Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 58

Morgunblaðið - 18.02.1987, Side 58
, 58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 • Fram heldur enn öruggri forystu sinni í 1. deild kvenna í handknattleik. Um helgina sigruðu þær KR örugglega, 27:18. Guðrfður Guðjónsdóttir, Fram, var markahæst að vanda og skoraði 7 mörk. 1. deild kvenna: Framarar illviðráðanlegir EIN UMFERÐ fór fram í 1. deild kvenna í handknattleik um helg- ina. Á laugardag brugðu Vals- stúlkur sór f góða ferð til Vestmannaeyja og komu heim á ^sunnudag með tvö stig f poka- horninu. Á sunnudagskvöld fóru fram 3 lelkir. FH rótburstaði Ár- mann f Firðinum og f Hölllnni unnu Framdömur KR og Stjarnan sigraði Vfking örugglega. ÍBV-Valur 16:28 Valsarar unnu góðan sigur á ÍBV í Eyjum. Það var helst á upp- hafsmínútum leiksins sem Eyja- stúlkur stóðu í gestunum. Þær komust þá í 1—0 og 2—1 en síðan ekki söguna meir, og var það helst að þakka góðri markvörslu Arn- heiðar Hreggviðsdóttur í marki Vals að ÍBV-liðið náði ekki betra forskoti í byrjun. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn tóku Valsdömur við sér og skoruðu hvert markið á eft- ir öðru og flest þá úr hraðaupp- hlaupum eftir aö IBV hafði glatað boltanum. Staðan f hálfleik var 14—7 fyrir Val. ( seinni hálfleik var hið sama uppi á teningnum. Vals- liðið jók við forystuna og voru sem fyrr flest markanna skoruð úr hraöaupphlaupum. Leikurinn en- daði síðan 28—14 fyrir Val. Þrátt fyrir stórt tap í þessum leik er greinilegt að (BV-liðið hefur alla burði til þess að spila góöan handbolta. Liðinu hefur farið mikið '"ffram í vetur, flestar stelpurnar eru ungar og efnilegar, og með sama mannskap ætti liðið að geta staðið sig í framtíðinni. Valsliðið spilaöi ágætlega í þessum leik, a.m.k. betur en oftast áður í vetur. Flest markanna voru skoruð úr hraðaupphlaupum og skiptist markaskorunin nokkuð jafnt á mannskapinn. Mörk IBV: Anna Dóra Jóhannssdóttir 4, Ásta Kristjánsdóttir og Unnur Sigmarsdóttir 3 mörk hvor, Ragna Birgisdóttir og Ingibjörg Jóns- dóttir 2 mörk hvor, Stefanía Guöjónsdóttir og Elísabet Benónýsdóttir eitt mark hvor. Mörk Vals: Guörún Kristjánsdóttir 7, Katrín Friðriksen 6, Ásta Sveinsdóttir 5, Guöný Guö- jónsdóttir 3, Harpa Siguröardóttir, Helga Lúðvík8dóttir og Rósbjörg Jónsdóttir 2 mörk hver og Erna Lúövíksdóttir eitt mark. KR-Fram 18:27 Framstúlkur unnu öruggan sigur á slöku KR-liði á sunnudag. Leikur- inn endaði 27—18 fyrir Fram eftir að þær höfðu verið yfir í leikhléi 12—7. Mestur varð munurinn 11 mörk um miðjan seinni hálfleik. Sigurbjörg Sigþórsdóttir var at- kvæðamest í liði KR að venju en aðrir gátu lítið. Framliðið virkar heilsteypt og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðiö tryggi sér íslandsmeistara- titilinn enn eitt árið. Bestar að þessu sinni voru þær Guðríður Guðjónsdóttir og Arna Steinsen auk Kolbrúnar Jóhannsdóttur í markinu. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 8, Karólina Jónsdóttir 4, Snjólaug Benjamínsdóttir 2, Elsa Ævarsdóttir, Valgeröur Skúladóttir, Arna Garöarsdóttir og Aldís Arthúrsdóttir eitt mark hver. Mörk Fram: Guöríöur Guðjónsdóttir 7, Arna Steinsen 6, Jóhanna Halldórsdóttir 4, Ósk Víðisdóttir og Margrét Blöndal 3 mörk hvor, Hafdís Guöjónsdóttir 2, Ingunn Bernódus- dóttir og Súsanna Gunnarsdóttir eitt mark hvor. FH — Ármann27:5 Ármannsstelpurnar riðu ekki feitum hesti heim úr Firðinum eftir leik sinn á móti FH. Um algera einstefnu var að ræða í leiknum frá fyrstu mínútu og áttu Ármanns- stelpurnar aldrei möguleika gegn leikglöðum FH-ingum. FH tók strax leikinn í sínar hendur og var strax Ijóst að hverju stefndi. Staðan í leikhléi var 14:1 Hafnfirðingum í vil. Lítið breyttist leikurinn í síðari hálfleik, þó svo Ármannsstelpurn- ar hafi aukið skor sitt um 400%. FH hélt uppteknum hætti og lauk leiknum með stórsigri FH, 27:5. Mörk FH: Sigurborg Eyjólfsdóttir 7, Rut Bald- ursdóttir 6, Kristfn Pétursdóttir 5, Inga Einarsdóttir 4, Arndís Aradóttir 3, Linda Lofts- dóttir 2. Mörk Ármanns: Ellen Einarsdóttir 2, Elsa Reynisdóttir 2, Elísabet Albertsdóttir 1 mark. Víkingur — Stjarnan 16:22 Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en þó var Stjarnan yfirleitt fyrri til að skora. Staðan í hálfleik var 8:8. Stjörnustúlkurnar kom mjög ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og juku forystuna jafnt og þótt. Víkingsstúlkurnar tóku til þess ráðs að taka þær Margréti Theo- dórsdóttur og Erlu Rafnsdóttur úr umferð þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn en það dugði ekki til og lauk leiknum með sigri Stjörn- unnar 22:16. Víkingsliðið var mjög jafnt í þessum leik, en þó bar mest á þeim Ingu Láru Þórisdóttur og Eiríku Ásgrímsdóttur. Hjá Stjörn- unni var Erla Rafnsdóttir atkvæða- mest eins og svo oft áður, einnig átti Steinunn Þorsteinsdóttir ágætan leik á línunni. Mörfc Vikings: Eiríka Ásgrímsdóttir 7/2, Inga Lára Pórisdóttir 5/3, Valdís Birgisdóttir 2, Jóna Bjarnadóttir og Svava Baldvinsdóttir oitt mark hvor. Mörfc Stjörnunnar: Erla Ratnsdóttir 11/4, Steinunn Þorsteinsdóttir 4. Margrét Theo- dórsdóttir og Hrund Grétarsdóttir 3 mörk hvor, Guöný Gunnsteinsdóttir 1 mark. Knattspyrna: Sigi Held njósnar á Ítalíu SIGI Held landsliðsþjálfari í knattspyrnu er nú staddur á ítalfu þar sem hann mun fylgjast með viðureign ítala og Portúgala sem eru í sama riðli og íslenska ÓL- liðið í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í dag og fór Sigi Heild gagngert til að skoða þessi lið. Auk þess eru í riðlinum Holland og Austur-Þýskland. (s- lendingar eiga að spila fyrsta leik sinn í riðlinum gegn ítölum 15. apríl í vor. Síðan verður leikið hér heima gegn Hollendingum 26. maí og Austur-Þjóðverjum 2. septemb- er og loks við Portúgala ytra 7. október. HM í norrænum qreinum: Svíar sigruðu í boðgöngu karla Wassberg náði besta brautar- tímanum og hefur nú unnið tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun SÆNSKI skíðagöngukappinn, Thomas Wassberg, leiddi sænska skfðagöngullðið til sigur f 4 x 10 km boðgöngu á heims- meistaramótinu f norrænum greinum f Oberstdorf í gær. Wassberg, sem nú þegar hefur unnið tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun, hafði besta braut- artímann í göngunni. Hann gekk næst sfasta sprettinn og náði þá 10 sekúndna forskoti á sovésku sveitina sam hafnaði f öðru sæti. Norðmenn urðu f þriðja sæti. Wasberg skautaði þessa 10 km á 23,51 mínútu, samanlagður tími sænsku sveitarinnar var 1:38.4,6 klukkustundir, sem er besti tími sem náðst hefur í 4 x 10 km boð- göngu karla. Þó er ekki gott að bera tímann saman við aðrar göngur þar sem brautirnar eru mjög mismunandi. Svíar höfðu forystu allan tímann í göngunni. Erik Östlund gekk fyrsta sþrett á 25.16,3 mín. og var 9 sekúndum á undan Aleksandr Batyuk, Sovétríkjunum. Gunde Svan gekk næsta sprett fyrir Svíþjóð á 24.24,4 mín en Sovót- maðurinn, Vladimir Smirnov minnkaði muninn niður í 3 sekúnd- ur. Þá tók Wassberg við og jók forskot Svía upp í 10 sekúndur. Torgny Mogren gekk síðasta sprett og hélt forskotinu og var um 100 metrum á undan Sovét- manninum, Vladimir Sakhov, í mark. Sovéska sveitin gekk samanlagt á 1:38.30,9 klukkustundum. Norð- menn urðu í þriðja sæti á 1:39.55,3 klst. Tókkar í fjórða á 1:40.01,0 klst. ítalir í fimmta á 1:40.36,5 klst. og' Finnar í sjötta á 1:40.43,5 klst. Alls tóku 18 sveitir þátt í göngunni. • Finnski skfðastökkvarlnn, Mattl Nykanen, hefur veriö mlkið f sviðsljóslnu að undanförnu og ekki fenglð stundlegan frið fyrir Ijós- myndurum og blaðamönnum. Hann var f sigursveit Finna f stökki af 90 metra palli á heimsmeistaramótinu f Oberstdorf f gær. Stökk: Finnar sigruðu FINNAR urðu sigurvegarar f sveitakeppninni f stökki af 90 metra palli á heimsmeistara- mótinu f norrænum greinum f gær. Finnar með vandræðabar- nið, Matti Nykaenen f farar- broddi, sigruðu með miklum yfirburðum. Norðmenn urðu f öðru sæti og Austurrfki í þriðja. Finnska sveitin með þá Matti Nykaenen, Ari-Pekka Nikkola, Tuomo Ylipulli og Pekka Suorsa hlaut samtalst 634 stig. Norð- menn voru í öðru sæti með 598 stig, Austurríki íþriðja með 587,5 stig, Tékkar í fjórða með 584,4 stig og Austur-Þjóðverjar í fimmta með 582,5 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.