huddersfield
með þremur mörkum gegn tveim-
ur í 2. deild ensku knattspyrnunn-
ar í gærkvöldi. Þessi leikur átti
upphafleiga aft fara fram 29. nóv-
ember, en var þá frestað.